Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
57
„Arás á kenn-
arastéttina"?
Clementína og Silvio — Hin ástföngnu.
lokum var framkvæmdahópur
sem sá um auglýsingar, prentan-
ir og fjármál. Síðan um miðjan
september fórum við saman upp
í Borgarfjörð þar sem við unnum
undirbúningsvinnu, átum ítalsk-
an mat og skemmtum okkur kon-
unglega. Síðan hefur þetta tekið
mestallan okkar tíma.
Þegar hér var komið vorum
við illilega trufluð af Alla í gerfi
Florindo. Hann baðaði út öllum
öngum og var greinilega i æstu
skapi.
— Hvar eru andskotans þjón-
arnir! Þeir áttu að vera komnir
inn á svið og taka burtu borðið.
Inn með ykkur og reddið þessu!
Það var eins og minkur hefði
komist i minkabú. Allir þutu á
fætur og vissu ekki sitt rjúkandi
ráð. Þjónarnir þutu snarlega inn
á svið og björguðu þvi sem bjarg-
að varð. Blöndungurinn fölnaði
og kenndi sér um að hafa truflað
þjónana á þessu mikilvæga
augnabliki. En honum létti þeg-
ar þeir komu aftur hálfflissandi.
— Blessuð veriði, það fattaði
enginn í salnum hvað var að. Við
bara röltum inn og hirtum borð-
ið. Úr því allt fór vel var ekkert
annað en að halda áfram viðtal-
inu.
— Nú eru flestir leikararnir
meö hálfgrímur. Hvernig stendur á
því?
— Jú, verkið er í anda
Commédia dell’arte. Sú leikhefð
á rætur sínar að rekja til ítaliu.
Hún breiddist út um Evrópu upp
úr 1500 og mótaði gamanleiki
næstu 150 árin. Hver gríma
táknar ákveðna persónu sem
hélst gegnum þúsundir leikrita.
Persónurnar voru alltaf þær
sömu en leikritin síbreytileg. í
hverju leikriti var ákveðin at-
burðarás sem leikendur spunnu
texta við jafnóðum. Þannig voru
aldrei tvö leikrit eins. Höfundur
þessa leikrits, Carlo Goldoni,
fæddist árið 1707 á Ítalíu. Hann
notfærði sér þessar gömlu týpur
í sínum leikritum.
Nú var farið að nálgast lok
frumsýningarinnar og hlátra-
sköll úr salnum bárust í síaukn-
um mæli til okkar. Sýningin féll
greinilega í mjög góðan jarðveg.
Nú var aðeins að bíða loka sýn-
ingarinnar. Eftir lokaatriðið
hófst hefðbundin frumsýningar-
athöfn. Allir komu fram og
hneigðu sig, leikstjórinn fékk
blóm, rektor gaf leikhópnum
blóm og áhorfendur klöppuðu.
Það var greinilegt að allir höfðu
skemmt sér konunglega. Leikar-
arnir þustu síðan út af sviðinu og
dönsuðu stríðsdans með hinum
úr leiklistarfélaginu.
— Þetta var æði! Þið voruð
frábær!
— Vá! Ég hélt við mundum
klúðra öllu þegar þjónarnir
komu ekki strax. En þetta var
frábært.
Það var greinilegt að foreldrar
og aðrir aðstandendur voru á
sama máli. Allir höfðu skemmt
sér konunglega og voru greini-
lega búnir að fyrirgefa allt ves-
enið í kringum uppsetninguna.
En krakkarnir máttu ekki vera
að því að hangsa, heldur stukku
niður í Norðurkjallara til að ná
af sér farðanum og komast í nú-
tímalegri föt. Að sjálfsögðu ríkti
þar meiriháttar sigurstemmn-
ing.
— Vitiði það krakkar. Hann
Jóhann húsvörður kom til mín og
sagði:
„Mikið var þetta gott hjá ykk-
ur. Ég hef ekki hlegið svona mik-
ið í mörg ár. Málið er að þetta
var alveg meinfyndin sýning."
Það er ljóst að leiklistarfélagið
hefur gert sitt til að rífa upp
ieiklistarlíf í Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Nú er bara að
vona að áhorfendur láti sig ekki
vanta á sýningar þeirra. Þegar
þetta birtist verða eftir þrjár
sýningar. 1 kvöld miðvikudag kl.
20.30 og tvö næstu kvöld á sama
tíma. En að lokum vill Blöndung-
urinn óska leiklistarfélaginu í
MH til hamingju með uppfærsl-
una og þakka kærlega fyrir stór-
skemmtilega kvöldstund.
— eftir Karen
Jónsdottur
„Einkum var ráðist
harkalega að Albert
fyrir ummæli hans á al-
þingi um launakjör
kennara. Og maöur
spyr: Hvaö mælir á móti
því að kjör kennara séu
rædd? Eru þau vond,
eða eru þau góð? Það er
stór spurning.“
Það hefur verið fróðlegt að
fylgjast með því úr fjarlægð
hvernig launadeila BSRB og ríkis-
ins hefur þróast, en þarna er um
að ræða deilur um það, hvað þjóð-
inni beri að greiða embættis-
mönnum sínum í laun. Ég hefi þó
átt örðugra með að fylgjast með
þar sem ég er atvinnulaus um
þessar mundir, en á fjölmennum
vinnustöðum fréttir maður eitt og
annað sem fólk hefur annaðhvort
lesið eða heyrt. Þó hefi ég séð sum
verkfallsblöðin og ég hefi hlustað
á ríkisútvarpið, sem verið hefur
óvenjuhlutlaust, enda starfa þar á
kaupi menn, sem kauplausir menn
eru í verkfalli fyrir, en hjá því
verður ekki komist, nema leitað
verði til nýrra manna, þegar út-
varpsmenn eiga í verkföllum.
En það sem kemur mér til þess
að rita þessar línur eru hinar
grófu árásir á Albert Guðmunds-
son fjármálaráðherra, sem annað-
ist samninga fyrir þjóðina, eða við
BSRB, sem hlýtur að vera örðugt
núna, þar sem fjárlög þau sem
unnið er eftir, gera ekki ráð fyrir
aukaútgjöldum upp á mörg hundr-
uð milljónir króna.
Þó er ég sammála Albert, að
ekki verði komist hjá þvf að rétta
hlut hinna lægst launuðu, þótt ég
felli mig ekki við tal hans um
„litla manninn", þótt auðskilið sé
við hverja er átt.
Einkum var ráðist harkalega að
Albert fyrir ummæli hans á al-
þingi um launakjör kennara. Og
maður spyr: Hvað mælir á móti
því að kjör kennara séu rædd? Eru
þau vond, eða eru þau góð? Það er
stór spurning.
Kennarar hafa sent frá sér mót-
mæli vegna ummæla ráðherra og
hafa sagt til um launakjör sin og
greina þá frá mánaðarlaununum,
því þeir hafa visst á mánuði. Það
sem hinsvegar má ekki ræða er
það, að kennarar vinna ekki mán-
aðarlega, öðru nær. Þeirra vinna
stendur aöeins yfir í um það bil 8
mánuði á ári, þegar best lætur,
meðan aðrar stéttir vinna í 11
mánuði eða 12.
Ef ég tók rétt eftir, sagði
menntamálaráðherra, að kennar-
ar ynnu 46 klukkustundir á viku i
36 vikur i vissum skólum, en 48
stundir á viku í 34 vikur, og er þá
átt við skólaárið, sem f fásinninu
er miðað við sauðburð og réttir,
sem ekki eru þó kennurum að
kenna, eða þakka, heldur sveita-
þingmönnum, sem þurfa á barna-
vinnu að halda á þessum tíma.
Ef svo almanakið er skoðað,
kemur margt meira í ljós. í skól-
um er fjöldi frídaga, sem ekki eru
í fiskhúsum. Má þar til að mynda
nefna 1. desember, langt jólafrí,
langt páskafrí, og ekki má gleyma
öskudeginum, sumardeginum
fyrsta og öðrum þjáningardögum
launavinnumanna. Samtals gjörir
þetta um fjórar aukavikur á ári
fyrir kennara landsins, en þá lát-
um við mánaðarfríin teljast með.
Þegar þetta hefur verið tekið
inn í launareikninginn, kemur f
Ijós, að kennarar, sem eru á mán-
aðarlaunum, vinna i raun og veru
aðeins 6—7,5 mánuði á ári í stað
þess að aðrir þjóðfélagshópar
vinna a.m.k. 11 mánuði. Á þessu er
auðvitað nokkur munur. Og ef
þessu er deilt niður á vikur, eins
og menntamálaráðherra segir
vinnutímann vera, þá kemur í ljós
að kennarar vinna (miðað við
mánaðafjöldann) 28 stundir á
viku, eða i hinu tilfellinu tæpar 28
klukkustundir, en vinnutfmanum
er deilt niður í vikur. Og ekki má
svo gleyma blessuðum frimínút-
unum, en þar koma hin fleygu orð
Sigurjóns á Álafossi i hugann, er
hann seldi inn á danspallinn:
„Næsta kortér verður hálftími.“
Það eru nefnilega frimínútur i
skólum og hvernig kæmi það út i
fiski, ef hver klukkustund yrði að
þrem kortérum eins og í skólan-
um. Þá hæfist vinna f frystihúsinu
klukkan átta, svo kl. 8.45 frímínút-
ur. Langar frímínútur klukkan 10,
aðrar kortér i ellefu og svo þær
þriðju kortér fyrir tólf. Raunveru-
legur vinnutími fyrir hádegi yrði
þar með að þremur tímum og 28
stunda vinnuvika i fiski (með fri-
mínútum, öskudeginum og öðrum
ffnum dögum) yrði að 21 klukku-
stund á viku.
Mörgu verður þó að sleppa, þar
á meðal „undirbúningi" kennara.
Konan á annarri hæðinni, sem
vinnur í BÚR, verður lfka að „und-
irbúa sig“. Hún þarf að elda mat,
þvo þvott, þvo upp, ryksuga, eða
vinna eldhússtörfin. Og þegar mér
verður hugsað til hennar, eða
12.000 á mánuði, fyrir bónusinn,
þá segi ég nú fyrir mig: Sú var
heppin að verða ekki kennari.
Að vísu slyppi hún þá ekki við
full eftirlaun og yrði þess i stað af
ellilaununum, sem eru af þeirri
stærðargráðu nú um stundir, að ég
teldi rétt að Hjálparstofnun kirkj-
unnar greiddi þau út, eða Rauði
krossinn, eða einhver sem neyð-
arhjálp þarf að sinna og veit hvað
raunverulegur skortur er.
Um kennara er það hinsvegar
að segja, að þeir eiga rétt á kaupi
og þeir hafa ekki skipulagt
grunnskólalögin, eða hin stuttu
skólaár Islendinga, en það er
óþarft fyrir þá að vera að ráðast
að góðviljuðum mönnum eins og
Albert Guðmundssyni, þótt hann
haldi sig við staðreyndir i þinginu.
HALLUR MAGNÚSSON/ FINNBOGI MARINÓSSON
Stuðlað að búhátta-
breytingu hjá bændum
ÁKVEÐIÐ hefur verið aö aóstoða
loödýrabændur við uppbyggingu búa
sinna gegn því að þeir minnki fram-
leiðslu sína á afurðum annarra bú-
greina.
Á síðasta fundi Framleiðsluráðs
landbúnaðarins var lagt fram bréf
frá landbúnaðarráðuneytinu, þar
sem tilkynnt var að fallist hefði
verið á tillögu frá Framleiðnisjóði
landbúnaðarins um stuðning við
búháttabreytingu hjá bændum.
Þessi samþykkt felur í sér að loð-
dýrabændur, sem reiðubúnir eru
að afsala sér búmarki, geta fengið
greiðslu er nemi kr. 1.000 pr. ær-
gildisafurð i notuðu búmarki. Á
þessu ári eru 1,5 milljónir kr. til
ráðstöfunar í þessu skyni, en búist
er við að meira fé verði til ráðstöf-
unar á næsta ári.