Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 29

Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 29 Gestur í undirheimum FeAgarnir Njörður P. Njarðrfk og Freyr Njnrðaraon, böfundar Ekkert mál. esió fjöldanum! Jóhann Hjálmarsson Njörður P. Njarðvík, Freyr Njarð- arson: EKKERT MÁL. Setberg 1984. Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson hafa skrifað sögu ungs manns sem er veikur fyrir freist- ingum vímuefna, byrjar á hassi, fer síðan að sniffa kókaín og verð- ur loks heróínneytandi. Hann missir áhuga á skólanámi, gerist hasssali með góðum árangri, stundar sjálfur innkaupaferðir til Kaupmannahafnar. Þangað flyst hann 1982, kynnist íslenskri stúlku sem svipað er ástatt fyrir og smám saman verða þau for- fallnir heróínneytendur. Freddý, en svo nefnist ungi maðurinn í Ekkert mál verður fljótlega at- hafnasamur sölumaður og inn- flytjandi kókaíns í Kaupmanna- höfn, en síðan nær heróínið tökum á honum og þá kemst ekkert ann- að að. Ekkert mál segir sögu Freddýs og Ástu, sambýliskonu hans í Kaupmannahöfn, lýsir niðurlægingu þeirra og kvalræði, ýmsu fólki sem þau hafa sam- skipti við og endar á heimkomu þeirra til Islands þar sem þau fá meðferð á Kleppsspítala. Það er að mörgu leyti óviðeig- andi að segja að Ekkert mál sé spennandi bók. Bókin er fyrst og fremst viðvörun, saga hennar viti til varnaðar. Siðferðilegur boð- skapur bókarinnar fer ekki á milli mála. Það er ekki æskilegt að ungt fólk eyðileggi eigið lif og annarra með heróinneyslu og vissulega fleiri eiturefnum. í því hlýtur að felast að lifið sjálft hafi upp á eitthvað að bjóða sem sé nokkurs virði, þess megi njóta án þess að ánetjast vímuefnum. Frásögn höf- undanna er víða i anda skáldsögu, æsileg á köflum, fær lesandann til að trúa að hann sé með annað og meira i höndum en heimild, skýrslu. Þetta er kostur, en stund- um á kostnað boðskaparins. Vissulega er Freddý illa haldinn i Kaupmannahöfn, sekkur djúpt. Sumar lýsingarnar eru nöturleg- ar. En flestar þeirra eru með þeim hætti að það getur hvarflað að manni að Freddý sé gestkomandi i undirheimum. Hann sé þar með hálfum hug og bíði eftir þvi að losna. Maður hefur á tilfinningunni að mörgu sé sleppt úr reynsluheimi heróinistans. Og líklega er það með ráðum gert þvi að nógu öm- urlegt er það sem lesandinn fær að kynnast. Aftur á móti gengur furðu fljótt að koma þeim Freddý og Ástu yfir það versta þegar heim er komið. Þau þrjóskast að vísu við og valda aðstandendum sinum hugarangri og þjáningum. Átakanlegust er i raun og veru lýsingin á föður og móður Freddýs sem verða að horfast i augu við að sonur þeirra er lengra leiddur en þau gátu gert sér grein fyrir. Höf- undum tekst einna best að lýsa angist og vanmætti foreldranna. Aður var minnst á siðferðilegan boðskap. En þótt hann sé í fyrir- rúmi er sagan gerð forvitnileg af- lestrar með ýmsum ráðum hins þjálfaöa rithöfundar. Njörður P. Njarðvík kann vel að byggja upp sögu svo að hún nái tökum á les- andanum. Frásögn er jafnvel reyf- araleg á köflum og er það ekki sagt til hnjóðs. Siður en svo. Það sem aftur á móti verður að telja galla er að bakgrunninn vantar. Freddý er leiddur til móts við lesandann án þess að hann fái að kynnast því hvaðan hann kem- ur. Hvers vegna er hann til dæmis sólginn í að prófa hass? Hvers vegna verður hann kókaíni svo auðveld bráð? Og hvers vegna þarf hann endilega að sprauta sig með heróíni? Áður en hann fellur fyrir heróíninu virðist hann þrátt fyrír allt hafa það gott, njóta til fulln- ustu hins ljúfa lífs. Þessum og fleiri spurningum er ekki svarað í Ekkert mál. Þær eru auðvitað nærgöngular. En þess má krefjast af höfundum sem reyna að brjóta til mergjar mikið sam- félagsmein að þeir séu óhræddir við hvers kyns afhjúpanir. Hugsun sú líkust þversögn sem kemur fram i Eftirmála föður er rétthá og mjög heimtufrek: „Sérhver manneskja verður að læra að horfast svo fast í augu við sjálfa sig að hún neyðist til að líta undan. Og horfa svo aftur. Án þess að líta undan." Þessa hefur verið freistað með Ekkert mál. En ekki horft nógu fast. NEC PC-8201 EINKATOLVAN EIN SU FULLKOMNASTA A MARKAÐNUM. Islenskt letur, innbyggö/ritvinnsla, basic og samskiptaforrit. Einnig fylgja 14 önnur forrit meö vélinni. Innbyggöur skjár, tengimöguleiki viö flesta prentara, segulband og sem útstöö viö PDB 11 og Vax tölvur Tengin'viö auka skjá og seguldisk væntanleg. Fjöldi aukahluta fyrirliggjandi. Til afgreiðslu strax. Verð aðeins kr. 19.850. Benco Bolholt 4. Sími 91-84077/21945. Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.