Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 9 íbúðir í Florída til leigu í lengri eöa skemmri tíma. Hægt aö synda í Mexíkóflóa eöa okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Öll þjónusta. Skrifiö eöa hringiö eftir upplýs- ingabæklingi. Sarasota Surf & Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200. VARAHLUTA VERSLANIR! Höfum ■gársterkan kaupanda að fyrirtæki sem verslar með varahluti og aðrar þjónustuvömr fyrir brfreiðar. Kaupþing hf. Verðbréfadeild s: 686988 Þaö nýjasta í tréklossum er FLEX-O-LET tréklossinn meö beygjanleg- um sóla, stæröir nr. 35—46. Fer sigurför um allan heim. Nú aftur fáanlegir í 10 gerðum. Póstsendum GEÍSÍBf Stjórnarandstaðan í leiðurum NT „Þaö fréttist úr stjórnarherbúöunum, aö Steingrímur Her- mannsson hafi beöiö Þorstein Pálsson afsökunar á leiö- araskrifum NT, málgagns Framsóknar, og sagt, aö árásun- um á Sjálfstæöisflokkinn muni linna. Síöan er liðin vika, og ekki linnir." Þannig hljóöa upphafsorö í leiöara DV á dög- unum. í dag stiklum viö á stökum steinum í stjórnarand- stööutilburöum NT. Nýtt forsetaefni Þjóöviljans í BSRB er oa í siónmáli. Nútíminn opnast í hinn endann! Framsóknarflokkurinn hefur löngum hælzt um yfir því að vera opinn f báöa enda. Fri því Steingrímur Hcrmannsson, formaður flokksins, myndaði ríkis- stjórn og fram til skamms tíma var NT, málgagn flokksins, galopið til hægri. Fyrir skömmu skellti það aftur þeim durum og opnaðist í hinn endann. Skammir um Sjálfstæðis- flokkinn flóðu um bakka og sér í lagi formann hans, Þorstein Pálsson. Össur- arskrif Þjóðviljans, sem sízt fiokkast undir bíblíu- texta, líta út eins og vöggu- vísur í samanburði við hvassyrði og heift NT f garð samstarfsflokksins. Éin setning, sem hefur ver- ið endurtekin í sfbylju í NT með breytilegum hstti, hljóðar svo: „Frá því Þor- steinn Pálsson varð for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur vegur og gangur þessarar rfkisstjórnar verið á niðurleið." Naumast var það Stein- grímur Hermannsson, sem bað formann Sjálf- stæðisfiokksins afsökunar á leiðaraskrifum NT og hét leiðréttingum, að sögn DV, sem gaf leiðarahöfundi NT forskrift að forystugreinun- um. Texti þeirra er stirður og ber nokkur höfundar- einkenni hins nýja rit- stjóra. Hinsvegar er sitt- hvað í suraum þeirra sem bendir til þess að sá, sem skrifar, hafi innsýn, máske um annars augu, á stjórn- arheimilið. Skapgerðar- einkenni, sem fram koma, kunna að benda til sjávar- útvegsráðuneytisins. En hver sem að baki stendur hrópandans í forystugrein- um NT og kippir í leik- brúðuspottann stendur hitt óhaggað: NT hefur faríð fram úr Þjóðviljanum í vopnaskaki gegn ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar. Það hefur ekki verið ódrengilegar vegið að henni úr annarri átt Þeir fyrírfinnast enn Brútusarnir. Forsetaefni Þjóðyiljans ÍBSRB Alþýðubandalagið hefur löngum litið á samtök launafólks sem einskonar fiokksnýlendur. Það er hald flokksforystunnar að hún eigi að fjarstýra þess- um samtökum: halda þeim hægum og hógværum þeg- ar Alþýðubandalagið er innan ríkisstjórnar en nota þau til að setja allt í bál og brand f þjóðarbúskapnum þegar það er úti í kuldan- um. Þeæum alræðissinn- uðu pólitíkusum kemur ekki til hugar að vinnandi fólk eigi sjálft að velja for- ystu sína og ráða stefnu- ákvöröunum samtaka sinna. Þeir líta á val verkalýðsforystu, hvort heldur er innan samtaka opinberra starfsmanna eða launafólks á almennum vinnumarkaði, sem „púslu- spil“, er þeir eigi einir að sitja að. Þjóðviljinn, bergmál Svavars Gestssonar, birti helgarviðtal við óskabarn sitt hjá Sjónvarpinu, Ög- mund Jónasson. Loka- spurning viðtalsins er þessi: „Að lokum, Ögmundur, getur þú hugsað þér að veröa næsti formaður BSRB7" Þetta er sakleysisleg spurning, fijótt á litið. En Ijóst er að Alþýðubandalag- ið og Þjóðviljinn hafa valiö forsetaefni hinna róttæku í BSRB. Sjónvarpsmaður, sem er svo að segja dagleg- ur gestur á heimilisskjám í landinu, og skoöanalega samstiga yzt á vinstri vængnum, fellur vel inn f „púsluspilið", sem „litla, Ijóta kommaklikan" við stjórnvöl Alþýðubandalags- ins leikur. Skattalækkun- arleið hafnað Forysta BSRB hafnaði skattala'kkunarlcið til al- mennra kjarabóta, sem ríkisstjórnin bauð. Sú leið hefði aukið ráöstöfunarfé heimiia, þ.e. kaupmátt launa, án þess að hafa verðbólguáhríf. Krónutölu- hækkunarleið, umfram það sem efnahagsstaðreyndir leyfa, hefur hinsvegar ævinlega og undantekn- ingarlaust veríð velt yfir f verðlagið. Vara og þjónusta á innlendum markaði hef- ur hækkað samsvarandi. Kostnaöarauki útfhitn- ingsvöru hefur verið unn- inn upp með einhvers kon- ar gengissigi. Krónan hefur smækkað, kaupmáttarauki étizt upp og niðurstaðan oröið allra tap en engra hagnaður. I>essi hefur ver- ið margendurtekin reynsla þjóðarinnar í hálfan annan áratug. Skattalækkunarleið hefði að vísu þýtt áfram- haldandi niöurskurð ríkis- útgjalda. En ríkissjóður héfði einnig hlotið sína plúsa í hófiegri krónutöhi- hækkun og verulega minna verðrisi annarra útgjalda og framkvæmda. A VELA-TENGI 7 1 2 Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli t»kja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar ■Lt—L SöypflmíigjMií' (Scö) , Vesturgötu 16, sími 13280 Askriftarsíi rtinn <r S30A3 Hestamenn! Hittumst á Herrakvöldi í Glæsibæ. Miðasala í Ástund, Hesta- manninum og skrifstofu Fáks. SÖL H/F. ‘ tum Hestamannafólagið HERRAKVOLD HESTAMANNA verður haldið í Glæsibæ föstudaginn 9. nóv. 1984. Húsið opnað kl. 19.00. Fjölbreytt skemmtidagskrá. M.a. koma fram: Sigurbjörn Bárðarson, Erling Sigurðs- son, Alli Rúts, Jón Stefáns- son og ómar Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.