Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
23
Minning:
Trygve Bratteli fyrrver-
andi forsœtisráðherra
i
Árið 1976 kom út í Noregi bók
eftir Randi Bratteli, eiginkonu
Trygve Bratteli: Á ferð með for-
sætisráðherranum, og hlaut mikl-
ar vinsældir. Í bókinni er kafli um
tvær ferðir þeirra hjóna til ís-
lands. Fyrri ferðin var á þing
Norðurlandaráðs, i lok janúar
1970. Ofsaveður var bæði í Noregi
og á Íslandi, og var flugferðin
ævintýraleg. En hvorki hættuleg
lending né störf manns hennar á
þingi Norðurlandaráðs eru kjarni
frásagnar Randi Bratteli af þess-
ari heimsókn. Hún fjallar fyrst og
fremst um heimsókn til Halldórs
Laxness að Gljúfrasteini og að-
dáun á honum og islenzkri menn-
ingu.
Svo komu þau hjón aftur fjórum
árum síðar. Það var þegar Trygve
Bratteli var fulltrúi þjóðar sinnar
á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar,
sem minnzt var á Þingvöllum
sumarið 1974, í veðri eins og feg-
urst getur orðið á íslandi. Hún
lýsir Þingvöllum og þeim áhrifum,
sem það hafði á þau hjónin, að
30.000 manns skyldu safnast þar
saman til stórkostlegrar hátiðar.
Trygve Bratteli hafði áður
skrifað mér og beðið að ráðleggja
sér, hvert þau hjónin ættu að fara
i tveggja til þriggja daga leyfi að
loknum hátiðahöldunum. Niður-
staðan varð sú, að við hjónin fór-
um með þeim austur í öræfi og
höfðum aðsetur á Hótel Höfn í
Hornafirði. Auðvitað hefur Randi
Bratteli margt að segja um nátt-
úrufegurð þessara slóða. En mest
fjölyrðir hún um heimsókn að
Kvískerjum og heimilisfólkið þar.
Sannleikurinn er líka sá, að mér
er fátt minnisstæðara en það lát-
leysi og sú gagnkvæma viröing,
sem einkenndi samræður forsæt-
isráðherra Noregs og fræðimann-
anna á Kvískerjum. Þau hjónin
voru leyst út með gjöfum, dýr-
mætum steinum. Heimilisfólkið
kvaddi okkur við bifreiðina. Við
horfðum á eftir því inn í bæinn.
En það leit ekki við.
II
í löngum kynnum okkar Trygve
Bratteli sagði hann mér oft frá
ferðum sínum til fjölmargra landa
og af stjórnmálamönnum margra
þjóða. En hann nefndi aldrei, að
hann hefði setið f þýzkum fanga-
búðum frá því í júní 1942 og til
stríðsloka og hafi komið þaðan
nær dauða en lífi, 47 kíló að
þyngd. En fyrir nokkrum árum,
þegar hann hafði að mestu dregið
sig í hlé af vettvangi stjórnmál-
anna, tók hann fram gömul minn-
isblöð, sem hann hafði ritað rétt
eftir heimkomuna, en síðan lagt
undir lás og slá. Úr þessum minn-
isblöðum gerðu þau hjónin bók,
Nótt i Niflheimi, sem varð met-
sölubók í Noregi og þýdd á önnur
norræn mál. Það lýsir Trygve
Bratteli vel, að á fyrsta blaði bók-
arinnar stendur:
„1 auðmjúkri minningu
allra þeirra,
sem aldrei sneru heim aftur.”
I inngangsorðum að minninga-
bókinni segir hann m.a.:
„Atvinnuleysi setti svip á æsku-
ár mín. Ég vann aðallega bygg-
ingarvinnu. Frá því ég var 18 ára
fékkst ég æ meir við stjórnmál. Að
beiðni þáverandi formanns Verka-
mannaflokksins, Oscars Torp, fór
ég til Kirkenes í febrúar 1934 til
að sjá um lítið bæjarblað. í maí-
mánuði sama ár var ég kosinn
trúnaðarmaður Æskulýðsfylk-
ingar verkamanna og bjó frá sept-
ember 1934 í Osló.
Atvikin höguðu því svo, að
skömmu eftir hernámið 1940 var
ég beðinn um að taka að mér dag-
lega stjórn skrifstofu Verka-
mannaflokksins í Osló. Þar var ég,
þangað til Þjóðverjar lokuðu
skrifstofu flokksins í september.
Þeir létu Nasistaflokkinn fá
skrifstofurnar, og við fengum þær
ekki aftur fyrr en í stríðslok.
í september 1940 var ég því aft-
ur atvinnulaus, en ég hafði góð
sambönd og tók enn á ný að starfa
að æskulýðsmálum. Það var í
Kristjánssundi... Sumarið 1942
var starfi mínu þar lokið. Ég hafði
á leigu herbergi í bænum, og ég
byrja frásögn mína þar 10. júní,
þegar Gestapómenn þrömmuðu
upp stigann að herbergisdyrum
mínum.“
Þá kemur stutt yfirlit yfir
fangabúðaárin. Síðan segir: „15.
maí 1945 var ég kominn til Osló á
aðalskrifstofu Verkamannaflokks-
ins.
Ég hugsaði mikið um og var
staðráðinn í því, að ég skyldi ekki
verða „fyrrverandi fangi" það sem
eftir væri ævinnar.
Ég varð einhvern veginn að losa
mig við þetta þrúgandi farg og
snúa mér að nýju lífi.
Ég punktaði hjá mér í stökum
orðum á minnisblöð ýmis aðalat-
riði. Úr því urðu 95 þéttskrifuð
blöð. Ég lagði þau síðan frá mér,
tók til starfa. Fortíðin skyldi vera
grafin og gleyrnd."
III
Trygve Bratteli varð vissulega
ekki „fyrrverandi fangi“ í því lífi,
sem hann hóf að styrjöldinni lok-
inni. Hann tók mikinn þátt i
flokksstarfi Verkamannaflokksins
og var kosinn á þing 1949. Tveim
árum síðar varð hann fjármála-
ráðherra og gegndi þvi starfi til
1955. Siðan varð hann aftur fjár-
málaráðherra 1956—60 og sam-
göngumálaráðherra 1960—1964.
Ari síðar eða 1%5 tók hann við
formennsku Verkamannaflokks-
ins af Einari Gerhardsen, en hann
hafði verið nánasti samstarfsmað-
ur hans allt frá striðslokum.
Verkamannaflokkurinn beið
ósigur í kosningum það ár, og tók
þá við völdum ríkisstjórn borgara-
flokkanna. En Trygve Bratteli
varð leiðtogi Verkamannaflokks-
ins á þingi. Stjórn borgaraflokk-
anna fór frá árið 1971, og varð
Trygve Bratteli þá forsætisráð-
herra í fyrra skipti. Á þeim
stjórnarárum hans urðu mikil
átök um aðild Noregs að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Trygve
Bratteli og meirihluti Verka-
mannaflokksins studdu aðildina
eindregið. En hún var felld í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þá sagði hann
af sér. í kjölfar kosninga 1973
varð hann hins vegar forsætisráð-
herra í annað sinn og gegndi því
starfi til 1976, er Oddvar Nordli
tók við af honum.
Enginn vafi verður talinn á því,
að við hlið Einars Gerhardsen er
Trygve Bratteli merkastur stjórn-
málamaður Norðmanna síðan síð-
ari heimsstyrjöldinni lauk. Hann
fæddist 1910. Eina skólamenntun
hans var ganga í barnaskóla
1917—1924. Síðan var hann sendi-
sveinn, hvalveiðimaður, af-
greiðslumaður og byggingaverka-
maður, auk starfa við ritstjórn og
i þágu flokks síns, eins og áður er
Trygve Bratteli
getið. En eftir að hann varð þing-
maður og síðar ráðherra helgaði
hann sig eingöngu stjórnmálum,
unz hann dró sig f hlé af þeim
vettvangi 1981.
Oft hefur það reynzt svo um
menn, sem notið hafa litillar
skólagöngu, en hljóta mikil völd
og komast til metorða, að þeir hafi
nokkurt horn í síðu langskóla-
genginna manna, telji sig að
minnsta kosti ekki þurfa á ráðum
þeirra að halda. Á fyrri hluta
sjöunda áratugarins ákvað við-
reisnarstjórnin svonefnda, að
Efnahagsstofnunin skyldi hefja
samningu þjóðhagsáætlana. í
Noregi hafði slíkt verið gert um
nokkurt skeið, og verkið unnið í
fjármálaráðuneytinu. Ríkisstjórn-
in fór þess því á leit við norsku
stjórnina að hún lánaði hingað
nokkra hagfræðinga úr því ráðu-
neyti, sérfróða f þessum efnum, til
þess að vera i nokkurn tima til
aðstoðar við undirbúning samn-
ingar þjóðhagsáætlana hér. Þessir
norsku hagfræðingar urðu kunn-
ingjar okkar ýmissa hér. Þeir
höfðu unnið f fjármálaráðuneyt-
inu í tíð Trygve Bratteli sem fjár-
málaráðherra. Mér er minnisstætt
að þeim bar saman um að aldrei
hefðu þeir unnið með ráðherra
sem hefði hlustað betur á flókna
röksemdafærslu um vandasöm
efni né verið fljótari að átta sig á
aðalatriðum hvers máls. Mér kom
þetta ekki á óvart.
IV
Trygve Bratteli er einn þeirra
stjórnmálamanna sem ég met
mest að hafa kynnzt. Það sem mér
fannst mega læra af honum var
sterk réttlætiskennd, yfirveguð
dómgreind og algert ofstækisleysi
í afstöðu til manna og málefna. Ég
minnist þess ekki að hafa nokkurn
tíma heyrt hann tala af óvild um
nokkurn mann, og átti hann þó
marga andstæðinga. Hann var
mjög stefnufastur og fylginn sér,
þegar hann taldi það nauðsynlegt
til framdráttar málstað, sem hann
vildi að næði fram að ganga. En
jafnframt var hann sanngjarn,
hvort sem um var að ræða sam-
skipti við aðra flokka og meðlimi
þeirra eða skiptar skoðanir innan
flokks hans, Verkamannaflokks-
ins. Hann hafði til að bera flesta
þá kosti, sem mikill flokksforingi
þarf að vera gæddur. Hann naut
þess að hann var stórvel gefinn
maður, jafnframt því að hann var
óvenjulegur mannkostamaður.
Raunar má segja hið sama um
konu hans, Randi, en þau voru
jafnan svo samhent að einstakt
má telja.
Norðmenn hafa misst mikilhæf-
an leiðtoga. Og íslendingar mega
minnast hans sem mikils vinar is-
lenzkrar þjóðar og islenzkrar
menningar.
GylH Þ. Gíslason
Jólatækið í ár frá
W40NCS MOOCdWAT
8*TTH1» fM
-_____________88 92 96 100 104 108
TT so .,oT' To uo.fr
' &30 etw 700 «Ot' KJOO >200 «400 '600
M00C/W4T TONC BALANCt VQtUMt rUNCTJOi g£g BANO
TOSHIBA
Glæsilegt tæki á jólatilboósverði kr. 6.995,-
4 bylgjur, 4 hátalarar, stereo wide stilling, 12 watta magnari,
soft-stillingar o.fl. o.fl. Fæst í silfruöum og svörtum lit.
Greiðsluskilmálar — árs ábyrgö
RT 70
Ódýrt og gott tæki, jóla-
tilboösverö, kr. 5.890.-
EINAR FARhSTVm &COHF
BERGSTAÐASTRÆTI I0A
SÍMI 91-16995 — 21565