Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 43 Stykkishólmur: Kirkjubyggingu miðar vel StykkÍHhólmi, 29. oklóber. „Við byggjum kirkju", er orötak Hólmara um þessar mundir, en í ár hefir veriö talsveröur skriður á bygg- ingarframkvæmdum viö nýja kirkju sem nú er í smíðum í Stykkishólmi. Ýmsar góðar gjafir hafa verið færðar sóknarnefnd í þessum til- Myndir Eddu Ingólfsdóttur sýndar á Mors Jnnnhúni í scpt. Á EYJUNNI Mors í Limafirðin- um býr íslenzk kona ásamt fjöl- skyldu sinni. Edda heitir hún og er Ingólfsdóttir Davíðssonar grasafræðings. Edda er mjög list- ræn og hefur lengi sýnt hæfileika sína og tjáð hugsanir sínar í „applíkeruðum“ myndum. í sumar var henni boðið að taka þátt í sýningu listamanna, sem búsettir eru á Mors. Sýningin stóð allan ágúst- mánuð og sýndu þar 26 lista- menn. Hún var haldin í gömlu pakkhúsi, sem breytt hefur verið í sýningarsali, í Nyköb- ing, höfuðborg Mors. í sam- bandi við sýninguna var einnig annar listflutningur, en þar voru hljómleikar, upplestrar, leiksýningar og dans. Alls þessa var oftlega getið í fjöl- miðlum þar norður frá. Eyjan Mors hefur verið köll- uð perla Limafjarðarins og víst er um það, að hún er gróðursæl og fögur. Þar búa um 25 þús- und manns og er eyjan tengd með tveimur brúm við land, annars vegar til Thy og hins vegar til Salling. Sérstaklega er þar þekktur forkunnarfagur blómagarður skammt frá Sall- ingsunds-brúnni, Jesperhus Blomsterpark. { sýningarskrá segir Edda, að hún hafi dvalið í Danmörku í 17 ár og þótt breytingin erfið. Hún gerði myndir sínar til að fá útrás fyrir tilfinningar sín- ar til íslands, til að lýsa hinni stórkostlegu náttúru heima og rifja upp gamlar sagnir. Það dró úr heimþránni og hún dvaldi í huganum heima. Myndir Eddu vöktu athygli á sýningunni einkum fyrir sterka liti og fallegt landslag, sem er eins og lofsöngur til náttúrunnar og tjáir mikla lífsgleði, segir í einu dagblað- anna. Edda Ingólfsdóttir býr í frið- sælli sveit nálægt Elsö á Mors ásamt manni sinum, Jörgen Hansen, og ungum syni, Sölva Davíð. Þar hefur hún útbúið verkstæði í gömlu útihúsi og unir sér vel við að hanna og sauma myndirnar og fallegt handbragð leynir sér ekki. Edda segir það vera heitustu ósk sína að fá tækifæri til að sýna heima á íslandi. G.L.Ásg. gangi. Sl. sunnudag var fjáröflun- ardagur fyrir bygginguna. Þá sá kirkjukór Stykkishólms um fjöl- skylduhátíð í félagsheimilinu, þar sem kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur og einnig var spilað bingó og síðan kaffi fram borið af kórfélögum. Var þessi hátíð mjög fjölmenn og hin ágætasta. Messa var í kirkj- unni um daginn og önnuðust karl- arnir í kirkjukórnum sönginn meðan kvenþjóðin undirbjó hátíð- ina í félagsheimilinu, sérstaklega undirbúning veitinga. Þótti þetta góð tilbreyting. Fréttaritari. p irl Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.