Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 59

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 59 það skyldi þó ekki vera, að austan- tjalds sé líka fólk, jafnvel í háum embættum, sem óttast. Ætli Rúss- ar hafi gleymt því, að þeir misstu tuttugu milljónir manna i seinni heimsstyrjöldinr.i fyrir vopnum nazista? Þeir skyldu þó ekki telja sig hafa ástæðu til að óttast, að slík viðhorf í stjórnmálum eigi sér sums staðar nokkurt fylgi á vest- urlöndum nú. Arnór mun vafalaust kunna svör við orðum um þjáningar Rússa ef að líkum lætur. Hið sí- gilda andsvar er, að þeir hafi sjálfir útrýmt fjölda samlanda sinna í „hreinsunum" Stalíns. Það minnir okkur á, að Sovétríkin eru guðlaust kommúnistaríki. Guð- leysi hefur kirkjan aldrei talið manninum fyrir beztu, hvorki guðlausan kommúnisma, guðlaus- an fasisma né guðlausan kapítal- isma. Ástæða þess, að „freeze"- hreyfingin hefur svo mikið fylgi meðal almennings er aukin al- menn þekking á málefnum víg- búnaðar. Það er sú þekking, sem hefur grafið undan trausti manna á leið vopna til þess að efla öryggi þjóða og frið þeirra á milli. Sú trú, sem Arnór boðar, er á undanhaldi, að friður sé aðeins hugsanlegur í helskugga kjarnorkusprengjunn- ar. Minnir sú trú nokkuð á skurð- goðadýrkun? Hvers vegna þarf hann að ve- fengja og vantreysta, þegar fólk með góðan vilja til þess að efla frið og frelsi í þessum heimi lætur til sín heyra? „Vinur er sá annars, er ills varnar" er forn speki úr fornsögum okkar. Arnór er á öðru máli. Hvaða leyfi hefur hann til þess að hunza og tortryggja þau varnaðarorð, sem berast frá ótal samtökum þeirra, sem gerst þekkja til innviða vígbúnaðar samtímans? Priðarhreyfing samtímans grundvallast ekki á þekkingarleysi heldur þekkingu. Margir hópar sérfræðinga hafa myndað friðar- samtök, t.d. eðlisfræðingar, sem bezt þekkja til kjarnorkuvopna, þeir hafa t.d. bent á þá hættu, sem felst í takmarkaðri notkun kjarn- orkuvopna, þar sem áhrifin komi ekki síður niður á þeim, sem vopn- unum beitir en hinum, sem þau eru ætluð. Kjarnorkuvopnum hef- ur því verið líkt við byssu, þar sem skot hleypur ekki aðeins framúr hlaupinu heldur einnig aftur úr því. Fjöldamörg samtök sérfræð- inga og leikmanna hafa sitthvað fram að færa, sem Arnór hefði gott af að kynna sér. Hann ætti líka að vita það, að i fremstu röð friðarhreyfingarinnar eru reyndir stjórnmálamenn úr öllum flokk- um og frá öllurn þjóðum og þar eru menn, sem setið hafa langtím- um saman við samningaborð, þar sem risaveldin hafa höndlað um vopn sín. Enn er ógetið friðarrannsókn- arstofnana víða um heim, ekki sízt á Norðurlöndum. Þar má nefna friðarrannsóknarstofnunina í Osló og hina alþjóðlegu friðar- rannsóknarstofnun i Stokkhólmi. Friðarrannsóknir eru stundaðar við marga vestræna háskóla. Miklar upplýsingar um vigbúnað heimsins koma fram i umræðum á þjóðþingum vesturlanda og þá ekki sízt í svonefndum „hearings" i bandaríska þinginu i Washing- ton. En þrátt fyrir þetta allt þá er ennþá hávær og harðsvíraður hóp- ur manna á borð við Arnór Hanni- balsson, sem æðir um, grenjandi „kommúnismi" á allt, sem að sátt- argjörð, friði og afvopnun miðar. Þeir vilja ekkert af upplýsingum vita, ekkert af þekkingu. Þeir svíf- ast einskis til þess að tortryggja allt og alla, sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að þessari mestu ógn verði bægt frá mannkyninu, kjarnorkuvánni. Þeir vilja ekkert vita um hungur í heiminum og misrétti, sem viðgengst víða í þriðja heiminum. Svigrúm þeirra minnkar í réttu hlutfalli við þekkingu almennings á málefnum friðar og afvopnunar. Þess vegna óttast Arnór friðar- göngur, umræður i kirkjum, presta, sem flytja „fagnaðarerindi friðarins", þeir óttast friðar- fræðslu í skólum, þeir óttast i raun og veru sjálft lýðræðið. Hjal þeirra um lýðræði er þvi einskis virði. Katekismus dósentsins Dósentinn kynnir fslenzku þjóð- kirkjuna á þennan tilkomumikla hátt: „Uppi á íslandi er stofnun, sem ríkið styður og verndar. Það er hin evangelísk-lútherska kirkja.“ Neðan úr hvaða undir- heimum skyldi hann rita þessi orð, eða er hann að skrifa fyrir útlendinga? Það er engu líkara en Arnór álíti, að þjóðin þekki ekki þessa „stofnun". Það skyldi þó ekki vera, að hann sé sjálfur að gera sér grein fyrir tilvist þessar- ar voðalegu stofnunar? En Arnór lætur kirkjuhatur sitt og ótta við þetta skelfilega fyrirbæri ekki aftra sér frá því að rita kafla um „Hlutverk kirkjunnar". Hann tel- ur það lítilræði eitt að bregða sér i erkibiskups líki og taka i skottið á þessari litilsigldu „stofnun uppi á Islandi". Og ekki munar hann um að segja biskupi fyrir verkum á ósmekklegan og forkastanlegan hátt, er hlýtur að vekja andúð og reiði hverjum þeim, sem þennan subbulega samsetning les. Hann „veit“ hver boðskapur kirkjunnar á að vera og telur að „boðandi orðsins (hafi) eitthvað ruglast í sinum katekismus" og þar á hann við undirritaðan. Kannski nú eigi að fara að efna við í brennu handa villutrúar- mönnum. Vill Arnór, að slík orð séu tekin sem hvert annað fleipur, sem ekki sé mark tekið á? Kímni- gáfa hans er að verða hvimleið að ekki sé meira sagt. Kannski Arnór hafi skrifað katekismus, sem hann vill láta kirkjuna kenna. Hvernig ætli sá katekismus yrði? Næsta tilvitnun í grein hans ætti að gera mönnum kleift að fara nærri um það. Hann segir: „Þá segir guðsmaðurinn: Við eigum að „efla elsku til óvinarins”, forðast „að draga upp af honum grýlumyndir“, mæta honum „með kærleika". Þetta er ekki amalegt tilboð. Við eigum að elska KGB... “ Með þessum orðum af- hjúpar Arnór vanþekkingu sína á kristinni trú. Hann heldur, að til- vitnun mín í alþekkt orð Fjallræð- unnar sé frá mér komin! Hann veit ekki, að kristin trú á sér eitt óumdeilanlegt sérkenni, og það er boð Jesú í Fjallræðunni um af- stöðu þá er hafa beri til óvinarins. Boð um að elska náunga sinn er að finna hvarvetna I trúarbrögöum og lífsskoðunum. Boð um að taka óvininn gildan er sterkasta einkenni kristinnar lífsskoðunar. Og má þá einu gilda hver sá óvinur er, um þetta snýst kristin lífsskoðun að verulegu leyti og þar með framlag hennar til urmæðu dagsins. Arnór hafnar þessu meginatriði á af- dráttarlausan hátt. Látum það nú vera þótt hann hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur, hann er greini- Iega hugaður maður og ætlar sér ekki lftið viðfangsefni. Hann hefur um leið beint spjótum sínum að öllu þvi sem kalla mætti afsprengi þessa lífsviðhorfs. Vill hann ekki Sameinuðu þjóðirnar feigar? Heldur hann, að þær hafi verið stofnaðar til þess að draga upp grýlumyndir af fólki, efla hatur þess á meðal og brýna menn til þess að mæta hver öðrum með krepptum hnefa? Katekismus Arnórs yrði þá eitthvað á þessa leið ef að líkum lætur: Við skulum efla hatur til óvinarins, eigi forðast að draga upp af honum grýlumyndir og mæta honum með grimmd. Er það þá ekki líka það, sem hann óskaði sér sem „hlutverk kirkjunnar"? Er það ekki þessi kirkja, sem ekki vill sjá dagsins ljós; og dósentinn er orðinn leiður á að bíða þess að brúðurin komi. En þá má hann vita þetta: slík kirkja kemur aldrei því fyrirbæri af þvílíku tagi væri ekki kirkja Krists. Svo vikið sé að grein Arnórs í DV 23. okt. sl. þá heldur hann því þar fram umbúðalaust, að fslenzka þjóðkirkjan og Lútherska heims- sambandið, sem hún á aðild að, sé fjarstýrt af kommúnistum í Moskvu. Hér er á ferð fasistaof- stæki af verstu gerð, sem mér er nær að halda, að sé óþekkt í um- ræðum hér á landi um kirkju og kristindóm. Það kveður við nýjan tón í umræðum um málefni kirkj- unnar hér á landi. En sá tónn minnir á kirkjuofsóknir nazista á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina: ef kirkjan styður ekki okkar málstað þá er henni fjar- stýrt af kommúnistum. I grein dósentsins í DV rignir yfir lesendur slíku spurningaflóði, að það vekur meðaumkvun með höfundinum. Kannski hann gæti þegið eitt ráð, ef verða mætti til þess að leysa úr einhverjum hinna mörgu spurninga hans um hlut- verk kirkjunnar og boðskap henn- ar: hvernig væri að hann læsi þá bók, sem kirkjan les: Biblíuna? Kannski hann yrði einhvers vísari um inntak þess skelfilega boð- skapar, sem þessi „stofnun uppi á íslandi" telur sér bera að flytja. Fridarbardaga- guöspjallið Hvorki fær Arnór hamið kímni- gáfu sína né orðkynngi þegar hann finnur upp snjallyrðið „frið- arbardagaguðspjaH“. Fáir munu þó kunna merkingu þess orðskríp- is til hlítar. Vera má, að þar eigi hann við baráttu fyrir friði. Það er engin þversögn, að barizt skuli fyrir friði ekki frekar en það er þversögn, að víða þurfa menn að berjast fyrir frelsi og mannrétt- indum. Allt frá tímum frumkirkj- unnar hefur kirkjan barizt. Sr. Martin Luther King, Gandhi, Desmond Tutu og ótal fleiri, sem barizt hafa fyrir friði og mannréttindum og grundvallað hafa viðhorf sín og starfsaðferðir á Fjallræðunni, hafa lagt áherzlu j á, að þeir væru að berjast. En sú barátta er án ofbeldis og án haturs. Á þessari öld þekkir kirkjan margar baráttusögur, sem allar sýna það, að kirkjan beygir sig ekki fyrir óréttlætinu og hlýðnast ekki yfirvöldum, sem breyta gegn „Guðs lögum" þótt hver kirkju- deild fari þó í þeim efnum sína eigin leið, sem mótast af aðstæð- um. Kirkjan er alþjóðlegt samfélag, sem sameinar fólk af öllum þjóð- um, tungum og kynkvíslum, fólk, sem býr við flest hugsanleg stjórnkerfi. Heimsmynd þessa al- þjóðlega samfélags er ekki einsýn, mótast ekki af þeirri takmörkuðu hundaþúfusýn, sem einkennir þá svart-hvítu heimsmynd, sem Arn- ór virðist hafa fyrir augum. Orsakir spennu Hundaþúfan hefur verið sjón- arhóll Arnórs, þegar hann krefst þess í grein sinni í Morgunblaðinu að „fá afdráttarlaust svar við eft- irfarandi spurningu: Eruð þið samþykkir því eða ekki að hernað- arumsvif Sovétríkjanna séu höf- uðuppspretta þenslu í alþjóða- stjórnmálum?" Hér á að setja kirkjunnar þjóna upp við vegg, með sundurkramin hjörtu skulu þeir koma fram fyrir Arnór erki- biskup og játa syndir sínar! Ætli spenna í alþjóðlegum stjórnmálum eigi sér ekki margar orsakir. Hvað um hungur, mis- rétti, styrjaldir víða um heim? En meginorsökin er vafalaust sú, að risaveldin hafa skipt þessum heimi í tvö áhrifasvæði, sem þau vilja viðhalda og eru áreiðanlega ekkert á móti þvf að stækka; og hvað aðferðir snertir, virðist þeim þar flest i léttu rúmi íiggja og líkj- ast þar ótrúlega náið hvort öðru. HernaÖarhyggja Það var enginn annar en Abra- ham Lincoln, sem sagði, að unnt væri að útrýma óvinum með tvennum hætti. Annar væri sá að drepa þá i stríði, hinn væri sá að sættast við þá. Lincoln valdi for- líkun í stað forherðingar. Það var á þeim tímum, þegar hinn mikli friðarboði Arnórs, kjarnorku- sprengjan, var enn ókominn til sögunnar. En einnig á þeim tímum voru til forherðingarmenn, sem mátu einskis hin mjúku gildi. Sem betur fer eiga forherð- ingarmenn eins og dósentinn ekki upp á pallborðið nú um stundir hér á landi eða í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt skoðanakönnun ólafs H. Harðarsonar, sem gerð var sl. sumar og gefin út á vegum Öryggismálanefndar nýlega („Viðhorf íslendinga til öryggis- og utanríkismála"), eiga viðhorf friðarhreyfingarinnar hljóm- grunn meðal þjóðarinnar, þar seg- ir, að „drjúgur meirihluti styðji frið- arhreyfínguna“. Þar segir enn fremur, að svo til allir, sem nefna sig vinstri menn i könnuninni fylgi henni að málum og hvorki meira né minna en fimmtiu prósent þeirra, sem kalla sig hægri menn, styðja málstað friðarhreyfingarinnar. Fólk bindur vonir við þau nýju sjónarmið, sem friðarhreyfingin hefur komið á framfæri. Það er barátta gegn kjarnorkuvígbúnaði, fækkun þeirra vopna og loks út- rýming. Og það er ennfremur and- óf gegn hernaðarhyggju i heimin- um. Friðarhreyfingin leggur áherzlu á það, að friður sé lífsskil- yrði tæknialdar, án hans sé engin framtíð. Vissulega kennir margra grasa í þessari milljónahreyfingu, hvern- ig ætti annað að vera? Þar ganga hægri menn við hlið vinstri manna og kristnir við hlið guð- leysingja. Það hugsa ekki allir eins, lýðræðisþjóðir gera ráð fyrir fjölbreytni i viðhorfum manna. En það sem sameinar er hin sameig- inlega ógn gereyðingar og gegn þeirri vá geta allir tekið höndum saman og ekki aðeins geta heldur verða. Glíma viö stórgrýti Arnór Hannibalsson hefur látið boðskap sinn heyrast undanfarið. Öskrandi og argandi hefur hann ráðizt á íslenzku kirkjuna, biskup hennar, presta og söfnuði. Þar hefur hann haft í frammi fyrirlit- legan þvætting. Hann hefur ekki látið sig muna um það, að gera þvi skóna, að kirkjur heimsins séu fjarstýrðar frá Moskvu! Og ekki nóg með. það, heldur hefur hann reynt að telja fólki trú um, að þeir sem berjast fyrir fækkun vítisvéla í þessum heimi og vilja efla frið- samleg samskipti þjóða séu einnig fjarstýrðir frá þessari miklu fjar- stýrimiðstöð veraldarinnar, sem hann gefur sig út fyrir að þekkja öllum öðrum betur. Það sem verra er: hann hefur hafnað málefnalegri umræðu, sem ég fullyrði, að kirkjunnar þjónar hafl gert sér far um að iðka í þessu máli. Það er málstað hans ekki til framdráttar. í grýluótta sínum minnir Arnór óneitanlega á þá menn fyrri tíma, sem hvað hatrammlegast börðust gegn forneskju hér á landi en voru þó sjálfir þeir einu, sem voru af henni haldnir. Þeir kyntu undir ofsóknarbrjálæði, sem hvað eftir annað hefur gosið upp i ýmsum myndum. Arnór gæti áreiðanlega eitthvað lært af riti sr. Páls í Sel- árdal, Character bestiae, sem fjall- ar um galdra og hversu skilgreina megi hin vondu öfl, sem berjast skuli gegn. Þá mætti hann taka sér annan Selárdalsprest til fyrirmyndar og á ég þar við Árum-Kára, sem hafði í fullu tré við andaverur vonzkunnar á sinni tíð og kunni góð skil á fjarstýribúnaði þeirra, hann háði ennfremur glimur mikl- ar við tröll, afturgöngur og stór- grýti. Gretti hinum sterka var „mjög lagið að koma af reimleikum eða afturgöngum" og ekki efa ég að Arnór muni hafa erindi sem erfiði ekki síður en hann í baráttunni gegn andaverum vonzkunnar, sem að hans áliti leynast helzt við alt- ari drottins eða í predikunar- stólnum. I glímum sinum ætti Arnór, dósent í heimspeki, samt að gæta eins: að læra að greina milli kommúnisma og kristindóms, hið síðarnefnda er allmiklu eldra fyrirbæri. Dr. Gunnar Kristjínsaon er prestur á Reynirölhim í Kjós. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell .. 19/11 Dísarfell .. 3/12 Dísarfell .. 17/12 ROTTERDAM: Dísarfell .. 20/11 Dísarfell .. 4/12 Dísarfell .. 18/12 ANTWERPEN: Dísarfell .. 21/11 Dísarfell .. 5/12 Dísarfell .. 19/12 HAMBORG: Dísarfell .. 23/11 Dísarfell .. 7/12 Dísarfell .. 21/12 HELSINKI: Patria .. 28/11 Hvassafell .. 23/12 LUBECK: Arnarfell .. 29/11 FALKENBERG: Arnarfell .. 30/11 Hvassafell .. 17/12 LENINGRAD: Patria .. 29/11 LARVIK: Jan .. 26/11 Jan .. 10/12 GAUTABORG: Jan .. 27/11 Jan .. 11/12 KAUPMANNAHÖFN: Jan .......... 28/11 Jan .......... 12/12 SVENDBORG: Jan .......... 15/11 Jan .......... 28/11 Jan .......... 13/12 ÁRHUS: Jan .......... 15/11 Jan .......... 28/11 Jan .......... 13/12 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ... 16/11 Skaftafell ... 17/12 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 17/11 Skaftafell ... 18/12 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 esið reglulega af ölRim fjöldanum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.