Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 45

Morgunblaðið - 07.11.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Höggmyndin „Menneskemuren" eftir Björn Nörgird er sett hefur verið upp fyrir framan „Statens Museum for Kunst“, Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. danska liðsins, sem setti þjóðina á annan endann. Ég er alltaf fastur lesandi Politiken, þegar ég er í Danmörku, einn daginn las ég að Povl Sabroe væri látinn 87 ára að aldri, sá var stórfrægur undir nafninu „Den Gyldenblonde" og skrifaði létta sunnudagsþætti í blaðið í áratugi, er voru óhemju vinsælir. Hann hafði líka reglu- lega þæíti í útvarpinu og var tengdur útgáfu „Blæksprutten", — skoprits, sem kom út fyrir jól ár hvert við miklar vinsældir. Þá taldi hann sig höfund „fonetekn- isk tegneserie", sem gert hefur landa hans Victor Borge heims- frægan. Þeir eru ófáir íslend- ingarnir við nám eða búsettir í K.höfn, sem áttu þessum manni gott sunnudagsskap að launa hér á árum áður. Hann var fulltrúi margs af því besta í dönskum „húmor" og um leið danskri þjóð- arsál. - O - Að sjálfsögðu er ekki eins mikið um markverðar listsýningar yfir sumartímann og á aðalsýningar- tímabilinu, sem haust og vormán- uðir teljast, en jafnan eru nokkrar stórar og vandaðar í gangi. Ann- ars þótti mér einna athyglisverð- ast að hugsa til þess, að við í litlu Reykjavík höfum upp á að bjóða mun fleiri ágæta sýningarsali fyrir einstaklingssýningar en milljónaborgin Kaupmannahöfn, en við eigum ekki hliðstæðu stóru salanna né Lousiana-safnpins. Þar stóð yfir mögnuð sýning á fornum listmunum og bókum frá írlandi „Irlands skatte“ — áhrifamikil sýning og einstæð, undirstrikar listfengi forfeðra okkar í bland. í Nicolai Kirke stóð yfir viðamikil sýning á vatnslita- og krítarmynd- um Svavars Guðnasonar svo og vefnaði Ásgerðar Búadóttur. Vakti sú sýning verðskuldaða at- hygli og var enda vel fyrir komið og hrifmikil. Hér kom það fram, hve mikilsvert það er að hafa ítök hjá Dönum á myndlistarsviði, en til þess þurfa menn annað hvort að vera frægir útlendingar eða hafa haslað sér völl í landinu. Þannig hafði Svavar rokselt myndir sínar, er mig bar að garði, en ég varð ekki var við, að Ásgerð- ur hafi selt neitt og þó er aldrei að vita (en hvar voru listiðnaðarsöfn- in?). íslenzkar listsýningar mættu að ósekju vera algengari í Kaup- mannahöfn og undarlegt er að Ríkislistasafnið skuli aldrei vera með íslenzkar sýningar, en var t.d. með tvær finnskar á sl. ári, svo sem fram kom í síðustu grein. Á eftir sýningu þeirra Ásgerðar og Svavars var væntanleg sýning á ca. 650 teikningum Svend Wiig Hansen. Það kalla ég hressilegt sýningarframtak, sem íslenskir myndlistarmenn mættu taka til fyrirmyndar. Erlendis eru menn allajafna 20—30 árum fyrr með yfirlitssýningar á verkum mynd- listarmanna en hér á útskerinu, þar sem slíkar þykja tilheyra elli- árunum en ekki þróun og áfanga í list viðkomandi. Hinir veglegu sýningarsalir Charlottenborg er jafnan bjóða upp á vandaðar sumarsýningar voru lokaðir vegna neyðarlegs rifrildis stjórnarmanna, en Ríkis- listasafnið bauð upp á eftirminni- lega sýningu á þróunarferli listar hins fræga málara Richards Mortensen — voru það aðallega teikningar, vatnslitamyndir svo og ein leikmynd. Þessi sýning kom mér að mörgu leyti á óvart því hún sýndi margar óþekktar hliðar á listamanninum og var einmitt í samræmi við hugmyndir mínar um framkvæmd yfirlitssýninga. Eitt af skipum Vesturfaranna dönsku, „Thingvalla" vió landfestar í Halifax (eftir árekstur vió Geysir 1888). Þarna vöktu sérstaka athygli mína módelstúdíur, er listamaður- inn hafði gert í skóla Bizzie Höyer, — því að hér hefur verið lögð mik- il áhersla á grundvallaratriðin, og þessi ströngu en fáguðu vinnu- brögð virðast ganga eins og rauð- ur þráður í gegn um list Richard Mortensens alla. Þeir voru ekki ófáir snillingarnir í danskri list er hófu feril sinn í skóla Bizzie Höy- er. Fyrir utan safnið hafði verið sett upp mikið skúlptúrverk eftir einn af framsæknustu myndlistar- mönnum Danmerkur, Björn Nör- gárd, en nefnist „Menneskemur- en“ — mun verkið einungis vera í láni í tvö ár og gefur góða hug- mynd um vinnubrögð yngri kyn- slóðarinnar í dönskum skúlptúr. Inni er svo kynnt þróunin í tilurð myndarinnar ásamt ýmsum öðr- um verkum Nörgárd í skissuformi. Þá ber að geta hinnar eftirtekt- arverðu sýningar „Draumurinn um Ameríku" í Brede, er fjallar um vesturfarana dönsku á síðustu öld. Margt kemur þar kunnuglega fyrir sjónir og málið er okkur skylt í sögulegu samhengi. Við þyrftum sannarlega að setja upp svipaða sýningu hérlendis og ekki í Bogasal, heldur í öllum Kjarv- alsstöðum, og gera þar rækilega úttekt á þessum kafla í sögu þjóð- arinnar. Þess má geta, að skipafélagið er flutti einna flesta Dani vestur, bar heitið „Thingvalla-linen og getur skipa er hétu Geiser, Hekla og Thingvalla. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. 9.835.00 GLASG0W Helgar- og vikurferðir. Brottför fimmtudaga og laugurdaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 8.935.00 IUI.tML 9.370. Helgar- og vikuferðir. Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 ____ LUXEMB0URG 10.765. Helgar- og vikuferðir. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. PARIS 14.241. Helgar- og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til Parísar. Helgarferð: Flug og gistingm/morgunverði/flug og bíll. Verðí tvíbýli frá kr. 14.241.00. 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. KAUPM.H0FN 10.334. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. tm 23. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. 22.529. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. Verð frá kr. 22.529.00. SKIÐAFERÐIR 22.098 í boði er fjölbreytt úrval skíðaferða í vetur, frá desembermánuði ’84 til vors ’85. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 26. des. — Góðir gististaðir í Mayrhofen. Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00. Láttu okkur aðstoða þig við að velja Skíðaferðina sem hentar þér. FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! FERDA MIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJARMQAOUR'AUGLl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.