Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 7 ABOT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU MÓNUSTA - Búnaðarbank- inn á Þyril enn BÚNAÐARBANKI íslands á olíu- flutningaskipið Þyril ennþá en skip- ið var slegið bankanum á nauðung- aruppboði í lok júlí eins og komið hefur fram. Þorvaldur G. Einarsson, lögfræðingur Búnaðarbankans, sagði í samtali við Mbl. að bankinn vaeri með í athugun hvað gert yrði við skipið. Sagði hann að ekki væri enn bú- ið að ganga að fullu frá öllum upp- boðskröfum og bankinn því ekki orðinn formlegur eingandi Þyrils Sagði hann að ýmsir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa skipið en ekkert hefði verið ákveðið í þvi efni enn. Sagði hann að komið hefði til greina að leigja skipið á meðan gengið væri frá öllum end- um í sambandi við uppboðið og sölumöguleikar kannaðir. Leiðrétting vegna leikumsagna ÝMSAR villur urðu í umsögnum um leiklist í Mbl. í gær. Tekið skal fram, að Jóhanna Kristjónsdóttir skrifaði umsögnina um sýningu Alþýðuleikhússins á Beizkum tár- um Petru Kant. Undir mynd var ranglega sagt að myndin væri af Eddu Guðmundsdóttur og Erlu Skúladóttur. Myndin var af Maríu Sigurðardóttur, sem lék titilhlut- verkið og Erlu Skúladóttur. Víxl urðu i setningum, leikumsögnin átti að enda: „í heild sýning sem kallar á hlustun og athygli sem leikverk fyrst og fremst og vel til skila komið." í umsögn um Önnu Frank féllu niður fáein orð. Rétt var setningin svona: „Gísli Halldórsson fór með hlutverk Dussel af yfirlætisleysi en áreiðanlega eftir töluverða stúdíu á þessum manni. Ákaflega heilsteyptur leikur." Sinfóníuhljómsveit íslands: Kammertónleik- ar annað kvöld Viðurkenna þjófnaði úr bifreiðum ÞRÍR piltar, 16 og 17 ára gamlir, hafa viðurkennt að hafa brotist inn í 15 bifreiðir og stolið úr þeim útvarpstækjum og talstöðv- um. Þeir hafa stundað þessa iðju sína á undanförnum mánuðum, en voru handteknir siðastliðinn föstudag. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins og hefur tekist að endur- heimta þýfið úr bifreiðunum. ÞÚ HEFUR ÞRJÁR GULLVÆGAR ÁSLÆÐUR TTLAÐ VELIA INNLÁNSREIKNING MEÐÁBÓT TILÁVÖXrUNAR SPARIEJÁR ÞÍNS■ Þér bjóðast fylbtu i/extir, 26,2%, strax í fyrsta mánuði eftir stofnun reihningsm 2.' Þér býdst fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum. • 3.1 Þú mátt taHa út hvenær 5em er án þe55 að áunnir vextir sherðbt. Hotaleg tilhugsun, eHHi satt? EKKISTIGHÆKKANDI InnlánsreiHningur með Ábót þýðir eHHi stighæHHandi ávöxtun og þar með margra mánaða bið eftir hámarHinui, heldur fyllstu vexti strax í fyrsta mánuði eftir innlegg. SKÍNANDIÁVÖXTUN, STRAX. EYRSTIJ kammertónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða í Bústaðakirkju á morgun Hmmtudaginn 8. nóv. 1984 og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna verður sem hér segir: J. Pachelbel: Canon fyrir strengi og sembal, P. Hinde- mith: Konsert fyrir píanó, blásara og hörpu og W.A. Mozart: Sinfónía nr. 36 Linz. Einleikari á tónleikunum er Guð- ríður St. Sigurðardóttir. Hún er fædd 1956 í Reykjavík. Guðríður lauk píanókennaraprófi 1977 og einleikaraprófi 1978 frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Kennar- ar hennar þar voru m.a. Hermína S. Kristjánsson, (Jrsúla Ingólfsson og Árni Kristjánsson. 1978—80 dvaldi Guðríður í Bandaríkjunum Ammoníakslekinn hjá Eimskip: Enn óljóst hve tjón er mikið EKKI ER enn Ijóst hve mikið af frystum fiski, sem geymdur var í frystigeymslu Eimskipafélags Is- lands við Sundahöfn, skemmdist þegar leki kom að ammoníakleiðslu í klefanum. Nú er Ijóst að á milli 400 og 500 tonn af frystum sjávarafurð- um voru í klefanum þegar óhappið átti sér stað. Fara verður í gegnum allt sem í frystigeymslunni var, kanna hvað er skemmt og hvað heillegt og sið- an umpakka vörunni. Af þessu hlýst verulegur kostnaður. Verð- mæti vörunnar í geymslunni er um 50 milljónir og er óttast að einhver hluti sé ónýtur, þannig að tjónið af völdum ammoníaklekans er verulegt — skiptir líklega millj- ónum króna. og lauk mastersprófi í píanóleik frá háskólanum í Ann Arbor, Michigan. Að því loknu snéri hún heim og hefur stundað kennslu og tónlistarstörf, m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit íslands og í ís- lensku óperunni, og auk þess kom- ið fram á ýmsum tónleikum. í vet- ur stundar Guðríður framhalds- nám í Köln hjá Prof. Giinter Lud- wig. (FrétUtilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.