Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÖVEMBER 1984 3 Vestmannaeyjan Þurfti að sæta lagi í innsiglingunni Vextmannaejjnm, 13. néTember. LOÐNUSKIPIÐ Sigurður RE hefur oft komið færandi hendi til hafnar í Vest- mannaeyjum drekkhlaðið loðnu, en skipið hefur landað hér öllum afla sínum undan- farnar loðnuvertíðir hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar. Á dögunum kom Sigurður með rétt tæp- lega 1.400 tonn af loðnu og varð skipið að sæta lagi með að sigla inn í höfnina því svo hlaðið var skipið. Sigurgeir Jónasson tók þá þessa mynd. Hjá FES hefur nú verið tekið við 10.600 tonnum af loðnu á þessari vertíð. — hkj. Verður efna- innihald mjólkur staðlað? Rætt um að auka áherslu á eggjahvítuinnihald Nautgriparæktarmenn hafa að undanfórnu veríð að huga að huga- anlegum breytingum á framleiðslu- stefnu mjólkur. Sérstaklega hefur komið til athugunar hvort staðia ætti mjólkina og leggja aukna áhershi á eggjahvítuinnihald henn- ar. ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur Búnað- arfélags íslands, sagði i samtali við blm. Mbl. að þetta mál hefði komið til umræðu í kynbóta- nefnd Búnaðarfélagsins sem ákveðið hefði að leita álits hjá Framleiðsluráði, sem færi með yfirstjórn framleiðslumálanna, á því hvernig haga bæri kynbóta- starfinu með tilliti til efnainni- halds mjólkur. Sagði hann að með stöðíun mjólkur væri átt við að öll mjólk sem á markað færi væri með ákveðnu efnainnihaldi. Sagði ólafur að hann teldi það koma vel til greina að taka hluta fitunnar úr mjólkinni og nota umframfituna i smjör og lækka þannig smjörverðið. Þá sagði Ólafur að mjög vel kæmi til álita að leggja aukna áherslu á eggja- hvítuinnihald mjólkurinnar í ræktunarstarfinu þar sem eggja- hvítan væri orðin töluvert verð- mætari en fitan. Nú væru til mælingatæki sem gerðu það mögulegt að leggja áherslu á eggjahvítuinnihald mjólkur í ræktunarstarfinu. Viðgerðin á Klakk tekur 2 mánuði: Tjónið metið á 20 til 22 milljónir kr. ÁÆTLAÐ er að viðgerð á skuttog- aranum Klakk VE, sem valt við sjó- setningu í skipasmíðastöð í Cux- haven í síðustu viku, kosti 20 til 22 milljónir kr. og að hún taki tvo mánuði. Gísli ólafsson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf., trygg- ingafélags útgerðarinnar, sagði í samtali við blm. Mbl. þeir teldu að skipasmiðastöðin bæri ábyrgð á óhappinu þar sem það hlyti að hafa orðið vegna mistaka þeirra. Gísli sagði að í dag, miðvikudag, mætti búast við að mál skýrðust varðandi ástæður óhappsins. hentar vaxandi fyrirtækjum „Litla S/36“ tölvan hefur notiö mikilla vinsælda frá því aö hún var sett á markaðinn. Ástæöan er aö sjálfsögðu sú, aö „Litla S/36“ er mjög fjölhæf og uppfyllir þarfir fyrirtækja af öllum stærðum. Einn helsti kostur hennar er hversu vel hún fellur inn í stór tölvukerfi og hentar þess vegna fyrirtækjum sem hafa dreifða gagnavinnslu. Einnig má tengja margar IBM PC einkatölvur viö „Litlu S/36“ og auka þannig vinnslurými þeirra. Stækka má „Litlu S/36“ eftir því sem tölvuþörfin vex. Allan hugbúnaö sem gerður er fyrir „Litlu S/36“ má nota óbreyttan fyrir stórar S/36 tölvur. Þessi hugbúnaður er mjög fjölbreyttur og svarar þörfum flestra atvinnugreina. Það er auðvelt að vinna með „Litlu S/36“. Engar skipanir þarf að gefa, heldur starfar hún samkvæmt verkseðlum. Kerfisfræöings er ekki þörf til aö hagnýta sér þessa skemmtilegu tölvu. Unnt er að tengja 22 skerma eða prentara við „Litlu S/36“. Eins eru tengimöguleikar um símalínur. Tölvan vegur ekki nema 72 kg og þegar hún hefur verið sett á sinn stað, þá tekur aöeins 45 mínútur aö setja hana í gang og lesa inn stjórnforritin. Þú ættir að kynna þér kosti „Litlu S/36“ frá IBM. „LitlaS/36“ertölvasemhentarvaxandi fyrirtækjum. ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI Skaftahlíð 24 105 Reykjavik Sími 27700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.