Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 64

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 MATSEÐILL \! HÁDEGISVERÐIIR 14.11. Grceramtissúpa °9 Djúpstáktur karfi með frönskum kartöfhun, gúrkusalati og kokktéilsósu kr. 190 eða Soðnar Unajnaamxr í karrýsósu, hríscjrjónum, arianassneið og ftrósaíoti kr. 210 Auk anruara rétta á vægu verði OPNUNARTÍMI ALLA DAGA KL. 11.30-14.00 KL. 18.00-23.00 Veitingahúsið Hagamel 67 Reykjavík, sími: 26070. Hirgir \*UVir llaUdórssan, matreidsíumeistari. WA'.V WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir ■LlLL StlyiHlaygjyir Vesturgötu 16, sími 13280 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaður fyrirspil o.fl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Verður verkfall- ið endurtekið? — eftir Friðfinn Finnsson Sennilega verður verkfallið, sem nú er yfirstandandi, lengi í minn- um haft hér á landi. Ekki síst fyrir þá hörku, sem sýnd hefir verið á öllum sviðum. Óbætanlegt er það þjóðartjön, er af því hefir hlotist. Alltaf hefir maður heyrt að ís- lendingar væru skynsöm þjóð. Ber það vott um skynsemi, að draga vinnudeilur eins og nú gerist. Eg bara spyr? Svarið verður að koma frá þeim er betur vita. Það er ekki nema eðlilegt að vinnandi menn reyni að fá kjör sin bætt, sé það hægt. Við þeim kröf- um á að snúast eins vel og hægt er frá hendi vinnuveitenda. Væri ekki betra að vinna að þessum málum á annan máta en gerist? Til dæmis að vinna væri ekki lögð niður á meðan á samn- ingum stendur. Tími til samn- ingagerðar væri t.d. 30 dagar. Eft- ir þessa 30 daga hefði sáttasemj- ari ríkisins vald til að ákveða 5 daga frest til samninga, þá mætti boða verkfall, eða gerðardóm, eftir samkomulag milli samningsaðila og sáttasemjara. Ég hefi þá trú að alltaf sé hægt að semja. Ég man ekki eftir öðru en að við lok verkfalla hafi verið samið, að lokum. Þá hafa báðir aðilar orðið fyrir stórtjóni af vðld- um vinnustöðvunar. Til dæmis flugverkföll, mjólkurverkföll og skipaverkföll. Þjóðin hefir haft mikið tjón af slíku. íslendingar hafa sem betur fer ekki önnur vopn en pennann til að jafna ágreiningsmál sín. Erum við öfundaðir af öðrum þjóðum fyrir að vera vopnlaus þjóð. Gætum við ekki verið öðrum þjóðum til fyrir- myndar í því að beita samningum á skynsamlegri hátt en nú er t.d. með því að hætta að leggja niður störf á meðan samningar standa yfir? Ég fæ ekki betur séð, en að sú breyting yrði til stórbóta fyrir alla aðila. Þá fengju vinnuþegar fullt kaup á meðan samningar standa yfir, hvort það væri langt eða stutt. Þá mætti hugsa sér að það sem samið væri um tæki gildi, þegar samningar hófust. Oft hefi ég undrast að ríkisvald- ið skuli ekki fyrir löngu hafa sett lög um að stöðva ekki rekstur mjólkurbúa. Heldur semja. Minn- ugir þess, að bændur helltu niður mjólk í stórum stíl öllum til tjóns. Jafnframt mætti banna allar hindranir og verkföll á flugflota okkar meðan samningar eru í gangi. Allir vita hvaða álitshnekki stöðvun á flugi veldur að ekki sé skrifað um það tjón, sem verður, þegar áhafnir flugvéla stöðva flug. I þriðja lagi eru það siglingar millilandaskipa, sem ættu með lagaboði að vera algjörlega un- danskildar því að stoppa meðan samningar standa yfir. Landbún- aður, flug og skipaferðir eru sannkallaðar lífæðar þjóðarinnar, sem löggjafanum ber skylda til að vernda. Það er ömurleg sjón að sjá blessuð skipin liggja hér úti á sundunum og fá ekki að leita lands. Sjómennirnir á þeim fá ekki einu sinni að tala við ástvini sína í síma. Hér má segja að hægt er að svína víðar en i spilum. Ms. „Herjólfur" er eins og allir vita raunverulegur þjóðvegur milli lands og Eyja. Setja þyrfti lög um ferðir skipsins, svo þær væru undantekningarlaust óháðar öllum verkföllum, í eitt skipti fyrir öll. Áhöfn skipsins héldi þó sínum samningsrétti. Ms. „Herj- ólfur“ á ekki að vera bitbein verk- falla, svo þýðingarmikill er rekst- ur skipsins. Eyjabúar leggja það vel i þjóðarbúið, svo forsvarsmenn Eyjanna ættu ekki að knékrjúpa fyrir einhverjum jeppum í hverju verkfalli, hvort þeir mega náðar- samlegast sigla „Herjólfi" milli lands og Eyja. Almennt hefir því verið haldið fram að stéttir bænda og sjó- manna séu kjarni íslensku þjóðar- innar. Löggjafanum er skylt að búa að þessum stéttum eins vel og vera má. Þar skortir þó stórum á. Þessar stéttir eru ekki í neinu verkfalli. Sjómennirnir fá ekki að sigla skipum sínum i heimahöfn. Svo sýnist, sem allt sé stjórnlaust. Ríkisstjórnin er sem hún sé ekki til. Hún á þó að vera húsbóndinn á þjóðarheimilinu. Sýna það svo ekki verði um villst. Nú eru ráð- herrar auðmýktir og lítilsvirtir og það jafnvel af undirmönnum sín- um. Það þótti á sínum tíma ótrúlegt að BSRB sótti um verkfallsrétt. Vakti það töluvert umtal. Ekki þótti það þá minna umtalsvert að nokkur ráðherra skyldi vera til viðtals um slíka beiðni. Leyfið fékkst og hefir BSRB haldið eina prufusýningu og er með aðra yfir- standandi, sem þjóðin sýpur seyð- Friðfinnur Finnsson „íslendingar hafa sem betur fer ekki önnur vopn en pennann til að jafna ágreiningsmál sín. Erum við öfundaðir af öðrum þjóðum fyrir að vera vopnlaus þjóð. Gætum við ekki verið öðrum þjóðum til fyrir- myndar í því að beita samningum á skynsam- legri hátt en nú er ... “ ið af daglega. Vonandi á ríkis- stjórnin næsta leik, sem verði svo ákveðinn, að eftir verði tekið. Ekki vil ég skilja svo við þetta greinarkorn, að ég þakki ekki DV-mönnum, fyrir sitt frábæra starf, sem þeir lögðu af mörkum. Fyrst með blaðinu og svo með út- varpinu. Það var sannkallaður sól- argeisli. Þá mátti segja að komið væri myrkur um miðjan dag. — Hafið heilar þakkir! Við, sem sáum fyrst dagsins ljós á fyrsta ári aldarinnar, megum vera forsjóninni, — Guði, mikið þakklátir fyrir að hafa fengið að lifa í þessu blessaða landi. Asamt öllum íbúum þess ungum og öldn- Allt að 1.600 sólbekkir á landinu: Eftirlit með sólbaðsstofum lýtur aðeins að hreinlæti „Þær ábendingar sem okkur hafa borist eru þess eðlis að það er fyllsta ástsða til að gefa þeim gaum og Land- Ijeknisembettið hefur nú óskað eftir samvinnu við Geislavarnir ríkisins varðandi rannsóknir á hugsanlegum tengslum húðkrabbameins og Ijósa- lampanotkunar," sagði Sigurður Magnússon, forstöðumaður Geisla- vama Hollustuverndar rfkisins, m.a. á blaðamannafundi sem boðað var til af hálfu Geislavarna á mánudag. { máli Sigurðar á fundinum kom fram, að þó að handbærar tölur um fjölda sólbekkja á landinu skorti, mætti ætla að sú tala væri á bilinu 1.200—1.600. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú þrjátíu og þrjár skráðar sól- baðsstofur, sem bjóða upp á allt frá fjórum upp í fjórtán sólbekki, tiu stofur eru f Hafnarfirði og tólf á Ak- ureyri og er þá aðeins um að ræða staði sem sérhæfa sig í sólböðum, en ekki t.d. snyrtistofur, sem bjóða jafnframt upp á sólbekki eða ein- staklinga, sem leigja notkun sól- (Ljónm. Hbl. Árni Sœberg.) Sigurður Magnússon, forstöðumað- ur geislavarna Hollustuverndar ríkisins. bekkja út i heimahúsum eða hafa þá til einkanota. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá sólbaðsstofum, sem vilja fá að nota sterkari perur en þær eru þegar með og í sumum tilfellum hefur verið um að ræða lampa, sem við getum ekki samþykkt," sagði Sigurður og kvað þörf fyrir aukna upplýsingaþjónustu í þessum málum, svo og eftirlit. Geislavarnir hollustuverndar ríkisins hafa látið útbúa viðvörun- arspjald, „upplýsingar um útfjólu- bláa geislun", þar sem segir af hugs- anlegri hættu samfara sóllampa- notkun og er öllum sólbaðsstofum skylt að hafa það uppi. Þar greinir frá þekktum skaðlegum áhrifum út- fjólublárrar geislunar á húð og augu, ofnæmiseinkennum samfara notkun vissra lyfja og ástundun sólbaða og ennfremur sambandi því, sem vitað er að er á milli útfjólublárrar geisl- unar og húðkrabbameins. Þá er á spjaldinu lögð rík áhersla á að að- eins beri að nota viðurkennda vara- hluti og sams konar perur og gert er ráð fyrir að notaðar séu I viðkom- andi sólbekki. Einnig er sólbaðsstof- um. Hernaðarátök fara fram víða um heimsbyggðina, því miður. Okkur er hlíft og megum við vera þakklát að hernaðarátök og blóðs- úthellingar eru ekki i okkar heimshluta. Oft hefi ég hugsað um, hve mikið heimsbyggðin mundi breytast til hins góða, ef mannfólkið vildi hlýða þessu eina boðorði Jesú Krists: „Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Athygli ekki alllitla vakti það á sl. sumri, þegar tveir velþekktir þingmenn Alþýðuflokksins sögðu frá því í fjölmiðlum, að nokkrir milljarðar króna væru dregnir undan sköttum. Orð slíkra manna eru ekki að litlu markandi. Hvað er hér að gerast? spurðu menn hver annan. Eru lögin virkilega svo illa samin, að slíkt sé hægt? Eða eru mennirnir sem fram- fylgja eiga lögunum svo illa að sér, að þeir kunni ekki að beita lögun- um á þann hátt sem ætlast er til? Eiga lög ekki að vera til þess að kenna fólki svo það geri rétt? Þar með um leið að vernda borgarana frá því að gjöra órétt. Það hljóta að vera ólög, sem verða þess vald- andi, að fólk sé með lög, sem eru svo illa gerð, að menn freistist til að brjóta lögin. Gera sig sjálfan þannig að verri manni. { stað þess að lögin hljóta að eiga að virka þannig að hjálpa og gera fólk að betri mönnum. Áður fyrr heyrði maður að norr- ænar þjóðir litu upp til Islendinga sem heiðarlegs fólks. Væru þeir góðir í viðskiptum. Vonandi er það svo ennþá. Siðferðilegur styrkur og heiðarleiki þarf að vera hornst- einn allra þjóða, ef vel á að fara. Heiðarleikinn er eitt það fegursta sem prýðir mannlegt líf. Fyrir mörgum árum tók ég mér sumarfrí og dvaldi i gistihúsi úti á landi. Var ég þar með kunningja mínum frá Eyjum. Brottfarardag- urinn kom. Þá var ég áheyrandi að því sem snart mig. Kunningi minn bað um reikning vegna uppi- haldsins. Þjónn kom með reikning, þar sem tilfærðar voru tölur og dagar. Kunningi minn tók upp vasabók sína. Þjónninn spurði hvort eitthvað væri að: „Jú, það vantar í reikninginn einn sólar- hring. Ég hefi verið hér fimm daga, ekki fjóra." Bornar voru bækur saman og kom þá í ljós að einn sólarhring vantaði í bók gistihússins. Gesti var innilega þakkaður heiðarleikinn og jafn- framt sagt frá að þetta hefði ekki komið fyrir áður, að gerð hefði verið athugasemd á þennan veg. Þarna gekk Vestmanneyingur- inn út, heiðarlegur eins og mest mátti vera. Sjálfum sér og heima- byggð sinni til sóma. Friðfínnur Finnsson er fri Oddgeirsbólum í Vestmannaeyj- um. Spjaldið, sem geislavarnir hafa dreift og sólbaðsstofum er skylt að hafa uppi við. um skylt að líma aðvörunarmiða á hvern sólbekk þar sem þeir sjást vel. Eins og fram hefur komið áður er innflutningur sóllampa háður leyfi frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Eftirlit með starfandi sólbaðsstofum er hins vegar I verka- hring heilbrigðisfulltrúa og lýtur að- eins að því að almennu hreinlæti sé framfylgt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.