Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 64
ETTT KORT ALLS SIAÐAR MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 Samningar ASÍ og VSÍ undirritaðir í gær: Samið um 24% hækkun launa til loka næsta árs Tvöfalda launakerfið afnumið, uppsagnarheimild 1. september NÝR kjarasamningur milii aðildar- félaga Alþýóusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands var undirritaóur í húsakynnum VSf kl. rúmlega 18 í gær, en þá hafói samn- ingafundur staðió samtals í um 32 klukkustundir, eóa frí því kl. 10 í fyrramorgun. Samningurinn gerir ráó fyrir um 24% hækkunum launa yfir samningslímabilió aó meóaltali. I*á veróur unnt meó samningunum að afnema tvöfalda launakerfið í maímánuóí nk. Samningurinn gildir út na-sta ár frá undirskriftardegi. Ákvæói er um aó fulltrúar ASÍ og VSÍ skuli hefja vióræóur um mögu lefa framlengingu samningsins fyrir aprfllok 1985 og náist ekki sam- komulag um framlcngingu fyrir 25. júní verói launaliðir samningsins lausir frá og meó 1. september. Verzlunarmannafélat; Reykja- víkur var ekki aðili að samningn- im or hefur félatrið óskað eftir sérstökum viðræðum við VSÍ fyrir hönd Apótekarafélat;s fslands um sérsamnint?a fyrir lyfjatækna. Magnús L. Sveinsson formaður VR sagði, að þeir vildu að sjálf- sögðu ekki vera bundnir af þessum samningum fyrr en á það hefði reynt, hvort apótekarar meintu eitthvað með því, sem þeir hefðu gefið í skyn, þess efnis að þeir séu reiðubúnir að semja um eitthvað umfram þessa samninga fyrir lyfjatækna. Samkvæmt samningunum verð- ur hækkun á taxtavísitölu ASf 12,9% við undirritun, 4,8% 1. jan. nk., 2,3% 1. mars og 2,3% 1. maí. Uppsafnað gerir þetta 23,9%, en hækkun frá upphafi til meðaltals 21,9%. Hækkun á almennum laun- um, þ.e. án lágmarkstekna og bón- usvinnu í fiskvinnslu, er 12,9% við undirritun, 5,0% 1. janúar, 2,4% 1. mars og 2,4% 1. maí. Samtals er þetta 24,3% uppsafnað, en frá upphafi til meðaltals 21,4%. Nokkuð er um tilfærslur í launa- flokkum og innan starfsaldurs- flokka og verða til dæmis tveir neðstu flokkarnir strax skornir neðan af, þ.e. 9. og 10. flokkur og aðrir flokkar færðir upp um einn. Reiknað var með að til undirrit- unar samninganna gæti komið laust eftir kl. 14 í gær, en vegna innabyrðis deilna innan ASÍ dróst undirritunin til kl. 18. Skarst í odda með ASÍ mönnum vegna ákvæða í samningnum um að að- ildarfélög ASÍ skuli standa sam- einuð að endurskoðun samning- anna og ákvörðun um framleng- ingu eða uppsögn. Aðildarfélögin hafa nú sjálf ákvörðunarrétt um uppsagnir sinna samninga og vildu margir að ekki kæmi til breytinga á því. Niðurstaða um- ræðnanna í gær var sú, að bíða með frekari viðræður og ákvörðun um málið þar til ný miðstjórn hef- ur verið kjörin á Alþýðusam- bandsþingi síðar í mánuðinum. Það kemur fram í viðtölum við samningamenn ASÍ og VSÍ í blað- inu í dag, að þeir óttast að samn- ingarnir séu verðbólguhvetjandi og geti kallað á gengisbreytingar. Þá kemur fram í viðtali við Guð- mund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar og Verkamannasam- bandsins, að yfirlýsing hafi borist á lokafund samningsaðila, um að í samráði við heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra staðfesti forsætis- ráðherra, að fyrirhugað sé að hækka ellilífeyri, atvinnuleysis- bætur og lífeyrissjóðsgreiðslur í samræmi við umsamdar kauphækkanir. Sjá samninginn ASÍ og VSÍ í heild á bls. 36 og viótöl vió forustumenn ASÍ og VSl á bls. 4 og 5. Morgunblaðið/Olafur K. Magnúsaon. Aóilar takast í hendur aó lokinni undirskrift síódegis í gær, frá vinstri: Björn Þórhallsson, Ásmundur Stefánsson, Páll Sigurjónsson, Magnús Gunnarsson og Haraldur Sveinsson. Rætt um breytingar á ríkisstjóminni: Hugmynd um stjórnarþátt- töku Alþýðuflokks hafnaö STAÐA ríkisstjórnarinnar, í Ijósi þeirra atburða sem gerst hafa og eft- ir aó samningar tókust um kaup og kjör, hefur verió töluvert til umræóu meóal forystumanna stjórnarflokk- anna, ráóherra og þingmanna. Hefur þaó meðal annars verió lauslega rætt hvort hugsanlegt sé aó Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæóisflokkur hefji stjórnarsamstarf vió Alþýóu- flokkinn. Morgunblaðinu er um það kunn- ugt að um helgina var það rætt meðal forystumanna Sjálfstæð- islfokksins, hvort samstarf stjórn- arflokkanna við Alþýðuflokkinn væri fýsilegur kostur. Niðurstað- an al peim umræðum var sú, að svo væri ekki. Hins vegar eru uppi raddir um það innan Sjálfstæðis- flokksins og í þingflokki hans nú eins og áður, að breytingar verði á ríkisstjórninni meðal annars á þann veg að skipt verði um menn í ráðherraembættum. A fundum framsóknarmanna víðsvegar um land og í blaði þeirra NT hefur undanfarið verið látið að því liggja, að nauðsynlegt sé að gera breytingu á ríkisstjórninni eftir þau átök sem orðið hafa á vettvangi stjórnmálanna. Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, hefur látið í Ijós áhuga'á að breytingar verði á ríkisstjórn- inni bæði að því er skipan manna i einstök ráðherraembætti varðar og einnig hitt hvaða menn eigi þar sæti. Innan raða sjálfstæðismanna hníga umræður einnig í þá átt að stöðu stjórnarinnar þurfi að styrkja með breytingum á henni. Engar ákveðnar hugmyndir hafa komið fram með hvaða hætti það verði gert. Leitað hefur verið álits forystumanna í Alþýðuflokknum á þvi, hvort þeir hefðu hug á stjórn- arsetu. Hefur þetta verið gert með þá röksemd að leiðarljósi, að nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að styrkja sig meðal áhrifaaðila í verkalýðshreyfingunni. Alþýðuflokkurinn býr sig nú undir flokksþing. Þar verða uppi raddir um að flokkurinn eigi að snúa sér til vinstri og sigla eins nærri Alþýðubandalaginu og frek- ast er unnt. Ekki eru þó allir á þeirri skoðun. Sumir telja, að flokkurinn ætti, gæfist honum tækifæri, að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn- arflokkinn. Þó er ekki líklegt að bein tillaga um það komi fram á flokksþinginu, því að þær lauslegu umræður og athuganir sem fram hafa farið um slíkt samstarf benda til að það sé ekki i mynd- inni. OPIÐ ALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTl, SlMI 11633 ___________\________ VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Morgunblaftið/G.Berg. Skógarhögg í Vaðlareit Akureyri, 6. nóvember. í gær hófst skógarhögg í Vaóla- reit, 50 ára gömlum skógarreit, sem Skógræktarfélag Eyflróinga hefur haft á leigu hjá bændum austan Akureyrar. Ástæða þess aó þarna er nú haflð allstórfellt skóg- arhögg, er sú að einmitt um þenn- an reit á hinn nýi Vaólavegur, frá Akureyri austur um Leirur, að liggja frá sjó og norður Vaólaheiði þar til hann tengist Svalbarós- strandarveginum. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Svafarssonar hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, er frestur til að skila tilboðum í þennan áfanga Leiruvegarins til 19. nóvember. Er þar um að ræða vegarlögn frá enda 1. áfanga og upp á Svalbarðs- strandarveg, alls um 2.680 metra, af því eru um 1.700 metr- ar innan Vaðlareits Skógrækt- arfélagsins. Samkomulag var á sínum tíma gert við Skógrækt- arfélagið og bændur um bætur vegna landsins og trjágróðurs, sem fella verður og námu þær samtals einni og hálfri milljón. Það eru starfsmenn Skóg- ræktarfélagsins sem vinna að skógarhögginu þarna, en félagið fór fram á að fá að sjá um verkið til þess að tryggt væri að ekki væri meira höggvið en nauðsyn ber til. GBerg Þorskafli mið- ist við 350 þúsund lestir Á FISKIÞINGI í gær kom fram hugmynd um flskveiðiáætlun til flmm ára í senn og yrói þá mióað vió 350.000 lesta þorskafla með 10%frá- viki ár hvert. Afli annarra botnlægra tegunda yrói þá mióaður við 300.000 lestir og loónuafli vió 660.000 lestir. Þá yrói aflamarkió lagt niður vió stjórnun flskveióa. Hugmyndir þessar komu fram í framsögu varafiskimálastjóra, Jóns Páls Halldórssonar, um stjórnun fiskveiða. Mjög skiptar skoðanir voru á þinginu um þessar hugmyndir en rætt var um þrjár leiðir, sem helztu kosti við stjórn- un veiðanna á næsta ári; afla- mark, sóknarmark og tegunda- mark (skrapdagakerfið). Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, segir í samtali við Morgunblaðiö í dag, að verði þorskaflinn dreginn saman um 57.000 lestir, þýði það tekjuskerð- ingu sem nemi 855 milljónum króna miðað við afla upp úr sjó og 1,7 milljarð miöað við útflutn- ingstekjur. Sjá nánar erindi Jóns Páls Hall- dórssonar á bls. 22 og 23, viótal vió Kristján Ragnarsson á bls. 2 og fréttir af Fiskiþingi á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.