Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 ALCAN-menn: Til við- ræðna um um- hverfis- mál ÞRÍR fulltrúar frá ALCAN-álsam- steypunni í Kanada eru væntanlegir til landsins í næstu viku til viöræðna við íslensk stjórnvöld um hugsan- lega byggingu álvers við Eyjafjörð. Að sögn Hermanns Sveinbjörnsson- ar, deildarstjéra í iðnaðarráðuneyt- inu og ritara stóriðjunefndar, mun sendinefndin einkum ræða þá þætti málsins, er lúta að umhverfismálum, og væri hér um að ræða lokaþáttinn í þeim kynningarviðræðum sem átt hefðu sér stað milli ALCAN-sam- steypunnar og íslenskra stjórnvalda. I sendinefndinni eru Murray Lester orkuforstjóri ALCAN, Patrick Rich yfirmaður Evrópu- deildar ALCAN, og Margareth Kerr sérfræðingur fyrirtækisins í umhverfismálum. Munu þau fara norður í Eyjafjörð til viðræðna við aðila þar og verður einkum rætt um umhverfismál í tengslum við hugsanlega byggingu álvers við Eyjafjörð, en af hálfu innlendra aðila taka m.a. þátt i þessum við- ræðum fulltrúar frá Náttúru- verndarráði, Hollustuvernd ríkis- ins, Staðalsnefnd og fleiri aðilar sem láta umhverfis- og náttúru- vernd til sin taka. Hermann Sveinbjörnsson sagði, að viðræður við ALCAN-álsam- steypuna væru enn á kynningar- stigi, og mætti segja að hér væri um að ræða lokaþátt þeirra kynn- ingarviðræðna, með þeirri um- fjöllun um umhverfis- og náttúru- vernd, sem nú væri fyrirhuguð. í sumar fór sendinefnd úr Eyjafirði til Kanada í boði ALCAN til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og að sögn Hermanns dvinaði mjög ótti manna við umhverfis- spjöll eftir þá ferð. önnur ferð héðan á vegum ALCAN er fyrir- huguð á næsta ári. Hermann benti einnig á, að í sendinefndinni nú væri Evrópuforstjóri fyrirtækis- ins, enda myndi álver við Eyja- fjörð, ef úr yrði, framleiða fyrir Evrópumarkað, og væri hann því kominn til að kynna sér aðstæður hér. Hermann sagði að samninga- gerð sem þessi tæki langan tima og ef af samningum við ALCAN yrði, væri ekki reiknað með að nýtt álver við Eyjafjörð risi fyrr en í fyrsta lagi um eða eftir 1990. Albert til yfirheyrslu hjá RLR ALBERT Guðmundsson, fjármála- ráðherra, hefur verið boðaður til yf- irheyrslu hjá Rannsóknarlögreghi ríkisins vegna rannsóknar á atburði, sem átti sér stað þegar radíóeftirlitið ásamt lögreglunni í Reykjavík fóru fram á að leita í húsi Sjálfstæðis- flokksins að Háaleitisbraut 1. At- burðurinn átti sér stað á meðan verkfal) BSRB stóð yfir. Radíóeftir- litið taldi sig hafa miðað út send- ingar „Frjáls útvarps" úr húsi Sjálf- stæðisflokksins. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, hefur einnig verið boðaður til yfirheyrslu vegna rannsóknarinn- ar, en hann hefur áður verið kall- aður fyrir. RLR sendi gögn máls- ins til embættis ríkissaksóknara fyrir nokkru. Ríkissaksóknari bað um framhaldsrannsókn og að þeir Albert og Kjartan gæfu skýrslu um málið. Menntamálaraðuneytið: Fræðslustjórum upp kennslutap „RÁÐUNEYTIÐ mun beita sér fyrir því að reynt verði að einhverju leyti að bæta nemendum á grunnskólastigi það kennslutap sem varð vegna verkfalls BSRB með því að heimila fræðslustjórum, að nota hálfa til eina kennslustund á hvern grunnskólanemanda til stuðningskennslu á skóla- árinu,“ sagði Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í Menntamálaráðuneyt- inu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sólrún sagði ennfremur, að þessar ráðstafanir hefðu ekki í för með sér kostnaðaraukningu frá því sem áætlað var, ef litið væri á skólaárið í heild, þar sem launagreiðslur hefðu fallið niður til kennara á meðan á verkfallinu stóð. Ákvörðun um þessar ráðstaf- anir var tekin í samráði við fræðslustjóra, sem hafa fjallað um þessi mál að undanförnu. Sólrún gat þess, til nánari út- skýringar, að ef dæmi væri tekið af skóla með 400 nemendum gætu þetta orðið 400 stundir á viðkomandi skóla, en fræðslu- stjórar fjalla um, hvernig tím- unum er ráðstafað, enda getur það verið misjafnt eftir skólum hvar þörfin er mest. Aðspurð sagði Sólrún, að ekki væri í ráði að lengja skólaárið fram á vorið og ekki heldur áætlanir um að kenna á laugardögum í grunn- skólunum, þótt hins vegar væri hugsanlegt að þessar viðbótar- stundir yrðu kenndar á laugar- dögum, en ákvörðun um það er alfarið í höndum viðkomandi heimilt að bæta í verkfallinu fræðslustjóra og skólayfirvalda. Varðandi samræmdu prófin sagði Sólrún, að ákveðið hefði verið á síðasta skólaári, að í ár yrðu þessi próf í maíbyrjun, en áður höfðu þau verið þreytt í febrúar. Sólrún sagði að ekki væri fyrirhugað að breyta þess- ari ákvörðun og yrðu samræmdu prófin því þreytt í byrjun mai, eins og ákveðið hafði verið enda breytti verkfallið engu þar um. Þessi tímasetning á prófunum var ákveðin með hliðsjón af því að allir nemendur á landinu gætu þreytt þau á sama tíma, en eins og kunnugt er starfa sumir skólar úti á landi í átta mánuði, þ.e. kennslu lýkur í lok apríl. Prófin eru sem sagt færð aftur á skólaárið, en námsefnið til próf- anna var ekki aukið að neinu marki nema í stærðfræði. Sagði Sólrún að námsefni í stærðfræði yrði endurskoðað í ljósi þess kennslutaps, sem varð í verkfall- inu. Hvað varðar framhaldsskól- ana sagði Sólrún að aðstæður þar væru mismunandi, enda misjafnt eftir skólum hversu lengi kennsla lá niðri. Lausn á þessu máli yrði því að finna mið- að við aðstæður í hverjum skóla fyrir sig, en nokkrir fram- haldsskólar hafa ákveðið að taka upp laugardagskennslu á þessari önn og próf færast yfirleitt fram yfir áramót, eða a.m.k. úrvinnsla þeirra. Atyikið yfir Osló: Tveir flugumferðarstjórar á Fornebu leystir frá störfum Frá J*n Erik Laure, frétUriUra MbL f Noregi. TVEIR flugumferðarstjórar á Fornebu-flugvelli í Osló hafa verið leystir fr á störfum á meðan norska loftferðaeftirlitið rannsakar atvikið, sem átti sér stað 25. október sfðastliðinn þegar litlu munaði að Boeing-þota Flugleiða og SAS-þota rækjust saman yfir Osló. Anders Löhne, yfirflug- umferðarstjóri á Fornebu, segir að Ijóst sé að öryggi flugvélanna hafi verið stefnt í voða, þó erfitt verði að dæma um hver fjarlægðin milli flugvélanna hafi í raun verið þegar hún var minnst. Upptökur af samtölum milli flugturns og beggja flugvélanna hafa verið sendar til norska loft- ferðaeftirlitsins og flugstjóri SAS-þotunnar hefur þegar gefið skýrslu um atvikið. Hann telur að fjarlægðin milli flugvélanna hafi aðeins verið um 800 metrar í um 1.000 feta hæð, en þá voru þær á um 500 kílómetra hraða. Nú fer í hönd víðtæk rannsókn á atvikinu. Loftferðaeftirlitið mun safna gögnum í málinu og er talið að niðurstöður rann- sóknarinnar liggi fyrir eftir um sex mánuði. Þá liggi ljóst fyrir hvort einhver þeirra aðila sem i hlut eiga, hafi brotið i bága við öryggisreglur. Rolf Skrede, formaður Félags norskra flugmanna, sagði í dag að enginn dómur hefði verið kveðinn upp þó flugumferðar- stjórarnir hefðu verið leystir frá störfum um stundarsakir. Hann bendir á að það sé alvanalegt erlendis að leysa flugumferða- stjóra frá störfum í kringum- stæðum sem þessum og Norð- menn eigi að taka upp slík vinnubrögð. Tveir aftrir flugumferðar- stjórar leystir frá störfum Tveir aðrir flugumferðarstjór- ar hafa verið leystir frá störfum vegna atviks, sem átti sér stað þann 6. nóvember síðastliðinn þegar litlu munaði að tvær norskar flugvélar rækjust sam- an á leiðinni milli Haugasunds og Bergen. Alls hafa norska loftferðaeft- irlitinu borist á síðastliðnum fimm árum 77 tilkynningar um að öryggisreglur hafi verið brotnar, en í flestum tilvikum var lítil hætta á ferðum. övind Kristiansen, yfirmaður norska loftferðaeftirlitsins, segir að héðan í frá verði það regla að flugumferðarstjórar verði leyst- ir frá störfum ef öryggisreglur í flugi verði brotnar og verði því flugmenn og flugumferðarstjór- ar settir undir sama hatt hvað þetta snertir. „Með þessu er ég ekki að taka afstöðu í þessu til- tekna máli, heldur aðeins að benda á hve alvarlegum augum svona atvik eru litin," sagði Kristiansen. Morgunblsðið/Júllus. Gullinbrú vígð Gullinbrú yfír Grafarvog var formlega opnuft fyrir umferft í gær. Á myndinni má sjá Davíft Oddsson borgarstjóra þegar hann klippti á borftann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.