Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 41 Osta- og smjörsalan kynnti m.a. á sýningunni þrjár nýjar ostategundir. Mbl./Emilia. Reykjavíkurpylsa, graflamb og ostakökur — meðal nýjunga sem kynntar voru á sýningunni BU 84 Á sýningunni BÚ 84, sem haldin var í Reykjavík dag- ana 21. til 30. september sl., voru kynntar margvíslegar nýjungar í búvörum. Þær vörur voru seldar á lágu kynningarverði og sýningar- gestum boðið að bragða á þeim. Mjólkursamsalan kynnti tvær nýjar tegundir af létt-jógúrt frá MBF á Selfossi, annars vegar með gulrótum og hveitikornshýði og hins vegar með gulrótum, sell- erii og eplum. Jógúrtin er seld í hálfs lítra fernum og í stað syk- urs er notað svokallað „aspart- ame“-sætiefni (nutra sweet). Þá kynnti Mjólkursamsalan tvær nýjar vörur frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Borgfirðinga, annars vegar kalda ítalska sósu, bragð- bætta með kryddblöndu og hins vegar Jalapeno“-ídýfu, bragð- bætta með safa úr samnefndum mexíkönskum piparávexti. Báðar vörurnar eru unnar úr sýrðum rjóma og innihalda fáar hitaein- ingar. Þriðja nýjungin frá Mjólkur- samsölunni er tvær ostakökur (cheese cake), annars vegar með bláberjum og hins vegar með kirsuberjum. Ostakökurnar, sem framleiddar eru af Mjólkursam- laginu í Búðardal, fást í tveimur stærðum, þriggja og sex manna. Þær eru geymdar frystar en látn- ar standa í stofuhita í eina og hálfa klukkustund fyrir neyslu. Osta- og smjörsalan kynnti m.a. á sýningunni þrjár nýjar ostategundir, humar-smurost. skinkuost og fjörost með hangi- kjötsbitum. Landssamband veiði- félaga kynnti auðvelda aðferð við að roðfletta silung og sýnd var ýmiss konar matreiðsla á honum. Þá fengu sýningargestir að bragða á gröfnum og reyktum sil- ungi. Sláturfélag Suðurlands kynnti m.a. alls kyns kryddlegið kjöt og nýtt sterkt franskt sinnep. Þá voru kynntar þrjár nýjar áleggs- pylsur, paradísarsalami, pipar- salami og heimilissalami. Goði kynnti á sýningunni graflamb, sem selt er niðursneitt í neyt- endaumbúðum og borðast á sama hátt og graflax, þ.e. með sinn- epssósu. Þá var kynnt ný tegund af pylsu, svokölluð Reykjavíkur- pylsa sem er í líkingu við Vínar- pylsu nema fituminni. Kjöt og álegg kynnti nýtt álegg unnið úr lamba-, svína- og nautakjöti, sem bragðbætt er með karrýi. fsmat og Hagsmunasamtök hrossa- bænda kynntu m.a. nýja sherrý- skinku sem unnin er úr hrossa- kjöti og svínakjöti. Kartöfluverksmiðja Þykkva- bæjar var m.a. með kynningu á nýjum forsoðnum bökunarkart- öflum sem einungis þarf að baka í um 30 mínútur og Fransmann kynnti forsoðnar mínútukartöfl- ur, sem aðeins þarf að hita upp eða brúna á pönnu. Þá var Grænmetisverslun landbúnaðar- ins með kynningu á ofnbökuðum kartöflum, fylltum með lamba- kjöti í karrýsósu, sem áætlað er að selja til veitingahúsa. Þessi stúlka sýndi auðvelda aðferð við að roðfletta silung, fyrir hönd Land- sambands veiðifélaga. Brezkur mið- ill til íslands BRESKI miðillinn Mavis Pittilla er vaentanleg til landsins miðvikudaginn 7. nóvember. Hún mun starfa á vegum Sálarrannsóknafélagsins dagana 8. —20. nóv. Hún heidur skyggnilýsingafundi mánudaginn 12. nóvember og mánu- daginn 19. nóvember að Hótel Hofi við Rauðarárstíg. Einnig heldur hún fámennari fundi fyrir félagsmenn í húsakynnum félagsins, Garðastræti 9. Mavis Pittilla hefur ekki komið áður til íslands, hún hefur þó ferð- ast mikið og m.a. starfað í Banda- rfkjunum, Gíbraltar, á írlandi og Nýja-Sjálandi. Hún hefur starfað sem miðill í 20 ár. Fréttatilkynning. Mavis Pittilla miðill. Ragnar Lár teikn- ar kynlega kvisti Akureyri, 6. nóvember. Ragnar Lár, myndlistar- maður á Akureyri, hefur hafíð útgáfu á seríu sáld- þrykksmynda af kynlegum kvistum síðari hluta 19. aid- ar og byrjun þessarar aldar. Fyrstur í þessari seríu er Guömundur dúllari, en ætl- un Ragnars mun vera að á eftir fylgi myndir m.a. af Símoni Dalaskáldi, Sæfinni á sextán skóm, Ástar- Brandi og Sölva Helgasyni, svo einhverjir séu nefndir. Guðmundur dúllari hvílir í kirkjugarðinum á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann reisti sjálfum sér bautastein og lét letra á hann þá upp og niður við efri góm, en við það mynduðustu dillandi hljóð í mörgum tilbrigðum. Til þess að auka á tilbreytn- ina dillaði hann litla- og vísifingri í vinstri hlust- inni meðan hann dúllaði lagið. Guðmundur dúllari ferðaðist víða um land og var vel liðið góðmenni. Um skeið var hann „einkaritari" Símonar Dalaskálds og áttu þeir nokkuð saman að sælda. Guðmundur skrifaði smáa og sæmilega hönd, en sama varð ekki sagt um Guómundur dúllan Saldbrykk hann: „Hér hvílir Guð- mundur Árnason. Fæddur 7. júlí 1833, dáinn 20. apríl 1913. Þjóðkunn list, sem þessi gjörði, þar fyrir er steinninn reistur. Gripi átti gulli skærri, höndin frjáls, og heilsu góða, einnig þar með afbragðs sinni. S.s.s.G.Á." Þekktastur var Guð- mundur fyrir dúllið, en auk þess var hann kveð- skaparmaður góður. Dúll- ið var hans eigin uppfinn- ing, en það framkvæmdi hann oftast á þann hátt að sitja við borð, styðja vinstri olnboganum á borðið og hafa eitthvað undir honum, s.s. vettling, húfu eða snýtuklút, en best kvað hann dúllið hljóma ef hann hefði kvensvuntu undir. Síðan söng hann eða raulaði eitthvert lag, án orða. Tungubroddinum velti Símon. Ef þeir urðu sam- ferða um götur Reykja- víkur gekk Guðmundur jafnan nokkrum skrefum á eftir meistaranum, en það mun hafa verið að undirlagi Símonar, sem taldi sér ekki samboðið að ganga við hliðina á svo lít- ilsigldum manni sem Guð- mundi dúllara. Ragnar Lár hefur unnið myndina af Guðmundi dúllara eftir gamalli ljósmynd, og gefur mynd- ina út í 200 tölusettum og árituðum eintökum. Myndin er sáldþrykkt í Teiknistofunni Stíl á Ak- ureyri og er stærð myndflatar 25x35 sm, en pappírsstærð 31x44 sm. Hvert einstak kostar 300 krónur og er hægt að panta eintak hjá Ragnari Lár á Akureyri í símum 26562 og 23688. GBerg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.