Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 39

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 39
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 39 3(mamynd AF. Húsbóndahollusta Hundur Juan Sanchez Sierro situr við lfk húsbónda síns, sem aðskilnaðarsinnar úr röðum Baska rændu og myrtu við borgina Cestona á Norður-Spáni um heigina. Ræningjarnir voru þrír ungir menn, allir félagar í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA. Tékkóslóvakía: Rudolf Battek verði leystur úr fangelsi Áskorun frá Charter 77 til Husaks forseta Víb, 12. nóvember. AP. Mannréttindahreyfingin Charta 77 í Tékkóslóvakíu hefur sent áskor- un til Gustavs Husak, forseta lands- ins og Alþjóðasambands jafnaðar- manna um að beita sér fyrir því, að Rudolf Battek verði látinn laus úr fangelsi. Battek, sem er einn af stofnendum Charta 77, var dæmdur í TVi árs fangelsi 28. júlí 1981 fyrir undirróðursstarfsemi gegn tékkn- eska ríkinu. Áður en dómur gekk yfir Battek, hafði honum verið hald- ið í gæsluvarðhaldi í 13 mánuði. Samkvæmt áfrýjunardómi í október 1981 var fangelsisvist Batteks stytt í 5'A ár og er talið, að þessu hafi valdið hörð mótmæli á Vesturlöndum vegna upphaflega dómsins, sem var einn harðasti dómur, er þá hafði verið kveðinn upp yfir nokkrum andófsmanni í Tékkóslóvakíu. í dómi þessum var Battek m.a. gefið að sök að hafa ritað bréf til þeirra Brunos Kreisky, þáverandi kanslara Aust- urríkis og leiðtoga jafnaðarmanna þar í landi, og Willy Brandts, leið- toga jafnaðarmanna 4 Vestur- Þýzkalandi. Áskorunin nú um að fá Battek lausan var send 2. nóvember sl., en þá varð Battek sextugur. Segir í áskoruninni, að Battek sé nú al- varlega sjúkur. Færeyjar: Mun stjórnarmyndun dragast fram til jóla? Þorsbðfn, 13. nóvember. Frá Jogvan Arge, frétUriUra Mbl. Jafnaðarflokkurinn í Færeyjum mun í lok vikunnar beita sér fyrir viðræðum um myndun nýrrar land- stjórnar í kjölfar kosninganna sl. fimmtudag. Vann hann mest á í kosningunum og er nú stærsti flokk- ur á iögþinginu. Að sögn formanns flokksins, Atla Dam, munu forystumenn flokksins og nýkjörnir þingmenn hans koma saman til fundar og að því búnu fara fram á viðræður við aðra flokka. Til þessa hefur Atli verið heldur fáorður um líklegt stjórnarsamstarf og býst raunar ekki við nýrri stjórn fyrr en undir jól. ERLENT Jogvan Sundstein, formaður Fólkaflokksins, segist ekki vilja útiloka sama stjórnarsamstarf og á árunum 1974—80, en þá unnu þeir saman Jafnaðarflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Þjóðveldis- flokkurinn. Erlendur Patursson, formaður Þjóðveldisflokksins, segist að vísu vera reiðubúinn til að ræða slíkt samstarf en telur þó, að stefna flokksins t.d. í jarð- grunnsmálinu, geri það heldur ólíklegt. Hilmar Kass, formaður Sjálf- stýriflokksins, hefur vísað á bug hugmyndum um samstarf Sjálf- stýriflokks, Jafnaðarflokks og Fólkaflokks og vill, að i stað síð- astnefnda flokksins komi Sam- bandsflokkurinn. Pauli Ellefsen, formaður Sambandsflokksins, hefur áhuga á samstarfi við jafn- aðarmenn en segir, að það muni þó velta á því hvaða verði þeir þurfi að kaupa það. í kosningunum sl. fimmtudag unnu jafnaðarmenn og Fólka- flokkur einn mann hvor en Sam- bandsflokkurinn og Sjálfstýri- flokkurinn urðu hins vegar jafn mörgum mönnum fátækari. New York: Noregur: Flugfarþeg- um sýndar of- beldismyndir Ósló, 13. BÓvember. Fri J»n Erik Uuré. frétUritura MbL MÖRG þeirra flugfélaga, sem fljúga með norska farþega í leigu- flugi til Spánar, sýna grófar ofbeld- Lsmyndir um borð í vélunum til þess að hafa ofan af fyrir fólkinu. Og börn hafa einnig fengið að sjá myndirnar. Þetta hefur nú vakið áköf mótmæli. Hafa nokkrar flug- freyjur tekið frumkvæði í mál- inu eftir að hafa horft upp á barn sem varð ofsahrætt þegar það horfði á krókódíla étalifandi fólk. Flugfélögin hafa harmað, að þetta skuli hafa viðgengist, og lofa að leitast við að hafa á boðstólum þekkilegra fjölskyldu- efni. Fiðlan fór á 10 millj. kr. New York. AP. FYRIR skömmu var 294 ára gömul Stradivarius-fiðla slegin á 308.000 dollara (yfir 10 millj. ísl. kr.) á upp- boði hjá Christie’s-uppboðsfyrir- tækinu í New York, og er það met- verð. Fiðlan var seld ótilgreindum safnara, sem kann ekki hið minnsta fyrir sér í fiðluleik, sam- kvæmt upplýsingum uppboðsfyr- irtækisins. Metabo Endlng-Kgaftur-ttryqgi RR BYGGINGAVÖKUR HE STJÓRNMÁL Athyglisverð grein um kynlíf á níunda ára- tugnum, en miklar breytlngar viröast nú vera að eiga sér staö í þessum efnum á Vest urlöndum. METSÖLUTÍMARITIÐ Athugið: Þrðtt fyrlr ótrúlega sölu fæst 1. tölublaö MANNLÍFS, endurprentun, enn á bóka- og blaösölu- stöóum viöast hvar á landinu. Nýir áskrif- endur fá 1. tölublaö sent um lelö og þeir skrá síg. MANNLIF Skoöanakannanir, gildi þeirra og áhrif, er viöfangsefni Ólafs Haröarsonar prófessors í fróölegri grein, en Ólafur vinnur nú aö dokt- orsritgerð um þetta efni. Annaö töiublaö MANNLÍFS er nú komið út, eitt efnismesta og vandaðasta tímarit, sem út hefur komiö hér á landi. Meöal efnis er einkaviötal viö Jesse Jackson, merkasta leiötoga blökkumanna í Bandaríkjunum eftir aö Martin Lúther King var myrtur. Þá er birt svipmynd af Styrmi Gunnars- syni, ritstjóra Morgunblaösins, birt er óvenjulegt Tryggið ykkur eintak í tíma, síöast seldist viöal viö Svavar Gestsson formann Alþýöu- bandalagsins, grein um lífsstíl, tískuþáttur á sín- um stað, sagt frá kvikmyndastjörnunni Goldie Hawn, skemmtileg grein um sögufræg hótel á Norðurlöndunum, viötal viö Tinnu Gunnlaugs- dóttur og margt fleira, skemmtilegt og fróölegt efni. MANNLÍF upp á aðeins fimm döguml Metsölutímaritið MANNLÍF, áskriftarsími 91-687474.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.