Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Styrktarfélag vangefinna:
Nýtt happdrætti
af stokkiinum
ÞESSA dagana stendur yfir útsend-
ing á happdrættismiðum í irlegu
happdrætti Styrktarfélags vangef-
inna. Vinningar verða 10 talsins og
heildarverðmæti þeirra um
1.675.000.
Aðalvinningur að þessu sinni er
Citroén BX TRS, árgerð 1985 að
verðmæti um 530 þús. Annar vinn-
ingur er Daihatsu Charade CX, 5
dyra, árgerð 1985 að verðmæti um
325 þús. Þriðji vinningur er bifreið
að eigin vali að upphæð kr. 260
þús. Þá eru 7 vinningar, hús-
búnaður að eigin vali, hver að upp-
hæð kr. 80 þús.
Miðaverð er kr. 100 og vinningar
skattfrjálsir.
Félagið stendur nú í miklum og
fjárfrekum framkvæmdum. Unnið
er að frágangi tveggja raðhúsa i
Víðihlíð og er annað þeirra ætlað
undir sambýli en hitt sem
skammtímaheimili. Tilfinnanleg
vöntun er á slíkum heimilum hér í
borginni. Stefnt er að því að starf-
semi í þessum húsum geti hafist i
næsta mánuði. Þá hefur félagið
fest kaup á 350 m! húsnæði í
Brautarholti undir vinnustofu, en
þar munu um 20—25 öryrkjar
vinna að ýmis konar framleiðslu.
Unnið er að endurbótum á hús-
næðinu og verður það tekið í notk-
un í þessum mánuði.
Um leið og félagið þakkar al-
menningi mikilsverðan stuðning á
liðnum árum treystir það enn á
skilning fólks á nauðsyn þess að
búa vangefnum sem best skilyrði.
Fréttatilkynning.
Ólafsvík:
Þeir fiska sem róa
ÓUfsrfk, 13. aóienber.
HAUSTIÐ hefur verið með afbrigð-
um gott hér vestra, hvort sem litið er
til tíðarfars eða aflabragða. Þó grán-
aði jörð í gær f leiðindaveðri, en
haustkálfur hefur enginn komið.
Atvinna hefur verið næg það
sem af er árinu og góð nú í haust.
Það er auðvelt að taka undir með
Vestfirðingum með það, að sjávar-
líf virðist vera með kröftugasta
móti. Hér var góð kvæma f vetur
og í sumar fiskuðu handfærabátar
með ágætum. Hafa þeir raunar
verið að fram undir þetta. f haust
hefur svo fiskast ágætlega í
dragnót. Virðist sama hvort bát-
arnir róa norður á flóann eða eru
hér heima, nánast uppi í fjöru, alls
staðar er fiskur. Ekki hefur þó
verið um kraftfiskerí að ræða, en
jafnan og góðan afla, algengast 3
til 8 tonn á dag. Var mikið um
kola framan af hausti, en síðan
góðan þorsk.
Bátar Stakkholts hf., fjórir tals-
ins, hafa verið á rækju og aflað vel
þegar næði hefur verið á miðun-
um, sem eru 30 til 40 mílur frá
Nesi. Hefur því verið mikil vinna í
rækjustöð Stakkholts frá því hún
byrjaði starf í sumar. Já, sjávar-
lífið er gott og mikið er af síli.
Hér heima sést ekki fugl. Þeir
Már Magnússon
Tónleikar
á Flúðum
MÁR Magnússon tenórsöngvari og
Ólafur Vignir Albertsson píanóleik-
ari halda tónleika í félagsheimilinu
á Flúðum föstudaginn 16. nóvember
kl. 21.00.
Á efnisskránni eru ítalskar arí-
ur og sönglög, þar á meðal nokkur
vinsælustu verk söngbókmennt-
anna.
eru allir á sjó og gera út á sílið.
Þeir fiska sem róa. Heigí.
Stofnuð samtök
kvennalista
NÚ UM helgina voru haldnir stofn-
fundir Samtaka um kvennaiista f
þremur kjördæmum landsins og
gerðust þar tugir kvenna stofnfélag-
ar. Á laugardaginn var haldinn fram-
haldsstofnfundur Kvennalistans f
Borgarnesi, en aðalstofnfundur var
á Akranesi nú fyrir skömmu.
Sama dag var haldinn á Selfossi
stofnfundur Samtaka um kvenna-
lista í Suðurlandskjördæmi og
fyrirhugaðir eru framhaldsfundir
í sýslum austan fjalls og í Vest-
mannaeyjum. Þá var á sunnudag-
inn, í gær, fjölmennur stofnfundur
Samtaka um kvennalista á Höfn í
Hornafirði. Stuðningsskeyti barst
þangað frá konum á Héraði sem
ekki komust til fundarins vegna
veðurs. í yfirlýsingu sem nýstofn-
aður Kvennalisti á Höfn sendi frá
sér, kemur fram að mikill hugur
er í konum þar eystra og hyggja
þær á framhaldsstofnfundi á
Austurlandi á næstu vikum.
Fréttatilkynning.
Samdráttur
í október.
þó vaxandi
straumur
ferðamanna
í októbermánuði síðastliðnum
komu 2.128 útlendingar hingað til
lands og er það liðlega 2 þúsund
erlendum ferðamönnum minna en í
sama mánuði i fyrra, þá komu 4.200
útlendingar til landsins.
Mestan hluta mánaðarins var
verkfall opinberra starfsmanna.
Fyrstu 10 mánuði þessa árs komu
157.119 ferðamenn til landsins,
tæplega 78 þúsund íslendingar og
rúmlega 79 þúsund útlendingar.
Sömu mánuði í fyrra voru ferða-
mennirnir, sem hingað komu, alls
143.805, þar af 71.165 íslendingar
og 72.640 útlendingar.
Lýst eftir vitni
I GÆRMORGUN um klukkan ell-
efu varð árekstur fyrir framan
pósthúsið við Digranesveg í Kópa-
vogi. Þar rákust saman jeppi og
sendiferðabifreið. Lögreglan í
Kópavogi biður þá, sem kunna að
hafa orðið vitni að óhappinu, vin-
samlega að láta sig vita.
Pétur Pétursson í Kjötbúrinu með jólamatarpakka, sem eiga að fara
til íslendinga f útlöndum.
Jólamaturmn
til útlanda
„ÞEIR SEM vilja senda ættingjum
sínum eða vinum í útlöndum mat-
arpakka fyrir jólin ættu að fara að
huga að þeim málum,“ segir Pétur
Pétursson, kjötiðnaðarmaður og
kaupmaður í Kjötbúri Péturs á
Laugavegi 2 f Reykjavfk. Þar var
um áratugaskeið rekin Kjötversl-
un Tómasar, sem m.a. annaðist
matarsendingar til útlanda fyrir
jólin.
Kjötbúr Péturs mun halda
áfram þessari þjónustu. Starfs-
fólk verslunarinnar sér um að
pakka vörunni, afla tilskilinna
leyfa og vottorða og að póst-
leggja pakkann. Pétur Pétursson
segir að fyrir jólin sé enn mest
sent af hangikjöti en mjög hafi
þó færst í vöxt að senda Lond-
on-lamb. Harðfiskurinn er alltaf
vinsæll og sömuleiðis reyktur
lax. Ýmisleg niðursuðuvara er
einnig send, t.d. niðursoðin svið,
Þingvallamurta og fleira.
Kjötbúr Péturs býður í ár upp
á nýjung, sem er reyktur, ís-
lenskur áll. Víða í útlöndum þyk-
ir reyktur áll hátfðarmatur og er
seldur þar háu verði. Allar nán-
ari upplýsingar um tilhögun
matarsendinganna má fá f
Kjötbúri Péturs, Laugavegi 2 í
Reykjavík.
Kennarar
safna
uppsögnum
STÓR HLUTI félagsmanna Kenn-
arasambands íslands hefur lýst yfir
að hann sé reiðubúinn að segja upp
störfum til að knýja á um bætt kjör,
endurmat á störfum kennara með
tUliti tU menntunar og ábyrgðar,
lögverndun starfsheitisins kennari
og sjálfstæðan samningsrétt fyrir
stéttarfélög kennara, að því er segir
í fréttatilkynningu frá Fulltrúaráði
Kennarasambands íslands.
Á fundi ráðsins sl. laugardag
var samþykkt að fela stjórn Kenn-
arasambands íslands að safna
þegar í stað saman fyrirhuguðum
uppsögnum frá félagsmönnum og
að því verði lokið fyrir 24. október.
í fréttatilkynningu frá ráðinu seg-
ir að ákvörðunin sé tekin „í fram-
haldi af samþykkt, sem gerð var á
3. fulltrúaþingi KI sl. vor, þar sem
skorað var á stjórn KÍ að safna
saman uppsagnarbréfum frá
kennurum, sem lögð verði fram ef
ekki tekst að ná fram leiðréttingu
á kjörum þeirra".
Segir einnig að fulltrúaráðið
telji að í „nýgerðum aðalkjara-
samningi BSRB og ríkisins hafi
ekki náðst leiðrétting á kjörum
kennara og þvi neyðist kennara-
stéttin til að grípa til svo alvar-
legra aðgerða, sem uppsagnir eru.
— Fulltrúaráðið mun koma aftur
saman sunnudaginn 25. nóvember
og þar mun verða tekin ákvörðun
um hvort uppsagnir verða lagðar
fram fyrir 1. desember."
Vegna mistaka í vinnslu birtist
þessi frétt ekki undir fyrirsögn
sinni í blaðinu í gær. Beðist er
velvirðingar á því.
Fá 700 manns vinnu
í bílaverksmiðju hér?
Bandarískt fyrirtæki vill setja upp De
Lorean-samsetningarverksmiðju á íslandi
NÝLEGT bandarískt fyrirtæki,
Trans-Sonic Jet Corporation, hef-
ur áhuga á að setja upp bfla-
samsetningarverksmiðju hér á
iandi. Gera forkólfar fyrirtækis-
ins ráð fyrir að stofnkostnaður
fyrirtækisins verði nærri 12 millj-
ónum Bandaríkjadala, eða sem
svarar um 400 milljónum ísl.
króna, og að um 700 manns gætu
haft atvinnu við samsetninguna.
Bandaríska fyrirtækið mun
hafa í hyggju að taka yfir
þrotabú De Lorean-bílaverk-
smiðjunnar, sem stofnsett var á
N-írlandi með þátttöku bresku
stjórnarinnar, að sögn Her-
manns Sveinbjörnssonar, deild-
arstjóra í iðnaðarráðuneytinu.
„Við fengum bréf og skýrslu frá
þessu fyrirtæki í sumar og svo
hafa þeir nýverið ýtt á eftir
svari í gegnum utanríkisráðu-
neytið," sagði Hermann. „Við
erum að ganga frá svari til
þeirra, þar sem þeim er sagt að
þeir séu velkomnir hingað til
lands til að ræða málin við
okkur. Gallinn er sá, að upplýs-
ingar um fyrirtækið sjálft eru
heldur af skornum skammti.
Það er til dæmis ekki að finna á
alþjóðlegum skrám verðbréfa-
sala og kauphalla."
Hann sagði að hugmynd
Bandaríkjamannanna væri að
setja hér upp samsetningar-
verksmiðju og selja síðan bíla
til Bandaríkjanna og Evrópu.
„Þeir telja að hér séu þeir vel
staðsettir og eins mun lágur
launakostnaður hér freista
þeirra. Þeir lýsa áhuga sínum á
að íslendingar taki þátt í fjár-
festingunni og segjast geta haf-
ist handa mjög fljótlega eftir að
uppsetning verksmiðjunnar
hefst en þeir myndu væntanlega
flytja hana frá írlandi."
De Lorean-bílaverksmiðjurn-
ar voru stofnaðar af bandaríska
bílasmiðnum John de Lorean,
sem ætlaði að framleiða ódýrt
Laugarásbíó
sýnir „Hard
to Hoíd“
LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn-
ingar á nýrri bandarískri ungl-
ingamynd, sem nefnist Hard to
hold.
Með aðalhlutverk í myndinni
fer söngvarinn og gítarleikarinn
Rick Springfield, sem er hvað
þekktastur fyrir plötu sína
„Succes hasn’t spoiled me yet“
sem var mjög vinsæl á síðasta
ári. Tónlist í myndinni er eftir
Rick og ameríska fusion-saxó-
fónleikarann Tom Scott.
Myndin fjallar um poppstjörn-
una Jamie Roberts (Springfield)
og tilraunir hans til að vinna
hjarta elskunnar sinnar (Janet
Eilber), semer ekki svo auðvelt
„sportmódel“ fyrir allan al-
menning. Rekstur og fram-
leiðsla verksmiðjunnar gekk
mjög brösuglega og varð bíllinn
mun dýrari í útsölu en John de
Lorean hafði gert ráð fyrir.
Fyrirtækinu var lokað þegar de
Lorean var handtekinn í Los
Angeles fyrir rúmu ári, grunað-
ur um aðild að stórfelldu kóka-
ínsmygli. Hann var nýlega
sýknaður af ákæru þar um en er
enn talinn skulda breskum
stjórnvöldum tugi milljóna.
Hermann Sveinbjörnsson kvað
ekkert benda til að de Lorean
væri sjálfur þátttakandi í
Trans-Sonic Jet Corporation.
þegar allur heimurinn fylgist
með.