Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Höggmyndin „Menneskemuren" eftir Björn Nörgird er sett hefur verið upp fyrir framan „Statens Museum for Kunst“, Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. danska liðsins, sem setti þjóðina á annan endann. Ég er alltaf fastur lesandi Politiken, þegar ég er í Danmörku, einn daginn las ég að Povl Sabroe væri látinn 87 ára að aldri, sá var stórfrægur undir nafninu „Den Gyldenblonde" og skrifaði létta sunnudagsþætti í blaðið í áratugi, er voru óhemju vinsælir. Hann hafði líka reglu- lega þæíti í útvarpinu og var tengdur útgáfu „Blæksprutten", — skoprits, sem kom út fyrir jól ár hvert við miklar vinsældir. Þá taldi hann sig höfund „fonetekn- isk tegneserie", sem gert hefur landa hans Victor Borge heims- frægan. Þeir eru ófáir íslend- ingarnir við nám eða búsettir í K.höfn, sem áttu þessum manni gott sunnudagsskap að launa hér á árum áður. Hann var fulltrúi margs af því besta í dönskum „húmor" og um leið danskri þjóð- arsál. - O - Að sjálfsögðu er ekki eins mikið um markverðar listsýningar yfir sumartímann og á aðalsýningar- tímabilinu, sem haust og vormán- uðir teljast, en jafnan eru nokkrar stórar og vandaðar í gangi. Ann- ars þótti mér einna athyglisverð- ast að hugsa til þess, að við í litlu Reykjavík höfum upp á að bjóða mun fleiri ágæta sýningarsali fyrir einstaklingssýningar en milljónaborgin Kaupmannahöfn, en við eigum ekki hliðstæðu stóru salanna né Lousiana-safnpins. Þar stóð yfir mögnuð sýning á fornum listmunum og bókum frá írlandi „Irlands skatte“ — áhrifamikil sýning og einstæð, undirstrikar listfengi forfeðra okkar í bland. í Nicolai Kirke stóð yfir viðamikil sýning á vatnslita- og krítarmynd- um Svavars Guðnasonar svo og vefnaði Ásgerðar Búadóttur. Vakti sú sýning verðskuldaða at- hygli og var enda vel fyrir komið og hrifmikil. Hér kom það fram, hve mikilsvert það er að hafa ítök hjá Dönum á myndlistarsviði, en til þess þurfa menn annað hvort að vera frægir útlendingar eða hafa haslað sér völl í landinu. Þannig hafði Svavar rokselt myndir sínar, er mig bar að garði, en ég varð ekki var við, að Ásgerð- ur hafi selt neitt og þó er aldrei að vita (en hvar voru listiðnaðarsöfn- in?). íslenzkar listsýningar mættu að ósekju vera algengari í Kaup- mannahöfn og undarlegt er að Ríkislistasafnið skuli aldrei vera með íslenzkar sýningar, en var t.d. með tvær finnskar á sl. ári, svo sem fram kom í síðustu grein. Á eftir sýningu þeirra Ásgerðar og Svavars var væntanleg sýning á ca. 650 teikningum Svend Wiig Hansen. Það kalla ég hressilegt sýningarframtak, sem íslenskir myndlistarmenn mættu taka til fyrirmyndar. Erlendis eru menn allajafna 20—30 árum fyrr með yfirlitssýningar á verkum mynd- listarmanna en hér á útskerinu, þar sem slíkar þykja tilheyra elli- árunum en ekki þróun og áfanga í list viðkomandi. Hinir veglegu sýningarsalir Charlottenborg er jafnan bjóða upp á vandaðar sumarsýningar voru lokaðir vegna neyðarlegs rifrildis stjórnarmanna, en Ríkis- listasafnið bauð upp á eftirminni- lega sýningu á þróunarferli listar hins fræga málara Richards Mortensen — voru það aðallega teikningar, vatnslitamyndir svo og ein leikmynd. Þessi sýning kom mér að mörgu leyti á óvart því hún sýndi margar óþekktar hliðar á listamanninum og var einmitt í samræmi við hugmyndir mínar um framkvæmd yfirlitssýninga. Eitt af skipum Vesturfaranna dönsku, „Thingvalla" vió landfestar í Halifax (eftir árekstur vió Geysir 1888). Þarna vöktu sérstaka athygli mína módelstúdíur, er listamaður- inn hafði gert í skóla Bizzie Höyer, — því að hér hefur verið lögð mik- il áhersla á grundvallaratriðin, og þessi ströngu en fáguðu vinnu- brögð virðast ganga eins og rauð- ur þráður í gegn um list Richard Mortensens alla. Þeir voru ekki ófáir snillingarnir í danskri list er hófu feril sinn í skóla Bizzie Höy- er. Fyrir utan safnið hafði verið sett upp mikið skúlptúrverk eftir einn af framsæknustu myndlistar- mönnum Danmerkur, Björn Nör- gárd, en nefnist „Menneskemur- en“ — mun verkið einungis vera í láni í tvö ár og gefur góða hug- mynd um vinnubrögð yngri kyn- slóðarinnar í dönskum skúlptúr. Inni er svo kynnt þróunin í tilurð myndarinnar ásamt ýmsum öðr- um verkum Nörgárd í skissuformi. Þá ber að geta hinnar eftirtekt- arverðu sýningar „Draumurinn um Ameríku" í Brede, er fjallar um vesturfarana dönsku á síðustu öld. Margt kemur þar kunnuglega fyrir sjónir og málið er okkur skylt í sögulegu samhengi. Við þyrftum sannarlega að setja upp svipaða sýningu hérlendis og ekki í Bogasal, heldur í öllum Kjarv- alsstöðum, og gera þar rækilega úttekt á þessum kafla í sögu þjóð- arinnar. Þess má geta, að skipafélagið er flutti einna flesta Dani vestur, bar heitið „Thingvalla-linen og getur skipa er hétu Geiser, Hekla og Thingvalla. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. 9.835.00 GLASG0W Helgar- og vikurferðir. Brottför fimmtudaga og laugurdaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 8.935.00 IUI.tML 9.370. Helgar- og vikuferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 ____ LUXEMB0URG 10.765. Helgar- og vikuferðir. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. PARIS 14.241. Helgar- og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til Parísar. Helgarferð: Flug og gistingm/morgunverði/flug og bíll. Verðí tvíbýli frá kr. 14.241.00. 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. tm 23. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. 22.529. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. Verð frá kr. 22.529.00. SKIÐAFERÐIR 22.098 í boði er fjölbreytt úrval skíðaferða í vetur, frá desembermánuði ’84 til vors ’85. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 26. des. — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. Láttu okkur aðstoða þig við að velja Skíðaferðina sem hentar þér. FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! FERDA MIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARMQAOUR'AUGLl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.