Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 27

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 27 Pasco-Kennewkk-brúin yfir Columbia-fljótið í Washington-fylki I Bandaríkjunum. uppi eins öflugu rannsóknarstarfi og þeir treysta sér til og nauðsyn- legt er. Það mun skila sér vel. En auk þess verða Islendingar að halda góðu sambandi við aðrar þjóðir, þar sem rannsóknarstarf er öflugt. Þeir verða að fylgjast vel með, heimsækja rannsóknar- og tilraunastofur erlendis." — Hvað finnst þér um bygg- ingarlag íslendinga? „Ég hef ekki ennþá kynnst land- inu nógu vel til þess að geta dæmt um þetta. Þó vekur það athygli mína hve lítið er um háhýsi í Reykjavík. Það finnst mér til mik- illar prýði. Reynslan hefur sýnt að háhýsi í mörgum stórborgum heimsins þjóna ekki lengur til- gangi sínum. Þau valda einfald- lega of mörgum hliðarverkunum. Umferðarvandamál eru dæmi um það. Þið íslendingar hafið nægi- legt landrými og ættuð að vera ósparir á að nota það.“ — Á hvaða sviði innan mann- virkjaverkfræði telur þú mesta þörf á auknum rannsóknum f ná- inni framtíð? „Áherslu þarf að leggja á rann- sóknir á varanleika mannvirkja. Þær kröfur verður að gera að mannvirki þjóni fullkomlega hlut- verki sínu — og það með lágmarks viðhaldi — á meðan þeim er ætlað að standa. Á þessu sviði er mikilla rannsókna þörf.“ Ponte de Val Restet-brú á Ítalíu f smíðum. Brúargólfið er framleitt { vinnuhúsi við brúarendann og síðan smám saman fleytt yfir brúarstæðið. Þessi aðferð auðveldar mjög brúargerð sérstaklega þar sem erfitt er að koma við hefðbundn- um uppslætti. Allt að 1200 m löng brúargólf hafa verið gerð með þessum hætti. SJÓN V ARPSTURN AR Dr. Leonhardt er einnig braut- ryðjandi í hönnun steinsteyptra sjónvarpsturna. Hann hannaði fyrsta turn þeirrar tegundar, og var hann reistur í Stuttgart árið 1954. Þessi turn hefur síðan orðið fyrirmynd annarra turna af ýmsu tagi um allan heim. Þegar dr. Leonhardt kynnti hönnun sína fyrst fyrir löndum sínum vildu þeir ekki trúa að turn- inn gæti staðið. Annað kom þó á daginn, og er burðarform þessara turna í raun mjög hagkvæmt. Njóta slikir turnar nú mikilla vinsælda fyrir fagurt útlit, auk þess sem algengt er að útsýnis- stæðum og jafnvel veitingahúsum sé komið fyrir efst í þeim. Af turnum, sem dr. Leonhardt hefur hannað, má nefna sjón- varpsturnana í Stuttgart, Ham- borg og Frankfurt, en samtals hefur verkfræðifyrirtæki hans átt þátt í hönnun um 130 turna af þessu tagi. Hæsti turninn er um 330 m hár (4,5 sinnum hæð Hall- grímskirkju) og mesta þvermál útsýnisstæðis í toppi turns er 58 metrar. ERFIÐ EÐA ÓVENJU- LEG VERKEFNI „Uppáhaldsverkefni mín eru á sviði brúargerðar, og skemmtileg- ast finnst mér að fást við brýr með löngum höfum. Raunar fæst fyrirtæki mitt nú orðið ekki við öðruvísi brýr. Við höfum t.d. ný- lokið þátttöku i samkeppni um hönnun á brú yfir Messina-sund á Ítalíu. Við hönnuðum skákaplabrú („Cable-stayed bridge", sbr. Pasco-Kennewick-brúna) með 1800 m löngu meginhafi. Við unn- um til verðlauna fyrir hönnun okkar, en brúin hefur ekki enn verið byggð. Af öðrum verkefnum, sem mér eru minnisstæð má nefna hönnun brúarinnar yfir Columbia-fljót í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta brúin, sem var hönnuð vestanhafs, en það tók okkur langan tíma að komast inn á Bandaríkjamarkað. Þar hafa löngum ríkt gamlar venj- ur í brúargerð, sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Það var ekki fyrr en bandarísk sendinefnd frá Washington D.C. kom í heimsókn til Evrópu og skoöaði verk okkar og skriður komst á málin. Skömmu eftir 1970 var okkur síð- an falið að hanna brúna yfir Col- umbía-fljótið. Hönnunin þótti nýstárleg þar vestra og erfiðlega gekk að finna verktaka sem var í stakk búinn til að vinna verkið. Skákaplabrú í byggingu. Brúin er yfir Parana-fljót nálægt Braso Large í Argentínu. Um var að ræða skákaplabrú með um 300 metra spennivídd. Að lok- um tókst þó að byggja brúna, og voru Bandaríkjamenn himinlif- andi með árangurinn. Brúin var vígð árið 1978, og í kjölfarið hafa fylgt fleiri verkefni í Bandaríkjun- um. Almennt má þó segja að ég hafi ánægju af öllum þeim verkefnum, sem ég fæst við. Fyrirtæki mitt er í þeirri aðstöðu að geta valið úr viðfangsefnum og við tökum að- eins að okkur verkefni sem eru erfið eða óvenjuleg. Af þessum ástæðum höfum við viðað að okkur mjög sérstæðri reynslu og þekkingu". FÆST EKKI VIÐ SKRIF- BORÐ EÐA TÖLVUSKJÁ Við snúum nú talinu að öðru. — Þú ræddir í fyrirlestri þínum við setningu norrænu ráðstefn- unnar um þátt rannsókna á starfsferli þínum. Hverja telur þú vera þýðingu tilrauna og rann- sókna fyrir verkfræðinga og tæknimenn? „Ég hef gert og iátið gera gífur- legan fjölda tilrauna um ævina í tengslum við hin ýmsu verkefni, sem ég hef unnið að. Vegna þessa hef ég með tímanum fengið mjög næma tilfinningu fyrir hegðun mannvirkja og á auðvelt með að gera greinarmun á góðri og lélegri hönnun. Sérstaklega á þetta við um hönnun deiliatriða (details). Þessa tilfinningu er ekki hægt að fá við skrifborðið eða við tölvu- skjáinn. Af þessari ástæðu tel ég gífurlega þýðingarmikið að allir hönnuðir fái tækifæri til að taka átt í a.m.k. einhverjum rann- sóknum og tilraunastarfsemi. Raunar er best að verðandi hönn- uðir kynnist prófunum og tilraun- um þegar við nám. Allir verkfræð- ingar, sem leggja stund á mann- virkjagerð við Háskólann í Stutt- gart eru til dæmis látnir aðstoða við prófanir af ýmsu tagi. Því mið- ur búa þó ekki allir háskólar svo vel að geta haft þennan háttinn á.“ RANNSÓKNIR GETA SPARAÐ MIKIÐ FÉ — Telur þú að nægilegur skiln- ingur á þýðingu rannsókna við hönnun ríki meðal þeirra sem fjármagna framkvæmdir? „Það er mjög undir því komið fyrir hverja er unnið og hvers eðl- is verkefnið er. Þegar um mjög erfið verkefni er að ræða geta skynsamlegar prófanir gefið mik- ilvægar upplýsingar og sparað mikið fé. Ef hægt er með sannfær- andi hætti að sýna fram á nauð- syn rannsókna, er yfirleitt auðvelt að fá fjármagn til þeirra. Ég hef að minnsta kosti ekki átt í miklum erfiðleikum með það. En menn verða að muha að málstaður þeirra þarf að vera góður. Ég held t.d. að á Norðurlöndum séu menn tiltölulega vel settir í þessum efn- um, skilningur ríki þar á mikil- vægi rannsókna.” VERIÐ ÓSPARIR Á AÐ NOTA LANDRÝMIÐ — Hvaða hlutverki telur þú að rannsóknir þurfi að gegna í ís- lensku atvinnulifi? „Þó Islendingar séu fámenn þjóð og hafi ekki yfir miklu fjár- magni að ráða ættu þeir að halda FENGIST VIÐ SKRIFTIR — Að lokum, dr. Leonhardt, hvaða viðfangsefni eru þér hug- leiknust þessa stundina og hvað munt þú helst fást við á næstu árum? „Verkfræðifyrirtæki mitt er nú að vinna að mjög viðamiklu og skemmtilegu verkefni á sviði brú- argerðar. Er það hönnun á all- mörgum stórum járnbrautarbrúm í Þýskalandi. Það er liður í áætlun um gerð umfangsmikils járn- brautarkerfis í landinu fyrir mjög hraðskreiðar lestir. Með því er m.a. stefnt að þvi að gera almennt innanlandsflug óþarft innan um það bil 30 ára. Auk þess mun þetta kerfi ef að líkum lætur draga mjög úr allri bílaumferð. Annars tek ég nú orðið mun minni þátt í almennum störfum innan fyrirtækisins en áður var. T.d. má segja að ég stundi nú brú- arhönnun aðeins sem tómstunda- gaman. Ég hjálpa yfirleitt til við hönnun á upphafsstigum hennar, en læt síðan starfsmönnum mín- um eftir nánari útfærslur. Á síðari árum hef ég hinsvegar fengist talsvert við skriftir og geri ráð fyrir að halda því áfram. M.a. hef ég skrifað bækur um brýr og nýverið komu endurminningar mínar út. Nú vinn ég að bók, sem fjallar um turna. Að mínu mati eru turnar mjög athyglisvert við- fangsefni. Þeir hafa raunar alltaf heillað mannfólkiö, og til eru ótal sagnir um turnbyggingar, nær því frá upphafi mannkyns. Mönnum hefur alltaf þótt gaman að klífa turna og horfa niður á heiminn úr fjarlægð." Texti: Guðmundur Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.