Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
61
Kjaftasögur í verkfalli
!
Islandsk krise
REYKJAVIK: Pft grund af
strejkeramte medier, radio.
fjernsyn og aviser, er Island nu
et moderne samfund uden ny-
hedsformidling. Situationen
bliver derfor for de fleste
uoverskuelig, efter at Stats- og
Kommunetjenestemændenes
Forbund har indledt deres
planlagte strejke natten til i
dag. Landet vil efterhánden
lammes totalt, og samfundet
vil i hej grad isoleres, n&r
hverken fly- eller skibsforbin-
delserne med udlandet kan
Island uden
presse
En strejke inden for
dicverdenen pá IsLand 1
har isoleret store dele af
o-befolkningen. Samtidig
er der store problemer
n»ed telefonforbindelser-
ne, sá rygteme Kar frit
lob. Bla. hævdcdes det
helt hen i vejret i gár i
Reykjavik, at et kupforj
sog var imder ooseil
Fréttir úr Politiken og Berlingske Tidende frá 4. okt um verkfall BSRB
— eftir Gissur
Pétursson
Það þykir alltaf fréttnæmt á Is-
landi að heyra hvað um okkur er
sagt í erlendum fjölmiðlum. Þess-
ar frásagnir einkennast gjarnan
af vanþekkingu og misskilningi
enda oft erfitt fyrir erlenda blaða-
og fréttamenn, sem á íslandi eru í
stuttri heimsókn, að átta sig á
samhengi hlutanna í samfélaginu,
sem er nú ekki á hverjum degi í
sviðsljósi alheimsins.
Þessar frásagnir hafa mikil
áhrif og ráða að mestu ímynd út-
lendinga um landið og þjóðina.
Þann 31. október sl. sendi ég
fréttapistil i Ríkisútvarpið, héðan
frá Kaupmannahöfn, sem fjallaði
um fréttaflutning danskra fjöl-
miðla af þá nýafstöðnu verkfalli
BSRB. Var það ekki að ástæðu-
lausu þar sem nokkrar vægast
sagt einkennilegar fréttir höfðu
birst hér í fjölmiðlum — einkum
frétt um að fyrir dyrum stæði
valdarán í Reykjavík þann 3.
október og fréttir af gangi mála
síðasta dag verkfallsins, 30. októb-
er. Sagan um valdaránið átti að
lýsa því ástandi sem á Islandi rikti
i fjölmiðlaleysinu. Að menn köst-
uðu fyrir róða öllu skynsamlegu
viti og væru tilbúnir til að trúa
hverju sem væri. Höfundur þess-
ara fréttaskrifa var Magnús Guð-
mundsson, fréttaritari á íslandi
fyrir dönsku fréttastofuna Ritzau.
Ekki síst það gerði þetta mál
áhugavert. Að það skildi vera ts-
lendingur búsettur á íslandi en
ekki útlendingur, sem lítið þekkti
til, sem sendi fréttir og frásagnir
til útlanda sem voru svona ein-
kennilegar, að ekki sé meira sagt.
Morgunblaðið tekur þennan
fréttaflutning Magnúsar til um-
fjöllunar í Reykjavíkurbréfi 4.
október og kemst höfundur bréfs-
ins að sömu niðurstöðu og ég og
raunar margir aðrir. Að frétta-
flutningurinn hafi verið í meira
lagi æsikenndur og þjónað ná-
kvæmlega engum tilgangi. Og höf-
undur bréfsins vitnar til heimilda,
sem ég hef ekki séð. M.a. dagblaðið
Aktuelt og nokkur dönsk dreifbýl-
isblöð.
Magnús Guðmundsson skrifar
síðan grein í Morgunblaðið þann 7.
október, sem hann kallar „Valda-
rán — Ærurán", þar sem hann
reynir að bera hönd fyrir höfuð
sér og réttlæta þessi æsikenndu
fréttaskrif. Segir hann mig hafa
farið með rangfærslur og bein
ósannindi og þetta hafi ég gert til
að upphefja sjálfan mig á hans
kostnað. Auðvitað nenni ég ekki
að svara þessum ásökunum, þær
eru bara ámátlegt yfirklór rök-
þrota manns. Það sem skiptir höf-
uðmáli í þessu samhengi er hvern-
ig fréttirnar birtust dönskum al-
menningi. Hversu mikið upplýs-
ingagildi þær höfðu. Hvort þær
bættu eitthvað við þá þekkingu,
sem gera mátti ráð fyrir að dansk-
„Heimskulegar kjafta-
sögur, hvort sem þær
verða til í hugarheimi
Magnúsar Guðmunds-
sonar eða annars stað-
ar, geta aldrei orðið
fréttir.“
ur almenningur hefði á gangi
vinnudeilnanna á íslandi, eða
hvort þær væru til undirbúnings
fyrir frekari upplýsingar um deil-
urnar. Og ef ekki þetta, hvort þær
áttu bara að vera létt skemmti-
saga, sem stundum flýtur með i
fréttum og frásögnum fjölmiðla.
Og höfuðmálið er að þessar
fréttir gerðu ekkert af þessu. Þær
þjónuðu nákvæmlega engum til-
gangi. Heimskulegar kjaftasögur,
hvort sem þær verða til í hugar-
heimi Magnúsar Guðmundssonar
eða annars staðar geta aldrei orð-
ið fréttir. Og það á Magnús Guð-
mundsson að vita.
Saga um valdarán í Reykjavík
getur aldrei orðið til að lýsa einu
eða neinu ástandi, svo frámuna-
lega heimskuleg er hún. Hvað þá
sagan um yfirtöku óánægðra
kennara á útvarpshúsinu eða að
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra hafi verið i felum á
óþekktum stað fyrir utan Reykja-
vík þann 3. október. — Liklega þá
vegna ótta við opinbera starfs-
menn. En allar þessar heimsku-
legu kjaftasögur voru i frétta-
skeyti frá Magnúsi Guðmunds-
syni, sem sent var ti Ritzau f
Kaupmannahöfn 3. október sl.
Það, sem skýrir e.t.v. best
hvernig þessar sögur komust til
dansks almennings, eru þessar
tvær eindálka fréttir sem birtust i
Politiken og Berlingske Tidene 4.
október. Lesendur geta sjálfir
dæmt um hvort þarna sé að finna
yfirgripsmikla lýsingu á þvi
ástandi, sem ríkti þann 3. október
í Reykjavík.
En það var líka annað sem ég
nefndi í umræddum fréttapistli
mínum og Magnús gerir engar at-
hugasemdir við i grein sinni, en
það var fréttaflutningurinn síð-
asta dag verkfallsins. Daginn eft-
ir, þ.e. þann 31. október, birtust í
nokkrum dagblöðum hér og i Svi-
þjóð fréttir, sem stönguðust al-
gerlega á. Annars vegar voru
fréttir eins og t.d. í Politiken þar
sem sagði að verkfalli BSRB á ís-
landi væri lokið og svo hins vegar
fréttir um að uppúr viðræðunum
hefði slitnað um miðjan dag, deg-
inum áður. Þessar fréttir birtust
m.a. i Jyllands Posten og Dagens
Nyheter í Svíþjóð. Frétt um að
upp úr viðræðunum hefði slitnað
eru annað hvort hreinn uppspuni
fréttaritarans eða takmarkalaust
dómgreindarleysi við mat á að-
stæðum. Það slitnaði aldrei upp úr
viðræðunum 30. október. Samn-
ingafundi var aldrei slitið. Samt
voru fréttir um það hér i fjölmiðl-
um, komnar frá Magnúsi Guð-
mundssyni fréttaritara Ritzau á
íslandi.
Magnús sendi frá sér mörg
fréttaskeyti hingað út meðan á
verkfallinu stóð, sem voru ágæt-
lega skrifuð og lýstu ástandinu
prýðilega. Ég var i aðstöðu til að
geta lesið megnið af þeim en gall-
inn var bara sá að ekki nema brot
af skeytunum birtist i dönskum
fjölmiðlum. En þessa tvo daga
skaut Magnús langt yfir markið i
viðleitni sinni við að lýsa upp-
lausninni, sem á íslandi átti að
ríkja. Þessa tvo daga virðist
Magnús hafa verð undir áhrifum
af of miklum lestri Ekstra-blaðs-
ins danska.
Magnús kallar grein sína i
Morgunblaðinu 7. október „Valda-
rán — Ærurán". Líklega telur
hann að tilraun hafi verið gerð til
að ræna hann ærunni með um-
fjöllun minni og Morgunblaðsins
um fréttaskrif hans. Þvi er visað
til föðurhúsanna. Magnús Guð-
mundsson rænir sjálfan sig ær-
unni með því að láta birta eftir sig
óábyrg æsifrettaskrif um islensk
þjóðmál í erlendum fjölmiðlum.
Kaupmannahöfn, 9. október 1984
Gissur Pétursson er fréttaritari
Ríkisútvarpsins í Kaupmannaböfn.
Fyrst og fremst
skemmtigripur
Hljóm-
plotur
Sigurður Sverrisson
Peter Wolf
LighLs out
EMI America/Fálkinn
Það vakti að vonum talsverða
athygli þegar Peter Wolf sagði
skilið við hina vinsælu hljóm-
sveit J. Geils Band. Ekki sist
vakti brottförin athygli fyrir þá
sök, að J. Geils Band hafði ekki
um langt skeið notið eins mikilla
vinsælda og i kjölfar plötunnar
Freeze frame, sem m.a. hafði að
geyma samnefnt lag svo og Cent-
erfold sem bæði urðu mjög vin-
sæl.
Þessi fyrsta sólóplata Peter
Wolf sver sig talsvert í ætt við
það sem J. Geils Band var að
gera hér áður fyrr og skyldi eng-
an undra. Fyrst og fremst er
Lights out skemmtigripur og
býsna góð sem slíkur. Lögin eru
skemmtileg blanda af hraðri og
rólegri tónlist — rétt eins og það
var á gullaldarárum J. Geils
Band.
Sér til aðstoðar hefur Wolf
fjöldann allan af góðu fólki þótt
fæstir þeirra séu nein stórnöfn.
Þó má heyra að Mick Jagger
leggur Wolf lið í einu laganna og
gitarleikarinn Adrian Belew
leggur einnig hönd á plóginn.
Hitann og þungann af aðstoðinni
ber þó maður að nafni Michael
Jonzun. Hann leikur á bassa,
ásláttarhljóðfæri, hljómborð og
syngur bakraddir og guð má vita
hvað. Gerir sitt snoturlega sem
og aðrir á plötunni.
Á ferli sínum með J. Geils
Band hefur Wolf öðlast reynslu
sem hann kemur vel til skila á
þessari plötu. Hér er ekki verið
að fást við nein stórvirki —
skemmtanagildið er það sem
mest er lagt upp úr og tekst bara
vel til. Þetta er plata sem á eftir
að gera það gott í Bandaríkjun-
um en á síður erindi til Evrópu
— rétt eins og J. Geils Band hér
áður.
/
Gull og demantaj
útsölu
*í
\> • • \
í tilefni eigendaskipta
á verslun Jóhannesar
Norðfjörðs höfum við
ákveðið að efna til
rýmingarsölu á
stórum hluta
af vörum
verslunarinnar.
Herra og dömu gull og
silfurhringir
Herra og dömu úr,
veggklukkur, skeiðklukkur
Hálsmen gull og silfur armbönd
ofl. ofl.
Otrúlegt en satt
— nú er hægt að gera verulega
góð kaup á gæðavörum
— lítið inn.
Konun
Hverfisgötu 49,
sími 13313.
Verið velkomin.
T