Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Blaðamenn mega ekki láta villa sér sýn .. IðOCTOBrn 1964 Kipumynd af Far Eastern Economic Review. Rætt við Derek Davies í Hong Kong, aðalritstjóra viku- blaðsins Far Eastern Economic Review l»að hefur varla farið framhjá þeim, sem fylgjast með skrifum um erlend málefni, ekki hvað síst Asíu- landa, að iðulega er vitnað í sem eina helstu heimild ritið Far Eastern Economic Review. Þetta er vikurit og gefið út í Hong Kong. Áhugafólk um alþjóðamál og pólitíkusar vítt um veröld leggja sig eftir að lesa blaðið og óhætt er að segja að hægt er að fá mjög glögga yfirsýn um þennan stóra hluta heimsins með því að lesa blaðið að staðaldri. Þegar ég var í Hong Kong um miðjan september fannst mér til- valið að líta við á ritstjórnar- skrifstofum þessa ágæta blaðs. Það er til húsa í Centre Point við Gloucester-veg, meðfram sjónum á Hong Kong-eyju. Ritstjórinn Derek Davies tók einkar vinsamlega á móti þessum eina íslenska áskrifanda ritsins og sagði mér nokkuð frá starfshátt- um og vinnubrögðum. Um kvöldið var að hefjast Tunglhátíðin í Hong Kong og Dav- ies sagðist því hafa gefið ýmsum af starfsliðinu fri. Davies er velsk- ur og sagðist vera mjög stoltur af i uppruna sínum. Hann sagði að blaðið hefði verið stofnað árið 1946 og fyrsti ritstjóri þess hefði heitið Erik Halfen, sem fluttist um þær mundir til Hong Kong frá Shanghai. Davies tók við blaðinu árið 1964 og þá störfuðu ekki nema sex manns á ritstjórninni og blað- ið var langtum minna í sniðum. Davies vill ekki þakka sér upp- gang ritsins, segist hafa verið heppinn með starfslið og tekist hafi að finna ritinu fjárhags- grundvöll, svo að það gat fært út kvíarnar. — Upplagið er nú sextíu þús- und, fimmtíu og fimm manna starfslið í Hong Kong og um tutt- ugu víðs vegar í heimi. í fiestum Asíulöndum höfum við skrifstof- ur, þótt sums staðar sé starfsemin byggð upp á einum manni. Við höfum lagt megin áherslu á að afia traustra og áreiðanlegra frétta og unnið úr því greinaefni, sem á við á hverjum tíma. Eins og gefur að skilja erum við ekki fréttablað. Við erum vikurit og við leggjum mikið kapp á að vinna all- ar frásagnir þannig að lesendur geti fengið sem skýrasta mynd af atburðarásinni, sögunni bak við söguna og svo framvegis. Við er- um metnaðarsöm og frekar en að vinna frásögn sem er hálfhrá lát- um við hana bíða um viku til að hún fái staðist pottþétt og upplýs- andi og hugsanlega með einhverj- um viðbótar upplýsingum. — Það er að sumu leyti erfitt að halda út riti af þessu tagi í heims- hluta eins og Asíu. Það er ekki nema á þremur stöðum sem press- an er algerlega frjáls, hér í Hong Kong, á Macaó og í Japan. Alls staðar annars staðar eru einhvers konar skorður i mismunandi rík- um mæli þó. f Thailandi hefur þó blaðamennska færst til meira frjálsræðis. Aftur á móti getum við nefnt staði eins og Singapore og Pakistan — þaðan hefur okkar fólki verið visað úr landi. Iðulega er mjög erfitt að fá vegabréfsárit- un til Indónesíu. Taiwan og Suð- ur-Kórea gera okkur oft lífið há- bðlvað með afskiptum og hálfgild- ings ritskoðun. Kína er að breyt- ast, en það gerist hægt. Ekkert land er þó eins erfitt og Burma. Þangað fara okkar menn ekki nema einu sinni hver og oft verður að viðhafa mikla varfærni. Upp- Kenndi Ólafur Grímsson ókeypis — eftir Hannes H. Gissurason íslendingar eru því vanir að sjá þorska fiakaða. En líklega hafa þeir aldrei séð þrjá þorska flakaða jafnfimlega í einu og í umræðu- þætti í sjónvarpinu föstudags- kvöldið 31. ágúst. Þorskarnir þrír voru þeir Birgir Sigurjónsson, Ólafur Grímsson og Stefán Ólafsson, en flökunarmaðurinn var enginn annar en Milton gamli Friedman, kominn í sjónvarpssal á Islandi til þess að ræða um kenningar sínar. í þessum þætti ætlaði ólafur Grímsson með miklum upphróp- unum að gera það að stórmáli, að aðgangur væri ekki ókeypis að fyrirlestri þeim, sem Friedman flytti hérlendis. Sagði hann með miklum þjósti, að Viðskiptadeild Háskóla íslands, sem stóð ásamt Stofnun Jóns Þorlákssonar að fyrirlestrinum, væri með þessu að rjúfa langa hefð, því að aðgangur að slíkum fyrirlestrum hefði áður alltaf verið ókeypis. Það tæki verkamanninn hvorki meira né minna en tvo daga að vinna fyrir aðgangseyrinum, og þetta væri ekki sín hugmynd um frelsi eða réttlæti! Friedman benti á það, að þetta væri einföld hugsunarskekkja. Aðgangur að fyrirlestri væri aldr- öll þessi „Til eru þeir, sem hafa haldið, aö Ólafur Grímsson væri lax, sem leitaði á móti straumi sterklega og stiklaði fossa. En síðasta árið hef ég nokkrum sinnum haft tækifæri til þess að sýna, að þetta er ekki lax, heldur þorskur. Og nú hefur Milton Fried- man flakað hann og tvo aðra fyrir framan al- þjóð.“ ei ókeypis. Fyrirlestrarsalur kost- aði alltaf sitt, stundum þyrfti að auglýsa fyrirlesturinn, greiða þyrfti fyrirlesaranum fyrir ómak- ið og kosta þyrfti ferðir hans, kæmi hann langt að. Spurningin væri því, hverjir bæru kostnaðinn — þeir, sem sæktu fyrirlesturinn, eða hinir, sem sæktu hann ekki. Væri það ekki ósanngjarnt, að þeir, sem sæktu ekki fyrirlestur- inn, þyrftu að greiða fyrir hann? Ég hef engu við þetta svar Friedmans að bæta, þótt ég benti ár? sjónvarpsmönnum á það eftir upp- töku þáttarins, hversu óeðlilegt það væri að gera aðgangseyri að fyrirlestri að umræðuefni í þætti um fræðilegar kenningar Milton Friedmans. En ég get ekki stillt mig um að fara nokkrum fieiri orðum um málið, þegar í hlut á maður, sem vann reyndar i mörg ár við það að flytja fyrirlestra — því að Ólafur Grímsson var í mörg ár kennari í Félagsvisindadeild Háskóla Islands. Kenndi ólafur ókeypis öll þessi ár? Ég er hræddur um ekki. En seldi hann þá aðgang að fyrir- lestrum sínum? Nei, ekki heldur. Hvað gerði hann þá? Hann kom því svo fyrir, að þeir, sem ekki sæktu fyrirlestra hans, skatt- greiðendur í landinu — ég og þú, lesandi góður — greiddu þá, en ekki hinir, sem sóttu þá! Hvaða réttlæti er það? Það, sem máli skiptir, er, hvort menn hafa frelsi til að velja. Og það hafa þeir ekki, ef þeir þurfa að greiða fyrirlestra ólafs Grímsson- ar með sköttum sínum án þess að hafa með neinum hætti samþykkt það. Þeir mörgu menn, sem ekki gátu hugsað sér að sækja fyrir- lestra ólafs, urðu á sínum tima að bera kostnaðinn af þeim. Hvað tók það verkamanninn langan tíma að vinna fyrir því? Ólafur á í rauninni þakkir skilið fyrir að efna til umræðna um Hannes H. Gissurarson þetta mál, þótt hann hefði átt að velja heppilegri stað til þess. Það, sem er ósiðlegt, er ekki að selja aðgang að fyrirlestri, heldur að selja hann ekki — og láta ein- hverja aðra en sjálfa gestina bera kostnaöinn. Því er síðan við að bæta, að aðgangseyririnn í þessu dæmi, 1.200 kr., nam svipaðri upp- hæð og háskólastúdent eyðir á laugardagskvöldi, þegar hann fer út að skemmta sér! ólafur hafði þess vegna getað snúið allri sinni vandlætingu að öðrum! Til eru þeir, sem hafa haldið, að Ólafur Grímsson væri lax, sem leitaði á móti straumi sterklega og stiklaði fossa. En síðasta árið hef ég nokkrum sinnum haft tækifæri til þess að sýna, að þetta er ekki lax, heldur þorskur. Og nú hefur Milton Friedman flakað hann og tvo aðra fyrir framan alþjóð. Munurinn á þessum þorskum þremur og hinum, sem í sjónum synda, er þó því miður sá, að góður markaður er í Bandaríkjunum fyrir þorskana úr sjónum, en ólaf og vini hans getum við ekki gert að útfiutningsvöru. Því að hver myndi ótilneyddur kaupa fyrir- lestra af þessum mönnum? Hannea H. Giasurnraon er aagn- fræóingur og framk ræmdastjóri Stofnunar Jóna Þorlákasonar. Herstöð byggð á Iwo Jima Tókýó, 13. nótember. AP. Varnarmálaráðuneyti Japans íhngar nú áætlun um að byggja meiriháttar hemaðarbækistöð á eynni Iwo Jima, en orrustan um hana varð fræg í síðari heimsstyrj- öldinni. Iwo Jima er um 1000 km frá Tókýó og Guam og þykir henta vel sem kafbáta- og freigátulægi. Auk þess er stefnt að því að stórar orrustu- og könnunarvélar geti lent þar. Árið 1981 hét Reagan Banda- ríkjaforseti, þáverandi forsætis- ráðherra Japans, Suzuki, að veita Japönum aðstoð á Kyrrahafi á allt að eitt þúsund kflómetra svæði suður af Japan og munu Japanir nú stefna að því að Bandaríkja- menn styðji við bakið á þeim í byggingu stöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.