Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 6

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 1984 r Amánudagskveldið var birtist á skjánum harla merkileg mynd, er rakti tengsl milli lifsfer- ils breska rithöfundarins George Orwell og frægasta hugverks hans er ber heitið 1984. Nefndist mynd- in „The Road to 1984“ eða : Kveikj- an að 1984. Sá er hér stýrir penna hafði sérstaka ánægju af þesari mynd, kannski í og með vegna þess að hann hefir þann heiður, að fjalla um bókina i bókmennta- áfanga í ónefndum framhalds- skóla. Er undirritaður þeirrar skoðunar að fá verk séu verðari umfjöllunar í skólakerfinu, en ein- mitt 1984, þvi þar er bent á flestar þær hættur er steðja að lýðræð- inu, leynt og ljóst. Hér er eigi vettvangur að fara frekar út í þetta mál, en bið menn að hafa hugfast, að það er alls ekki sjálf- gefið, að komandi kynslóðir hafi jafnmikla trú á lýðræðinu og alda- mótakynslóðin. Vegur Alþingis hefir eigi farið vaxandi hin sið- ustu ár og hvað gæti ekki gerst á voru góða landi ef löggjafarvaldið gæfist upp fyrir framkvæmda- valdinu? Sumir virðast jafnvel lita svo á, að lagasetning sé óþörf, hún hefti aðeins athafnafrelsi manna. En eftir hverju eiga menn að fara þegar engin er lagasetningin, eðl- isávisun máski eða þeim upplýs- ingum er birtast á tölvuskjá? Ríki siðlausra Ég er ansi hræddur um að það ríki, er ekki styðst við markvissa lagasetningu formyrkvist og sið- lausir menn gangi þar fljótlega á rétt hinna er hógværari teljast. Hinir siðlausu munu svo með tíð og tima rotta sig saman og efla tök sín og áhrif, og þá er stutt í Stóra bróður. í bók Orwell um 1984 er hvað eftir annað bent á þessa hættu, setningin: ... Eins og venjulega var ekki til neinn lagabókstafur sem bannaði mönnum .... er eins og stef í þeim texta. Þar með gefur Orwell í skyn að hið siðaða samfélag risi á tungunni, hún er sverð og skjöldur hins almenna manns gagnvart valdhafanum. Það er þvi kannski ósköp eðlilegt að hinir siðlausu i 1984 ráðist að sjálfu tungumálinu, tjáningarmynstri hugsunarinnar og reyni að búa til nýtt tungumál er þeir nefna: Ný- lensku, en hún skal byggjast á orð- um er gjarnan hafa tvær andstæð- ar merkingar. Orðið „svarthvítur" er gott dæmi um eitt slikt ný- lenskt hugtak. Tvíbent árás Ég hef séð þeirri skoðun haldið fram, að i 1984 sé Orwell i senn að ráðast á kommúnisma og kapital- isma. Að hann byggi bókina að nokkru á skáldsögu rússneska rit- höfundarins Jevgeni Zamjatin (1884—1937) er nefndist „Við“ og fjallaði um óhugnanlegt framtíð- arríki, en sumir hafa túlkað sem framtiðarspá bolsévikum til handa, en bókin er rituð um 1920. Ég held að ekki leiki nokkur vafi á því að Orwell ráðist á bolsa i 1984. Ekki er nóg með að höfuð átaka- menn verksins, Goldstein og Stóri bróðir, séu lifandi eftirmyndir þeirra Trotskí og Stalins, hugs- anagangur flokksmanna f Eyja- álfu er allur mjög i stíl hreinrækt- aðra bolsjevíka. En Orwell lætur ekki staðar numið við Bolsa í 1984, hann ræðst og á kúgun undirstétt- anna „prólanna", sem haldið er niðri með nægu magni ómerkilegs vitundarfóðurs. Og segiði svo að þessi bók sé ekki umhugsunarverð á því herr- ans ári, sem kennt hefir verið við George Orwell. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Andrea Jónsdóttir Úr kvenna- búrinu ■■i Andrea Jóns- 1700 dóttir verður J- • með þátt sinn Úr kvennabúrinu á rás 2 kl. 17 í dag. Þáttur Andreu hefur sérstöðu að því leyti, að í honum er eingöngu flutt tónlist með, um eða eftir kven- fólk, nema allt sé. Andrea hefur kynnt Joan Arma- trading, Janis Ian, Sade og fleiri og fleiri, sem allt of langt yrði upp að telja. En hvaða kvenmann fjall- ar Andrea um í dag? „Ég ætla að helga þáttinn i dag að mestu leyti söng- konunni Joni Mitchell, sem hefur sungið lengi og afkastað miklu,“ sagði Andrea. „Hún hefur gefið út um 11 plötur og ég ætla að reyna að komast yfir að spila sem mest af þeim, reyna að spanna allan hennar feril. Síðan mun ég leika nokkur lög af nýrri plötu, sem hefur að geyma bestu lög Yoko Ono, en flytjendur með henni eru t.d. eiginmaður hennar heitinn, John Lennon, og sonur þeirra Sean, auk kappans Elvis Costello." ■■■ { kvöld sýnir OO 15 sjónvarpið breska heim- ildamynd um Þjóðher Indverja og leiðtoga hans. Einn leiðtoganna var Subhas Chandra Bose, sem var í eina tíð fylgis- maður Gandhis, en varð síðar helsti andstæðingur hans. Gandhi vildi veita Bretum andspyrnu án ofbeldis, en Þjóðaherinn undir forystu Chandra Bose, háði strið gegn Bretum við hlið Japana. Tákn Þjóðahersins var stökkvandi tígrisdýr, hugsað sem andstæða við spunahjól Gandhis og fylgismanna hans. Bose Tígrisstríðið Mohan Singh (Lv.) einn foringja þjóöahersins og Mahatma Gandhi (Lh.). áleit, að erfiðleikar Breta í samskiptum við Hitler og Japani gæfu ákjósan- legt tækifæri fyrir Ind- verja til að losan undan yfirráðum Breta. Atburð- ir þeir, sem lýst er í þess- ari heimildamynd, koma mjög við sögu f nýjum framhaldsmyndaflokki, sem sjónvarpið hefur sýn- ingar á á sunnudgskvöld. Nefnist myndaflokkur sá „Dýrasta djásnið", en nafnið bendir til Indlands, sem oft var kallað gim- steinn krúnu Viktorfu drottningar. Þýðandi heimildamyndarinnar um Tígrisstríðið er Helgi Skúli Kjartansson. Bein útsending frá Cardiff ■i Sjónvarps- 25 áhorfendum skal bent á, að útsendingartími frétta f sjónvarpi verður með nokkuð óvenjulegum hætti í kvöld. Fréttaágrip á táknmáli verður flutt kl. 18.35, fréttir eru kl. 18.45 og síðan hefst bein út- sending frá heimsmeist- arakeppninni f knatt- spyrnu kl. 19.25. í leikn- um, sem sýndur verður í kvöld eigast við lið fs- lands og Wales, en eins og mönnum mun f fersku minni tókst íslendingum að vinna sætan sigur á Walesbúum í sumar. Heyrst hefur, að Wales- menn ætli sér að hefna sín grimmilega f kvöld, enda er mikið f húfi. I liði Wales er nú markaskorar- inn mikli, Ian Rush, sem ekki gat leikið með liðinu hér heima og binda Wal- esbúar miklar vonir við hann. íslendingar eru þó ekki á þvf að gefast upp, frekar en fyrri daginn, en þvf miður vantar nokkra frábæra menn f íslenska liðið, t.d. Ásgeir Sigur- vinsson, Janus Guðlaugs- son og Atla Eðvaldsson. Útsendingin frá Cardiff í Wales hefst kl. 19.25 eins og áður er sagt. Ian Rush verður einn af leikmönnum landsliös Wales í leiknum í kvöld. Ilann kveöst ætla aö skora mörg mörk. UTVARP AHÐMIKUDKGUR 14. nóvember 74)0 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö — Guömundur Hallgrimsson talar. 9.00 Fréttir. 94)5 Morgunstund barnanna: „Breiöholtsstrákur fer I sveit“ eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10A5 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi fslenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 1145 íslenskt mál Endurtekinn páttur Jóns Aö- alsteins Jónssonar frá laug- ardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12JS0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunnvðr Braga. 13.30 Zara Leander, Marika Rökk og Roland Cedermark syngja og leika. 14.00 „A Islandsmiöum" eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýöingu Páls Sveinssonar (15). 14.30 Miödegistónieikar Beverley Sills syngur Til- brigöi eftir Adolphe Adams um lagiö A,b,c,d meö Kammersveit Lincoln Center I New York. / Cantabile- kammerkórinn I Montreal syngur tvö lög, „Ég er ást- fangin" og „Svo sannarlega sem sólin skln“ eftir Robert Schumann. Janine Lach- ance leikur á planó. 1445 Popphólfið 15JO Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 19.25.Aftanstund Barnaþéttur með innlendu og erlendu efni sem veröur á þessa leiö: Sðguhorniö — Hnyklarnir, ævintýri. Sögu- maður Þorbjörg Kolbrún As- grlmsdóttir. Myndir geröi Herdls Hubner. Litli sjóræn- inginn: þýsk brúðumynd. Þýöandi Salóme Kristins- dóttir. Tobba: þýskur brúöu- myndaflokkur. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. Sðgu- maður Þurlöur Magnúsdóttir. Högni Hinriks: bresk teikni- mynd. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20 JO Auglýsingar og dagskrá. 2040 Matur og næring. 1. Formáli og fiskur. Fyrsti þátturinn af fimm sem Sjón- 16.20 Slödegistónleikar Flladelfluhljómsveitin leikur Sinfónlu nr. 2 I e-moll op. 27 eftir Sergej Rakhmaninoff; Eugene Ormandy stjórnar. 17.10 Sfödegisútvarp Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefáns- son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (3). AHÐMIKUDKGUR 7. nóvember varpiö hefur látiö gera um næringu og hollt mataræöi. Fléttaö er saman umræöu og fræöslu um næringarefni fæöunnar og matreiöslu skemmtilegra og hollra rétta. I hverjum þætti er fjallaö um einn flokk fæöu og I fyrsta þætti veröur flskur fyrir val- inu. Gestir I þessum þætti verða Guömundur Þorgeirs- son læknir og Alda Möller dósent viö Háskóla Islands. Umsjónarmaöur Laufey Steingrlmsdóttir næringar- fræöingur. Upptöku stjórn- aöi Kristln Pálsdóttir. 21.10 Þyrnifuglarnir. Þriöji þáttur. Framhalds- myndaflokkur I tlu þáttum, geröur eftir samnefndri skáldsögu Colleen McCull- 2020 Hvaö viltu veröa? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 „Let The People Sing“ 1984 Alþjóðleg kórakeppni á veg- um Evrópubandalags út- varpsstööva. 1. þáttur. Um- sjón: Guömundur Gilsson. I þessum þætti keppir m.a. Hamrahllðarkórinn, sem varö sigurvegari I flokki æskukóra. 2130 Útvarpssagan: Grettis saga Oskar Halldórsson byrjar oughs. Aöalhlutverk: Rich- ard Chamberlain, Rachel Ward og Barbara Stanwyck. Efni siöasta þáttar: Mary Carson kostar Meggie I klausturskóla þar sem faöir Ralph heldur verndarhendi yfir henni. Fee er barnshaf- andi og Frank hellir sér yfir Paddy, sem I Ijóstrar þvl upp aö hann sé óskilgetinn. Frank ákveöur þá aö fara aö heiman. Þýöandi Öskar Ingi- marsson. 22.00 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Meöal annars veröur fjallað um forsetakosningarnar I Bandarlkjunum og úrslit þeirra. Umsjónarmaöur Einar Slgurösson. 22J5 Fréttir I dagskrárlok. lesturinn. Hljóöritun frá 1981. Hjörtur Pálsson flytur formálsorð. 22.00 Horff I strauminn með Kristjáni frá Djúpalæk (RÚVAK) 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Tfmamót Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Nútlmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 14. nóvember 104)0—12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist. Viötal. Gesta- plötusnúöur. Ný og gömul tónHst. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Jón Ölafsson. 14.00—15.00 Út um hvlppinn og hvappinn Létt lög úr hinum ýmsu átt- um. Stjórnandi: Inger Anna Aik- man. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Nálaraugaö Djass rokk. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 17.00—18.00 Úr Kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eöa samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.