Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 55
55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
stöðu bandalagsins. En það er eins
og okkur Islendingum almennt sé
ekki sjálfrátt. Hvernig „íslands
óhamingju verður allt að vopni."
Úrræði í efnahgsmálum
Sú var tíð, að Hafnarfjörður var
vesælastur allra bæjarfélaga og
skuldaði margra ára útsvör. Hvað
hefur breytt þeirri stöðu í þá vel-
sæld, að í Hafnarfirði spretta upp
ný fyrirtæki, glæsihús rísa og
uppgangurinn blasir hvarvetna
við? Snilld Kratanna í Gaflinum?
Nei — Álverið í Straumsvík. Samt
telur 5. hver maður í landinu, að
þeir samningar hafi verið af hinu
illa. Og þeir í Eyjafirði safna 3.000
undirskriftum gegn enn fullkomn-
ara álveri í sinni sveit, meðan öllu
atvinnulífi hnignar á Norðurlandi.
En þeir geta engu svarað um það
svo marktækt sé, hvaða aðrar leið-
ir til lífskjarabóta séu þá til. Þeir
gátu ekki einu sinni fjármagnað
Davíð rúllusmið. Og ekki verður
maður nokkru nær um það, hvað
kvennalistinn ætlar að gera í at-
vinnumálum Islendinga við það að
hlusta á Sigríði Dúnu.
Á meðan geisar landbúnaðar-
styrjöldin, sem kostar okkur allan
tekjuskatt landsmanna og meira
til. Hversvegna kaupir ríkið ekki
jarðir umyrðalaust á góðu verði af
öllum bændum, sem vilja hætta
búskap og nær þannig stjórn á
hvar skuli búið og hversu mikið?
Þetta er í rauninni svekkjandi.
Við sjáum neyðina í kringum
okkur. Við sjáum leiðir til þess að
bæta úr henni. En við getum ekki
nýtt afl okkar vegna gæfuleysis-
ins, alveg eins og Grettir gamli.
Við eigum kannski olíu undir Flat-
ey. En hvorki þessi ríkisstjórn né
sú síðasta eða sú þar á undan voru
þess megnugar að gera neitt í að
rannsaka málið. Og nú sólar
Hjörleifur Guttormsson, auð-
hringaskelfir, sig í háborg kapítal-
ismans New York á okkar kostnað
sem fulltrúi á SÞ. Já, það er margt
á Bandarikjamenn og heimskapít-
alismann lagt.
Liklega lita Islendingar al-
mennt ekki einu sinni á sig sem
þjóð, sem beri innbyrðis ábyrgð,
heldur sem samsafn þrýstihópa,
sem staddir eru hér til bráða-
birgða, eða þangað til að Haraldur
hárfagri hefur verið hrakinn frá
völdum i Noregi og þeir megi þá
aftur snúa. Að minnsta kosti er
hverjum þeim, sem hefur uppi orð
um það að (slendingum beri
skylda til að leggja sitt af mörkum
til að verja land sitt og frelsi svar-
að ýmist með þögn, „Siggu Viggu-
húmor“ eða barnaskapshjali um
almenn kristilegheit Islendinga.
Þegar maður ræðir við bandam-
enn okkar i Atlantshafsbanda-
laginu bögglast það fyrir manni að
útskýra fyrir þeim hversvegna
bara þeir eigi að deyja fyrir okkar
frelsi eins og okkur finnst það nú
augljóst. En á 17. júní, þá er okkur
ekki orða vant. Þá rómum við
hetjuskap okkar fyrir að hafa
hrifsað völdin úr höndum her-
numdra Dana, til þess að stjórna
okkur sjálfir. En svo öfundum við
Færeyinga af því að keyra á mal-
biki horna á milli og græða verð-
bólgulaust á fiski meðan við erum
gjaldþrota við sömu iðju. Það má
velta fyrir sér hvorir unnu stærri
sigur 1944, Danir að losna við
okkur eða við við þá.
Þjóðfélag þrýstihópanna
Skoðanir margra á því, hvað sé
hollt fyrir íslenskt þjóðfélag hafa
breyst á síðustu vikum. Okkur
finnst það ekkert sjálfsagt lengur,
að BSRB eigi að stjórna útvarpi
okkar og sjónvarpi, hvað þá áð
starfsmenn ríkisins eigi að fá að
ritskoða, túlka eða breyta fréttum
eftir sínum geðþótta. Menn tóku
eftir því, að á meðan frjálsa út-
varpið starfaði, var ýmislegt ann-
að að gerast í heiminum en frels-
isstríð í EI Salvador, Nicaragua
eða ofsóknir hvitra manna gegn
blámönnum í S-Afríku, sem hlust-
andi Ríkisútvarpsins hélt áður að
væru aðalmálin. Menn hrukku við.
Það var enn stríð í Afganistan.
Það er almennur uppgangur i
Bandaríkjunum og á Vesturlönd-
um. Það er enn órói i Póllandi. Það
er uppskerubrestur rétt einu sinni
i Sovét, meðan metuppskera er i
Bretlandi Thatchers. Það er grei-
nilega ekki sama hver túlkar
fréttirnar fyrir okkur, hvað sem
„Pétursfjölskyldunni" finnst um
það.
Við, sem eigum börn, sem eiga
að vera i skólum landsins núna,
spyrjum okkur að þvi, hversu
skilvirk venjuleg kennsla sé, ef
hægt er að klára námsefnið á
sama tíma i vor og á verkfalls-
lausum vetrum. Og það i 40 min-
útna tímum þegar við þurftum að
sitja i 45 mínútur í gamla daga til
þess að læra sama magn. Það er
líklega af þvi, að kennurum hefur
fjölgað um 93% meðan nemendum
fjölgaði um 6%. Samt verða marg-
ir foreldrar núna að kenna fög
eins og reikning i grunnskóla að
mestu leyti heima, vegna þess að
„mengjaðir sænskmenntaðir, sér-
fræðingar" hafa gert reikningsk-
ennslu óaðgengilega ve'njulegu
fólki. Og margt annað eftir því.
Er ekki kominn timi til þess að
leita að fleiri leiðum. — Er það
svo vitlaust hjá Milton Fried-
mann, að leggja til að fela ein-
staklingnum að leysa ávisun sina
til menntunar, þar sem hann telur
henni best varið i stað þess að
verða að senda börn sín í misjafna
ríkisskóla okkar. Er ekki athug-
andi, að ríkið bjóði út fleiri grein-
ar, eins og til dæmis tollgæslu og
tollafgreiðslu, afgreiðslu trygg-
ingabóta, lögreglustörf, brenni-
vínssölu og menntamál?
Vegagerð ríkisins fær lagða vegi
fyrir 45% af kostnaðaráætlunum
sínum. Er það eitthvað öðruvísi?
Þetta getur ekki gengið hjá einni
þjóð, að einstakir þrýstihópar geti
með deilum sínum látið baráttu
sína bitna sifellt á þriðju aðilum,
sem ekki geta haft áhrif á deiluna
en verða að þola allar kárínur eins
og benzin-, brennivíns- og tóbaksl-
eysi, eða annað verra, bótalaust.
Hvað skyldu þeir þola slíkt lengi í
Sovét? Myndu Bretar ekki láta
landhelgisgæsluna sína útvarpa,
ef loka ætti BBC í verkfalli? En
við? Við höfum bara ekkert afger-
andi ríkisvald, þrýstihóparnir sjá
um það í umboði okkar.
Þurfum við ekki meiri og betri
verkföll til þess að skilja hvað slfk
fyrirbrigi eru? Að verkföll rýri
árstekjur þeirra sem þau heyja
um ein 2% á viku. Að enginn hef-
ur til þessa sigrað i slikum deilum.
Opinberir starfsmenn fengu um
16% hækkun eftir 4 vikna verk-
fall. Þeir verða 6 mánuði að ná
jafnstöðu fjárhagslega, ef verð-
bólgan verður ekki löngu búin að
draga þá uppi. Skyldi vera vit í
þessu?
Hefðum við ekki öll gott af þvi,
að reyna að sjá hvernig við sem
þjóð tökum okkur út, — svona
horft af brúnni.
31. október 1984.
Halktór Jónsson er rerkfræðingur
og fnmkrtemdastjóri Stejpustöó-
rarinnar.
Morgunblaftið/Árni Sœberg
Alexander Stefánsson, félagsmálariðherra, flytur ávarp.
DAS í Garðabæ:
28 íbúðir
fyrir aldr-
aða teknar
í notkun
Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna í Garðabæ tók formlega f
notkun 10 raðhús fyrir aldraða á
laugardaginn.
Samtals eru þetta 28 einstakl-
ings- og tveggja herbergja íbúð-
ir, sem allar eru i eigu íbúanna
sjálfra. Búið er að selja allar
íbúðirnar og var söluverð ein-
staklingsíbúðanna um 1440 þús-
und krónur, en tveggja herb.
íbúðanna rúmar tvær milljónir.
Sú kvöð fylgir ibúðunum að þar
búi alltaf ellilífeyrisþegar eða ör-
yrkjar, en þær geta gengið kaup-
um og sölum á frjálsum markaði.
Bilskúrar fylgja 10 íbúðum. í
ölium ibúðunum er fullkomið ör-
yggiskerfi, sem tengt er neyðar-
vakt Hrafnistu i Hafnarfirði. En
auk þess geta ibúar húsanna
fengið alla þá þjónustu, sem
Hrafnista býður upp á, m.a. mat-
arsendingar, þvottaþjónustu o.fl.
Raðhúsin tíu, sem tekin voru formlega í notkun á laugardag. Búist er við að fyrstu íbúarnir flytji inn f nsstu viku.
Staður og tími:
Námskeiðið verður haldið að Síðumúla
23 og hefst kl. 9.00, fimmtudaginn 22.
nóvember. Seinni hluti námskeiðsins fer
fram í myndbandastúdíói hjá ísmynd
Námskeiðinu lýkur kl. 17.00.
Aðalleiðbeinendur:
Magnús Bjarnfreðsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS fiS
UMULA23
182930
Efni:
HVAÐ ER VIDEO?
Saga, þróun, tækni, tækjabúnaður
og spólukerfi.
NOTKUNARMÖGULEIKAR Á
VIDEÓ í ATVINNULÍFINU
Auglýsingar, upplýsingamiðlun,
fræðslustarf, starfsmannaþjálfun,
viðhorfsmyndun, kynningarstarf,
heimildasöfn.
GERÐ EFNIS Á
MYNDSEGULBÖND
Markmiðasetning, handrit, upptaka,
eftirvinnsla.
GERÐ AUGLÝSINGA
KYNNINGAR OG
FRÆÐSLUMYNDIR
STARFSMANNAÞJÁLFUN
UMRÆÐUR OG
FYRIRSPURNIR
p
5 MetsöluUad á hverjum degi!