Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 „Alllr Sem v'ið höfum 6purtf segja ab pú sért meb afbrigðum skuldseigur-" Ég veit allt um kynlífið og hitt. Hamingjusamt hjónaband er upp- Kennarinn sagói: Þetta er ekkert selt, en ég bendi á ad kennslubók í mál! sjálfsvörn er fullt eins gagnleg! HÖGNI HREKKVlSI Ásgeróur Jónsdóttir skrifar: í Velvakanda Morgunblaðsins 29. ágúst sl. var grein eftir Grétu Sveinsdóttur, um farveg íslenskr- ar tungu í nútíð og framtíð og læt- ur hún mörg þung og ósmekkleg orð falla í garð þeirra, sem vilja hafa hönd i bagga um mótun þessa farvegar. Ég sé það á greininni, að Gréta er ekki dæmigerður „mál- skussi", eins og hún kemst að orði. Það er mér því íhugunarefni hvers vegna hún ritar þessa fárán- legu grein. Ég kemst helst að þeirri niðurstöðu, að hún hafi skrifað áður en hún hugsaði. Það geta menn ekki gert til ávinnings. G.Sv. telur málvöndunarmenn mála skrattann á veginn varðandi meðferð nútímafólks á íslenskri tungu. Svartasti bletturinn á veggnum er hennar eigin skoðun og fylgjenda hennar, ef einhverjir eru. G.Sv. telur réttilega, að islensk tunga hafi oft átt í vök að verjast, m.a. vegna ofríkis Dana. Danir hafa aldrei sýnt íslenskri tungu ofríki. Meðan öll lög og reglugerð- ir íslenska ríkisins voru á dönsku, vegna þess að íslendingar höfðu ekki eigið þing, varð mál íslensku embættismannanna dönskuskotið og það smitaði út frá sér. En það voru einmitt íslenskir málhreins- unarmenn, sem tóku upp hansk- ann fyrir tungumál sitt og færðu það aftur í íslenskan farveg. Ég endurtek, málhreinsunarmenn, þvi það eru þeir, sem G.Sv. lastar hvað mest og ósmekklegast í grein sinni og telur þá standa þversum í vegi fyrir þróun málsins. — Vel á minnst — hvaða þróun? Veit ekki þessi kona að ekki er öll þróun framþróun? Að einnig er til öfug- þróun? G.Sv. nefnir tvö orð sem dæmi um eftirhreytur dönskunnar í ís- lensku máli, „fortov“ og „stakket“. Ég heyrði þessum orðum bregða fyrir þegar ég var barn, en síðan ekki á þeim málsvæðum, sem ég þekki. Hitt er svo annað mál, að íslenskan hefur tekið til láns er- lend orð og lagað þau að íslenskri beygingarhefð. Um það er ekkert nema gott að segja. Drýgri hefur hún þó verið við nýyrðasmíð, enda munu fá tungumál standa henni á sporði í því efni! Ég þekki mann frá Norðurlöndum, sem stundaði hér háskólanám í íslensku beinlín- is til þess að örva nýyrðasmíð í sínu eigin tungumáli. Nei, ís- lenskri tungu stafar ekki hætta af erlendum tökuorðum eða nýyrða- smið, heldur frá erlendri setn- ingaskipan, brenglaðri beyginga- notkun, óskýrum framburði og þeirri hrokafullu skoðun, að með hana megi fara að geðþótta hvers og eins. G.Sv. líkir málinu við fljót og segir að öll fljót breyti farvegi sín- um. Sum gera það, önnur ekki. Sum fljót eða vatnsföll hnika sér til, breiða úr sér, stundum yfir bakka sína og frjóvga umhverfið, og draga sig síðan saman eftir vexti. Þau halda sig samt við viss- an farveg og falla sem lífæðar um landið. önnur bólgna upp, belja til allra átta, brjóta land og skemma. Þessi fljót reyna menn jafnan að beisla með því að hlaða varnargarða og móta þeim hæfilegan farveg um landið. Þetta er einmitt sú aðferð, sem málverndunarmenn nota, ís- lenskri tungu til varnar og við- halds. G.Sv. segir orðrétt: „Málið hlýt- ur að vera þræll notenda sinna, en þeir, sem tala málið, ekki þrælar þess.“ Þessi kenning er býsna van- hugsuð, svo ekki sé meira sagt. Hlutskipti þræla er að glata sjálfstæðu lífi og rétti. Að dæma tungumál til þess að vera þræll notenda sinna er að dæma það til glötunar. önnur kenning orðrétt: „Málið á ekki að vera slíkt myrk- viði, að aðeins sé á færi einstakra manna að opna munninn skamm- laust.“ Fram til þessa hefur það verið blessunarlega einfalt mál að tala saman á íslensku, þrátt fyrir vaxandi hneigðir til latmælgi, óskýrleika og tæpitungumáls. Málið hefur heilmikið breyst síð- ustu þúsund (og tvö þúsund) árin þó að G.Sv. hafi ekki orðið þess vör. Samt hafa íslendingar ennþá að mestu sama tungutak og eru lausir við mállýskur. Flestir eða allir geta þeir lesið bækur, sem skrifaðar voru fyrir mörgum öld- um. Ég segi allir, ekki bara fraeði- og vísindamenn. Þetta er mikil þjóðarhamingja og menn skyldu hugsa sig vel um áður en þeir kasta henni fyrir borð. Á málsvæði G.Sv. liggja vegir til allra átta, svo menn hættu smám saman að skilja hverjir aðra í ræðu og riti. Þessari skoðun minni til áréttingar ætla ég að til- færa hér tvær setningar úr niður- lagi fyrrnefndrar Velvakanda- greinar. 1) „Það er kominn tími á tungu, sem haldist hefur óbreytt í þúsund ár.“ 2) „Það verður að gefa þvi (málinu) lausan tauminn og á annan hátt verður ekki í veg fyrir það komið að málið verði kauðskt torf, sem frystir allt sem það kem- ur nálægt." Ég tel, að með þessari setningu (og reyndar allri grein- inni) hafi G.Sv. dæmt málfars- skoðun sina til niðurrifs. G.Sv. verður tíðrætt um fjand- skap og yfirgang „málhreinsunar- manna“ við „málskussana“, eins og hún orðar það. Og fyrir „þá sem Þessir hringdu .. . Hvar er Grófin? Guðmundur Magnússon hringdi: Mig langar til að fá svör við þvi, hvort fyrirtæki þau, sem nú eru sifellt að auglýsa að þau séu i Grófinni, séu það í raun og veru. Ég er gamall Reykvíkingur og er ekki alveg sáttur við þetta, þvi ég tel að fæst þessara fyrirtækja hefðu talist vera í Grófinni hér áður fyrr. Einu húsin, sem i þess- ari auglýsingu eru og gætu talist i Grófinni að minu mati, eru VBK-hornið og Flóin. Grófin var bara vörin fyrir neðan Geirs- bryggju áður. 0. Johnson og Kaab- er voru í húsinu þar sem Heimilis- iðnaður er nú og ekki voru þeir sagðir í Grófinni. Eyjólfur i Mjólkurfélaginu hefði líklega aldrei samþykkt að hann hefði byggt Mjólkurfélagshúsið i Gróf- innni, eins og nú er sagt. Heitt og kalt (þar sem Bókaverslun Snæ- bjarnar er núna) hefur aldrei ver- ið talið i Grófinni. Ég hefði gaman af að fá skýr svör frá eldri Reyk- víkingum um það hvaða svæði telst til Grófarinnar. Hvar er hitinn? Begga hringdi: — Hvernig stendur á því að ekki er búið að leggja hitalagnir undir gagnstéttina neðst i Bankastræti, Torfumegin? Ég man ekki betur en að allt hafi verið þarna sund- urgrafið í sumar vegna einhverra stórkostlegra framkvæmda við gangstéttina, en svo þegar frystir er svell yfir öllu. Hinum megin við götuna, Stjórnarráðsmegin, er allt íslaust, en þar er umferð gangandi vegfarenda miklu minni. Hornið á mótum Bankastrætis og Lækjar- götu hefur alltaf verið erfitt gang- andi vegfarendum og hefði því verið tímabært að leggja hitalagn- ir undir gangstéttina. Hvernig stendur á því að það var ekki gert?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.