Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 5 Hið frábæra Ríó tríó sem allir muna eftir er nú komiö sam- an aö nýju. Þeir félagar Ágúst, Hetgi og Ólafur hafa nú sett saman bráðskemmti- lega og eldhressa dagskrá meö gömlu og góöu áramt nýju og fersku efni sem frumflutt veröur í Broadway um næstu helgi. Gunnar Þórðarson hinn mikli tónlistarsnillingur hefur af þessu tilefni sett saman stórhljómsveit strengja og blásara sem leika mun undir hjá Ríó þar sem þeir skemmta gestum í mikilli Ijósadýrö Broadway, í húsi sem ber hljóm afburða vel. Skemmtikvöldin i Broadway hafa fest sig í sessi íslensks skemmtanalífs og veriö hvert öóru betra. Þaö er því enginn svikinn af gleöistund í Broadway meö Ríó. Fram- leiddur veröur þríréttaöur Ijúffengur kvöldveröur af bestu gerö — pantið borö tímanlega því hér er aö fara af staö hin allra besta skemmtun. laun samkvæmt töxtum og hafa ekki annað. Þetta fólk hefur laun á bilinu 13—20 þúsund krónur á mánuði. Hvað varðar afgreiðslu- fólk í Reykjavík, þá er annar hver maður með 13—14 þúsund krónur fyrir dagvinnuna. Á sama tíma og því er haldið fram, að ekki sé hægt að hækka dagvinnulaun þessa fólks hefur hluti verslana séð sér fært að hækka launagreiðslur, með eftir- og næturvinnu, um allt að 60% án þess að fá nokkrar aukatekjur á móti. Könnun, sem við höfum gert, staðfestir þessar niðurstöður. Launaskriðið, sem talað er um sem almennt hjá einkafyrirtækj- um, kemur ekki fram hjá af- greiðslufólki, þess gætir miklu fremur á skrifstofunum." Magnús lagði á það áherslu, að sem betur færi hefðu margir feng- ið kjör sín bætt með launaskriðinu „en launaskrið umfram taxta sýn- ir að atvinnuvegirnir hafa þolað að borga verulega hærri laun en launataxtarnir segja til um — launataxtarnir sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa verið að skerða svo stórkostlega. Þess vegna er mjög brýnt að hækka þessa óraunhæfu launataxta án þess að sú hækkun fari upp í gegn- um allt launakerfið. En það er vitaskuld gjörsamlega tilgangs- laust að vera að hækka taxtana í krónutölu ef ekki er jafnframt tryggt, að kaupmátturinn hald- ist,“ sagði hann. BIRCAD WAY nk. föstudags-, laugar- dags-og sunnudags- kvöld kl. 19.00. „VINNUVEITENDUR voru reidu- búnir um mánaðamót júlí og ágúst að gera nýja kjarasamninga, er hefðu það að markmiði að tryggja kaupmáttinn, sem stefnt var að með febrúarsamkomulaginu. Þeir settu sem skilyrði, á fundi sem við í Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur áttum með þeim, aö sem flest aðildarfélög Alþýöusambandsins yrðu aðilar að samkomulaginu. Um það náðist hinsvegar því miður ekki samstaða innan ASÍ — þar voru sum félög með hugmyndir um miklu meiri kauphækkanir en falist hefðu í slík- um samningum,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, í samtali við blaðamann Mbl. um stöðuna í kjaramálum í ijósi nýgerðra samn- inga. Verslunarmannafélag Reykja- víkur er ekki aðili að þeim heild- arsamningi, sem VSÍ og ASÍ gerðu í gær en hefur fallist á að eiga viðræður um sérsamninga fyrir lyfjatækna, sérmenntað af- greiðslufólk í apótekum, sem eru félagar í VR. Er gert ráð fyrir að þær viðræður hefjist í dag eða á morgun. Magnús sagðist harma, miðað við þróun mála, að ekki skyldi nást samstaða um að gera í haust samninga, sem miðuðu að því að viðhalda kaupmætti febrúarsamn- inganna. „Nú stöndum við frammi fyrir því, að gerðir hafa verið samningar um verulegar launa- hækkanir," sagði hann. „Þeir sem taka laun samkvæmt skráðum launatöxtum, og þeir eru býsna margir bæði hjá hinu opinbera og í VR, eru síst ofsælir af þessari liðlega 20% launahækkun — ef þeir þá halda henni. Höfuðgalli þessara samninga er auðvitað að í þeim eru engin ákvæði um kaup- máttartryggingu. Það getur ekki verið markmið verkalýðshreyf- ingarinnar að hækka laun i krónu- tölu — markmiðið hlýtur að vera að tryggja kaupmátt. Ég óttast, að í lok samningstímabilsins verði kaupmáttur þessa láglaunafólks síst meiri en hann er í dag, þrátt fyrir krónutöluhækkunina. Og þá er verr af stað farið en heima setið því það kæmi ekki á óvart að ráðstafanir yrðu gerðar í geng- ismálum, sem munu leiða til miklu meiri verðbólgu en annars hefði verið. Það blasir við, eftir þessa samn- ingagerð, að þeir fá fæstar krónur, sem lægst hafa launin. Mér finnst dapurlegt að það sé samið án þess að kaupmáttur sé tryggður og að hinir lægst launuðu skuli enn bera minnst úr býtum. Ég held að menn verði að viður- kenna þá staðreynd," hélt Magnús Sveinn Einarsson veiðistjóri, látinn Magnús L Sveinsson áfram, „að á undanförnum mörg- um árum hafa ríkisstjórnir skert umsamda launataxta verkalýðs- hreyfingarinnar langt niður fyrir allt velsæmi. Það er staðreynd að þúsundir manna í landinu taka SVEINN R. Einarsson veiðistjóri, frá Miðdal, lést um síðustu helgi á heimili sínu í Reykjavík, 67 ára að aldri. Sveinn fæddist þann 14. janúar 1917 í Miðdal í Mosfellssveit. For- eldrar hans voru Einar Guð- mundsson bóndi í Miðdal og Val- gerður Jónsdóttir kona hans. Hann lauk prófi í leirkerasmíði og stundaði síðan nám í postulíns- gerð og leirkerasmíði í Munchen í Þýskalandi. Hann starfaði í rúm 20 ár hjá Listvinahúsi sf., sem var nafn á leirbrennslu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, bróður Sveins, og veitti Sveinn fyrirtæk- inu forstöðu í 10 ár. Hann stund- aði einnig ýmis algeng störf á sjó á landi, var meðal annars grenja- skytta í nokkur vor fyrir bæjar- og sveitarfélög á Reykjanesi. Sveinn tók við hinu nýstofnaða embætti veiðistjóra 1. janúar 1958 og gegndi því starfi til dánardags. Sveinn var tvíkvæntur. Hann kvæntist Kömmu Norðland Niel- sen frá Kaupmannahöfn 5. desem- Sveinn Einarsson, veiðistjóri, frá Miðdal. ber 1952. Þau eignuðust 5 börn en skildu 1. desember 1960. Hann kvæntist Láru Einarsdóttur frá Hringsdal 6. maí 1966 en hún lést 22. júní 1975. Borðapantanir daglega kl. 11—19 í síma 77500. Hjálparstofnun kirkjunnar: Sendir matvæli og peninga til Eþíópíu Hjálparstofnun kirkjunnar ákvað í dag að senda 18,5 tonn af íslensk- um matvælum til hjálpar á þurrka- svæðunum í Eþíópíu, ásamt 500 þús- und kr. framlagi til hjálparstarfsins til þess að aðstoöa við dreifingu mat- vælanna. Íslenska matvælasendingin samanstendur af fimm tonnum af mjólkurdufti, sem Hjálparstofn- uninni hefur borist að gjöf frá Mjólkursamsölunni, og 13,5 tonn- um af eggjahvítuauðugu fiskdufti, sem Hjálparstofnun hefur fest kaup á. Fréttum fjölmiðla og hjálpar- beiðna til Hjálparstofnunarinnar ber saman um það, að ástandið í Eþíópíu og víðar í austanverðri Afríku sé mjög alvarlegt um þess- ar mundir vegna langvarandi þurrka og uppskerubrests. Sl. sumar safnaði Hjálparstofn- unin á meðal landsmanna 45 tonn- um af fötum, sem send voru á þurrkasvæðin í Eþíópíu. Starfs- menn stofnunarinnar í Eþíópíu sáu um dreifingu fatnaðarins, sem gekk vel þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Fréttir hafa borist um að þau hafi komið að góðum not- um. Haraldur Ólafsson, sem dvelst í Eþíópíu, mun taka á móti íslensku matvælasendingunni og hafa um- sjón með framkvæmd dreifingar. Þá er ákveðið að starfsmaður Hjálparstofnunarinnar haldi til Eþíópíu næstu daga til undirbún- ings fyrirbyggjandi verkefnum, sem stofnunin fyrirhugar að standa að. FrétUtilkynning Þrennt í gæsluvarðhald TVÆR UNGAR konur og einn karl- maður, öll á þrítugsaldri, voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald í Saka- dómi Reykjavíkur allt fram til 14. nóvember næstkomandi. Þau eru grunuð um nokkur þjófnaðarbrot. Þau voru handtekin eftir húsleit heima hjá einu þeirra, þar sem fundust hlutir er þau gátu ekki gert grein fyrir. Er talið að um sé að ræða þýfi úr nokkrum innbrot- um, sem Rannsóknarlögregla rik- isins hefur verið með í rannsókn að undanförnu, skv. uppiýsingum deildarstjóra RLR. — Rannsókn málsins er haldið áfram. Enn fá þeír fæstar krón- ur sem lægst hafa launin — segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR, í samtali um stöðuna í kjaramálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.