Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 21

Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Verkstæði til skothleðslu í síðastliðnum mánuði opnaði Sportval verkstæði þar sem fer fram hleðsla i ýmsum gerðum af hagla- skotum. Hér er um að rsða mjög full- komið verkstæði sem uppfyllir ströng- ustu gæða- og öryggiskröfur, enda er þetta eina verkstæðið sinnar tegund- ar, svo vitað sé, sem hefur hlotið opinbera viðurkenningu hvað öryggi snertir. Hráefnið er keypt erlendis frá en siðan fullunnið hér heima. Einungis er notað viðurkennt efni. Agnar Guðjónsson hefur yfirumsjón með hleðslunni, en hann er meðlimur i Skotveiðifélagi Reykjavíkur og hef- ur margra ára reynslu í þessum efnum. Agnar sagði i samtali við Mbl. að helstu haglaskotin sem hlaðin væri hjá þeim i Sportval væru rjúpnaskot og gæsaskot. Einnig sagði Agnar að þeir myndu hlaða eftir sérpðntunum ef þess væri óskað. Hlaðin rjúpnaskot eru u.þ.b. 30% ódýrari en meðal inn- flutt skot og enn meiri verðmunur er á gæsaskotum. Þessi íslenska framleiðsla stenst fyllilega sam- anburð við innflutt skot aö mati fé- laga i skotveiðifélaginu sem hafa notað þau. Einnig geta menn komið með not- uð skothylki í endurhleðslu og geta þeir sem skjóta mikið sparað þó nokkuð með þvi að hirða tómu hylk- in og láta hlaða þau, en flest plast- hylki má endurhlaða allt að 8 sinn- um. Það er trú min að þessi íslenska framleiðsla á haglaskotum eigi góða framtíð fyrir sér, bæði varð- andi verð og gæði, sagði Garðar Kjartansson verslunarstjóri að lok- um. Vestmannaeyjan Neytenda- félag stofnað VwlwiufyjvB, 9. ■óvember. f SÍÐUSTU viku var stofnaö hér Neytendafélag Vestmannaeyja en stofnun þessa félags fylgdi í kjölfar mikillar umræöu í blööum og manna i milli um verðlagsmil hér í bæ. Hafa margir lýst furöu sinni i því hversu miklu hærri hin margvísleg- asta matvara er í verði í verslunum bér miðað við stórmarkaðina í böfuð- borginni og viljað leita skýringa á þessum verðmismun. Aðrir hafa talið þennan mismun i vöruverði til kom- inn vegna ytri aðstæöna, hirra fhitn- ingsgjalda, birgðakostnaðar og annað í þeim farvegi. öll þessi umræða hefur nú sem sagt fætt af sér sérstakt félag neyt- enda. Gestur á stofnfundinum var Jón Magnússon, formaður Neyt- endasamtakanna, sem eru lands- samtök sem Neytendafélag Vest- mannaeyja hefur þegar gerst aðili að. Á stofnfundinum gerðust 45 manns félagar og fjðlmargir aðrir hafa sýnt þessu nýja félagi áhuga. Lög félagsins eru að mestu sniðin eftir lögum annarra neytendafé- laga á landinu. Félagið ætlar sér á næstunni að gangast fyrir verð- könnunum, koma upp aðstöðu fyrir félagið og gera átak f þvi að fjölga félögum. Kosin var fimm manna stjórn fyrir félagið og er Stella Skaptadóttir formaður en með henni í stjórn eru Barbara Wdowi- ak, ólafur H. Sigurjónsson, Hildur Oddgeirsdóttir og óskar Ólafsson. Umræðan um verðlagsmálin náði á dögunum alla leið inn á dagskrá bæjarstjómar, því í fram- haldi af hinni almennu umræðu bæjarbúa um málið flutti Sigurður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, til- lögu um það f bæjarráði að kosin yrði sérstök nefnd til að kanna verðlag í Vestmannaeyjum og bera það saman við það sem gerist í öðr- um bæjarfélögum. Miklar og all- snarpar umræður urðu um þessa tillögu Sigurðar f bæjarstjórn svo og almennt um verðlagsmálin en tillagan var síðan samþykkt og ákveðið að tilnefna i nefndina full- trúa frá bæjarstjórn, frá félagi kaupsýslumanna, Verkakvennafé- laginu Snót auk fulltrúa frá ný- stofnuðu Neytendafélagi Vest- mannaeyja. - hkj. Engin verðskerðing á kindakjöti innan búmarks Á SÍDASTA fundi Framleiðsluriðs landbúnaðarins voru samþykktar uppgjörsreghir vegna lokauppgjörs i verði sauðfjirafurða sem framleiddar voru irið 1983. Ákveðið var að engin verðskerðing komi i kindakjöts- framleiðslu sem var innan búmarks i lögbýlum, en i framleiðslu umfram búmark komi 25% verðskerðing. Á framleiðslu þéttbýlisbúa innan búmarks komi 10% verðskerðing, en á framleiðsiu umfram búmark eða það sem framleitt er án bú- marks komi 25% skerðing. Þessi samþykkt felur í sér að flestir fjár- bændur fá enga skerðingu fyrir kjötinnlegg frá árinu 1983, því fáir munu hafa framleitt kjöt umfram búmark. Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, sagði i sam- tali við Mbl. að þrátt fyrir að verð- skerðingu yrði ekki beitt við upp- gjör á framleiðslu innan búmarks væri fyrirsjáanlegt að víða fengju bændur ekki fullt verð fyrir fram- leiðsluna þar sem sláturkostnaður hefði verið of lágt áætlaður. Sagði Gunnar að Framleiðsluráð myndi kalla inn reikninga sláturleyfis- hafa eins og í fyrra og láta endur- skoðanda yfirfara þá og bera sam- an til að fá fram upplýsingar um raunverulegt útborgunarverð til bænda. ÍSLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 í staö þess að fara á tíu staöi þarftu nú aðeins að fara á einn stað til að sjá úrval íslenskra húsgagna og húsbúnaðar. íslenskur húsbúnaður sparar þér tíma og fyrirhöfn og auðveldar þér val á íslenskum húsbúnaði í háum gæðaflokki. Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar lánaðar í allt að sex mánuði. Eftirtalin fyrirtæki eru aðilar að íslenskum húsbúnaði: Álafoss, Axis, Epal, Gamla Kompaníið, Húsgagnaiðjan Hvolsvelli, Iðnaðardeild Sambandsins, Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Stálhúsgagnagerð Steinars, Topphúsgögn (Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar) og Trésmiðjan Víðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.