Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 18

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI Gengur betur á Grundartanga: tapi Nú horfir til þeirrar áttar að Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga skili milljóna tuga króna hagnaði 1984, í fyrsta sinni í starfssögu sinni, auk útflutningsverðmæta, sem hafa mikið gildi í annars óhagstæðum viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins við umheim- inn. Afkoma verksmiðjunnar hefur verið slæm en fyrirtækið er mikilvægur hluti orkumarkaðar íslendinga, opnaði þeim nýja leið til gjaldeyristekna, er vinnugjafi nærri 200 manna auk margfeldisáhrifa í tilurð þjónustustarfa. Það er því ekki úr vegi að horfa iítillega um öxl og fram veg á þessum vettvangi þegar ár er liðið frá spám frammámanna um hugsanlega lokun hennar „um lengri eða skemmri tíma“. til tekna Inngangsorð Rúmlega sextán þúsund nýrra starfa er vant á næstu tíu árum til að mæta fyrirsjáanlegri atvinnu- þörf á íslenzkum vinnumarkaði. Ef horft er til tuttugu ára tvöfald- ast þessi tilgreinda atvinnueft- irspurn. Þjóðartekjur á mann þurfa og að vaxa verulega á næstu árum og áratugum ef tryggja á sambærileg lífskjör hér á landi og bezt þekkjast í V-Evrópu og N-Ameríku. Lífskjör hafa aldrei orðið til við samningaborð heldur í auknum verðmætum í þjóðarbú- skapnum. Flestir, sem skoða atvinnu- og efnahagsmál okkar ofan í kjölinn, gera sér grein fyrir þvl, að fram- tíðaratvinnuöryggi og framtíðar- lífskjör verða ekki tryggð, svo við- unandi sé, án þess að orkuiðnaður komi til, það að breyta orku fall- vatna í útflutningsverðmæti. Orkuiðnaður er hinsvegar engin allsherjarlausn. Mun fleira þarf til að koma. En hann er óhjá- kvæmilegur hluti af heildardæm- inu í lífskjarasókn þjóðarinnar. Það hefur hinsvegar verið ágreiningur um, hver eignar- og áhættuhluti íslendinga i orkuiðn- aðarfyrirtækjum skuli vera meðan fyrirtækin eru að komast yfir byrjunarörðugleika, vinna sér stöðu í hráefnaöflun og á mörkuð- um slíkrar framleiðslu, en verð- sveiflur á þessum vettvangi eru tíðar. Fleiri og fleiri hallast að þeirri skoðun að hyggilegt sé, eins og gert var í samningum um ál- verið í Straumsvík á sjöunda ára- tugnum, að taka okkar hlut á þurru, í orkusölu, vinnulaunum og sköttum, a.m.k. meðan fyrirtækin eru að festast í sessi, en láta erlent áhættufé um fjárfestingu og rekstur. Með samningum um járn- blendið um miðjan áttunda ára- tuginn var horfið að því, að ís- lenzka ríkið væri meirihlutaeig- andi. Stóriðja hér á landi er þó hvort eð er aðeins fjármögnuð erlendis frá, eins og eiginfjárstaða okkar er; samvinna út á við um áhættu- fé, tækni- og markaðsmál er óhjákvæmileg. Mergurinn málsins er að breyta innlendri orku í vinnu og verðmæti; selja hana út í þvi formi, sem markaðseftirspurn segir til um. Með gerð nýrra samninga um álverið er brotin sú leið, að eign- arhlutdeild okkar getur síðar komið til og farið vaxandi eftir því sem aðstæður leyfa og hyggindi standa til. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga Það varð sem sé ofan á, senni- lega því miður, er stjórnvöld tóku ákvörðun um járnblendiverk- smiðju á Grundartanga, að íslend- ingar öxluðu áhættu meirihluta- eignar. „Tæknilega séð hefur rekstur verksmiðjunnar gengið mjög vel og jafnvel betur en nokkur þorði að vona,“ sagði Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, í þingræðu sl. vetur. Hann sagði verksmiðjuna standast saman- burð við norskar verksmiðjur hvað rekstrarhagkvæmni snertir, og búna fullkomnasta búnaði til mengunarvarna. öðru máli gegndi um rekstrar- útkomu. Um það efni sagði iðnað- arráðherra orðrétt í tilvitnaðri þingræðu: „Um sl. áramót (1982/1983) var rekstrarhalli fyrirtækisins orðinn 207 milljónir norskra króna og í ár er gert ráð fyrir að tap fyrirtækis- ins verði um 43 m. n.kr., þannig að uppsafnaður rekstrarhalli verði um nk. áramót orðinn rétt rúm- lega 250 m. n.kr., sem samsvarar 950 m. ísl. kr. Rekstrarhorfur hafa hinsvegar farið batnandi í ár...“ I nóvembermánuði sl. svaraði iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Kjartani Jóhannssyni, alþing- ismanni, í tilefni blaðaskrifa og ummæla Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, um hugs- anlega lokun járnblendiverk- smiðjunnar. Framangreindar til- vitnanir eru úr svarræðu Sverris Hermannssonar. Undir fimm dálka fyrirsögn á forsíðu Timans 14. september 1983, „Verður járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga lok- að?“, kom frétt með þessum upp- hafsorðum: „Svo kann að fara að járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga verði lokað um lengri eða skemmri tima því allar áætlanir varðandi rekstur verksmiðjunnar hafa gjörsamlega brugðizt og ekk- ert nema tugmilljóna króna tap- rekstur virðist blasa við verk- smiðjunni á næstu árum.“ í fréttinni eru þessi orð höfð eftir Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra: „Það verður náttúrulega að segjast eins og er að járnblendið er allt eintóm vonbrigði þvi upp- hafleg plön vóru byggð á áætlun frá Elkem, sem á að vera lang stærsti aðilinn á þessu sviði i heiminum og þekkja þennan markað hvað bezt, en allt i þeirri áætlun hefur gjörsamlega brugð- izt... Eg tel að ekki megi útiloka að reksturinn verði stöðvaður um skemmri eða lengri tima.“ Iðnaðarráðherra vék hinsvegar í þingræðu sinni að hugsanlegri eignaraðild og sölusamningi við þriðja aðila, japanska fyrirtækið Sumitomo Corporation, sem nú er orðið að veruleika, og sagði: „Undanfarið hefur stóriðju- nefnd ásamt starfsmönnum járn- blendifélagsins rannsakað þessa möguleika nánar og eins og fram hefur komið er þetta talinn væn- legasti kosturinn til lausnar á vanda félagsins. Verður því haldið áfram tilraunum til samninga á þessum grundvelli. Það eru engin áform uppi um að loka járnblendi- verksmiðjunni, þvert á móti er unnið fullum fetum að viðreisn hennar." Fjárhagsleg endurskipulagning — nýr eignaraðili Þrettánda september sl. vóru undirritaðir í Osló samningar um fjárhagslega endurskipulagningu Islenzka járnblendifélagsins hf. og um þátttöku japanska fyrirtækis- ins Sumitomo Corporation í Tókýó í félaginu. Hér verður drepið á helztu grundvallarbreytingar. • Fjárhagur félagsins var endur- skipulagður. Hluthafalánum, sem í lenzka ríkið og Elkem höfðu veitt fyrirtækinu á þreng- ingartímum, var breytt í hlutafé. Til viðbótar var hlutafé aukið um 120 m. norskra króna, sem gekk til FJOLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miövikudagur 14. seplember 1983 212. tölublað - 67 argangur SiðumuU 15-Potlholl 370-Rlt«>ioni««300- Amhr»int»r 18300- AliraiMa o* nkriH 86300 - K.cUumu 86387 of 86306 VERDUR JARNBLENDIVERKSMIÐJ- UNNI A GRUNDAKTANGA LOKAÐ? — Taprekstri upp á hundruöir milljóna spád næstu árin i k»«n i.t far» ið Jj Mrmln rrfcsaiiöjBWii» Gnmdar- imti >rrði lukaó am lr«frí rða >irmmn nma. þ*i allar a*tlanir • •r 'jndi ri-k>lur *rrtsmiðjunii- *' kifj al|ýoH«ta brutðisi. <>* ctkrn nr rrtstur *ið *rrk*flNðj*Mii a nMa arum. *c;ia*l cni* o* cr. að larnMcndið cr alli cmh'in si'nbncði. þ*i upj’hafkc ptm >nru *» cc'' ■> þcnnan muitdð hv.ið hcsl. cn alll i [x.ru .i.rllunutn hcfur cii’rvimlcjij hruciVl *jc*'i Sicincnmur Hcrmjnn>*<in h’t *j'li*r:iðhcrra i 'jmi.ili \h> Tim- .<nn i cai. cn \nV.c<>ur >n> up .in*kj hnuUI Sumiiomo inn >crt*mn>ium Jj: • W hdV njliurlcilJ Jhlrci *cru> b|!i i þ***j vcrt*mn>)u c* þin' hcfV k’p-> f'in i upphjfi *cm nu ci 't'ji' r.f »cr<> j<> *rf|j I kvti. ji> þdi' hlviur j<> ckki þulli ai' cniluictoð.i ict*l unnn lu giunm. þai *cm .ilh »lcfmr i ji' vcrt*mn'ian i.ipi arum *anian hundruðuin nnlli «n.i triin.i '.icði lor*.i-ii'i.M>- hcrra <if hann vu> ..l.'tkoman a þc»*an *cf>mn'|UCi Ch’f-jmlci.'.i ' ltcm *"i|i>ii m.n t.iViiinn hclur icvn»l nai oc .iiti*m.i *crt*mi*>i- hclui þar il lcu'.indi ctti icilt n.il rci þvi H-m .rtlai' c h'l h' ctti mcei iHititj cnimri cAa kncn nm.i ' „Járnblendið allt eintóm vonbrigði“ Þannig komst Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, að orði í viðtali við Tímann fyrir rúmu ári. Blaðið greinir frá því í stórri forsíðufrétt að „svo kunni að fara að járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga verði lokað um lengri eða skemmri tíma ... “ Stjórnkreppa — eftir Halldór Guðjónsson Árið 1802 skrifaði Hegel grein um Stjórnarfar Þýskalands. Hann byrjar greinina með því að segja að Þýskaland sé ekki lengur rfki. í Iöngu máli skýrir hann nánar hvað hann á við og hvers vegna Þýskaland er ekki ríki. Tveir meg- inþættir þessarar skýringar eru þeir að Þýskaland geti ekki varið hendur og eigur sínar og borgara sinna og að í Þýskalandi sé ekki gerður greinarmunur á rétti hins opinbera og rétti einkaaðila svo sem skylt er. Með nákvæmlega sömu skýringum má nú staðhæfa að ísland sé ekki riki. Vegna verkfalls BSRB er það nú augljóst orðið sem áður var hulið en engu að síður staðreynd að við búum við stjórnkreppu. Svo á að heita að við búum við lýðræðis- stjórn. En verkfallið og átök sem af því stafa sýna að hér er ekki stjórn og heldur ekki lýðræði. Stjórnvöld geta ekki komið vilja sínum fram og það sem þau vilja er ekki i samræmi við vilja mikils hluta þjóðarinnar. Réttur hins opinbera stangast á við rétt einka- aðila og hverfur fyrir honum á þann hátt að opinber réttur stjórnvalda til að taka ákvarðanir um allsherjar mál verður ann- aðhvort að engu eða verður að einkarétti þeirra manna sem með stjórnvöldin fara. Ákvarðanir og aðgerðir stjórnvalda birtast þjóð- inni sem máttlausar tilraunir til ofríkisins eins eða fleiri einstakl- inga við fjölda annarra þvert gegn lögum og skynsemi eöa handan þeirra. Ofríkið og máttleysið eru tilefni og tækifæri til spillingar, óhæfuverka og ofbeldis. Hvers- dagslegu öryggi borgaranna er stefnt i hættu vegna þess að lög- gæsla er lömuð. Þó er alvarlegra að óprúttnir eða siðblindir menn í áhrifastöðum neyta f upplausn- inni tækifæris að upphefja sjálfa sig og sfna, koma fram einka- hagsmunum eða skoðunum sfnum og níðast á meðborgurum sfnum og því valdi sem þeir hafa í þeirra nafni. Stjórnkreppan veldur þann- ig ekki aðeins því að fyrsta skylda stjórnvalda, þ.e. verndun almenn- ingsfriðar, er vartækt heldur skapast jafnframt við hana það ástand að allir aðilar freistist til að fara sínu fram hvað sem það kostar og jafnvel handhafar stjórnvalda falli i þá freistni og svíki þar með þann sáttmála með þjóðinni sem er undirstaða vald- anna sem þeir fara með og fyrir- geri öllum rétti sinum til valda. Ástandið sem nú varir er án efa mjög alvarlegt út af fyrir sig og reyndar óþolandi þótt ekki hafi komið til stórmæla eða áberandi öfga. Ef til vill má þakka þann frið sem þó ríkir því að íslend- ingar séu seinþreyttir til vand- ræða eða því að þeir þekki ekki annað ástand en stjórnkreppu. Það er enginn eðlismunur á við- brögðum og skoðunum manna nú f þessu augljósa upplausnarástandi og áðúr en það kom til. Almenn viðhorf til mála og viðmót í sam- skiptum hafa ekki tekið neinni stökkbreytingu við verkfallið. Skoðanir og ráð þeirra sem nú deila eru í fáu eða engu frábrugðin því sem var skömmu fyrir verkfall og löngu þar á undan. Þetta þýðir það að stjórnkreppan hefur í rauninni varað lengi en aðeins orðið sýnileg eða sýnilegri við verkfallið, enda er ljóst af stjórn- málasögu okkar sfðasta áratug, og ef til vill lengur, að hér hafa gilt þau tvenn skilyrði sem Hegel rakti til skýringar þeirri staðhæfingu sinni að Þýskaland væri ekki ríki. Hagur okkar allur hefur versnað á seinustu árum, en það merkir að stjórnvöld hafa ekki getað varið hendur og eignir íslendinga allra og hvers um sig. Stjórnmál okkar hafa snúist um einkahagsmuni samansafnaða með ýmsum hætti og farið hefur verið með öll mál eins og þau væru einkamál ein- hverra aðila í ríkinu. Þannig hefur rétti hins opinbera og einkaaðila verið blandað saman. Ástæðurnar fyrir versnandi hag okkar eru að sjálfsöðgu margvís- legar og sumar hverjar utan valdsviðs islenskra stjórnvalda. En surnar orsakir efnahagsvand- Halldór Guðjónsson „Það er þjóðinni greini- lega með öllu ósæmilegt að búa við stjórnkreppu og þau einkenni sjúk- leika í stjórnarháttum sem hér hafa verið rakin og að eiga af og til yfir höfði sér ástand eins og skapast hefur við verk- fall BSRB.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.