Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Forherðing
eða forlíkun
— eftir Gunnar
Kristjánsson
Arnór Hannibalsson hefur sent
kirkju og prestum kaldar kveðjur f
blaðagreinum undanfarið. í grein,
sem birtist i Morgunblaðinu 6.
sept. sl. er honum býsna mikið
niðri fyrir, er hann ræðst á starf
kirkjunnar af friðar- og afvopnun-
armálum víða um heim. í annarri
grein, sem birtist í DV litlu áður,
hafði hann hæðzt að fórnfúsu
starfi kristniboða og hjálparstarfi
kirkjunnar í þriðja heiminum, en
slíkt starf telur hann heims-
kommúnismanum til framdráttar
að þvi er virðist þótt fáum sé gefið
að skilja þá röksemdafærslu. Enn
er dósent þessi við sama hey-
garðshornið i DV 23. okt. sl. þar
sem hann heldur þvf fram, að al-
þjóðleg kirkjusamtök séu „fjar-
stýrð* frá Moskvu!
Hér verður einkum vikið áð
grein Arnórs f Morgunblaðinu, er
birtist þar skömmu fyrir verkfall,
en þar ræðst hann á undirritaðan
með sundurlausum tilvitnunum úr
samhengi slitnum f greinar frá
liðnum árum en jafnframt ræðst
hann þar með ósvífni og af fá-
heyrðri ósanngirni á biskup fs-
lenzku kirkjunnar auk þess sem
hann lætur sig ekki muna um að
ráðast á Prestastefnu íslands og
alþjóðleg kirkjusamtök, sem fs-
lenzka kirkjan á aðild að.
í öllum sfnum hamslausa
ofstækisvaðli leynir dósentinn
ekki fyrirlitningu sinni á kristinni
kirkju og boðskap hennar. En for-
dómar hans á kirkjunni reynast
honum slikur fjötur um fót, að
honum er með öllu fyrirmunað að
ræða málstað hennar á málefna-
legum grundvelli. Kirkjan er ekki
hafin yfir gagnrýni og því sfður
, einstakir starfsmenn hennar en
í málflutningur Arnórs á ekkert
skylt við það göfuga hugtak: gagn-
rýni, heldur einkennist hann af
órökstuddum fullyrðingum, dylgj-
um og óhróðri.
Eldflaugar í Evrópu
Arnór hefur umfjöllun sfna með
margháttuðum yfirlýsingum, sem
eiga það eitt sameiginlegt að vera
með öllu órökstuddar. M.a. skeytir
hann skapi sínu á þeim, sem gagn-
rýna ákvörðun Atlantshafsbanda-
lagsins frá því í des. 79 um að
hefja uppsetningu nýrra eldflauga
í V-Evrópu.
Ekki er hér fyrir málefnalegri
umfjöllun að fara frekar en ann-
ars staðar í þessari makalausu
grein. En margir hafa fært rök að
því, að þessi ákvörðun NATO hafi
verið mistök og ekki talið hana
auka öryggi Evrópu heldur grafa
undan því með þvf m.a. að grafa
undan trúverðugleika ógnarjafn-
vægisins og með því að kalla á
svar austan að. SS-20-eldflaugar
Rússa, sem friðarhreyfingin hefur
mótmælt kröftuglega, voru settar
upp í Sovéthluta A-Evrópu en ekki
í lepprfkjunum, ögrunin er þvf
augljós.
Margir málsmetandi stjórn-
málamenn innan NATO hafa
harðlega mótmælt uppsetning-
unni og deilur um ákvörðunina frá
því f des. 79 hafa verið harðar á
þingum Evrópuþjóða. Sums staðar
hefur henni verið hafnað, annars
staðar hefur munur verið lítill.
Upphafsmaður tillögunnar um
uppsetninguna, Helmut Schmidt,
fyrrum kanzlari V-Þýzkalands,
hefur gagnrýnt uppsetningu
flauganna harðlega og flokkur
hans, þýzki sósíaldemókrataflokk-
urinn, breytti nýlega um stefnu f
vígbúnaðarmálum og mótmælti
uppsetningunni, sem hann hafði á
sínum tima stutt.
Gagnrýni Schmidts felst m.a. í
því, að uppsetningin ætti því að-
eins að eiga sér stað, skv. ákvörð-
uninni, ef afvopnunarviðræður,
sem áttu að eiga sér stað á undan,
yrðu árangurslausar. Hann, ásamt
ótal mörgum öðrum, vill meina, að
slíkar viðræður hafi í raun aldrei
hafizt í alvöru. Og því fór sem fór,
flaugarnar eru nú sem óðast að fá
sína endanlegu staðsetningu og
Varsjárbandalagið sem óðast að
auka við nýrri kynslóð eldflauga í
ieppríkjum sinum.
Það þarf því ekki að koma Arn-
óri á óvart, að þessi ákvörðun
NATO hafi sætt mikilli gagnrýni f
löndum bandalagsins og þá ekki
sízt af þeim, sem voru víðsfjarri
því að vera andstæðingar Atlants-
hafsbandalagsins, hvað þá and-
stæðinga þess!
*
Ognun við lífríkið
Skilningsleysi mikið virðist há
dósentinum. Ekki segist hann
skilja setningu þess efnis f ræðu
minni á Friðarpáskum í Norræna
húsinu, að menn „séu reiðubúnir
að leggja sköpunarverkið í rúst“.
Það er ekki von að Arnór skilji
orðið „sköpunarverk", sem er að
vfsu þekkt úr orðaforða kirkjunn-
ar og merkir Iffríki heimsins.
Hitt er þó stórum einkennilegra
ef svo kynni að vera, að hann
skildi ekki merkingu setningar-
innar að þessu uppljóstruðu. Hann
heldur ef til vill, að kjarnorkuvopn
séu aðeins til skrauts f vopnabúr-
um risaveldanna? Veit maðurinn
ekki, að skv. hernaðaráætlunum
þeirra eru þau ætluð til a) fæl-
ingar, þ.e. til þess að hræða and-
stæðinginn frá árás og b) til notk-
unar, ef til árásar kemur.
Á bak við hina sérkennilegu
fyndni Reagans forseta Banda-
ríkjanna þess efnis, að hann væri
búinn að fyrirskipa kjarnorkuárás
á Sovétríkin og útvarpað var um
öll Bandaríkin eins og frægt er
orðið, er uggvænleg staðreynd.
Það er sú staðreynd, að skv. hern-
aðarkenningum NATO, er kenn-
ingin um „first use“, þ.e.a.s. um
notkun kjarnorkuvopna að fyrra
bragði, enn í fullu gildi þrátt fyrir
mótmæli fjölmargra, sem banda-
laginu fylgja að öðru leyti.
Veit Arnór ekki, að kjarnorku-
vopn hafa verið notuð? Notkun
þessara vopna merkir, að lffríki
jarðarinnar verður lagt í rúst,
hvort sem Arnór ber gæfu til að
skilja það eða ekki.
Kímnigáfa Arnórs
Margir munu hafa rekið upp
stór augu er þeir lásu þessa setn-
ingu í grein dósentsins: „En
hvernig getur uppsetning eld-
„í öllum sínum hams-
lausa ofstækisvaðli
leynir dósentinn ekki
fyrirlitningu sinni á
kristinni kirkju og
boðskap hennar. En for-
dómar hans á kirkjunni
reynast honum slíkur
fjötur um fót, að honum
er með öllu fyrirmunað
að ræða málstað hennar
á málefnalegum
grundvelli.“
Svar við grein
eftir Arnór
Hannibalsson
í Morgunblaðinu
6.9. síðastliðinn
flauga valdið gereyðingarhættu?"
Og svo bætir hann við: „Um það
hernaðarleyndarmál þegir prest-
urinn.“ Dósentinn álítur það hern-
aðarleyndarmál, sem hverjum
manni liggur í augum uppi. Á
hvaða plánetu býr maðurinn? Er
hann ekki í sambandi við raun-
veruleikann?
Heldur Arnór, að kjarnorku-
vopn og eldflaugar, sem þau flytja
f garð andstæðingsins, séu til
skemmtunar eða hvað? Vill hann
þá ekki dreifa þeim sem vfðast,
vill hann ekki, að Gaddafi og
Komeini eignist slík vopn? Jimmy
Carter var á öðru máli í ávarpi
sínu til þjóðar sinnar f janúar
1981, þá sagði hann: „Ef til vill er
það aðeins tímaspursmál, hvenær
vitfirring, örvænting, öfund eða
mistök leysa hið skelfilega afl
kjarnorkusprengjunnar úr læð-
ingi.“
Með ummælum sínum hlýtur
dósentinn að vera að gera að
gamni sfnu og fetar hann þar hvað
óvenjulega kímnigáfu snertir i
fotspor þess forseta, er nú er hús-
bóndi í Hvíta húsinu.
Vígbúnaður og
hugsjónir
Arnór hefur gert sér far um að
hagræða staðreyndum eftir eigin
geðþótta. Það er ekki af sannleiks-
ást eða löngun til málefnalegrar
umræðu, sem hann hefur flett upp
í gömlum greinum undirritaðs,
heldur til þess að velja úr, það sem
honum hentar hverju sinni án til-
lits til samhengis. I Morgunblaðs-
grein sinni segir Arnór: „Ekki orð
um SS-20,“ rétt eins og hann viti
ekki, að friðarhreyfingin hefur
ekki síður mótmælt uppsetningu
Varsjárbandalagsins á SS-20-eld-
flaugum en Evrópuflaugum Atl-
antshafsbandalagsins. Vilji hann
halda sér við greinar undirritaðs
ætti hann að lesa betur greinar,
sem birtust í Vísi 11.11/81 og Tím-
anum 15. og 16. júlí ’82.
Málflutningur svipaðs eðlis
kemur fram er hann vitnar til
bókarinnar „Kirkja og kjarnorku-
vígbúnaður", sem er eitt grund-
vallarrit friðarhreyfingarinnar og
er fáanlegt á íslenzku í flestum
bókabúðum, þá segir dósentinn:
„ekki orð um Gúlagið". Slíkur
málflutningur er ekki svara verð-
ur. Útúrsnúningar og frjáls með-
ferð á staðreyndum er málstað
hans ekki til framdráttar.
Ekki neitar Arnór sér um þenn-
an munað ofstækismanna að snúa
út úr málflutningi manna öðru
sinni er hann gerir ummæli mín
um hlut hugsjónaágreinings risa-
veldanna í vigbúnaðarkapphlaup-
inu að umfjöllun. Þar hélt ég fram
því sjónarmiði, að drifkrafturinn
að vígbúnaðarkapphlaupi risa-
veldanna væru ekki einvörðungu
hugsjónaágreiningur. Því til sönn-
unar nefndi ég gott samstarf
Bandaríkjanna við stærsta komm-
únistaríki heims, Kína. Um þetta
atriði þegir Arnór þunnu hljóði,
hann vill ekkert af því vita, að
risaveldin geti búið saman frið-
samlega þrátt fyrir hugsjóna-
ágreining. Hann vill kalt stríð
þeirra á milli. Hann er haldinn
þeirri bölsýnu nauðhyggju, að fyrr
eða síðar muni hugsjónaágrein-
ingur þeirra enda með orustunni á
Harmageddon.
Fyrir utan það, að slík nauð-
hyggja lýsir takmarkaðri þekk-
ingu á deilunni milli austurs og
vesturs eða deilunni milli komm-
únisma og kapítalisma þá er hún f
hreinni andstöðu við skilning
kirkjunnar á sögunni. Hún er af-
neitun á einu grundvallarhugtaki
kirkjunnar: voninni. Ennfremur
gerir slík vonlaus nauðhyggja að
engu eitt megineinkenni hins
gyðing-kristna lífsskilnings, sem
er ibyrgð mannsins á lífríkinu og
því mannlega samfélagi sem þar
þrífst.
Arnór Sovét-
sérfræðingur
í grein sinni segir dósentinn:
„Friðargöngur séra Gunnars og
skoðanabræðra hans valda mikilli
gleði austantjalds." Arnór gefur
sig greinilega út fyrir að vera sér-
fræðingur í málefnum Kremlverja
og vita út í yztu æsar, hvað þá
menn gleður og hryggir. Sízt af
öllu virðist hann vilja flytja þeim
1 mönnum neinn fagnaðarboðskap
eftir þau löngu og nánu kynni, sem
hann hefur af þeim haft.
En skyldi nú ekki vera eitthvað
líkt í þessu efni með stjórnmála-
leiðtogum austantjalds og vestan,
sumum hverjum a.m.k.? Ætli
gömlu mennirnir í Washington og
Kreml gleðjist ekki á svipaðan
hátt yfir friðargöngum eða til-
burðum í þá átt „hinum megin",
en telji þær hreinan óþarfa eða
jafnvel skaðlegar sín megin tjalds-
ins?
Gleði þeirra beggja á fullan rétt
á sér sé það gleði vegna þess, að
hér kunni bjartari og spennu-
minni tímar að vera f aðsigi. En
þeir vilja láta líta svo út, að þeirra
eigin ákvarðanir séu réttar. Þar
greinir þá á við marga.
Vill Arnór, að lýðræðisþjóðir
þegi um staðreyndir vígbúnaðar-
ins, vill hann, að eðlisfræðingar
hætti að benda á „kjarnorkuvetur"
og geislunarhættu, sem notkun
kjarnorkuvopna hefur í för með
sér, vill hann að læknar hætti að
tala um afleiðingar kjarnorku-
styrjaldar, vill hann að kirkjan
hætti að hvetja til sáttargjörðar
og friðsamlegrar sambúðar þjóða?
Hvað vill Arnór í raun og veru?
Vill hann kannski, að lýðræðis-
þjóðir geri aðeins það, sem leyft er
í austantjaldslöndum, að þær
hætti t.d. baráttu sinni fyrir
mannréttindum vegna þess, að sú
barátta er ekki leyfð austan-
tjalds?
Með ummælum sfnum um frið-
argöngur er Arnór f raun og veru
að ráðast að rótum þess þjóð-
skipulags, sem hann er þó f
ofstæki sínu að berjast fyrir: frelsi
fólks til þess að tjá skoðanir sínar.
Hann óttast í raun lýðræðið,
vegna þess að hann telur, að Sov-
étrfkin notfæri sér almenning á
vesturlöndum, fjarstýri honum
ens og kirkjunni meira að segja.
Hann treystir almenningi ekki til
þess að mynda sér skoðanir. Vill
hann ekki afnema kosningar
næst? Eða tjáningarfrelsið? Þótt
Arnór hafi gert sitt ýtrasta til
þess að þvo af sér kommúnista-
stimpilinn er vantraust hans á
lýðræðinu enn megineinkenni i
öllum hans málflutningi um frið-
ar- og afvopnunarmál.
En sem Sovétsérfræðingi ætti
Arnóri að vera það fullkunnugt,
að kirkjan f austurblokkinni hefur
lengi verið helzta vígi andófs-
manna þar um slóðir, margir
þeirra segja, að aöeins þar hafi
þeim verið leyft að tjá sig. Hvers
vegna ræðst Árnór þá á kirkjuna?
Heldur hann, að kirkjan f Póllandi
noti aðra Biblíu en kirkjan á ís-
landi eða trúi á annan Jesúm?
Kirkjan boðar hvarvetna sama
boðskapinn og það má hana einu
gilda, hvað stjórnmálamenn hafa
um boðskap hennar að segja.
Það þarf engan sérfræðing í
málefnum austantjaldslandanna á
borð við Arnór Hannibalsson til
þess að segja fólki, að Sovétríkin
séu einræðisrfki. Hvaða ný sann-
indi eru það að mannréttindi séu
þar fótum troðin? Heldur hann, að
íslenzkum prestum sé það ekki
fullljóst, að kirkjan f austurblokk-
inni býr við frelsisskerðingu? Það
er erfitt að vita, hvað menn eins
og Arnór eru í raun að fara þegar
þeir halda, að kirkjan vilji stuðla
að því, að guðlaus kommúnismi
breiðist út um heiminn. Maðurinn
hlýtur að vera að grfnast. Ætlist
Amór til þess, að hann sé tekinn
alvarlega, ætti hann að haga máli
sínu svo að einhver heil brú sé í
málflutningi hans. En þá er eftir
sá möguleikinn, að Arnór lfti svo á
í vanþekkingu sinni og fyrirlitn-
ingu á boðskap kirkjunnar, að hún
viti ekki hvað hún gjöri og sé því
auðveldasta bráð Satans og allra
hans illu ára í þessum heimi. Það
hlýtur hann að álfta, annað væri í
ósamræmi við vantrú hans á þeim
boðskap sem kirkjan flytur.
Krafan um stöðvun
vígbúnaðar
Hvergi er baráttan fyrir stöðv-
un á framleiðslu kjarnorkuvopna
og krafan um fækkun þeirra, jafn-
vel einhliða, jafn eindregin og
sterk og í Bandaríkjunum
(„freeze“-hreyfingin). Þar í landi
hefur „freeze“-hreyfingin haft
meirihlutafylgi um langt skeið.
Skyldi það ekki gleðja vini Arnórs
austantjalds? Ætli málstaður
þeirra milljóna Bandaríkjamanna,
sem aðhyllast markmið hreyf-
ingarinnar, sé ekki þess eðlis, að
slík gleði breyti engu. Og hvers
vegna mættu þeir ekki gleðjast,
MORGUNBLADID. HMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1884
Friðarbarátta og friðarhorfur
Friðarþing
— eftir Arnór
Hannibalsson
í árslok 1979 uppfylltu Sovét-
rikin bródurskyldur sinar við
Flokkinn i Afganistan og fóru með
óvigan her yfir landamærin. Til
voru þeir menn i heiminum, sem
töldu þetta sovétstjórninni til
álitshnekkis. Þar við bættist, að
einmitt í desember 1979 höfðu
Atlantshafsrikin ákveðiö viðbrögð
við friðarsókn í Evrópu. Eitthvað
varð til bragðs að taka.
Um viðbrögðin má lesa í frétta-
blöðunum Pravda og Ísvéstía síð-
ustu dagana í september 1980. Þar
segir frá þvi, að dagana 23.-27.
september 1980 sátu á rökstólum í
höfudbor|^Búlgariu^jófíu^^!60^
2. grein
through Security, 27 Whitehall,
London.)
Hrakför
Sovétstjórnin taldi sig eygja
sigur á næsta leiti, þegar henni
hafði tekizt að láta Veraldarfrið-
arþingið samþykkja öll höfuðat-
riði utanrikisstefnu Sovétrfkj-
anna. Úrslitaorrustuna skyldi
heyja haustið 1983. Fjölmennu lið-
ið skyldi boðið út. Það átti að
koma í veg fyrir, að ríki Vestur-
l'nt"i'n Mii'iiii inrii iillniri’li in' iiliili.
Séra Gunnar KríatjánsBou
álíta, að yfirlýs.ngar hans séu?
hugmyndafræði friðarhreyfingar-
innar.
Guðsmaðurinn birti grein í DV i
hinn 25.10. ’83. Þar vindur hann |
sér beint að efninu í fyrstu setn-
ingunum.
Hann lýsir yfir fylgi við wslök-
un“ hrakfallabálksins Willys ,
Brandt. Hún átti að hafa í för með J
sér „nýtt friðar: abil“. Það er I
semsé skoðun klerksins að með því I
að moka tækni og ollu sem selja |
má í hernaðargin Sovétrfkjanna
megi tryggja frið Ekki er sagt orð
um það hvernig sr.vétstjórnin ha-
gnýtti og hagnýtir sér aðganginn ,
að vestrænum mörkuðum, né I
heldur er eitt orð um uppsetningu I
SS-20-eldflauganr.r. Sú þögn talar I
skýru máli. Það er ekki ótti við |
utanríkisstefnu og vígvél Sovétr-
íkjanna, sem hrati klerkinum út f 1
friðarbardagann. Nei. Hann tekur
það skýrt fram, að l»að var ákvör-
ðun Atlantshafshurdalagsins frá f J
desember 1979 um að vernda full-
veldi aðildarríkjar na sem olli þvfl
að mótspyrnu vai þörf — gegnl
stefnu vestrænna i íkja, þvf að — f
svo segir guðsmaðurinn — með |
þess'u *var Sovétnkjunum ... ögr-
að“. Gegn þeirri ai.uðasynd þurfti I
^^núastjjjugm^ndn^ersemséj