Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Steinunn
Marteinsdóttir
m
Steinunn Marteinsdóttir
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Að loknu hinu harða og
stranga verkfalli virðist sem að-
sókn á myndlistarsýningar hafi
tekið mikinn fjörkipp og sala á
myndverkum að sama skapi auk-
ist. Þetta kom strax fram fyrstu
helgina eftir verkfallið a.m.k.
hvað Kjarvalsstaði áhrærir en
aðsókn á staðinn hefur verið
með minna móti í allt haust.
Þetta hefur annars verið rýrt
haust fyrir myndlistarmenn og
verkfallið lagði sína andvana
hönd á allar listrænar fram-
kvæmdir og eiga margir um sárt
að binda eftir að hafa lagt út í
kostnaðarsamt sýningarhald.
Standa uppi skuldugri en þeir
voru fyrir.
Það er eðlilegt eftir jafn langt
hlé að fólk taki við sér og þetta
áréttar einmitt nauðsyn þess að
sýningarsölum verði lokað fyrir
almennar sýningar yfir há-
sumarið svo sem tiðkast annars
staðar í Evrópu en verði svo
opnaðir allir um sömu helgi með
úrvalssýningum snemma hausts.
Þetta er víða gert með miklum
myndarbrag og lífrænum tilfær-
ingum er lyfta sálum manna í
hæstu hæðir i öllum skilningi.
Það er mjög af hinu góða að
það skyldu þá verða einhverjir,
sem nutu góðs af verkfallinu og
einnig myndlistin sjálf i heild
því að nógu var dauft yfir gjörn-
ingum haustsins á þeim vett-
vangi.
Steinunn Marteinsdóttir, er
kynnir 93 ný keramikverk i
Kjarvalssal er vel þekkt lista-
kona er tvisvar hefur haldið sýn-
ingar á Kjarvalsstöðum áður og í
bæði skiptin með ágætum
árangri. Þá hefur hún einnig
fengist við veggskreytingar og
rekið eigið verkstæði á þriðja
áratug, fyrst í Reykjavík en síð-
ari ár að Hulduhólum í Mosfells-
sveit.
Verkin á þessari sýningu eru
unnin i hvítan leir (postulin) og
steinleir en veggmyndir sumar
eru limdar á tréplötu húðaðar
með sandi.
Það sem fyrst vekur athygli,
er inn á sýninguna er komið, er
hve vel er búið að henni á allan
hátt bæði hvað uppsetningu og
lýsingu snertir og til viðbótar
hefur listakonunni dottið það
snjallræði i hug, að hólfa sýn-
ingarsalinn niður með gashengj-
um er gefur henni léttan og
þokkafullan blæ.
Hér er eitt dæmið á ferð um
hugkvæmni listamanna um nýt-
ingu húsakynna og yfirburði
skapandi kennda yfir öllum
skólalærdómi. Að visu var sýn-
ing Steinunnar opnuð i lok verk-
fallsins svo sem frægt er orðið
en það snérist einungis upp i
góða auglýsingu og hún heldur
fullum áætluðum sýningartíma.
— Eftir ítrekaða skoðun sýn-
ingarinnar er undirritaður kom-
inn á þá skoðun, að einfaldleik-
inn og hin hreina keramik sé
langsterkasta hlið listakonunnar
og vil ég þá sérstaklega vísa til
veggplatta nr. 16 og 17 svo og
65—67. Hér er formið einfalt og
sterkt og lífræn skreytingin
fylgir þvi fullkomlega, er hér
gott dæmi um samræmda heild.
Lengst kemst svo gerandinn i
sláandi einfaldleik i vösunum nr.
20 og 29, ásamt hinum látlausu
og hnitmiðað skreyttu vösum nr.
51 og 71.
Annars virkar sýningin i heild
sem barátta á milli ýmissa
ólíkra þátta i listsköpun gerand-
ans — tilhneigingarinnar til að
vinna i óhlutlægum skúlptúr,
hlutlægum, táknrænum lág-
myndum, öguðu og fáguðu hand-
verki svo og skrautgirni ýmiss
konar. Ágætum árangri nær hún
i skúlptúrforminu „Rof“ (34) en
hins vegar heilla lágmyndirnar
mig engan veginn og þykir mér
gerandinn hérna vera kominn út
á hliðarspor í list sinni. Hlut-
lægu formin eru einhvern veginn
svo annarlega mótuð og ósann-
færandi og svo minnir þetta á
ýmislegt sem löngu áður hefur
verið gert á vettvangi „symbol-
ismans”. Þetta kemur fram í
myndunum nr. 37—41 svo og
90—93. í seinni myndaröðinni
minna hendurnar á geimverur
(E.T.) en virka einhvern veginn
svo framandi á myndfletinum.
Það er sláandi hve ein lág-
mynd „Þrá“ (18) myndi verða
einföld og heilleg ef hendurnar
væru ekki. Yfir öllu í henni er
mikið samspil jafnvægis í formi
og efnisáferðin er sérstaklega
fínleg.
Mörg hinna smærri verka
standa fyllilega fyrir sínu sem
ágæt keramikverk og vil ég hér
sérstaklega vísa til skálanna nr.
86—88. Skreytikenndin nær svo
hámarki sínu í myndum þeim er
gerandinn nefnir „Sýn“ og þykir
mér skorta hinn úrskerandi
listræna þrótt. í heild er þetta
falleg og umbrotamikil sýning
og hin hrifmeiri verk á sýning-
unni undirstrika sérstöðu Stein-
unnar Marteinsdóttur á sviði is-
lenzkrar leirlistar.
Um hvað var deilt?
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Jón Viðar Sigurðsson:
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
1947—1951. 70. bls. Sagnfræðist.
Háskóla íslands. Reykjavík, 1984.
Árin 1947—1951, sem saga þessi
tekur til, voru fyrir margra hluta
sakir minnisstæð. Nýsköpunar-
stjórnin, sem farið hafði með völd
1944—46, hafði látið hendur
standa fram úr ermum, enda haft
stríðsgróðann til að spila úr. Þar
sem kommúnistar höfðu setið í
stjórninni hafði hún notið velvild-
ar róttækra menntamanna. Það
hafði skapað henni starfsfrið um-
fram aðrar ríkisstjórnir. Hafði
ekki líka verið lagður þarna
grundvöllurinn að þjóðarsátt
þeirri sem margir þráðu? Raunar
ekki nema í bili. Ekki var allt sem
sýndist. Kalda stríðið var að hefj-
ast. Og svo fór að Nýsköpunar-
stjórnin sprakk á Keflavíkur-
samningnum 1946. »Margt olli því
að árangur nýsköpunarstjórnar-
innar varð ekki eins mikill og von-
ir stóðu til,« segir Jón Viðar Sig-
urðsson. Það er hverju orði sann-
ara. Fjárfestingar þær hinar
miklu, sem hún hafði staðið fyrir,
skiluðu minni aröi en vonast hafði
verið til, sumar engum. Verra var
hitt að þessi fræga stjórn skildi
eftir tóman ríkiskassa. Eftir mik-
ið bruðl tók við ströng skömmtun.
Löng og harðvítug pólitísk verk-
föll urðu árviss. Þjóðin hafði skipt
sér. Eftir þetta var búið I tvlbýli á
Fróni. Við undirritun Atlants-
hafssáttmálans 1949 ríkti hér
hugarfar borgarastyrjaldar!
Það eru þessar stórpólitísku
sviptingar sem koma Jóni Viðari
Sigurðssyni til að setja saman rit
þetta fremur en sá þáttur sam-
göngusögunnar sem Keflavíkur-
flugvöllur óneitanlega skapaði. Er
þó samgönguþættinum gerð til-
tölulega góð skil í ekki stærra riti.
Höfundur getur þess réttilega
að íslendingar hafi haft ærinn
áhuga á flugsamgöngum við út-
lönd áður en Keflavíkurflugvöllur
kom til sögunnar. Sá áhugi vakn-
aði strax með flugi útlendinga
hingað á árunum milli styrjald-
anna. Á fyrstu árunum eftir stríð
var almennt álitið að ísland yrði
nauðsynlegur viðkomustaður I
farþegaflugi yfir Atlantshafið um
ókomin ár. Hitt er vafamál að ís-
lendingar hefðu sjálfir haft bol-
magn til að gera hér alþjóðaflug-
völl er fullnægði venjulegum kröf-
um. Keflavíkurflugvöllur, sem
þjóðin fékk gefins, breytti I einni
svipan sjónarhorni landans til
umheimsins.
Sjálf flugvallargerðin er látin
liggja milli hluta f riti þessu, enda
munu heimildir um hana tæpast
aðgengilegar. Það var naumast
fyrr en flugvöllurinn lá þarna al-
skapáður að íslendingar vissu af
þessu mannvirki, hinu langmesta
sem herir Bandamanna létu hér
eftir sig. Skoðunarferðir voru
skipulagðar um völlinn eins og Jón
Viðar getur um.
En saðning forvitninnar sætti
ekki hin andstæðu öfl í þjóðfélag-
inu. Keflavíkurflugvöllur varð
eins konar sálrænn vfgvöllur f
komandi átökum. Það kom strax f
ljós er velja skyldi heiti fyrir
þennan tengilið við heiminn:
•Stungið var upp á Geysi, Kefla-
vík, Thule og Atlantic, svo að ein-
hver nöfn séu nefnd. Keflavfkur-
nafnið varð fyrir valinu en Þjóð-
viljinn stakk upp á að nafn flug-
stöðvarinnar yrði ískariot!«
Bandaríkin voru um þessar
mundir ríkari og voldugri en
nokkru sinni fyrr. Þau fóru fram á
herstöðvar hér til langs tfma.
Enginn léði máls á þvf. Keflavík-
ursamningurinn varð nokkurs
konar málamiðlun. Frem kemur í
riti þessu að Bandarikjamenn
voru óánægðir með samninginn og
töldu hagsmunum sínum laklega
borgið með honum. Jón Viðar upp-
lýsir að Bandarikjamenn hafi að
sinu leytinu staðið við samninginn
og verið umhugað að hann ylli sem
minnstu róti f íslensku þjóðlífi.
Sama máli gegndi um islensk
stjórnvöld.
Hins vegar munu þau vart hafa
notað sér allan sinn rétt. Til dæm-
is fórst fyrir að þjálfa svo marga
íslendinga til tæknistarfa að þeir
gætu að hæfilegum tíma liðnum
tekið að sér stjórn og rekstur vall-
arins. Hefur sá undandráttur
vafalaust stafað af þvi pólitíska
taugastríði sem samstarfið við
Bandaríkin olli hér — kalda stríð-
inu í sinni nöktustu — ef ekki
hreint að segja — miskunnarlaus-
ustu mynd.
Jón Viðar heldur sig mest við
umrætt tímabil, fer lftið út fyrir
það. Hann hefur vfða leitað fanga
eftir samtímaheimildum og leggur
aðeins út af þvf sem kalla má
skjallega staðfest. Það er að sinu
leyti kostur. Gagnorða sögu, sem
byggir á traustum heimildum, ber
síst að lasta.
Hitt er svo annað mál að rök
atburðanna á þessum árum skilj-
ast betur ef litið er á þau i viðara
samhengi, t.d. deilurnar um Kefla-
víkursamninginn. Fleiri guldu
varhuga við honum en kommún-
istar einir. Þarna var líka verið að
hverfa frá »ævarandi hlutleysi*
sem fram að þvf hafði verið ná-
tengt orðum eins og frelsi og
sjálfstæði í vitund þjóðarinnar.
Það var í sjálfu sér hreint afrek að
þeir, sem ábyrgð báru á Keflavfk-
ursamningnum, skyldu þó fá
meirihluta þjóðarinnar til að falla
frá slíku hjartans máli. Það sýnir
hvílík tök flokksforingjar höfðu á
fólki sínu á þessum árum. Hins
vegar var svo komið við enda
samningstímabilsins, 1951, að
ástandið í heiminum bauð ekki
lengur upp á hlutleysi.
»Ljóst er að Island hafði mikla
hernaðarlega þýðingu fyrir
Bandaríkjamenn,* segir Jón Við-
ar. Það má til sanns vegar færa að
því leytinu að herafli þeirra í
Þýskalandi þurfti hér á áningar-
stað að halda. Hitt hygg ég þó
sönnu nær — eins og bent hefur
verið á í öðru riti frá Sagnfræði-
stofnun — að fyrstu árin hafi að-
staða Bandaríkjamanna hér haft
pólitfskt gildi fremur en hernað-
arlegt, vitanlega gagnstætt þvf
sem síðar varð.
Með ábendingum þessum er ég
síst að Iasta ágæta ritgerð Jóns
Viðars Sigurðssonar sem ér að
flestu leyti hlutlæg, vönduð og vel
unnin.
Almennan áhuga á málum þess-
um nú má svo aftur rekja til þess
að öll tengjast þau umræðum
dagsins í dag um öryggis- og varn-
armál þessa lands í nútið og fram-
tíð.
Hver var
hvað á Hvera-
völlum?
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Birgitta H. Halldórsdóttir:
Háski á Hveravöllum.
Útg. Skjaldborg 1984
Það hlaut að koma að því að
blaðakonur(menn) færu að verða
persónur í hasarsögum, enda líf
blaðamannsins afskaplega æsandi
og viðburðarfkt, að mati margra
blaðamanna og að mati margra
sem eru ekki blaðamenn. Hér hef-
ur höfundur upp söguna um blaða-
konuna Mörtu sem vinnur á
frjálsu og óháðu blaði undir stjórn
gæðamannsins Sigga frænda. Þar
vinnur Ifka Kristfn sem er mjög
falleg, og Ægir blaðamaður sem
er dulítið vafasamur aðili. Marta
stendur sig með stakri prýði í
starfi og þegar Kristín blaðakona
ferst á Hveravöllum er hún send
af Sigga frænda til að rannsaka
málið. Að vísu kemur sú rannsókn
lítið við sögu, en þó upplýsist án
teljandi átaka að Kristfn hafi
dottið í hver og brenndist svo að
bani hlauzt af. Og nú á Marta lík-
leg að upplýsa málið. Ægir blaða-
maður er á staðnum, það vekur
grunsemdir og á svæðinu birtast
tveir alþingismenn á fylleríi, Frið-
rik ber af þeim og hættir að vera á
fyllerfi því að hann og Marta heill-
ast hvort af öðru. En undarlegir
atburðir fara nú að gerast, það er
engu líkara en einhver sækist eftir
lífi Mörtu ... og hver gæti það nú
verið, varla Friðrik alþingismaður
og vonandi er Ægir góður inn við
Birgitta H. Halldórsdóttir
beinið. Kristján nokkur vörzlu-
maður, sem reynist vera lögga, er
þó ekki sökudólgurinn. Að ekki sé
nú talað um sveitastúlkuna Erlu,
sem er komin undir þrítugt og er
jómfrú, sér til sárrar raunar.
Kristján ræður snarlega bót á því
og Marta gleymir sér og rann-
sóknunum i ástarbrfma sfnum.
Unz eiginkona alþingismannsins,
afspyrnufögur en eftir því ill-
gjörn, María, kemur á vettvang ...
ásamt Sigga frænda.
Þetta fer nú allt að verða flókið
og gerast atburðir sem eru ekki
beinlínis notalegir.
Mörtu er sýnd morðtilraun, en
hún lifir af og kemur sér undan f
bili. Það kemur í ljós að hún og
Erla höfðu báðar orðið ófrískar á
Hveravöllum ... ja, hérna, minna
mátti nú gagn gera. Málið flækist
enn, skáldkonan reynir eftir beztu
getu að greiða úr og festa lausa
enda, en ekki tekst það nú nema
rétt miðlungi vel og plottið í bók-
inni verður því ekki sannfærandi.
Birgitta skrifar af miklum
áhuga og augljósri ánægju. Bókin
er hvorki á nægilega vönduðu máli
né nógu vel upp byggð. En ritgleð-
in leynir sér ekki og fleytir henni
býsna langt. Og hér er um ótrú-
lega miklar framfarir að ræða frá
bókinni Inga sem Birgitta sendi
frá sér í fyrra.