Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Goðft konan Nú er til siðs að flytja stuttar hugvekjur í Ríkisútvarpið, bæði snemma morguns og síðla kvölds. Ég kann þessum sið vel, en stund- um eru nú morgunorðin dálítið á skjön við veruleikann. Ég man sér- staklega eftir einni morgunstund hér á dögunum. Náttúran var i óða önn að feila laufin af trjánum úti fyrir borðstofunni. Morgunsólin at- aði börkinn því gulli er ekki verður keypt fyrir peninga. Undirritaður gleypti sanasólina og þakkaði skap- aranum í senn fyrir þetta undraiyf er kæfir á augabragði lýsisbragðið og fyrir ljós heimsins, er honum fannst á þeirri stundu, að myndi Ijóma í garðinum að eilífu. Einmitt þá upphefjast morgunorð morgun- útvarpsins. Grámygluleg karl- mannsrödd tekur að dásama haust- veðrið, ég samsinnti brosandi, en Adam var ekki lengi i Paradis, bjartir haustdagarnir eru skyndi- lega orðnir að myrkum óveðursdög- um vetrarins ... sem einsog þið vitið kæru hlusendur er langur og myrkur á voru norðlæga landi. Þegar hér var komið sögu, slökkti ég á viðtækinu, gullnir sólargeisl- arnir dönsuðu ekki lengur á berki frjómikilla trjáa, heldur á laufi er féll til jarðar, sem boðberi hins stranga og myrka vetrar. Annar tónn Morgunhugvekja gærdagsins, þriðjudagsins 27. nóvember, var með öðru sniði. Ljúf kvenmanns- rödd seytlaði úr viðtækinu og um- vafði morgunverðarborðið hlýju, er stuggaði burt myrkrinu úti fyrir. Röddin fiutti þann boðskap, að við skyldum gefa nánari gætur að þvf Ijúfa sambandi er oft myndast milli afans og afabarnsins og ömm- unnar og ömmubarnsins. Svo lauk hugvekjunni og naktar hríslur trjánna gægðust á ný inní borð- stofuna. Ég tók að hugleiða boð- skap hinnar ljúfu kvenmannsra- ddar og komst að þeirri sorglegu niðurstöðu að nú ættu alls ekki öll börn afa og ömmu að halla sér að. En þá varð mér hugsað til Þórb- ergs, gerðist hann ekki Sobbeggi afi litlu manneskjunnar á hæðinni fyrir neðan í sambýlishúsinu núm- er 45 við Hringbraut? Vissulega, og er ekki ástæða til að halda að flest börn búi sér til afa og ömmu þegar í harðbakkann slær. Heimur þess- ara litlu skinna er nú einu sinni saman settur af öfum og ömmum, mömmum og pöbbum, frænkum og frændum að viðbættri löggunni og jólasveininum. Góða konan í þessu sambandi minnist ég þess er ég var einu sinni á labbi niðrí bæ með iítinn son minn. Að venju hélt drengurinn fast í hönd pabba sins, en þá bregður svo við að hann sleppir allt I einu takinu. Ég lft um öxl og sé þá mér til mikillar undr- unar að drengur leiðir þar konu nokkra. Þau koma nær og sé þá að þetta er „góða konan“ á gæsluróló. Þarna hafði pabbastrákur eignast sína „ömmu“, enda ástkær amma hans ekki í bænum þá stundina. Ég segi hér frá þessu atviki, þvf mér finnst harla neikvæð umræða í gangi í þjóðféiaginu þessa dagana um barnaheimili, gæsluvelli og Ieikskó|a. Ef blessuð börnin eru ekki höfð allan liðlangan daginn á þessum stofnunum þá líður þeim þar vel og þau eignast þar gjarnan nána vini og læra ýmislegt sem að gagni má koma i skólanum síðar- meir. Krakkarnir hafa gott af þvf að kynnast leikreglum samfélags- ins, laus við pilsfaldinn. Eg vil að lokum nota tækifærið og leiðrétta smá viiiu f seinustu grein minni, þar átti náttúrulega ckki að standa ... vel góðviljaðir. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Þyrni- fuglarnir 21 ■I Sjónvarpið sýn- J5 ir f kvöld 6. þáttinn af 10 eftir skáldsögu Colleen McCullough. í síðasta þætti gerðist það, að fjár- stofn Drogheda-búgarðs- ins var farinn að braggast eftir eldsvoðann mikla og þurfti að fá rúningamenn til aðstoðar við að rýja allan fjöldann. { hópi rún- ingamannanna var Luke O’Neill og gerði hann sér strax mjög dælt við Meggie. Þegar líða tekur að brottför rúningamanna tekur Luke veðmáli við bróður Meggiear og kepp- ast þeir um hvor þeirra sé fljótari með klippurnar. Luke er ákveðinn í að vera um kyrrt og veðjar þvf þannig, að hvort sem hann vinnur eða tapar, þá verður hann ráðinn vinnumaður á búgarðinn. Skömmu síðar segir móðir Meggiear henni frá þvf að faðir Ralph sé kominn i páfagarð og finnst Meggie Meggie hefur nú gefið upp alla von um að eignast fijöur Ralph og afræður því að giftast rúningamanninum Luke O’NeiII. þá fyrst vonlaust að hann snúi aftur til hennar og tilkynnir að hún ætli að giftast Luke O’Neill. Þess má geta, að leikararnir sem leika þau hjónaleysin eru í „alvörunni" gift. Þýðandi þáttanna um Þyrnifuglana er óskar Ingimarsson. Kristiim og Das ■i Kristján Sigur- 00 jónsson og Jón Ólafsson sjá um Morgunþátt rásar 2 f dag. Að sögn Kristjáns leika þeir ný og vinsæl lög og að vanda fá þeir gesta- plötusnúð til sin, sem mun velja tónlist í þáttinn og sjá um kynningu hennar. í dag er það Kristinn Ág- úst Friðfinnsson, fyrrver- andi sóknarpestur á Suð- ureyri við Súgandafjörð sem kemur og leikur uppáhaldslögin sin. Krist- inn Ágúst er nú forstöðu- maður Skálholtsútgáf- unnar, sem gefur út kristileg efni, þ.á m. hljómplötur. Leikið verð- ur af nýrri plötu hljóm- sveitarinnar Das Kapital, sem Bubbi Morthens er höfuðpaurinn f, en hljómplata þeirra kom út í gær. Fyrir skömmu fengu sjónvarpsáhorfend- ur að sjá og heyra þá fé- laga í Glugganum, þar Kapital Krjstjin Sigurjónsson sem þeir fluttu eitt lag- anna af plötunni. íslensk tónlist 16 20 Á síðdegistón- leikum í dag verður ein- göngu flutt íslensk tónlist eftir Steingrim Sigfússon, Knút R. Magnússon og Jón Ásgeirsson. Fyrsta verkið eru þrjú lög eftir Steingrím og eru þau sungin af Guðmundi Jóns- syni við undirleik Guð- rúnar Kristinsdóttur á pf- anó. Síðan flytja þeir Lár- us Sveinsson, Jón Sigurðs- son, Stefán Þ. Stephensen og Björn R. Éinarsson svítu fyrir málmblás- arakvartett og Jón Sigur- björnsson syngur fjögur lög Knúts við undirleik Ragnars Björnssonar á pí- anó. Næst verður fluttur blásarakvintett eftir Jón Ásgeirsson og eru flytj- endur hans Einar Jóhann- esson, Bernharður Wilk- inson, Daði Kolbeinsson, Joseph Ognibene og Haf- steinn Guðmundsson. Þessum íslensku síðdeg- istónleikum lýkur síðan með þremur fslenskum þjóðlögum í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. „Reykjavíkur Ensemble" leikur. Knútur R. Magnússon ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 7J0 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Guömundur Hallgrfmsson talar. 900 Fréttir. 94)5 Morgunstund barnanna: „Dularfullir atburðir I Flnu- vlk“ eftir Turid Ðaike. Matthl- as Kristiansen les þýöingu sfna (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 104» Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi Islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdöttir. 11A5 (slenskt mál Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1340 Barnagaman Umsjón: Gunnvör Braga. 13J0 Svartur og hvllur djass. 144» A bókamarkaöinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttlr. 14.30 Miödegistónleikar Alexis Weissenberg og hljómsveit Tónlistarskólans I Parls leika „Andante Spian- ato“ og „Grande Polonaise Brillante" op. 22 eftir Frédér- ic Chopin; Stanislaw Skrow- aczewski stj. 14.45 Popphólfið 1530 Tilkynningar. Tónleikar. 154» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1030 islensk tónlist 1. Þrjú Iðg eftir Steingrlm Sigfússon. Guðmundur Jónsson syngur. Guörún Kristinsdóttir leikur á planó. b. Svfta fyrir málmblásara- kvartett. Lárus Sveinsson, Jón Sigurösson. Stefán Þ. Stephensen og Bjðrn R. Ein- arsson ieika. 19.15 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Sðguhornið — Karlinn I kúluhúsinu 1. Höfundur, Guörún As- mundsdóttir, les. Litli sjó- ræninginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Matur og næring 3. Kjöt og kjötréttir Myndaflokkur I fimm þáttum um næringu og hollt matar- æöi. Gestur I þessum þætti cr Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir. c. Fjögur !ög eftir Knút R. Magnússon. Jón Sigur- bjömsson syngur. Ragnar Björnsson leíkur á planó. d. Blásarakvintett eftir Jón Asgeirsson. Einar Jóhann- esson. Bernharöur Wilkin- son, Daöi Kolbelnsson, Jos- eph Ognibene og Hafsteinn Guömundsson ieika. e. Þrjú islensk þjóölög l út- setningu Jóns Asgeirssonar. „Reykjavlkur Ensemble" leikur. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 18A5 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19A0 Daglegt mál — Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. Umsjónarmaður Laufey Steingrlmsdóttir, dósent. Stjórn upptöku: Kristln Pálsdóttir. 21.15 Þyrnifuglarnir Sjðtti þáttur. Framhaldsmyndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsðgu eftir Coll- een McCullough. Efni sföasta þáttar: Luke nokkur O’Neill kemur I hópi rúningarmanna til Drogheda. Hann fer ekki I launkofa með hrifningu slna á Meggle og ræöst til starfa á búinu. Séra Ralph veröur ritarl erkibisk- 204» Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ ettir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýö- ingu Freysteins Gunnarsson- ar (6). 20M Hvaö viltu veröa? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 214» „Let the People Sing“ 1984 Alþjóðleg kórakeppni á veg- um Evrópusambands út- varpsstööva. 3. þáttur. Um- sjón: Guömundur Gilsson. Keppni æskukóra. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (7). ups og fylgir honum til Grikklands og I Páfagarö. Um llkt leyti afræöur Meggie að giftast Luke. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 22.15 Ungfrú heimur 1984 (Miss World 1984) Dagskrá frá 34. alþjóöa- keppni fegurðardrottninga sem fram fór I Lundúnum 15. þessa mánaðar. Valin var fegursta stúlka ( heimi árið 1984. Meðal keppenda var feguröar- drottning (slands, Berglind Johansen. 23A0 Fréttir I dagskrárlok. 22.00 Horft I strauminn meö Auöi Guöjónsdóttur. (RÚVAK.) 22.15 Tlmamót Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Arni Gunnarsson. 23.15 Frá tónleikum Musica Nova — 3. þáttur Edith Picht-Axenfeld leikur á pfanó. a. Svita op. 25 eftir Arnold Schönberg. b. - „Sofferte onde serene" eftir Luigi Nono. Kynnir: Halldór Haraldsson. 23v*5 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS2 MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 104»—12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist Viötal. Gesta- plötusnúöur. Ný og gömul tónlist. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Jón Ólafsson. 144»—15.00 Eftirtvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 154»—18.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 184»—174» Nálaraugaö Djassrokk. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 174»—184» Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eöa samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dótttr. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.