Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 7 Dræmar umræður um skipulagsmál á ASÍ-þingi: Frábiðjum okkur afskipti Alþingis - sagði Þórir Daníelsson í framsöguræðu sinni TVÆR megínástKður eru fyrir því að skipulagsmál verkalýðslireyfingar- innar hafa mikið verið til umrteðu á undanförnum misserum og eru nú eitt aðalmál ASÍ-þingsins, að því er Þórír Daníelsson framkvemdastjórí Verkamannasambandsins sagði i framsögureðu sinni um skipulagsmál á þinginu í germorgun. Ifyrsta lagi, sagði hann, þykir ýmsum núverandi skipulag vera orðið úrelt og hreyfingunni, sem baráttutæki launafólks, fjötur um fót. í öðru lagi hefur málið nú verið flutt inn i sali Alþingis „með þeim hætti, að tæpast verð- ur hreyfingu okkar til framdrátt- ar“. Þórir rakti nokkuð aðdraganda málsins og þær samþykktir sem gerðar hafa verið um skipulags- mál ASl á undanförnum áratug- um. Hann sagði að i ályktun ASl-þings fyrir fjórum árum hefði þvi verið slegið föstu, að núverandi skipulag væri með öllu óviðunandi og að breyta þyrfti skipulaginu á þann veg að vinnu- staðurinn yrði grundvallarein- ing, þ.e. i hreint atvinnugreina- skipulag. Hinsvegar hafi komið i ljós í umræðum eftir þingið að um ályktunina var engan veginn eining. Framkvæmdastjóri VMSÍ sagðist vera sannfærður um, að mikil þörf væri á skipulagsbreyt- ingum til að gera hreyfinguna að betra, virkara, samhentara og fjölbreyttara baráttutæki. „Ég er þeirrar skoðunar," sagði hann, „að skipulag okkar samtaka hafi engan veginn fylgt atvinnu- þróuninni svo sem nauðsynlegt var ef vel átti að fara. Núverandi skipulag á einnig sinn þátt i þeirri innbyrðis togstreitu, mis- klíð og misskilningi, sem valdið hefur hreyfingunni ómældum erfiðleikum og tjóni og allt verð- ur að gera til þess að kveða niður.“ Hann sagðist telja að helst kæmu þrjár leiðir til greina: 1. Viðhalda núverandi skipu- lagi að mestu eða öllu leyti, þó þannig, að efla landssamböndin, m.a. með því að öll félög, sem til þess hafi rétt, verði aðilar að við- komandi landssambandi og stofna landssambönd i þeim greinum, þar sem þau eru ekki fyrir — þannig að ASÍ verði raunverulega samband lands- sambanda. Sem dæmi um þetta mætti hugsa sér landssamband verkafólks hjá opinberum aðil- um. Nauðsynlegt væri að af- marka með nokkuð skýrum hætti meginverkaskiptingu milli ASl og landssambandanna. 2. Breyta öllu skipulaginu frá grunni, þannig að öll landssam- böndin og meginþorri félaganna verði hrein atvinnugreinasam- bönd og atvinnugreinafélög, að stofni til eftir tillögunum frá 1960. Hér kæmi einnig til álita deildaskipt Alþýðusamband, þar sem atvinnugreinadeildir kæmu i stað landssambanda. 3. Halda núverandi skipulagi hvað félögin snertir í metinatrið- um. Þá væri ekki hróflað við samnings- og verkfallsrétti fé- laganna en landssamböndin yrðu smám saman atvinnugreinasam- bönd. Félögin yrðu þá deildaskipt með formlegum eða óformlegum hætti eftir atvinnugreinum og hver deild ætti síðan aðild að við- komandi atvinnugreinasam- bandi. Ekkert væri því til fyrir- stöðu, að innan sama landssam- bands væru fleiri en ein atvinnu- grein ef það þætti henta betur. Þórir sagði að á ráðstefnum um skipulagsmálin sl. vor, hefði komið greinilega fram að fólk að- hylltist þá leið, sem síðust var nefnd. Hann rakti síðan þær hugmyndir, sem fyrir þinginu lægju um skipulagsmál og sagði að lokum: „Á það vildi ég svo að lokum leggja mikla áherslu, að engar breytingar verða gerðar nema fólkið, félagsmennirnir, séu þeim samþykkir. Skipun ofanfrá, hvort sem er frá þessu þingi eða öðrum stofnunum MorgunblaÖið/RAX. Akurnesingar og fleiri á ASÍ-þinginu: Verkalýðsfélagið þar er eitt af félögunum sem er deildaskipt og eiga deildirnar aðild að hinum ýmsu landssamböndum. verkalýðssamtakanna, eru gagnslausar ef þær eiga ekki skilningi og fylgi að fagna. Af- skipti utanaðkomandi aðila, þar með talið Alþingi, frábiður verkalýðshreyfingin sér full- komlega.“ Umræður um skipulagsmálin urðu ekki miklar. Helgi Guð- mundsson frá Akureyri, sem ver- ið hefur starfsmaður miðstjórn- ar og skipulagsnefndar ASl á þessu sviði, lagði á það áherslu, að atvinnulif á íslandi væri að taka svo miklum stakkaskiptum, m.a. með tölvubyltingunni, að nauðsynlegt væri að ákvarða at- vinnugreinaskiptinguna sem fyrst. Hann sagði að breyt- ingarnar yrðu þó gagnslitlar nema þeim fylgdu breytingar á starfsháttum smærri eininga í verkalýðshreyfingunni, þannig að hægt væri að auka virkni hinna óbreyttu félagsmanna. „Eins og er eru mörg lítil verka- lýðsfélög starfandi, sem eru varla nokkuð nema nafnið eitt. Um fimmtungur félagsmanna i Alþýðusambandinu eru í félög- um, sem telja 100 félaga og það- an af færri. Það eru vitaskuld nær gagnslaus félög og það hlýt- ur að vera nær útilokað fyrir þau að gegna sínu hlutverki, verið baráttutæki og þjónustustofnan- ir fyrir sína félagsmenn nema með mjög háum félagsgjöldum eða lykilaðstöðu í atvinnulífinu,“ sagði hann. Helgi lagði til að unnið yrði að því á næstunni að smærri stétt- arfélög sameinuðust þannig að þau yrðu fær um að hafa i sinni þjónustu 1—2 starfsmenn. „Um 35 félög innan ASÍ eiga engan fulltrúa hér á þinginu," sagði hann, „það eru svo lítil félög að þau hafa ekki bolmagn til að senda hingað fulltrúa." 1 öðru lagi, sagði Helgi Guðmundsson, er bæði rétt og nauðsynlegt að faglærðir og ófaglærðir, i viðasta skilningi, nái saman innan sinna atvinnugreina. Loks taldi hann nauðsynlegt að stofnuð yrðu tvö ný landssambönd, annarsvegar samband starfsfólks i opinberri þjónustu, s.s. starfsfólk sjúkra- húsa, dagvistunarstofnana og sveitarfélaga (sem að hluta væru i Verkamannasambandinu; ræki- lega yrði hugað að skörun við BSRB) og hinsvegar samband starfsfólks i einkaþjónustu, s.s. veitingahúsum o.fl. Fjölmennasti klúbbur landsins og aðrir goðir gestir, velkomnir KLUBBURINN A UTSYNARKVÖLD MEÐ FRÍ-KLÚBBSSTEMMNINGU í BCCADWAr ^ Frí-klúbbsfólagar og gestir kveðja L sumarið og heilsa vetri á glæsilegri Frí-klúbbshátíö meö bráöhressu og fjörugu fólki. Rúllugjald Frí-klúbbsins er aðeins kr. 100,- í staö kr. 170,-. Fríklúbbskjör: Kvöldveröur á kr. 385,- N Kl. 19.00 Húsiö opnað, Frí-klúbbMtarfsemenn sumars- ins taka á móti gestum og bjóöa þá velkomna. Kl. 19.30 „Friklúbburinn á sólarströndum ’84“ Frumsýning nýrrar kvikmyndar. Ingólfur Guöbrands son, forstjóri Útsýnar kynnir. Kl. 20.00 Veislan hefst meö suöraanu sniöi, gómsætum réttum og Frí-klúbbsfjöri. Fjölbreytt skemmtiatriöi, m.a. TÍSKUSÝNING, Modelsamtökin sýna nýjustu vetrar- tiskuna. DANSSÝNING, sérsaminn dans frá Dansnýjung Kol brúnar Aöalsteinsd. STÓR-BINGÓ meö Útsýnarferöum næsta árs í verö- laun, heildarverömæti vinninga kr. 63.000,- sunnudaginn 2. desember 1984 Dansinn stiginn meö Frí- klúbbsfjöri til kl. 01.00. Ný 8 manna hljómsveit Gunnars Þóröarssonar og söngvararnir Björgvin Halldórsson, Sverrir Guö- jónsson og Þuríöur Sig uröardóttir. Hlnn síhressi Hermann Gunnars- son kynnir. Framkvstj. Frí-klúbbsins, Pálmi Pálmason stjórnar, honum til aö- stoöar veröa hinir rómuöu Frí- klúbbsfararstjórar: Erlingur Karlsson (Spánn), Katrín Pálsdóttir (Portúgal), Ingibjörg Hjaltalín (Italía) Hlldigunn- ur Gunnarsdóttir (Portúgal), Hrafn- hildur Valbjörnsdóttir (italía) og Jón- ína Benediktsdóttlr. Modelkeppnin Ungfrú og Herra Útsýn 1985 hefst. MATSEÐILL A: Sérstakur þríréttaöur sælkera matseðill á sór- verði, kr. 650,- Koníakslöguö humarsúpa. Lambabuffsteik m/rlstuö- um sveppum, bacon- steiktum kartöflum, gljáö- um gulrótum, blómkáli m/ostabráö, salati og rauövínssósu. Fyllt bökuö epli m/kókos- fyllingu og rjóma. Fjölbreyttir feröamöguleikar vetrarins kynntir meö nýrri feröaáætlun. Frí-klúbbsfararstjórar bregöa á leik meö þátttöku gesta. MATSEÐILL B: Ódýr en Ijúffengur Frí- klúbbsmatseöill í spænsk- um grísaveislustíl: Aöeins kr. 385,- Svínakjöt, kjúklingar m/salati, sósu og blönd- uöu grænmeti. ATH.: Ákveöiö hvorn matseöilinn þiö veljiö um leiö og pantaö er. Tryggóu þér plóss { tíma í síma 77500, því húsiö fyllist fljótt. Boröapant- anir og miöasala í Broadway daglega á milli kl. 11—19. Sérstakt Frí-klúbbstilboö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.