Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 45

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 45 UMSJÓN EIRIKUR INGÓLFSSON Sjónarhorn ræðir við Þórarin Jón Magnússon for- mann Stefnis FUS í Hafnarfirði SíðastliAið haust tók Þórarinn Jón Magnússon við formennsku Stefnis, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði. Starf Hafnfirðinganna hefur vakið mikla athygli, en starf Stefnis hafði verið í lægð í nokkur ár. Nú þegar líður að lokum þessa starfsárs þótti ekki úr vegi að kanna nánar hvað lægi að baki þessu kraftmikla stard. „Þetta hefur verið gríðarlega mikil vinna, en stórskemmtileg, enda með hressu og ósérhlífnu fólki að starfa," sagði Þórarinn, er ég hitti hann að máli. „Við í stjórninni settum þegar í upp- hafi fram nákvæma starfsáætl- un, sem af mörgum gamalreynd- um félagsmönnum þótti lýsa fullmikilli bjartsýni. En okkur tókst að fylgja áætluninni full- komlega og það er kannski óhætt að viðurkenna það núna, að við efuðumst hálft í hvoru um það til að byrja með, að okkur myndi takast að standast áætlun." Aðspurður um það hvað hann teldi hafa átt stærstan þátt í góðum árangri, sagði hann: „Þegar ég samþykkti að gefa kost á mér sem formaður Stefn- is, lagði ég áherslu á að fá með mér nýtt fólk að mestu. Ungt sjálfstæðisfólk, sem þó hafði ekki haft mjög mikil afskipti af félagsstarfinu. Sjálfur hafði ég ekki tekið þátt í starfinu fram að þessu. Það fór svo þannig, að i stjórnina voru kosnar tvær stúlkur, sem áttu sæti í fráfar- andi stjórn, en strákarnir fjórir í stjórninni voru nýliðar. Þar af voru þrír félagar mínir úr JC, með haldgóða reynslu af félags- störfum þar.“ „Ef ég á að segja í stuttu máli frá því helsta, sem við tókum okkur fyrir hendur í vetur,“ hélt Þórarinn áfram, „þá er kannski fyrst að nefna tvo borgarafundi sem við héldum. Sá fyrri var í Hafnarfjarðarbíói í janúar, en þar var troðfullt hús á kapp- ræðufundi milli flokksformann- anna Þorsteins Pálssonar og Svavars Gestssonar. Sá fundur þótti mjög vel heppnaður og vakti nokkra athygli, sem gaf okkur byr undir báða vængi. Síð- ari borgarafundurinn var í apríl, en þá rökræddu þau Agnes Bragadóttir blaðamaður og Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli um bjór. Þeir Jón Magnússon og Páll V. Daníels- son tóku einnig þátt i þeim fjör- uga fundi, sem haldinn var fyrir fullu húsi í veitingahúsinu Gafl-inn.“ „Hér má einnig láta þess getið, að fyrsta verkefni stjórnarinnar var þátttaka í ráðstefnu um sjávarútvegsmál, en hún var haldin í samvinnu Stefnis, SUS og félaga ungra sjálfstæð- ismanna á Suðurnesjum. Innan- félagsfundi hélt Stefnir að auki,“ sagði Þórarinn, „þeir voru tveir og reynt að hafa sem léttast yf- irbragð yfir þeim báðum. Sá fyrri var haldinn í desember og Þórarinn Jón Magnússon mætti þar EUert Borgar Þor- valdsson fræðslustjóri og bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði. Ræddi hann við Stefnisfélaga um mál- efni bæjarins og svaraði fjöl- mörgum fyrirspurnum fundar- manna. Síðari fundurinn var svo í apríl en þar fræddi Friðrik Friðriksson 1. varaformaður SUS Stefnisfélaga um þingstörf- in, en Friðrik er sem kunnugt er framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Fóru þarna fram mjög líflegar umræður um þjóðmálin." „Ekki má gleyma skemmtanahaldinu“ Þórarinn var þessu næst spurður um skemmtanahald Stefnis. „Já, því má ekki gleyma, það verður að gera eitthvað af slíku líka,“ svaraði hann. „Fé- lagsmenn þurfa að eiga saman glaðværar stundir, þar sem þeir eiga betra með að kynnast en á fundum þar sem dagskráin er stíf. Það sem við gerðum, var að halda „kúrekaball” í hinum bráðskemmtilega skíðaskála i Hveradölum. Þátttaka var góð. Talsverður fjöldi fólks úr ná- grannafélögum slóst í hópinn og gerði það öllum gott og varð til að efla tengslin milli félaganna. Þá gekkst Stefnir einnig fyrir sameiginlegri árshátíð sjálf- stæðisfélaganna fjögurra í Hafnarfirði og var hún haldin í maí. Heiðursgestir voru þeir Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra og Gunnar Sig- urjónsson stofnformaður Stefn- is. Þetta var stórveisla með skemmtiatriðum, ræðuhöldum danshljómsveit og öðru tilheyr- andi. Nokkuð sem allir voru sammála um að þyrfti að gera að árlegum viðburði, en sameigin- leg árshátíð sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði hefur ekki verið haldin i áratugi, ef þá nokkurn tíma með þeim hætti sem þarna.“ „Ekki má svo gleyma að geta Vestmannaeyjaferðar Stefnis í febrúar, en þar blandaðist sam- Agnes Bragadóttir ó „bjórfúndinum Tveir hreasir ó „kúrekaballi“ Stefnis, Friðrik Friðriksson og Árni Mathiesen. an gaman og alvara,“ bætti Þór- arinn við. „Ferðin var farin í þeim tilgangi, að kynnast hinum athafnasömu Eyverjum, félagi ungra sjálfstæðismanna í Eyj- um. í þessari ferð tókust góð kynni, en við áttum með Eyverj- um tvo fundi um félagsmálin og skemmtum okkur svo með þeim i Skansinum á kvöldin. Vinafé- lagatengsl af þessu tagi ættu önnur félög ungra sjálfstæð- ismanna að hugleiða, þvi þau geta verið skemmtileg tilbreyt- Fró heimsókn Stefnismanna til Eyverja í Vestmannaeyjum sl. vetur. ing i félagsstarfinu um leið og þau eru gagnleg." Loks var Þórarinn spurður um námskeiðahald Stefnis og fé- lagaöflun. „Námskeiðin voru tvö. Fyrst nokkurra kvölda námskeið í ræðumennsku, sem lauk með bráðskemmtilegum kappræðum þátttakenda. Siðar var svo hald- ið námskeið í fundarstjórn og fundarsköþum. Bæði þessi nám- skeið er fyrirhugað að endurtaka næsta vetur, því það er hverju félagi og ekki sist stjórnmálafé- lagi, nauðsynlegt að félagsmenn- irnir þori og kunni að tjá sig. Fleiri námskeið voru ekki haldin síðasta vetur, en fljótlega í haust er ætlunin að halda nokkurra daga stjórnmálanámskeið og ef til vill ýmiss konar styttri nám- skeið þar sem félagsmenn fá inn- sýn í stjórnmál. Um félagaöflunina er það að segja, að hún hefur gengið mjög vel eftir því sem kynningarstarf- inu hefur miðað betur áfram. Eftir að félagið hefur verið í lægð, tekur skiljanlega sinn tima að vekja eldri félagana til lífs á ný og afla nýrra. Það sem Stefn- ir hefur gert til að ýta við þessu fólki er það, að auglýsa sem best það sem fram fer, bæði fundi og námskeið. Þá höfum við einnig farið út í kostnaðarsama útgáfu í tvígang. Strax í nóvember dreifðum við prentuðum pésa þar sem við kynntum áform okkar og dagskrá vetrarins rækilega. I apríl prentuðum við svo aftur fréttablað þar sem starfi félagsins var lýst, það sem gert hafði verið þá þegar og það sem framundan var. Báðum þessum kynningarritum dreifð- um við til sem flestra ungra Hafnfirðinga, sem við töldum hafa áhuga á að taka þátt í starfinu. Þessi kynningarstarf- semi hefur borið tilætlaðan árangur, mikill fjöldi hefur gengið í félagið og ýmislegt gef- ur okkur ástæðu til að ætla, að enn eigi eftir að bætast i hópinn, þegar við förum aftur af stað nú í haust. Svo virðist sem áhugi ungs fólks á stjórnmálum fari vaxandi og aðdráttarafl stjórn- málafélaganna vex að sama skapi. Ungt fólk vill í auknum mæli afla sér þekkingar á stjórnmálum og er víða farið að taka óhikað þátt í starfi flokks- félaganna — og er það vel,“ sagði Þórarinn að lokum. Sjónarhorn tekur undir það og óskar Stefn- isfélögum góðs gengis. „Þróttmikið starf Stefn- is hefur vakið athygli“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.