Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 22

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Jenna Jensdóttir:_Frá Kína IV KÍNA — „þið leggið við eyrim er þið heyrið það nefnt“ um lærist að vera algerlega hvíld- ir utan við allan hávaða og um- gengni þær tíu mínútur sem þetta er iðkað dag hvern. Leikfimi er stunduð á velli skól- ans af öllum (1300) nemendum i einu tuttugu mínútur á dag. Fjöldi nemenda í bekkjardeild- um er 50—56 í hverri deild og sex daga skólavika. Eftirminnilegt að kynnast kennslu i þessum skóla hjá alúð- legum, brosandi lærifeðrum og frjálslegum, hugsandi nemendum, hvort heldur var á skólavelli eða í kennslustund. Þótt allir færu i fríminútur i einu flæktist enginn fyrir öðrum hvorki úti eða inni. Fullorðinsfræðsla er á mjög háu stigi í Kina, þar sem nám er stundað með vinnu. Fyrir nokkrum árum munu um 26 millj. Kinverja hafa stundað fullorðinsnám, allt frá grunnnámi til háskólanáms. Kvöldskólinn sem sóttur var heim var stofnað- ur 1980 og þá sem dagskóli. Yngsti nemandinn var 12 ára og sá elsti 73 ára. Inntökupróf er i skólann og bekkjardeildir telja milli 40—50 nemendur. Einkum fer þarna fram tungumálanám. Yflrkennari skólans er 72 ára kona menntuð á Vesturlöndum og vonaðist til að geta enn sótt þau heim. í Peking-óperunni sáu ferða- langar táknræna sýningu á striði milli Kínverja og Mongóla frá fornu. íburður allur og skraut var mikið einkum á búningum leik- enda. Músík var sérkennileg og taktföst einskonar „dósamúsik" sem túlkaði ásamt látbragðsleik persóna hin ægilegu átök striðs- ins. Pekingönd var snædd i virðulegu boði frammámanna i ferðamálum Kinverja. Þar voru samræður um alvörumál og líka slegið á léttari strengi. Eins og fyrr mynduðust tengsl skilnings og hlýju og merkilega vissu þeir mikið um Bingdaó (ísland). Dýragarðurinn i Peking var sfð- asti viðkomustaður áður en haldið var til flugvallarins á heimleið. Ef til vill vakti Pandabjörninn mesta athygli af hinum ægilega fjölda dýra sem þarna búa og lifa góðu ÍÖFI að því er best verður séð. A flugvellinum var leiðsögu- maðurinn Shen kvaddur í flýti — þvi nú gerðist allt i flýti., Kveðjuorð þau sem hinn hóg- væri, gáfaði háskólastúdent mælti til hópsins voru eftir- minnileg. Brot úr þeim eitthvað á þessa leið hripað niður f þýðingu: „Fyrir mér verður ísland nú eitt- hvað annað og meira en bara nafn, sem ég heyri og gleymi, þið hafið fært mig nær þvi með 14 daga óslitinni samveru, af þvi þið hafið sýnt mér sömu vináttu og ég væri einn af ykkur. Að sama skapi vona ég að Kína verði eins fyrir ykkur nú. Þið leggið við eyrun er þið heyrið það nefnt — og reynið að skilja i Ijósi þess sem þið hafið heyrt og séð.“ Að baki einstæðir dagar. Fram- undan skyldan með erli sínum. Marssólin gægist inn um glugga flugvélarinnar sem flýgur i áttina til Hong Kong. Leikfimitími undir berum himni. Mikilfengleg sýn daganna i Xi’an lætur hugann knýja á vit sögunn- ar og viðbrögð vitneskjunnar klingja eins og bjöllur i vitund ferðalangs: „Þú veist minna en ekki neitt um heiminn sem þú býrð í.“ Hér í Xi’an fölna hin gulli slegnu mannvirki og skrautlegir listmunir, silki og allt sem tæp- lega á sinn líka í fullkomnun list- ar nema í Kína, fyrir hinum æva- fornu listaverkum úr eir, bronsi og leir, sem lýsa upp meir en 3000 ára sögu. Þau færa sönnur á að Xi’an var höfuðborg ellefu keisara. Hér grundvallaði Kao Tí Han-keisara- dóminn löngu fyrir Krist. Shaanxi-fylki er eitt elsta fylki Han-menningarinnar og þegar á fyrra Han-tímabilinu var Xi’an mikilvæg borg fyrir alþjóðasam- skipti. Skammt frá er hinn forni „silkivegur", frá Tangtfmum, sem liggur áfram til Sinkiang þar sem Kínamúrinn er tvöfaldur með stór landsvæði á milli. Hér eru hinar fornu steintöflur, sem helgiritin eru höggvin á. Og Nestóringa-minnisvarðinn frá 781 e. Kr. fannst hér. Höggvin tákn á hann segja frá boðun „trúar ljóss- ins“ 635 er kristnir trúboðar komu fyrst til Kína. Einhvers staðar hér lifði hinn sérkennilegi Liu An sem talinn er upphafsmaður alkemi, móður efnafræðinnar. Skammt frá Xi’an eru hinar geysi víðfeðmu grafhvelfingar, með leirstyttum hermanna og hesta í fullri stærð, sem fundust 1974 og eru ekki enn kannaðar til fulls, en sýna hina miklu skúlp- túrlist fyrir meira en 2000 árum. Peking í svo köldu veðri að borg- arbúar muna ekki annan eins marsmánuð. Fyrir nokkrum dög- um hafði snjóað þar. En himinn- inn var heiður, f fullu samræmi við fallega borg með vestrænu yf- irbragði, er lent var á flugvelli eftir þægilegt flug frá Xi’an. t Peking var búið á gistiheimili sem upphaflega var byggt fyrir rússneska aðalinn. Innan þess marka voru mörg stórhýsi, þar sem auk gistirýmis voru öll mögu- leg hús, banki, hverskyns búðir, Ieikhús, myndastofa, pósthús, sjúkrastofa — svo eitthvað sé nefnt. Stakk þessi gististaður lftið eitt f stúf við hin glæstu hótel, er ' áður voru gist, að því leyti að hér var allt fornlegt en mjög viðkunn- ! anlegt að mati ferðalangs. Peking hefur verið höfuðborg Kína í 700 ár. Fólksfjöldi er þar um 8.500.000 manns. Hún er glæsileg nútímaborg með löngum, breiðum götum. Og sumar feg- urstu byggingar f heimi eru hér, flestar frá Ming-tfmum. Elsti stjörnuturn í heimi (1279) er ( Peking. Torg hins himneska frið- ar og öll hin veglegu skrauthýsi þar í kring varpa glýju f augun og blendnar tilfinningar bærast f brjósti við slíka sýn. Skammt frá Peking eru sumar- hallir keisaranna, sem fyrst voru byggðar 1750. A leið til Kínamúrsins voru skoðuð grafhýsi Ming-keisara. Kínamúrinn, ef til vil er hann stærsta undrunarefni hvers ferðalangs er lítur hann augum. HroIIkenndur gustur frá öllum ógnum fortiðarinnar blandast stormasömum svala marsmánuð- ar er langferðabfllinn mjakast hægt upp fjallendið sem er engu öðru líkt, með litlum býlum inn milli grjótlendis og hrikalegra fjalla, þar sem gróður vorsins liggur enn að mestu f dvala og snjór fyllir lægðir og lautir. Hærra, hærra stundum eins og Kínamúrinn — þögull og grár. Ljósmyndir Þorv. Öskarsson Á Þjóðveginnm. einstigi en bflstjórinn er frábær f sínu starfi. Einnig hér við múrinn eru veit- ingastaðir og búðir sem freista ferðalanga. Múrinn mikli, sem hinn frægi keisari Shih Hwang Ti lét tengja saman úr smærri landvarnamúr- um um 225 f. Kr. Þögull og grár hrannar hann upp myndum skelf- ingar og þungra örlaga og storm- urinn sem feykir hári og treflum til verður að æpandi röddum slíkir skólar eru starfandi þar. Fjörutfu þessara skóla taka að- eins afburðanemendur (13—18 ára) og var þessi einn af slíkum, þar sem 99% fara f háskólanám. í bókasafni skólans gat að lfta kínverska bók með lesköflum úr Sðlku Völku eftir Laxness. Hér komust ferðalangar f nán- ust kynni við hinar þekktu slök- unaræfingar Kínverja, þar sem ærandi tónlist berst úr hverju horni skólastofunnar og nemend- Úr garði Sumarhallarinnar. langt framan úr öldum. Allt verð- ur að spurn, sem aldrei verður svarað. í Peking var heimsóttur ungl- inga- og framhaldsskóli, en 900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.