Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
31
IVfesUi „fjárdrátlarmáli" í sögu Noregs er nú lokið með algerri sýknu
aðalsakborningsins, Helge Nordahls, formanns Norræna barnahjálpar-
sjóðsins. Hér er Helge (Lv.) ásamt verjanda sínum.
Formaður Norræna barna-
hjálparsjóðsins sýkn saka
Mesta „fjárdráttarmál“ í sögu Noregs
reyndist ekkert vera við nánari rannsókn
„Ég hef alltaf verið viss um
sakleysi Helge og hverjum skyldi
hafa staðið það nsr en einmitt
mér, móður hans,“ sagði Marie
Nordahi eftir að sonur hennar,
Helge Nordahl, hafði verið sýkn-
aður af öllum ákærum um að hafa
dregið sér fé frá Norræna barna-
hjálparsjóðnum.
Málið gegn Helge Nordahl
hófst 10. júní árið 1981, klukkan
10 fyrir hádegi. Þá stormuðu
lögreglumenn inn á skrifstofur
barnahjálparsjóðsins, lögðu hald
á reikninga og önnur gögn og
greindu Helge frá því, að hann
væri grunaður um stórkostlegan
fjárdrátt. Samtímis var gripið
til aðgerða gegn þremur fyrir-
tækjum, sem sáu um reiknings-
hald og ýmsa þjónustu aðra fyrir
sjóðinni.
Fyrstu ákærurnar gegn Helge
voru þær, að hann hefði misfarið
með 18 milljónir norskra kr. af
fé sjóðsins en þær tölur áttu eft-
ir að hækka verulega, fyrst upp í
22 milljónir og loks í 32,4 millj-
ónir. f Noregi var talað um mál-
ið, sem mesta fjárdráttarmál frá
upphafi og hneykslið þótti enn
verra fyrir það, að um var að
ræða barnahjálparsjóð, sem
safnaði meðal almennings fé
fyrir sveltandi börn í þriðja
heiminum.
Við réttarhöldin var Helge
sakaður um að hafa notað fé
sjóðsins til mikilla ferðalaga er-
lendis, í bíla og aðra neyslu og
auk þess komið 750.000 nkr. á
bankareikning í Sviss. Átti
Helge að hafa verið höfuðpaur-
inn í þessu svindli en notið við
það góðrar aðstoðar endurskoð-
andans Odds Haralds Rosenlind.
Fyrir héraðsdómi voru þeir báð-
ir dæmdir í fangelsi, Helge í tvö
ár og Rosenlind í hálft annað ár,
en þó ekki fyrir fjárdrátt, sem
ekkert sannaðist um, heldur fyr-
ir „fjármálaóreiðu".
Þegar málið kom fyrir hæsta-
rétt var niðurstöðu héraðsdóms-
ins hrundið og fyrst og fremst á
þeirri forsendu, að sakborn-
ingarnir hefðu verið dæmdir eft-
ir öðrum lögum en kveðið var á
um í ákærunni. Nýtt mál var því
höfðað áhendur þeim og nú er
því lokið með algerri sýknu
Helge Nordahls.
Noregur:
Merk nýjung
í læknisfræði
Unnt að finna bólgur og blóðtappa fyrr en áður
í Noregi hefur verið fundin upp aðferð við að finna bólgur og blóðtappa í
æðum miklu fyrr en hingað til hefur verið unnt. Hafa læknar og aðrir
vísindamenn þau orð um uppfinninguna, að hún sé byltingarkennd.
Það er dr. Erling Sundrehagen,
sem á heiðurinn af þessari nýju
aðferð, en hann vann að henni í
samvinnu við orkufræðistofnun-
ina norsku. Er hún fólgin í því að
gera geislavirkt málmsambandið
technetium, sem síðan binst
blóðfrumunum og gefur til kynna
hvar í líkamanum meinið er.
Þannig er farið að, að sjúklingn-
um eða þeim, sem er skoðaður, er
tekið blóð og blóðfrumurnar skild-
ar að í skilvindu. Með því er unnt
að einangra ákveðnar frumur, sem
síðan eru merktar efninu. Ef talið
er, að um bólgur sé að ræða, verða
hvítu blóðkornin fyrir valinu og
eftir að þær hafa verið merktar er
þeim sprautað í æðar sjúklingsins
á ný. Hvítu blóðkornin leita uppi
bólguna eins og þeim er eiginlegt
og með mælitækjum má sjá hvar
merkisberarnir eru flestir sam-
ankomnir.
Hann var á dögum fyrir 1,6 milljónum ára og aðeins 12 ára þegar hann hvarf
af þessum heimi.
Forfeðurnir jafnhá-
ir og nútíðarmenn?
Nairobi. Kenya. AP.
NÝLEGA fannst á strönd Turkana-
vatns í norðurhluta landsins mjög
heilleg beinagrind af kröftugum 12
ára snáða, sem horfið hefur af þess-
um heimi fyrir um 1,6 milljónum
ára, að sögn Rirhards læakeys, for-
stöðumanns Þjóðminjasafns Kenva.
Meðal þess sem fannst var
hauskúpan, neðri kjálkinn, rif-
beinin, hryggurinn og útlimabein-
in. Var þetta sýnt á blaðamanna-
fundi í Nairobi fyrir skemmstu, að
sögn AP-fréttastofunnar. Af þess-
um steingerðu beinabrotum, alls
70 talsins, hafa vísindamenn getað
dregið þá ályktun, að drengurinn
muni hafa verið u.þ.b. 1,50 m á
hæð og vegið um 65 kg um það
leyti sem hann dó. Ef hann hefði
náð fullorðinsaldri, hefði hann
sennilega orðið 1,80 m á hæð, að
sögn Leakeys.
— Það hefur almennt verið
álitið, að forfeður okkar hafi verið
lægri vexti en við nútímafólk, en
þessi beinafundur virðist renna
stoðum undir, að í rauninni hafi
þeir verið álíka á hæð og við, sagði
hann.
Samkvæmt því sem Leakey seg-
ir ber beinagrindin engin merki
um áverka. Hugsanlega hefur
drengurinn látist af völdum
lungnabólgu.
vinnubröað
byrjaáréttri
nugsun
Við eigum á lager og getum útvegað með stuttum fyrirvara margar
gerðir af smærri rafmagnslyfturum og handlyftivögnum.
Allt viðurkennd, dönsk gæðavara.
Þessir lyftarar og handlyftivagnar hafa ýmsa ótrúlega kosti við allskonar
birgðahald og vörugeymslur innanhúss.
• Ótrúleg lyftigeta og lyftihaf miðað við stærð frá 20 cm. í 6 metra.
• Mjóar akstursleiðir - betri nýting geymslurýmis.
• Lipurð í meðförum - hámarks notagildi.
• Rekstra- og viðhaldskostnaður í lágmarki, nánast enginn í sumum
tilfellum.
Veitum fúslega allar upplýsingar.
B.V. Handlyftivagnar og litlir lyftarar.
— Létta störf auka afköst.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
LÁGMÚLI5. 108 REYKJA VIK, SÍMI: 91-685222
PÓSTHÚLF: 887, 121REYKJAVÍK