Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÚTSÝNARBLAÐI STOFNAÐ 1913 234. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaösins GIFTUSAMLEG BJÖRGUN ÞREMENNINGANNA VIÐ PRESTSVATN Morgunbla&ift/Árni S»berg. Heimtur úr helju Þröstnr Goðiuaon ásnmt föóur sínum, Guðna Kristjánssyni, i heimili þeirra í Hafnnrfirði síðdegis í gær. MorgunblaAiA/Júlliu. Björgunarsveitarmenn bera Ingu Björk Gunnarsdóttur niður hlfðar Efstadalsfjalls. NANAST MARTROÐ Verst að vita af örvæntingu ástvinanna, sagði Þröstur Guðnason, einn þremenninganna, eftir hrakningana „ÞETTA var nánast martröð, en maður var ákveðinn í því að gefast ekki upp. Ég vissi að við gátum skrimt nokkra daga meðan við höfðum snjóhúsið, en verst var að vita af örvæntingu ástvinanna beima. Við vissum hvernig okkur leið, en þeir ekki,“ sagði Þröstur Guðnason í samtali við Morgunblaðið ( ger. Hann var einn ung- mennanna þriggja, sem í gær björguðust heil á húfi eftir um tveggja sólarhringa hrakninga í óbyggðum. „Okkur leið ákaflega illa vegna þess, að við gótum ekki látið vita af okkur. Þess vegna fórum við upphaflega úr bílnum, til að láta vita af okkur og létta áhyggjun- um af ástvinunum heima. Það var þetta sem lá þyngst á okkur. Eftir að við komum niður að vatninu reyndum við svo að halda þessum áhyggjum frá okkur með þvi að ganga um og segja sðgur. Þetta var reynsla, sem margt má læra af og brýnast af öllu er að yfirgefa aldrei öruggt skjól, þegar maður veit ekki fyllilega hvar maður er staddur. Það er náttúrulega frumskilyrði i öllum ferðalögum, að láta vita um ferð- ir sínar, áætlaðar leiðir og komu- tima á áfangastað. Án þess verð- ur skipulögð leit nánast ógjörn- ingur, komi til þess að hennar verði þörf. Við létum vita um áætlanir okkar og það hefur efa- laust bjargað miklu,“ sagði Þröst- ur Guðnason. Bandaríkin: Eiturlyf fyrir 40 milljarða Yocca, Artuu, 27. ■ÍTember AP. LÖGREGLUMENN handtóku í gær fjóra menn úti í eyðimörkum Arizona og lögðu jafnframt hald á 680 kg af mjög sterku kókaíni. Er það metið á einn milljarð dollara komið í hendur eiturtyQaneytenda. Upp um eiturlyfjasmyglarana komst þegar leynilögreglumaður, sem var i fríi og á ferðalagi um eyðimörkina, tók eftir nýjum hjól- förum á flugvelli, sem ekki hefur verið notaður frá því á stríðsárun- um. Hann gerði starfsbræðrum sínum viðvart og i gær sátu þeir fyrir tveimur bílum, sem notaðir voru til að flytja eitrið. Voru í þeim tveir Bandarikjamenn og tveir Mexíkanar, sem gáfust upp án nokkurrar mótspyrnu. Enn lækka vextirnir New Yofk, 27. aÓTmber. AP. ANNAR stærsti banki i Banda- ríkjunum, Chase Manhattan, og nokkrir smærri bankar lækkuðu í dag vexti I ll,25%en i gær lækk- uðu aðrir stórir bankar vextina i 11,50%. Dollarinn lækkaði einnig nokkuð. Þessar vaxtalækkanir koma ekki alveg á óvart og er haft eftir einum fjármálasérfræð- ingi, Arnold Moskowitz, að merkilegast væri hvað þær hefðu dregist. Dollarinn lækk- aði í dag nokkuð vegna vaxta- lækkunarinnar en starfsmenn kauphallanna segja, að enn sé miki! eftirspurn eftir dollarn- um. Seint í dag var staða helstu gjaldmiðla gagnvart dollar þessi: 3.0555 vestur-þýsk mörk; 2.5192 svissneskir frankar; 9.3575 franskir frankar; 3.4455 hollensk gyllini; 1,892.75 ítalsk- ar lírur; 1.3215 kanadískir doll- arar og fyrir enska pundið fengust 1.2090 dollarar. Vestur-Þýskaland: Kirkjumenn segja sig úr friðarhreyfingunni Bmb, 27. Bireaber. AP. •' Á— KLOFNINGUR kom upp i vestur-þýsku friðarhreyfingunni í dag þegar ýmsir bópar kristinna manna og kirkjunnar ákváðu að segja sig úr landsráði hreyfingarinnar í mótmælaskyni við yfirráð kommúnista i henni, græningja Sovétríkin: Meiri herút- gjöld boðuð MoekTv, 27. •ÓTeaber. AP. FUNDUR æðsta ráðsins sov- éska hófst í dag í Moskvu og vakti það einkum athygli, að Dmitri F. Ustinov varnar- málaráðherra var fjarver- andi. Ustinov varnarmálaráðherra, sem er 76 ára gamall, hefur ekki sést opinberlega síöan 27. sept- ember og var ekki viðstaddur hersýninguna á byltingarafmæl- inu 7. nóvember. Þá var kvefi um kennt en nánari fréttir af heilsu- fari hans eru engar. Vasily Garbuzov fjármálaráð- herra sagði frá útgjöldunum til hermála á næsta ári og eiga þau DMITRI USTINOV Varnarmálaráðherrann hefur ekki sést opinberlega i tvö mánuði. að hækka um 2,3 milljarða doll- ara. Eru heildarútgjöldin þá 22,77 milljarðar dollara eða 4,87% af fjárlðgum. Vestrænir sérfræð- ingar segja, að raunverulega séu útgjöldin tvöfalt meiri. og vinstrisinnaðra jafnaðarmanna. Sjö samtök kirkjunnar, sem að- ild hafa átt að friðarhreyfingunni, komu saman til fundar I Bonn I gærkvöldi og var þar samþykkt að ganga úr landsráði hreyfingarinn- ar, sem stofnað var árið 1981. Sögðu talsmenn samtakanna, And- reas Zumach og Karl-Heinz Koppe, að friðarhreyfingin væri nú í hönd- um kommúnista, græningja, sem virtust hafa þá hugsjón helsta að hatast við Nato og samtök vest- rænna þjóða, og vinstrisinnaðra jafnaðarmanna. Þessi klofningur ber upp á sama tima og viðtal I vestur-þýska út- varpinu við Herbert Hellenbroich, forseta vestur-þýsku stjórnlaga- stofnunarinnar, en þar sagði hann, að kommúnistar með náin tengsl við skoðanabræður sina austan- tjalds, hefðu mikil áhrif { friðar- hreyfingunni. „DKP, vestur-þýski kommún- istaflokkurinn, hefur beitt sér að því einu aC hafa sem mest áhrif á friðarhreyfinguna og virkjað í þeim tilgangi allt kerfi sitt og sellusveitir. Þeir sáu í friðarhreyf- ingunni tæki til að stjórna með kjósendum, sem þeir geta ekki ann- ars vegna lltils fylgis, og friðarstef- ið hafa þeir notað sér út I ystu æs- ar,“ sagði Hellenbroich, sem bætti þvi við, að „enginn vafi“ léki á, að þeir tækju við fyrirskipunum frá austur-þýska kommúnistaflokkn- um, SED.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.