Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 37 „Ferðaleikhúsið hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn“ Rætt við Kristínu G. Magnús, en Ferðaleikhúsið hefur sýnt „Light Nights“ í 15 ár FERÐALEIKHÚSIÐ hefur sýnt „Light Nights" í 15 ár. Dagskráin er fyrir útlendinga, flutt á ensku. Hún er kynning á íslenskri menningu, og byggist mest upp á íslensku kvöldvökunni. Kristín Magnús, leikkona, rekur þetta leikhús ásamt manni sínum, Halldóri Snorrasyni, og syni þeirra, Magnúsi. Kristín stundaði leiklistarnám í London, og bjó þar lengi. Hún stundaði nám í Royal Academy of Dramatic Art. Eftir nám vann hún í London um nokkurt skeið. „Ég lék nokkuð í framhaldsmyndaflokkum fyrir BBC og ITV en hlutverkin voru aldrei stór,“ sagði Kristín þegar blm. hitti hana í Tjarnarbíói, þar sem sýningar eru nú, „einnig lék ég í auglýsingamyndum sem ég fékk þó nokkuð fyrir, og sýndi í tískuhúsum, en það fannst mér alltaf leiðinlegt, það var eitt af því sem maður gerði einungis fyrir peningana. Ég var ákaflega heppin með að vinna með góðum leikstjórum í London sem ég lærði mikið af. Sennilega verður kvikmyndaleik- stjórinn Joseph Losey sá sem ég gleymi seint. Ég fór líka í leikför um Suður-England með leikritið „Under Milk Wood“ eftir Dylan Thomas, þar sem ég lék tvö stór hlutverk. Síðast vann ég í leik- smiðju hjá Charles Marowitz. Það var góð og iærdómsrík reynsla." Kristín vann Shakespeare- verðlaun þegar hún var við nám, en hún lék þá hlutverk Helenu í Jónsmessunæturdraumi. Þau verðlaun dugðu henni til að borga skólagjöld síðara árið sem hún stundaði leiklistarnám tilverurétt sinn, ætti að njóta það hárra opinberra styrkja, að starfsemin gæti þjónað sínu hlut- verki til fulls. Það er ekki hægt að reka eitt atvinnuleikhús með meiri hagræðingu en gert er hjá Ferðaleikhúsinu. En í dag getum við aðeins leyft okkur að sýna hluta þess sem okkur dreymir um. Jafnframt erum við alltaf að neita tækifærum og boðum sem okkur berast erlendis frá.“ Fengu inni í Glaumbæ „Það var svo ekki fyrr en árið 1968 sem við fengum tækifæri sem við gátum ekki látið fram hjá okkur fara. Sigurbjörn Eiríksson, sem var eigandi Glaumbæjar, bauð okkur að leika í húsinu. Sig- urbjörn var mikill höfðingi og hann bauð okkur frítt að nota hús- ið, þegar dansleikir voru ekki haldnir. Glaumbær var ákaflega vistleg húsakynni, og má segja að hann hafi verið innréttaður eins og Shakespeare-leikhús. Ef þetta boð Sigurbjarnar hefði ekki komið efast ég um að við hefðum nokk- urn tíma byrjað aftur. Við sýndum barnaleikritið „Týnda konungssoninn" eftir „Langaði alltaf til að stofna mitt eigið Ieikhús“ Hvað tók við þegar þú komst heim? „Ég vann í Þjóðleikhúsinu auk þess sem ég var líka hjá sjónvarp- inu og útvarpinu. Ég kenndi líka hjá leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins. Ég kenndi bæði tækni leikara og spuna, sem ég held að hafi verið nýjung hér þá. Én mig langaði ekki til að helga lífi mínu kennslu og vinna á þess- um stöðum eingöngu, mig dreymdi um að stofna mitt eigið leikhús.“ Hvenær stofnuðuð þið Ferða- leikhúsið? „Ég og Halldór stofnuðum Ferðaleikhúsið árið 1965, en upp- haflega hét það Borgarleikhúsið, og heitir það enn á lögglildum pappírum. Ástæðan fyrir því að við notuðum ekki það var að einn leikaranna neitaði að leika undir því nafni, og frekar en að hefja æfingar upp á nýtt, ákváðum við að breyta nafninu. Tilgangur Ferðaleikhússins var að kynna verk sem ekki höfðu ver- ið sýnd hér áður. Við ferðuðumst um landið með 2 einþáttunga eftir Peter Shaffer. Við sýndum hann um 60 sinnum og þar af 37 sýn- ingar hringinn í kringum landið. Það var óskapleg vinna, og var okkur mjög erfitt peningalega. Við fengum góðar móttökur, enda eru þessi verk vel skrifuð. En vegna þess hve þetta var erfitt fjárhags- lega má segja að við misstum kjarkinn, og lögðum ekki í meira." Þú hefur þá aftur snúið þér að leikhúsunum í borginni? „Ég hélt afram í Þjóðleikhúsinu og að kenna. Einnig leikstýrði ég barnaleikritinu Furðuverkinu, sem er um sköpun jarðarinnar. Ég var svo sem ekki óánægð í Þjóðleikhúsinu en ég vildi samt alltaf vinna í mínu eigin leikhúsi. Ég hugsaði víst of stórt,“ segir Kristín og brosir. „Ég vildi að hlúð væri betur að einstaklingsleikhúsum. Alls stað- ar í heiminum þar sem ég þekki til eru mörg lítil leikhús sem njóta ríflegra styrkveitinga til þess sem þau eru að gera. Leikhús eins og Ferðaleikhúsið, sem fyrir löngu er búið að sanna Frá sýningu Ferðaleikhússins, talið fri vinstri: Sonja Huld Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Kristín G. Magnús, Sigþór Halldór Markússon og Oktavía Stefánsdóttir. Á myndina vantar Rögnvald Ólafsson. Ragnheiði Jónsdóttur. Hópurinn sem stóð að þeirri sýningu var mjög samstilltur og var gaman að vinna að þessari sýningu. Þetta leikrit var síðan tekið upp fyrir sjónvarpið. Það var svo árið 1970 sem Molly Kennedy, sem gerði búningana fyrir sýninguna, kom með þá hugmynd að það væri mjög snið- ugt að setja upp íslenska kvöld- vöku fyrir erlenda ferðamenn á sumrin. Þar var komin hugmynd- in að „Light Nights". Molly bauðst til þess að taka saman efnið. Ég gat ekki staðist það að prófa þetta. Við fengum til liðs við okkur Ævar Kvaran og tríó sem sá um tónlistina. Þetta ætluðum við að prófa bara eitt sumar, en síðan höfum við haldið þessafi starfsemi áfram. Fyrst gekk þetta undir nafninu kvöldvaka en síðar breyttum við nafninu. Við fluttum síðan starf- semina í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða og sýndum þar i ein átta ár. Síðan vorum við á Fríkirkju- vegi 11 og nú síðast í Tjarnarbíói. Það er mjög gaman að að vera í þessu húsi en það er nokkuð erfitt að setja hér upp. Við erum mjög þakklát fyrir að fá að starfa hér.“ Sýningar erlendis En þið fóruð líka með sýningar til útlanda. „Við fórum árið 1974 til Banda- ríkjanna. Okkur var boðið að sýna í New York og í Chicago. Sú ferð var því miður ekki nógu vel skipu- lögð, en við fengum hlýjar móttök- ur. Með okkur Halldóri fóru Garð- ar Cortes og Halldór Kristinsson. í New York sýndum við í sænskri kirkju. Það var troðfullt á sýning- unni okkar svo að fólk stóð meira segja utan dyra. Við hefðum ör- ugglega getað sýnt 3—4 sinnum. f Chicago sýndum við aftur á móti í stærsta verslunarhúsi borgarinn- ar og það var ekki mjög spenn- andi. Árið 1978 fórum við aftur til Bandaríkjanna og studdu okkur margir aðilar til þeirrar ferðar. Við fórum í febrúarmánuði og vor- um með 8 sýningar, í borgum við Michigan-vatn og í Minneapolis. Með okkur í þeirri ferð voru Sverrir Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson, söngvarar. Þá sýndum við i leikhúsum eða skólum. Okkur var gífurlega vel tekið og aðsóknin var góð, ég var eiginlega mest hissa á því sjálf hvað þessu var vel tekið. í eitt skiptið þurftum við meira að segja að setja áhorfendur upp á svið. Þetta var því mjög ánægjuleg ferð, en erfið, við vorum á ferða- lagi í 18 daga. Um sumarið 1978 æfðum við fyrsta hópinn til að fara á Edin- borgarhátíðina, en íslendingar höfðu aldrei tekið þátt í þessari hátíð áður. Við fórum með 3 ein- Þau sem starfrækja Ferðaleikhúsið: Magnús Halidórsson, Kristín G. Magn- ús og Halldór Snorrason. r "i_r LTL þáttunga eftir Odd Björnsson, sem hann leikstýrði sjálfur. Þessir ein- þáttungar báru samnefnið Oddit- ies. Við sýndum í einu þekktasta leikhúsi Edinborgar, sem heitir Traverse og er mjög gott. 7 lista- menn tóku þátt í þeirri sýningu. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið þrekvirki peningalega, en þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur leiklistarhópur fór á þessa hátíð. Við fengum smástyrk frá menntamálaráðuneytinu og afslátt á fargjöldum og svo auðvit- að greiðslur sem runnu upp í kostnaðinn. Annað kostuðum við sjálf, en ég fékk þetta ár lista- mannalaun sem runnu til þessarar ferðar." En þú sýndir víðar í Bretlandi. „Við sýndum í West End árið 1980. Þá tóku þátt í þessu bæði íslenskir og breskir atvinnuleikar- ar. Við sýndum barnaleikrit sem ég skrifaði við þetta tækifæri sem heitir Storyland, og var efnið sótt í íslenskar þjóðsögur og menn- ingu. Við sýndum í viku. Það var mjög gaman þegar við komum til London 3 vikum áður en sýningar hófust og vorum ekki byrjuð að æfa, þá var búið að selja á allar sýningarnar. Það var erfitt að þurfa að hætta eftir viku, en þannig eru reglurnar í þessu leikhúsi sem heitir Unicorn The- atre sem hefur aðsetur í The Arts Theatre, að hvert erlent leikhús má einungis sýna í eina viku. Við hefðum hugsanlega getað haldið áfram og sýnt þetta víða, t.d. um Bretland, en barnasýn- ingar eru dýrar í uppfærslu. Og ekki hægt að hafa miðaverð það sama og hjá fullorðnu fólki. Það tók mig um það bil eitt ár að skrifa og undirbúa uppfærslu á Storyland. Hér heima komu við sögu margir þekktir listamenn að- allega tónlistarmenn og myndlist- armenn, sem unnu að gerð sýn- ingarinnar. Einnig fékk ég styrk- veitingu úr Menningarsjóði og Menntamálaráði sem var mér ómetanlegur stuðningur." Hvernig var að vinna með Bret- um að þessari sýningu? „Það er mjög ólíkt að vinna með Bretum og Islendingum. Þar tíðk- ast mun lengri vinnutími og þar þekkist ekki að menn séu með handritin eftir margar æfingar.“ Góður starfsandi Um átta manns standa að sýn- ingu Ferðaleikhússins nú í sumar, og sér Halldór um öll tæknileg at- riði ásamt syni sínum. Sýningarn- ar byrjuðu í júlí. Sögumaður er Kristín Magnús, en sýningin er byggð að mestu á kvöldvökunni ís- lensku og eru ýmsar þjóðsögur færðar í leikbúning, ásamt stutt- um köflum úr Eglu. „Það er mjög gott að vinna með þessu fólki og starfsandinn góð- ur,“ segir Kristín, „þetta er at- vinnuleikhús, ég læt ekki ólært fólk fara með texta. í atvinnuleikhúsi gilda af sjálfsögðu aðrar reglur en í áhugamannaleikhúsi. í atvinnu- leikhúsi þarf þó ekki alltaf faglært fólk til að koma fram í hópatrið- um eða til að sýna lifandi leik- mynd.“ Hvernig velur þú efni í sýning- una? „Það eru ljóst að engar tvær þjóðir hafa sama smekk eða kímnigáfu, t.d. er kímnigáfan gjörólík hjá Bretum og Banda- ríkjamönnum. Margar sagna okkar eru þungar, en ef þær eru stuttar og settar í leikbúning eins og t.d. Djákninn á Myrká þá hafa útlendingar gaman af því. Undan- tekningarlaust hafa menn haft gaman af djáknanum. Einnig sög- unni Móðir mín í kví kví. Ég vildi gjarnan hafa dansara og hljóðfæraleikara á sýningunni en það kostar sitt, ef ég hefði nóga peninga til að bjóða þessu fólki þá myndi ég fá það til liðs við mig. Ég hef ekki hingað til á öllum þessum árum fengið nokkurt kvörtunar- bréf, en mjög mörg þakkarbréf. Við erum búin að skemmta tug- um þúsunda erlendra leikhúsgesta bæði heima og erlendis, og ljóst er að ætlunarverki okkar er náð þeg- ar leikhúsgestirnir standa upp að sýningu lokinni með ánægjusvip og margs vísari um okkar fornu menningu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.