Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 37 Koivisto í heimsókn í Bretlandi London, 12. nÓT. AP. MAUNO Koivisto, forseti Finn- lands, kom til London f dag í fjög- urra daga opinbera heimsókn í boöi frú Margaretar Thatcher forsætis- riðherra. Koivisto, sem er fyrsti forseti Finnlands úr röðum jafnaðar- manna, kom með einkaþotu frá Helsingfors og var frú Tellervo kona hans með f förinni svo og Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra og hópur kunnra manna úr finnsku athafna- og viðskiptalífi. Þetta er síðasta kynningar- heimsóknin, sem Koivisto fer í að sinni, síðan hann tók við forseta- embættinu af Urho Kekkonen 1982. Hefur Koivisto þegar heim- sótt Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland og öll hin Norðurlöndin í þessu skyni. Á meðan Koivisto dvelst í Bret- landi mun hann snæða hádegis- verð með Elfsabetu drottningu og fylgja Diönu prinsessu til athafn- ar f Southampton, þar sem stærsta farþegaskipi veraldar, er smíðað var í Finnlandi, verður gefið nafnið „Royal Princess". Baunabyssur gegn lögreglunni Símamynd AP. Til nokkurra átaka hefur komið að undanfornu í borginni Bilbao á Spáni milli lögreglumanna og verkamanna í skipasmíðastöðvunum, sem óttast um atvinnuna vegna endurskipulagningar stjórnvalda í skipasmíðaiðnaðinum. Hafa verkamennirnir efnt til uppþota og barist við lögregluna með baunabyssum sem eru langt í frá hættulausar. Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum: „Taka verður tillit til Evrópu allrar“ — segir Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana Jens Evensen Noregur: Evensen er aflögufær Ósló. 13. nóvember. Frá frétu ritara Mbl., Jan-Erík Lauré. JENS Evensen, fyrrum hafréttar- ráðherra Noregs, mun fá nokkuð fyrír snúð sinn sem dómari við Al- þjóðadómstólinn í Haag. Verða árslaun hans 82.000 dollarar, rúm- ar 2,7 milljónir ísl. kr. Launin verða þau sömu og að- alritari Sameinuðu þjóðanna hefur, en vinnuálagið miklu minna þótt nokkuð hafi það aukist hin síðari ár. Evensen ætti því að fá tækifæri til ann- ars sem hann hefur lengi langað til, en það er að skrifa greinar og bækur um alþjóðleg álitamál. Stokkhólmi, 13. nóvember. AP. DÖNSK stjórnvöld telja, að hug- myndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum verði að ræða í miklu víðara samhengi en hingað til hefur veríð gert og að hún verði ekki undan skilin öðrum ráð- stöfunum í evrópskum öryggismál- um. Poul Schltiter, forsætisráðherra Dana, sagði þetta í dag á frétta- mannafundi í Stokkhólmi en þangað kom hann í gær f boði sænskra stjórnvalda. „Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum er markleysa nema stórveldin fallist á að virða það og á það verður að líta með tilliti til Evrópu allrar,“ sagði Schlúter, sem í gær átti langan fund með Olof Palme, forsætisráðherra. í dag hitti hann að máli leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Sviþjóð og forseta þingsins heimsókninni átti að ljúka með hádegisverði í höllu Karls Gústafs konungs og Silvíu drottningar. Schlúter sagði, að tillögur á borð við þá um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd gætu aldrei stað- ið einar sér, þær yrðu að haldast í hendur við aðra þróun í þessum málum. Hann benti líka á, að Norðmenn og Danir væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og sagði, að kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum gæti ekki orðið að veruleika fyrr en sambúð stórveldanna væri komin f betra horf. í ferðinni ræddi Schlúter einnig viðskipti landanna og kom það fram hjá honum, að fjármálaráð- herrum þeirra hefði verið falið að leggja drög að stofnun norræns fjárfestingarsjóðs. Hvorugur Poul Schliiter forsætisráðherra. þeirra forsætisráðherranna vildi þó segja hve stór sá sjóður yrði eða í hvaða framkvæmdum hann ætti að festa fé. Desemberkosningar afráðnar á Indlandi Nýju Delhí, 13. nóvember. AP. INDVERSKA ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að almennar þingkosningar færu fram seint í desember eins og fyrir- hugað hefði verið. Verður þá úr því skorið hvort Rajiv Gandhi, eftirmað- ur Indiru, skipar forsætisráðherra- embættið áfram. Kosningar munu fara fram 24. og 27. desember í öllum nema tveimur af 22 ríkjum Indlands. Þessi tvö ríki eru Punjab, þar sem síkhar búa flestir, og Assam, en þar hefur komið til alvarlegra átaka milli landsmanna og ólöglegra innflytj- enda frá Bangladesh. Áður en Indira var ráðin af dög- um, töldu margir, að hún ætlaði að fresta kosningunum með tilvísan til ókyrrðar { landinu, en augljóst er, að Rajiv hefur engan hag af þvi. Vegna móðurmissisins nýtur hann mikillar samúðar með þjóðinni og því líklegur til að styrkja stöðu sína og Kongress-flokksins. Tón I istaru n nend u r Selfossi og Reykjavík Þriöja starfsár íslensku hjómsveitarinnar hefst með tónleikum í íþróttahúsi gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 17. nóvember kl. 14:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. HI jóms veitarst jór i: Ragnar Björnsson Efnisskrá Karl Hermann Pillney: Eskapaden Eines Gassenhauses. Svíta fyrir kammerhljómsveit. Jacques Ibert: Suite Symphonique. Svíta tyrir kammerhljómsveit. Frédéric Chopin: Mazurka nr. 17, Scherzo nr. 2. Einleikur: Stephanie Brown. Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 9, í Es-dúr, K271. Einleikur: Stephanie Brown. Einleikari: Stephanie Brown Að loknu meistaraprófi frá Julliard tónlistar- háskólanum (1976) vakti Stephanie Brown (1955) þegar athygli fyrir öryggi i tækni og túlkun. Síðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með tónleikum viðs vegar um Bandaríkin. Hún hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum þarlendis, og hefur nú á efmsskrá sinni fjölda pianó- konserta. Ummæli gagnrýnenda stórblað- anna hafa öll verið á einn veg: „Stephanie Brown er sannarlega undursamlegur pianóleikari, eigin tón og ákveðinn listræn- an persónuleika" (N. Y. Times). „Stephan- ie Brown er ungur pianisti með stórar hug- myndir og tækni sem hæfir þeim. Blæ- brigðin voru í fögru jafnvægi og styrkleika- breytingar virtust hlíta innra afli hennar" (The Wahington Post). Þess má geta, að Stephanie Brown lék nú I haust þennan Stephanie Brown konsert Mozarts með þekktustu kammer- hljómsveit Bandaríkjanna, St. Paul Chamber Orchestra, undir stjórn Pinnkas Zukerman. Efnisskrá þessi verður endurflutt á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Bústaðarkirkju sunnudaginn 18. nóvemberkl. 17:00. Áskriftarsímarnir eru 22035 og 16262. Þú getur tryggt þér áskrift með símtali og greitt gjaldið eftir samkomulagi. önnur efnisskrá vetrarins verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 24. nóvember kl. 14:30 og endurtekin á áskriftartónleikum í Reykjavík sunnudaginn 25. nóvemberkr. 17:00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.