Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 66

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 66
66 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 + Eiginkona mln, móölr okkar, tengdamóöir og amma, QYOA GUOMUND8DÓTTIR, Furugeröi 1, Reykjavík, lést á Borgarspltalanum 13. nóvember. Aöalateinn Guömundtaon, Ragnar Aöalsteinsaon, Guörún Guömundsdóttir, Stefán Aöalsteinsson, Ólöt Haraldsdóttir, Bjarnþór Aöalsteinsson, Ingibjörg Bemhöft, Anna L. Aöalsteinsdóttir, Ólefur Sv. Guómundsson, bernabörn og barnabarnaböm. t Bróölr mlnn, MARTEINN BJÖRN8SON, Kege, Danmörku, er látinn. Jaröarförln hefur farlö fram. Fyrir hönd vandamanna, Glsli Björnsson. + ADAM MAGNÚSSON, Bjarkarstlg 2, Akureyrl, lést I Fjóröungssjúkrahúslnu aö kvöldl 12. nóvember. Börn hins látna. + Elskuleg systir okkar, MARÍA ALBINA, lést I St. Jósefsspitala, Hafnarflröi, aöfaranótt 12. nóvember. Útförin fer fram frá Kristsklrkju Landakotl mánudaglnn 19. nóvember kl. 13.30. 8t. Jósefssystur. + Móöir okkar, GUÐNÝ FRIDBJARNARDÓTTIR frá Klausturhólum, Njörvasundi 7, Reykjavfk, er lést 6. þessa mánaöar veröur jarösungin frá Stóruborgarkirkju laugardaglnn I7. nóvember kl. 13.00. 8igrlöur Rósa Björgvinadóttir, Guörún Björgvinsdóttir, Magnús Björgvinsson, Björn ó. Björgvinsson. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma, RÓ8A GUÐMUND8DÓTTIR, Þinghólsbraut 34, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja mlnnast hennar er bent á Llknarsjóö Áslaugar Maak eöa aörar liknarstofnanir. Anna R. Jónatansdóttir, Vernharður Aöalsteinsson, Guömundur Jóna tansson, Marfa Guómundsdóttir, Helgi Jónatansson, Þorgeróur Einarsdóttir og barnabörn hinnar látnu. + Systlr okkar, VIGDÍS HERMANNSDÓTTIR, kennari, Hátúni 12, veröur Jarösungin frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 15. nóvember kl. 10.30. Þeir sem heiöra vilja minningu hennar eru beönír aö láta Sjálfsbjörgu njóta þess. Ragnheióur Hermannsdóttir og systkini. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN ÓLAFS80N tennlssknir, Laufásvegi 42, sem lést 6. nóvember veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik á morgun fimmtudaginn 15. þ.m. kl. I3.30. Ólöf Vilmundardóttir, Ólafur Þorsteinason, Kristln Þorsteinsdóttir. Minning: Björn Jónsson Fæddur 25. igúst 1926 Diinn 5. nóvember 1984 í dag er til moldar borinn Björn Jónsson, Garðaflöt 15 í Garðabæ. Hann lést i Landspítalanum þann 5. nóvember síðastliðinn. Björn var fæddur í Reykjavík 25. ágúst 1926. Foreldar hans voru Jón Árnason fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sambands fsl. sam- vinnufélaga og bankastjóri Lands- banka Islands og Sigríður Björnsdóttir frá Kornsá í Vatns- dal. Björn sat í Samvinnuskólanum veturinn 1945—46. Að loknu burtfararprófi þaðan hóf hann störf hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga og starfaði þar æ síðan. Hann var um 12 ára skeið verslun- arstjóri i Bókabúð Norðra, sem Sambandið átti, en lengst af vann hann í verðlagningardeild Sam- bandsins, einkum og sérstaklega við tollamál. Hann kynnti sér mjög vel allt, sem laut að toll- flokkun á vörum og tollamálum almennt. Hann aflaði sér það góð- rar þekkingar á þessum málum, að kunnátta hans var viðurkennd og virt af opinberum aðilum og öllum öðrum, sem til þekktu. Björn var mjög glöggur og rök- fastur í öllum sínum málflutningi. Hann lagði sig ævinlega fram um að kynna sér vel hvert mál og kryfja það til mergjar. Síðan kvað hann upp sinn dóm, sem alltaf var byggður á hans bestu sannfær- ingu. Hann varð ætíð að vera viss um, að hann væri að gera rétt. Enginn gat þokað honum frá þvi marki. Ég held, að ég halli ekki á nokk- urn mann þótt ég segi, að þeir hafi ekki verið margir hér á landi, sem staðið hafi Birni Jónssyni framar í sambandi við tollflokkun og toll- meðferð á vörum. Við fráfall hans hefur verið höggvið stórt skarð f starfsemi verðlagningardeildar Sambandsins. Það skarð verður vandfyllt. Björn var traustur starfsmaður, einlægur og hreinskiptinn. Hann var dagfarsprúður og öllum sam- starfsmönnum var vel til hans. Hann var greiðvikinn og vildi allra vanda leysa. Hann var ætið með, þegar samstarfsmenn komu saman. Hann gladdist með öðrum og tók þátt í gleði annarra á sinn einlæga og hógværa hátt. Björn var mjög félagslyndur. Hann tók virkan þátt í starfi starfsmanna- félags Sambandsins og átti um tima sæti í stjórn þess. Hann kom ávallt fram af hreinskilni og hafði þá löngum eitthvað gott til mála að leggja. Hann var mikill sam- vinnumaður og bar ætfð hag Sam- bandsins og samvinnufélaganna fyrir brjósti. Samvinnumenn eiga honum þvi margt að þakka. Björn Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ebba Sveinsdóttir. Hún lést árið 1974. Þau eignuðust þrjár dætur, Mörtu, Sigríði og Ingunni. Seinni kona Björns er Emelía G.V. Húnfjörð, sem lifir mann sinn. Samstarfsmenn Björns f verð- lagningardeild Sambandsins þakka honum traust og gott sam- starf á liðnum árum og senda eft- irlifandi eiginkonu og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Að lokum vil ég þakka Birni, vini mínum og samstarfsmanni, sérstaklega fyrir áralangt sam- starf, sem alla tíð einkenndist af gagnkvæmu trausti, einlægni og vináttu. Við hjónin vottum frú Emilfu, aldinni móður, bróður, dætrum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Björn Guðmundsson Hann Björn er dáinn. Þessi orð voru sögð við mig í símann mánu- daginn 5. nóvember og ég beðinn að segja sambýliskonu minni, Jónu Jósteinsdóttur stjúpdóttur Björns, lát hans. Það var erfitt verkefni, sem mér var nú falið, því Jónu var sérstaklega annt um Björn. Lát hans kom mér ekki á óvart eftir hans erfiðu sjúkdómslegu, en söknuðurinn var ólýsanlegur, þó ekki hafi ég þekkt hann nema i þrjú ár, en þessi þrjú ár i hans návist verða mér ógleymanleg með öllu. Hjálpsemi hans, hlýja, góðvild og lifsgleði, alltaf kátur og reiðubúinn að taka erfiðleika og áhyggjur annarra yfir á sfnar herðar, þannig þekkti ég Björn, og verst þykir mér, að ég skuli aldrei geta endurgreitt honum þá fyrir- höfn, sem hann lét sig hafa vegna mín og Jónu. Ánægja hans var að geta gert fólk ánægt og hamingju- samt. Eg votta ástvinum hans samúð mína. Hvíli hann f friði. Halldór Kjartansson Björn Jónsson andaðist í Land- spítalanum 5. nóvember siðastlið- inn eftir skamma legu. Björn hafði nokkrum mánuðum áður kennt þess sjúkdóms, sem varð honum að aldurtila, en náði sér þá fljótlega aftur. Engan grunaði þvf að Björn mundi ekki eiga eftir að njóta samvista við vini og vanda- menn um ókomin ár, en oft er skammt stórra högga í milli. Björn var sonur hjónanna Sig- ríðar Björnsdóttur frá Kornsá í Austur-Hún. og Jóns Árnasonar fyrrum bankastjóra Landsbanka íslands. Faðir Björns fluttist til Reykjavíkur þegar hann tók þátt f stofnun Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og gerðist fyrsti starfsmaður þess. Sigríður og Jón reistu sér framtfðarheimili að Laufásvegi 71 hér f borg. Mikil reisn og myndarbragur var á heimili þeirra hjóna og gestkvæmt mjög, enda þau hjón góð heim að sækja. Björn ólst upp f föðurgarði ásamt systkinum sínum og stund- aði nám í Reykjavík. í fyrstu í Menntaskólanum en síðar f Sam- vinnuskólanum. Hann lauk Sam- vinnuskólaprófi og gerðist skömmu síðar starfsmaður Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Vann hann fyrstu tvö árin á skrifstofu Sambandsins f Kaupmannahöfn, en síðar á aðalskrifstofu Sam- bandsins f Reykjavfk. Björn var sérlega vandvirkur og aðgætinn starfsmaður alla tfð og kom það einkar vel f ljós þegar hann rak Bókabúð Norðra um nokkurra ára skeið, en sá rekstur gekk mjög vel á meðan Björn veitti þvi fyrirtæki forstöðu. í Kaupmannahöfn kynntist Björn fyrri konu sinni, Ebbu Sveinsdóttur Magnússonar kaupmanns. Hann var Vestfirð- ingur að ætt, en fluttist til Dan- merkur og var búsettur þar alla ævi. Þegar Björn og Ebba fluttust til Reykjavíkur 1950 stofnuðu þau í fyrstu heimili að Laufásvegi 71, en síðar reisti Björn hús að Garðaflöt 15 og bjuggu þau þar upp frá þvi. Þau Björn og Ebba eignuðust tvö börn, Sigríði og Ingu og að auki tóku að sér og ætt- leiddu Mörtu Guðrúnu, bróður- dóttur Ebbu. Þessar þrjár mynd- arstúlkur eru nú giftar í Reykja- vík, en voru eins og að Ifkum lætur augnayndi foreldra sinna. Ebba reyndist Birni góð og traust eig- inkona. Henni var mjög annt um heimili sitt og var myndarbragur, hlýleiki og gestrisni þar í fyrir- rúmi. Gott var að heimsækja Björn og Ebbu og hefi ég átt þar marga ánægjustund. Ebba lést ár- ið 1974 og var það vissulega mikið áfall fyrir Björn, en honum tókst að halda heimilinu saman með hjálp dætra sinna, en þegar þær fluttust að heiman varð tilveran tómlegri. Árið 1977 kvæntist Björn öðru sinni, eftirlifandi konu sinni Emilíu Húnfjörð. Reyndist hún Birni vel allt til loka. Björn var félagslyndur maður og tók um tíma virkan þátt f starfi Fram- sóknarfélaganna f Reykjavfk, en ég held að óhætt sé að segja að fyrst og fremst átti Frímúrara- reglan á íslandi hug hans. Björn var mjög virkur og áhugasamur félagsmaður og vann reglunni allt sem hann mátti af iðni og árvekni. Ég kynntist Birni þegar ég var ungur að árum. Tókst strax með okkur góð vinátta sem hélst með okkur alla tfð. Björn var vinfastur, traustur og hinn besti drengur. Hafði ég ávallt ánægju og gleði af þegar fundum okkar bar saman og áttum við margar ánægjustundir. Björn kunni vel að meta útiveru og stangveiði. Eru ófáar laxveiði- ferðirnar sem við förum saman fyrr á árum og man ég vel hvað Björn sýndi mikla lagni og þol- inmæði við veiðiskapinn, enda varð honum oftast vel til fanga. Þá minnist ég öræfaferða sem við Björn fórum með Guðmundi Jón- assyni fjallabflstjóra. Þá voru slfkar ferðir mun sjaldgæfari en nú er orðið og vegakerfíð á há- lendinu afar frumstætt. Gist var f tjöldum víðsvegar um hálendið og skoðaðir margir af fegurstu stöð- um landsins. Man ég glöggt hversu næmur Björn var á reisn landsins og hve annt honum var um að varðveittar yrðu helstu gróður- lendur öræfanna, svo og að gætt væri ítrustu varfærni og snyrti- mennsku i allri umgengni við hina viðkvæmu náttúru. Björn er nú horfinn yfir móðuna miklu en minning hans á meðal okkar sem þekktum hann verður alltaf kær. Eiginkonu Björns, dætrum hans, svo og móður hans og bróður ásamt öðrum vandamönnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hinrik Thorarensen Eiginkona mln og móölr, + KRI8TJANA P. HELGADÓTTIR Isaknir, Setbergsvegi 1, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá nóvember kl. 15.00. Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 15. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á liknarstofnanir. Finnbogi Guðmundsson, Helga Laufey Finnbogadóttir. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá hádegi i dag, miö- vikudag, vegna útfarar SVEINS EINARSSONAR veiði- stjóra. Búnaöarfélag Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.