Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 51

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 51 Hugleiðingar um verkfall BSRB, ríkisbákn og skattaáþján — eftir Hjört Benediktsson Nú, að nýloknu verkfalli BSRB, verður manni hugsað til baka til síðastliðins mánaðar og einnig verður manni hugsað til þeirra umræðna sem hafa farið fram manna í millum, varðandi afleið- ingar verkfallsins og framkvæmd þess. óneitanlega hafa jafnframt spunnist miklar umræður um um- fang ríkisins í atvinnurekstri þessa lands svo og launakjör opinberra starfsmanna og fleira þessu tengt. Mjög oft hefur sú spurning komið upp hvers vegna ríki og sveitarfélög geta ekki veitt starfs- mönnum sínum sambærileg laun við það sem gerist á hinum al- menna vinnumarkaði. Er þetta rækilegt umhugsunarefni fyrir þann hóp manna sem er auknum ríkisrekstri fylgjandi og stuðlar að því með ráðum og dáð að þenja út báknið, svo mörgum þykir orðið nóg um. Komið hefur fram að félagatala BSRB er um 17.000 og eru þá BHM-menn og aðilar annarra stéttarfélaga, sem vinna hjá riki og sveitarfélögum, ótaldir. Eigi veit ég hversu margir útivinnandi menn eru í landinu en samkvæmt ofantöldu gætu opinberir starfs- menn verið um það bil 25.000 þeg- ar allt er talið og þegar giskað er á að meðalfjölskyldustærð sé fjórir, lætur sjálfsagt nærri að heildar- tala útivinnandi manna sé 60—65 þúsund. Jafnvel þó að þessi tala kynni, með hlutastörfum fólks, að vera nær 100.000 er óhugnanlegt til þess að vita að að minnsta kosti fjórði hver ef ekki þriðji hver úti- vinnandi maður er á framfæri fyrirtækja í eign hins opinbera, fyrirtækja sem langflest hafa tekjur sínar af ýmiskonar skatt- lagningu, beinni eða óbeinni. Getur verið að búið sé að hrúga allt of mörgu fólki í þessi störf? Getur hugsast að laun opinberra starfsmanna séu svona lág vegna þess? Er fjöldi opinberra starfs- manna hér í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum? Er rétt að hið opinbera sé að vasast f alls- konar atvinnurekstri af öllu tagi? Er ekki raunhæft og tímabært að stokka upp kerfið, fækka stofnun- um og minnka þetta óhugnanlega bákn? Kemur til álita að bæta kjör þeirra opinberu starfsmanna sem eftir yrðu með hluta þess hagnaðar sem yrði af niðurskurði og fækkun starfsmanna? Allt eru þetta spurningar sem brunnið hafa á vörum manna und- anfarið. Einnig hafa í framhaldi ofangreindra spurninga komið fram hugleiðingar um hvað gera ætti við það fólk sem sæta yrði uppsögnum í niðurskurði og fækk- un starfsfólks hins opinbera. Ljóst er að mjög margar leiðir aðrar en fjöldauppsagnir eru mögulegar. T.d. mætti gefa lausráðnu fólki 3—6 mánaða frest til að leita sér nýrra starfa, lækka hámarksaldur og framfylgja reglum um hann mjög stíft, minnka eftir- og næt- urvinnu, hugsanlega með skipt- ingu vinnudaga á milli tveggja að- ila í stað þess að einn aðili vinni allan daginn og jafnframt þá eft- ir- og næturvinnu sem til fellur. Slíka skiptingu vinnudags mætti hugsanlega nota til tekjujöfnunar fyrir þá sem eru að hætta störf- um, þar sem skattakerfi okkar gerir mönnum svo til ókleift að hætta að fullu um áramót og heppilegra er að hætta á miðju ári eða að draga smám saman úr tekj- unum. Einnig væri hugsanlegt, til að rýma til á vinnumarkaði, að taka fyrir, eftir föngum, tvöfalda vinnu manna, en mjög er algengt, sér- staklega meðal borgar- sog ríkis- starfsmanna, að þeir stundi svo til fulla vinnu annars staðar í frítíma sinum og á það helst við um þá sem stunda vaktavinnu. Ekki er mér grunlaust um að þessi auka- vinna skili sér mjög illa til skatt- yfirvalda auk þess að þrengja mjög vinnumarkaðinn. Ekki er nokkur vafi á að þessháttar vinnu- álag hlýtur að draga úr afköstum og vinnuhæfni manna í hinu svo- kallaða aðalstarfi, en oft kveður svo rammt að þessu, að aðalstarfið verður nánast aukastarf. Nú gætu margir hugsað „hvað er maðurinn eiginlega að fara?“. Hvernig eiga þeir sem stundað hafa tvöfalda vinnu að lifa á vinnu fyrir ríki og borg eingöngu? Þarna erum við einmitt að komast hringinn. Mörgum hugsanlegum dagvinnu- störfum er hreinlega haldið af þessum aukavinnumönnum. Tekjumissir af þessari aukavinnu yrði þá bættur með betri kjörum til handa færri en betri og hæfari opinberum starfsmönnum sem skila myndu betri afköstum. Nú kann einhver að segja hvað allt þetta komi ríkisbákni og nú- verandi skattaokri við. Það er ein- mitt mergurinn málsins. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hef- ur svo marga á sinu framfæri og hefur verið skyldað til að veita svo margþætta þjónustu, að það getur ekki við núverandi aðstæður séð af neinu af tekjum sínum og vegna alls þessa erum við borgarar þessa lands svona skattpindir. Ég tel að beinu skattarnir séu samt sem áð- ur smámunir miðað við allt það sem hið opinbera hirðir af okkur i fasteignagjöldum, söluskatti, toll- um, vörugjaldi (sem upphaflega átti að vera timabundið), þing- lesningargjöldum og alls konar leyfisgjöldum af ýmsu tagi. Ég hefi áður minnst á ýmsa þá þjónustu sem ríki og sveitarfélög hafa á sinni könnu og skulum við skoða svolítið nánar nokkra þætti svo og hugleiða svolitið hvernig skattheimtufé bæjarfélaga og rikis er notað, sérstaklega hér í Reykjavik. Hluti er notaður til greiðslu á hallarekstri sundlauga, sinfóníuhljómsveita, leikhúsa, rikisútvarps/ sjónvarps, strætis- Hjörtur Benediktsson .. er óhugnanlegt til þess að vita að að minnsta kosti fjórði hver ef ekki þriðji hver útivinnandi maður er á framfæri fyrirtækja í eign hins opinbera, fyr- irtækja sem langflest hafa tekjur sínar af ým- iskonar skattlagningu, beinni eða óbeinni.“ vagna, dagheimila, leikskóla og svo mætti lengi telja. Hvers vegna er sýknt og heilagt dagsdaglega verið að heimta að maður greiði fyrir alls konar þjónustu, sem maður ef til vill aldrei notar? Hvers vegna geta þeir sem t.d. fara í sundlaugar ekki greitt þann raunverulega kostnað sem sund- laugaheimsókn hefur í för með sér? Hvers vegna borga þeir sem vilja hlusta á sinfóníuhljómsveit ekki það sem viðkomandi tónleik- ar kosta? Hvers vegna borga far- þegar strætisvagna ekki sinn ferðakostnað sjálfir? Hvers vegna borga ekki útivinnandi foreldrar dagvistunarkostnað barna sinna? Hugsum okkur hjón með tvö börn. Maðurinn vinnur suður í Keflavík og þarf því að aka um 100 km á dag til og frá vinnu. Konan er heimavinnandi húsmóðir eins og það er kallað nú til dags og hefur verið heima hjá sínum börn- um alla tíð og aldrei þurft á dag- vistun barna sinna að halda. Það er ekki nóg með að hjón þessi greiði hærri skatta vegna þess að fyrirvinnan er ein, heldur þurfa þau líka að greiða dagvistun fyrir börn þeirra hjóna sem bæði vinna úti. Það er ekki nóg með að mað- urinn þurfi, er hann kaupir nýjan bíl, sem nauðsynlegur er vegna fjarlægðarinnar á milli heimilis og vinnustaðar, að greiða um 70% verðsins í ríkishítina og síðan meirihluta bensínverðs hvers ein- asta lítra, heldur verður hann einnig að greiða í strætisvagna fyrir hina sem slík samgöngutæki nota svo þeir komist leiðar sinnar, þrátt fyrir að hann hafi ekki notað strætisvagn síðan 1961. Er þetta nú aðeins nefnt sem dæmi og enn má þessi sami aðili greiða full af- not af ríkisútvarpi en sæta lög- taksaðgerðum ella þrátt fyrir að vegna frámunalega lélegrar dagskrár hafi hann slökkt á út- varpinu 1968. En svona mætti lengi, lengi telja og mörg er sú krónan hjá rfkinu líka í niðurgreiðslu á þjón- ustu og afurðum allskonar sem skattborgarar verða að láta sér lynda að greiða, hvort sem þeir nota vöruna eða þjónustuna eður ei. Hvað skyldum við t.d. borga marga lítra mjólkur á hverjum mánuði og mörg kfló smjörs og kjöts, hvort sem við neytum þess eður ei? Nei, það er deginum ljósara að allt þetta kerfi verður að taka til •gagngerrar endurskoðunar og skera niður þetta geigvænlega bákn. Það hefur ávallt verið talið að eina lausnin í kjölfar launa- hækkana sé gengisfellingar og þar af leiðandi óhjákvæmilegar vöru- hækkanir. Hvers vegna hefur hið opinbera aldrei reynt að draga úr aðflutningsgjöldum til að milda áhrif gengisbreytinga og beitt sjálft sig hinni svokölluðu 30% reglu sem verslun í landinu hefur þráfaldlega orðið að umbera? Hvers vegna hefur hið „tíma- bundna" vörugjald ekki verið fellt niður f áföngum? Hvers vegna ekki að lækka söluskatt? Svarið við þessum spurninum liggur í því sem áður er sagt, að hið opinbera má aldrei, vegna þungrar framfærslu, sjá af neinu af tekjum sínum og þá erum við aftur komin hringinn. Mörgum fleiri áleitnum spurn- ingum er hægt að velta fyrir sér. Hvers vegna stofnun öldunga- deilda á kostnað hins opinbera? Hvers vegna geta þeir sem hyggja á slíkt nám ekki sótt það í einka- eða kvöldskóla og fjármagnað slíkt sjálfir? Hvers vegna að auka skólakostnað með mat fyrir nem- endur í hádegi? Geta nemendur ekki borðað heima hjá sér eða komið með nesti með sér að heiman? Hvers vegna hefur mest- öll aukning á vinnuafli hafnað f fræðslu- og heilbrigðiskerfinu eða annars staðar hjá þvi opinbera? Margar fleiri spurningar koma upp i huga manns og mörg fleiri málefni líðandi stundar væri freistandi að hugleiða. Einhver kynni að segja að ástæðan fyrir mikilli fjölgun útivinnandi hús- mæðra sé sú, að fjölskyldunni verði ekki framfleytt með fram- lagi einnar fyrirvinnu, en er þá ekki verið að rugla saman orsök og afleiðingu? Við höfum ekki getað aukið neina jákvæða framleiðslu í þjóðfélaginu. Útivinnandi hús- mæðrum hefur á sama tima fjölg- að mjög. Er ekki eðlilegt að eftir því sem fleiri fara út á vinnu- markað og sækja sneið af þjóðar- teknatertunni, því minni sneið komi hver fyrir sig með heim? Er ekki mjög eðlilegt þegar við þurf- um að flytja inn meirihluta okkar daglegu neysluvöru og hið opin- bera leggur óhófleg aðflutnings- gjöld á allt slíkt, að verðbólga verði hér meiri en í helstu viðskiptalöndum? Ég held ein- hvern veginn að ef hið opinbera tvöfaldar til þrefaldar með að- flutningsgjöldum og sköttum á skatta ofan gengi þess gjaldmiðils sem varan er keypt fyrir, þá verð- um við alltaf með tvisvar til þrisv- ar sinnum meiri verðbólgu en helstu viðskiptalönd okkar og þá erum við enn á ný komin hringinn. Maður lendir alltaf i svona hug- leiðingum á sama endapunktinum, nefnilega óhóflegri skattheimtu. Ekki get ég að endingu á mér setið að varpa fram nokkrum spurningum til þeirra svokölluðu „sjálfstæðismanna", sem nú sitja á Alþingi og hafa hingað til, að minnsta kosti sumir hverjir, viljað teljast til talsmanna aukins frjálsræðis og minni ríkisafskipta. Hvar hafið þið verið undanfarin ár? Hvenær verður Framkvæmda- stofnun ríkisins lög niður (án þess að annað ámóta stjórnsýslubákn komi í hennar stað)? Er þðrf fyrir atbeina ríkisins við skiparekstur? Á ríkið að standa í rekstri fyrir- tækja eins og Landssmiðjunnar? Hvað líður sölu ýmissa ríkisfyrir- tækja? Hafið þið guggnað á sparn- aði í ríkisgeiranum vegna þrýst- ings fámennra hagsmunahópa? Hve lengi á kommúnistum að líð- ast að hagræða fréttaskýringum ríkisútvarpsins að eigin geðþótta? Hafið þið hugleitt að leggja niður eða selja ýmis ríkisfyrirtæki, t.d. Bifreiðaeftirlit ríkisins, Geisla- varnir ríkisins, Kvikmyndaeftirlit, Skipaskoðun, Áburðarverksmiðju, Sementsverksmiðju? Þannig mætti lengi telja. Hvenær fáum við vald til að ákveða sjálf hvort við drekkum bjór eða brennivín? Að lokum kemur ein spurning upp í huga mér: Er það siðferði- lega rétt að maður, sem kosinn er á þing af fylgjendum Sjálfstæðis- flokksins, geti tekið sér frí frá störfum heilan vetur og síðan sest á þing aftur og talið sig óháðan? Höfum við ekki kosið hann til að framfylgja stefnumálum flokks- ins? Þessi spurning er ekki sett fram vegna þess að ég telji Ellert Schram neitt verri en marga aðra, síður en svo, spurningin er um sið- ferðilega hlið málsins. Að lokum vil ég senda sjálf- stæðismönnum öllum kveðju og bið þá þess umfram allt að gleyma aldrei vöku sinni um bættan hag og aukið frjálsræði einstaklings- ins til ákvörðunartöku, orðs og at- hæfis. Hjörtur Beaediktaaon er innkaupa- atjóri hjí íalenakum aðalverktök- um. „Skattar og réttlæti“ — eftir Guðjón B. Baldvinsson Fyrirsögn á leiðara Mbl. 31. júlí sl., Stórt orð Hákot, er stundum sagt. Réttlæti í skattamálum er stöðugt umræðuefni og deilumál. Kominn timi til að eitthvað verði að gert, vegna þess að mönnum blöskrar misræmið í álagningu eftir vinnuveitanda og aðstæðum til tekjuöflunar. Blöskrar mönnum ekki eftirlitsleysið um skattaframtöl? Halda menn að ráðning nokkurra háskólastúd- enta til starfa á Skattstofunum muni bæta skattskil svo nokkru nemi? Er ekki nauðsyn að finna rétt- láta leið til að taka á skattsvikum? Er réttlætið fólgið i þvi að afnema lagaákvæði vegna þess að þau eru brotin, og láta svo reka á reiðan- um hver á að greiða tekjutap ríkisins. Eða máske leggja þá byrði á neyslu almennings, dag- legar þarfir? Hvernig er það annars með alla þessa réttlætingu, þarf ekki að huga að útsvarinu, sem er tekju- skattur lagður á allar framtaldar tekjur. Sleppur ekki tíundarsvik- arinn þokkalega á þeim vettvangi. Eru útsvörin ekki fyrst og fremst skattur á launafólk? Ekki greiða fyrirtæki eða félög útsvar. — Að- stöðugjaldið er leifar af veltu- skatti, sem fundinn var upp til að bæta fyrir skattsvikin, en vitan- lega lendir, að síðustu á neytand- anum að greiða. — Er ekki sann- gjarnara og réttara að byrja ekki álagningu tekjuskatta á fyrstu krónu launamannsins, eða á mat- arpeningum hans. Væri það ekki tilraun til að skapa eðlilegra við- horf gagnvart skatti þessum, að skattfrelsi tekna yrði miðað við eðlilegan framfærslueyri einstakl- ingsins? Hvernig væri að stíga það skref á næsta Alþingi? Annað sem skiptir máli, og máske meira en í fljótu bili verður séð, er staðgreiðsla skatta. Þetta er orðið árlegt viðfangs- efni æðstu skattyfirvalda að at- huga og reikna æ ofan í æ sama hlutinn, og síðan gala stjórnmala- menn, að eftir þennan tiltekna tíma komi staðgreiðsla til fram- kvæmda, en áramótin líða hver af öðrum án þess að bóli á fram- kvæmd. Við skulum vera hreinskilin og játa að samfélag verður ekki rekið án þess að það hafi fjárráð, og við heimtum öll meiri umsvif ríkis og sveitarfélaga, gleymum máske um leið að það þarf að kosta einhverju til. Fjáröflun önnur en lántaka er auðvitað hjá einstaklingnum, hann er sá aðili, sem gerist milli- liður frá framleiðslu fjárins til opinberra sjóða. Hættum málæði um afnám tekjuskatta, gerum þá réttlátari og auðveldari í framkvæmd, m.a. með staðgreiðslu og hertu eftirliti. (iuðjón B. Baldrinsaon er formað- ur Sambands Hfeyrisþega rfkia og hæja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.