Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
„Heimavinnandi
húsmæður vanmetn-
ar í þjóðfélaginu"
— Rætt við Unni Halldórsdóttur, Stein-
unni Jóhannsdóttur og Hrefnu Tynes
Hagsmunanefnd heimavinnandi kvenna, sem starfar á vegum Bandalags
kvenna í Reykjavík hélt fund á Hótel Sögu 3. nóvember sl. sem bar yfir-
skriftina: „Umreóufundur um réttinda- og hagsmunamál heimavinnandi
húsmeóra“ eins og frá hefur verió greint í Morgunblaðinu. Fundinn sóttu
um 230 konur hvaðaneva af landinu og var f lok fundarins samþykkt
ályktun þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða skatta- og tryggingalög-
gjöfina með tilliti til hagsmuna heimavinnandi húsmeðra og heimila þeirra.
Blm. hafði tal af þremur konum sem
þessum málum.
„Vanmetnar í þjóðfélaginu“
Unnur Halldórsdóttir, prestsfrú
í Háteigssókn, kvað heimavinn-
andi húsmæðrum og heimilum
þeirra mjög mismunað miðað við
aðra skatt- og tryggingabótaþega.
„Auðvitað á ég mjög bágt með að
sætta mig við þetta og tel okkur
heimavinnandi húsmæður hrein-
lega vanmetnar í þjóðfélaginu,"
sagði Unnur. „Ég er þeirrar skoð-
unar að konum sé bókstaflega ýtt
út á vinnumarkaðinn, ekki bara
vegna þess að þær verða að afla
sér tekna heldur vegna hins
gegndarlausa áróðurs fyrir því
hvað heimavinnandi húsmæður
eru innilokaðar og einangraðar á
heimilunum en það er hlutur sem
ég á mjög erfitt með að skilja. Ég
t.d. er með stórt heimili og hef í
meira en nógu að snúast við að
halda því gangandi. Að mínu mati
er það bæði lifandi og skemmti-
legt starf að vinna heima og geta
verið hjá bðrnunum, sérstaklega á
meðan þau eru að vaxa úr grasi."
Unnur kvað Bandalag kvenna i
Reykjavík ákaflega þarfan og góð-
an félagsskap. „Bandalagið stuðl-
ar að samgangi milli kvenna úr
ólíkum bæjarhlutum sem þannig
fá tækifæri til að bera saman
viðhorf sín. Fundur Hagsmuna-
nefndarinnar var sérlega góður og
er vonandi að hann hafi orðið til
þess að opna augu fólks fyrir hin-
um mikla muni á kjörum útivinn-
andi og heimavinnandi hús-
mæðra.“
„Mismunað miöað við aðra
tryggingabótaþega"
Steinunn Jóhannsdóttir, for-
maður Húsmæðrafélags Reykja-
fundinn sátu og leitaði álits þeirra á
víkur, kvað mörg merk mál hafa
verið reifuð á fundinum. „Númer
eitt voru að mínu mati trygg-
ingamálin þar sem okkur heima-
vinnandi húsmæðrum er mjög
mismunað miðað við aðra trygg-
ingabótaþega, bæði í sambandi við
slysabætur og fæðingarorlof. Sem
dæmi má nefna að slasist heima-
vinnandi húsmóðir við vinnu þá
fær hún ekki helming þeirra bóta
sem útivinnandi kona fær, þó svo
að hún hafi slasast á sama hátt.
Þá finnst mér það ótækt að
reynsla og starf heimavinnandi
húsmóður sé ekki metið þegar hún
fer út á hinn almenna vinnumark-
að, þó svo að hún hafi jafnvel rek-
ið heimili í 25 ár.
Á fundi Hagsmunanefndarinn-
ar kom fram sérlega athyglisverð
hugmynd um að vekja athygli hins
almenna borgara og allra hús-
mæðra á starfi heimavinnandi
húsmæðra og mynda með því þann
þrýsting sem nauðsynlegur er til
að breytingar fáist. Að visu er ég á
móti þrýstihópum en ef að þetta
gæti orðið til þess að opna augu
manna þá er það vel.
Ég tel þá konu mjög lánsama
sem getur verið heima hjá börnum
sínum vegna þess að eiginmaður-
inn hefur nægar tekjur til að sjá
heimilinu farborða og er hlynnt
því að konan fái greiddar barna-
bætur eða annað þvíumlíkt fyrir
það að vera heima. Ég er ekki
þeirrar skoðunar að hægt sé að
heimta allt af þjóðfélaginu en að
réttlætis sé gætt i þessum málum
sem öðrum tel ég framar öllu.
Fundurinn opnaði augu min fyrir
ýmsum málum sem ég var ekki
kunnug áður og vona ég að við
heimavinnandi húsmæður sam-
gagnkvæm tengsl og eru forsenda
alhliða þjónustu- og iðnaðarupp-
byggingar á svæðinu. Næstu stór-
verkefni i vegamálum eru í fyrsta
lagi göng um ólafsfjarðarmúla og
er brýnt að lokið verði rannsókn-
um á gerð þeirra hið allra fyrsta
og hafnar framkvæmdir, og i öðru
lagi lagning varanlegs slitlags á
þjóðveginn til Reykjavikur, sem
hvort tveggja í senn lækkar vöru-
verð norðanlands og stuðlar að
iðnþróun, þar með ódýrari og
greiðari markaðssetningu á fram-
leiðsluvörum þaðan á Stór-
Reykj avíkursvæðið.
3. Ljúka verður rannsóknum á
náttúrufari við Eyjafjörð vegna
álverksmiðju hið allra fyrsta.
4. Á næsta ári verður að ljúka
botnrannsóknum á hafnarsvæðun-
um við Húsavík með stóriðju eða
nýiðnað fyrir augum.
5. Treysta verður starfsskilyrði
skipasmiðaiðnaðarins og tryggja i
lánsfjárlögum að viðhald og end-
urbætur á fiskiskipastólnum geti
farið fram hér á landi. Mikilvægt
er að hið fyrsta verði endurnýjun-
arþörf fiskiskipastólsins metin,
svo að innlendar skipasmiðar
hefjist að nýju.
6. Samhliða þeim breytingum,
sem verið er að undirbúa og gera á
starfsgrundvelli landbúnaðarins,
verður að gera landið að einu
markaðssvæði.
7. Sérstakt átak verði gert til að
efla ferðamannaiðnaðinn, sem er
vaxandi og gjaldeyrisskapandi at-
vinnugrein, með samvinnu einka-
aðila, sveitarfélaga og Ferðamála-
ráðs.
8. Menntamál strjálbýlisins verði
tekin til endurskoðunar. Sérstak-
lega verði athuguð heildarstefna í
framhaldsskólamálum kjördæm-
isins. Uppbyggingu Verkmennta-
skólans á Ákureyri verði hraðað
og hafist handa um byggingu
heimavistar. Háskóladeild rísi á
Akureyri.
9. Fyrirhugað þróunarfélag, sem
stofna á skv. samkomulagi stjórn-
arflokkanna, verði stofnað á Ak-
ureyri og þar verði aðalskrifstofa
þess.
Kjördæmisráð skírskotar til
þjóðarinnar allrar um að íhuga
síðustu atburði í kjaramálum, af-
leiðingar þeirra og draga lærdóm
af þeim. Ný verðbólguskriða bætir
einskis manns hag og mun ekki
gera. Því er mikilvægt að tíminn
til næstu kjarasamninga verði
notaður til hins ýtrasta, svo að
unnt verði að finna lausn, sem allt
í senn viðheldur stöðugleika efna-
hagslífsins, bætir iífskjörin og
skapar fyrirtækjunum skilyrði til
að standa undir þeim. Kjördæm-
isráð leggur áherslu á að starfs-
mat og laun verði byggt á rökum
en ekki hefðum. Með breyttum
þjóðfélagsháttum standa konur
jafnfætis körlum sem fyrirvinnur
heimilanna.
Það kemur í hlut Sjálfstæðis-
flokksins nú sem fyrr að vinna að
þjóðarsátt. Það er í samræmi við
sögu hans, stöðu og grundvallar-
stefnu að hafa um það forystu."
GBerg
Unnur Halldóradóttir
einumst um að fá kjör okkar
bætt.“
„Erfítt að meta vinnu
heimavinnandi húsmæðra“
Hrefna Tynes, formaður Kven-
félags Neskirkju, kvað mikið vatn
hafa runnið til sjávar frá því að
hún var ung. „Ég hef starfað með
ungu fólki frá því að ég var sjálf
unglingur og er það mín skoðun að
nú sé fólk orðið miklu opnara og
ófeimnara við að láta skoðanir
sinar í ljós, eins og kom fram á
þessum fundi,“ sagði Hrefna. „Að
minu mati á ekki að vera að mis-
Steinunn Jóhannsdóttir
muna annars vegar þeim konum
sem vilja vinna heima og hins veg-
ar þeim sem eru útivinnandi Ld. i
sambandi við fæðingarorlof og
sjúkradagpeninga. Mér hefur allt-
af fundist að þær mæður sem
vinna heima og gæta sinna barna
eigi heiður skilinn. Ég veit auðvit-
að að fólk lítur misjöfnum augum
á þessi mál og ekki gera allir sömu
kröfur til lífsþægindanna. Þvi
vinna sumar konur meira úti en
aðrar.
Skatta á maður auðvitað að
greiða svo fremi sem að réttlætis
sé gætt en hvernig getur það kall-
ast réttlæti þegar svo margir
Hrefna Tynes
svikja undan skatti? Auðvitað er
það rangt að heimili skuli skatt-
lögð svo mismunandi, eftir því
hvort annað hjónanna eða bæði
afla tekna og þvi að sjálfsögðu
réttlæti i þvi að meta vinnu
heimavinnandi húsmæðra til
jafns við vinnu eiginmannsins.
Hins vegar held ég að það geti
reynst erfiðleikum bundið þar sem
menn eru i mismunandi launa-
flokkum og húsmæður með mis-
stór heimili. Heimavinnandi hús-
mæður eru þó að mínu mati að
berjast fyrir góðu og nýtu málefni
og er vonandi að hagur þeirra
vænkist i framtiðinni.“
Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi fjölmenntu rið athöfnina og bér má sjá hhiU þeirra.
Seltjamames:
Nýtt félagsheimili sjálf-
stæðismanna tekið í notkun
NYTT félagsheimili sjálfstæð-
ismanna á Seltjarnarnesi var form-
lega tekið í notkun laugardaginn
10. nóvember sl., og þann dag var
jafnframt haldið upp á 25 ára af-
mæli Sjálfstæðisfélags Seltirninga,
sem stofnað var hinn 25. septem-
ber 1959.
Nýja félagsheimilið er rúmir
200 fermetrar að stærð, til húsa
á rishæð verslunarhúsnæðisins
að Austurströnd 3. Um tvö ár
eru síðan sjálfstæðismenn á
Seltjarnarnesi festu kaup á hús-
næðinu og að sögn Ásgeirs S.
Ásgeirssonar, formanns bygg-
ingarnefndar, hefur síðan verið
unnið að fjármögnun á kaupun-
um og innréttingum og kvaðst
Ásgeir vera mjög ánægður með
hið nýja húsnæði. Að sðgn Ás-
laugar Harðardóttur, í stjórn
Sjálfstæðisfélags Seltirninga,
eru bundnar miklar vonir við
nýja félagsheimilið og þess
vænst, að það geti orðið öllu fé-
lagsstarfi mjög til framdráttar.
Á vigsluhátiðinni var jafn-
framt haldið upp á 25 ára af-
mæli Félags sjálfstæðismanna á
Seltjarnarnesi. Var hátíðin fjöl-
sótt og af forystumönnum
flokksins, sem viðstaddir voru,
má nefna Geir Hallgrimsson,
utanríkisráðherra og fyrrum
formann Sjálfstæðisflokksins,
Friðrik Sophusson varaformann
flokksins, Matthías Á. Mathie-
sen viðskiptaráðherra, alþingis-
mennina Gunnar G. Schram og
Salome Þorkelsdóttur, og Kjart-
an Gunnarsson framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins. í til-
efni dagsins bárust félaginu
margar góðar gjafir.
Formaóur byggingarnefndar, Ásgeir S. Ásgeirason, tekur vió málverki í
viðurkenningarakyni fyrir vel unnin störf, eftir aó hafa afhent formanni
Sjálfstæðisfélagins á Seltjarnarnesi, Jóhannesi Jónssyni (til vinstri) hús-
næóió.