Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 37 Stuttar fjárlagafréttir: Aukin framlög til iðn- þróun- armála 2 % af þjóðarfram- leiðslu til vegamála Aukin framlög til iðnþróunarmála Að meginstefnu er ekki gert ráð fyrir nýjum verkefnum hjá ríkisstofnunum í fjárlaga- frumvarpi komandi árs. Þó eru í frumvarpinu aukin fram- lög til iðnþróunarmála, m.a. til Iðntæknistofnunar og 50 m.kr. hlutafjárframlag til hins fyrirhugaða þróunarfé- lags. Þá er gert ráð fyrir 28,5 m.kr. fjárveitingu til nýrrar deildar Iðnlánasjóðs, i sam- ræmi við ný lög um samruna Iðnlánasjóðs og Iðnrekstrar- sjóðs. Endurgreiddur sölu- skattur í sjávarútvegi Ákveðið hefur verið að endurgreiða frá og með næstu áramótum söluskatt í sjávar- útvegi og gæti sú fjárhæð numið allt að 400 m.kr. 1985. Tvöfölduð framlög til byggingarsjóða Framlög til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna verða tvöfölduð í krónutölu frá frumvarpinu í fyrra og nema alls um 800 m.kr. Hinsvegar ríkir nokkur óvissa um öflun lánsfjár til þessa þáttar á næsta ári. 2% af þjóðarfram- leiðslu til vegamála í athugasemdum með frum- varpinu segir að fjárhæð sem svarar 2% af þjóðarfram- leiðslu renni til vegamála 1985. Samsvarandi tala 1984 var 2,08%. Niðurgreiðslur lækka í athugasemdum með frum- varpinu segir að nokkuð sé „dregið úr“ tilfærslum til at- vinnurekstrar og einstaklinga. Þannig er gert ráð fyrir minni útflutningsuppbótum 1985 en 1984 og niðurgreiðslur, bæði í vöruverði og orkuverði, lækka lítillega. Þá lækkar framlag til olíustyrkja með fækkun styrk- þega. Alls er fyrirhugað að verja 1.260 m.kr. til þessara fjögurra þátta. A-hluta-lán- tökur 1.852 m.kr. Lántökuþörf A-hluta ríkis- sjóðs verður mikil 1985 eða 1.852 m.kr. Fyrirhugað er að afla 550 m.kr. innanlands og l. 300 m.kr. erlendis. Afborg- anir lána verða 1.236 m.kr. og hlutafjárframlög 135 m.kr. | Vaxtagreiðslur á rekstrar- reikningi A-hluta verða 1.350 m. kr. og hafa liækkað allnokk- uð. Ragnv Kolbrún Fjárlagauinræöan Ragnar Arnalds: Byggðafjand- samleg fjárlög Ragnar Arnalds (Ahl.) kvað fjárlagafrumvörp spegil stjórn- arstefnu á hverri tíð. Stefna þessa frumvarps væri byggða-fjand- samleg. Framkvæmdir úti á landi væru miskunnarlaust skornar við trog. Skattar á stórfyrirtækjum og bönkum lækkuðu en ríkissjóður væri látinn sæta verulegum halla, samtímis því sem skuldir erlendis héldu áfram að vaxa. Hinsvegar fengju sjúklingar, námsmenn og tekjuminni stéttir að þrengja mittisólar. Verðbólguverksmiðja stjórnarinnar hefði verið sett í gang, í kjölfar kjarasamninga, til að eta upp ávinning launafólks i nýgerðum kjarasamningum. Ragnar sagði efnislega að ríkis- stjórnin tæki það aftur með ann- arri hendinni sem hún gæfi með hinni. 600 m.kr. tekjuskattslækk- un væri endurheimt með hækkun áfengis og tóbaks og 320 m.kr. tekjulið, sem ekki væri nánar til- greindur, er væri skattheimta í einhverri mynd. Hann kvað stefnt að afturkipp í vegaframkvæmdum og ýmsum spurningum væri ósvarað varð- andi lánsfjáröflun til annarra framkvæmda. Það er skylda ríkisstjórnarinn- ar að tryggja hallalaus fjárlög, sagði Ragnar, og hann kvaðst vona, að ekki færi eins fyrir þessu fjárlagafrumvarpi og því, sem hafi verið að bögglast fyrir brjósti Alþingis langtímum saman á liðn- um vetri. Guðmundur Bjarnason: Fyrsti áfangi af- náms tekjuskatts Þróunarstofnun á Akureyri Þau nýmæli eru helzt í þessu fjárlagafrumvarpi, sagði Guð- mundur Bjarnason (F) efnislega í fjárlagaumræðu, að fyrsti áfangi í niðurfellingu tekjuskatts af al- mennum launatekjum kemur til framkvæmda, þ.e. 600 m.kr. tekju- skattslækkun. Tilgangurinn með þessari lækkun, sem og hækkun bótagreiðslna almannatrygg- ingakerfisins, er að milda verðlagsáhrif gengisbreytingar og skapa meira framkvæmdasvigrúm fyrir fólk. — Þá skipti og miklu máli að stefnt er að stofnun þróunarstofnunar, þ.e. auknum stuðningi við rannsóknar- og þróunarverkefni, til að byggja upp ný atvinnutækifæri og stuðla að frekari verðmætasköpun í atvinnulífinu. Guðmundur kvað tekjuskatt koma mjög misjafnlega við þjóð- félagsþegnana; margir slippu um möskva hans. Réttara væri að skattleggja eyðslu um neyzlu- skatta en vinnuframlag um tekju- skatt. Hann kvað hóp manna hafa komizt yfir eignir um verðbólgu- gróða og athugandi væri, hvort þar væri ekki skattstofn til tekju- auka fyrir ríkissjóð. Hann vék að nauðsyn þess að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um Iandið og lagði til að væntan- leg þróunarstofnun verði staðsett á Akureyri. Við uúverandi kringumstæður Gnðmnndar Kjartan væri nauðsynlegt að beita aðhaldi í ríkisbúskapnum. Gagnrýni þyrfti að vera jákvæð og réttvísandi, en á það skorti á stundum. Milljarður í búvöruna: Endurskoða þarf land- búnaðardæmið — sagði Kolbrún Jónsdóttir Það fer rúmur milljarður króna í niðurgreiðslur búvöru innan- lands og útflutningsbætur með henni á erlendan markað, sagði Kolbrún Jónsdóttir (BJ) efnislega í fjárlagaumræðu á Alþingi. Það er full þörf á að endurskoða land- búnaðardæmið í heild, hvort þess- ir fjármunir, sem sóttir eru til al- mennings, komi milliliðakerfinu fremur til góða en bændum sjálf- um. Kolbrún kvað allt benda til þess að stefnan væri niðurskurður framkvæmda en vöxtur hvers kon- ar yfirstjórnunar, samanber kostnaðarþróun hjá ráðuneytum. Ef fram héldi sem horfði yrði ekki rúm fyrir annað í fjárlagadæminu en yfirstjórnir og greiðslubyrði af skuldasúpunni. Hún gagnrýndi ýmiss konar meint fjárfestingar- mistök, sem þjóðin þyrfti að bera í skertum lífskjörum, og áframhald erlendrar skuldasöfnunar. Það er haldið áfram að lifa um efni fram, sagði hún og skrifa ávísanir á framtíðina, uppvaxandi börn. Þessi sömu börn fengju þó skertan hlut í stýfðum framlögum til dagvistarstofnana og mennta- mála. Ríkissjóður rekinn á erlendum lánum: Eins og allt menntakerfið sé lánsfjár- magnað erlendis — sagði Kjartan Jóhannsson Það er eitt af megineinkennum fjárlagafrumvarpsins, að ríkis- sjóður er í vaxandi mæli rekinn á erlendum lánum, sagði Kjartan Jóhannsson (A) efnislega í fjár- lagaumræðu á Alþingi í gær. Þetta svarar til þess, bætti hann við, að allt menntakerfið, frá grunnskólum upp i háskóla, sé fjármagnað með erlendu lánsfé. Annað megineinkenni þess er skerðing fjárframlaga til félags- legra þátta. Það þriðja er að lækk- un tekjuskatts er tekin aftur í nýj- um sköttum, þ.e. hækkuðu verði áfengis og tóbaks og ótilgreindum 230 m.kr. tekjuauka. Fjórða ein- kennið er að aðhaldið, sem beitt er gagnvart félagslegum þáttum, nær ekki til ráðuneytanna sjálfra, sem að útgjöldum hækka frá tvö- til þrefalt umfram verðlagsfors- endur. Þá er það ekki góðs viti að nú- verandi fjármálaráðherra gerir viðskiptahallann við útlönd að r.kattstofni eins og Iiagnar Arn- alds, fyrrv. fjármálaráðherra. í frumvarpinu eru tæpar fimm Kristín m.kr. gjaldfærðar vegna kostnað- ar við ríkisjarðir. En hvar eru tekjurnar? Getur verið að ríkið reki eignir sínar með þeim hætti að tekjur standi nálægt núlli í stað þess að mæta kostnaði? Pálmi Jónsson, form. fjárveitinganefndar: 12%samdráttur þjóðartekna — setur mörk á greiöslugetu samfélagsins Fjárlög eru að hluta til spegil- mynd af stjórnarstefnu en fremur þó af aðstæðum i þjóðar- og rikis- búskapnum á hverri tið, sagði Pálmi Jónsson (S), formaður fjár- veitinganefndar, er hann svaraði Ragnari Arnalds í fjárlagaum- ræðu í gær. Þjóðartekjur hafa nú dregizt saman þriðja árið í röð, samtals um 12% á hvern vinnandi mann. Þjóðarbúið hefur úr minna að spila nú en í fyrri góðærum, t.d. 1981, og því væri óhjákvæmilegt að mun minni greiðslugeta þess segði til sin i samdrætti ýmissa fjárlagaliða. Við þær aðstæður, sem fjárlög eru sett saman við nú, væru framlög til flestra þátta við- unandi, þó ýmsar þarfir þurfi að bíða um sinn. Meginmálið væri að vinna þjóðarbúið i þá fjárhags- getu að það risi undir samtlma- kröfum. Hallalaus ríkisbúskapur er markmið, sem keppa verður að, sagði Pálmi, um það er ég sam- mála Ragnari Arnalds, en kröfu- gerð af þvi tagi, sem stjórnar- andstæðingar halda nú uppi á hendur rikissjóði, langt umfram getu hans á liðandi stund, sam- ræmist ekki því markmiði. Samtök um kvennalista: Andvíg frekari neyzlusköttum „Það verður lítið úr fögrum fyrirheitum i stefnuræðu forsæt- isráðherra þegar þau eru borin saman við rauntölur fjárlaga- frumvarps," sagði Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) efnislega í fjárlagaumræðu á Alþingi i gær. „Frumvarpið veldur mér þó ekki vonbrigðum, vegna þess að ég bjóst ekki við neinu góðu.“ Kristín gagnrýndi hve siðbúin fjárlaga- umræðan væri og að ekki fylgdi nauðsynlegt hliðarmál, fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun. Kristín varaði við virðisauka- skatti, sem hækka myndi verð matvæla, sem nú eru undanþegin söluskatti. Hann myndi bitna harðast á þeim er sízt skyldi. Kvennalistinn væri andvígur auknum neyzlusköttum. Hún gagnrýndi einnig að fjár- lagaaðhaldið næði ekki til ráðu- neyta, sem flest hækkuðu langt umfram verðlagsforsendur, þó niðurskurðarhnífnum væri beitt annars staðar. Það skyti og skökku við að fjárlagaframlög til iþrótta, þ.e. til heilbrigðra, hækk- uðu verulega meðan framlag til framkvæmastjóðs fatlaðara væri stýft. í þessu frumvarpi er ckki vísir að neins konar nýrri uppbyggingu í þjóðfélaginu. Fjárlagapunktar: Ríkið tekur milljarði minna til sín Hér fara á eftir nokkrir efnis- og fréttapunktar úr fjárlagaræðu Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra: • Hlutfall ríkisumsvifa af þjóðarframleiðslu 1983 nam 30,7%. í ár er þetta hlutfall 29,4%. Samkvæmt fjárlögum næsta árs fer það niður I 29,2%. í fjárhæðum talið nem- ur þetta 1,3 milljörðum króna, sem ríkið tekur minna til sin en 1983. • Útflutningsbætur með bú- vöru verða að hámarki 380 m.kr. 1985. • Niðurgreiðsla á raforku: Varið verður 200 m.kr. í greiðslur til RARIK o.fl. aðila til að draga úr hækkun raf- orkuverðs til húshitunar. • Lánasjóður íslenzkra námsmanna: I fjárlagafrum- varpi 1985 er gert ráð fyrir fjárveitingu og lánsfjáröflun til sjóðsins, samtals að fjár- hæð 781 m.kr. Lánshlutfall helzt óbreytt, 95% af lánsfjár- þörf. • Helmingur alls fram- kvæmdafjár fjárlaga gengur til tveggja málaflokka, vega- mála, 730 m.kr, og bygg- ingarsjóða, 800 m.kr. • Meðaltalshækkun fram- færsluvísitölu milli áranna 1983 og 1984 er talin nema 29%. • Heildarskuldir A-hluta rík- issjóðs til lengri tíma, að frá- dregnum skammtímakröfum og veittum lánum, námu í árslok 1983 5,2 milljörðum króna, og höfðu aukizt á því ári um 3,7 milljarða króna, þar af vegna endurmats um 2 milljarða. • Á árinu 1983 námu greiddar rikisábyrgðir 193 m.kr., en endurgreiðslur 91 m.kr. • Innheimtur tekjuskattur einstaklinga 1984 nemur væntanlega um 1,7 milljörðum króna, eða um 9% af heildar- tekjum rikissjóðs. • Gert er ráð fyrir endur- flutningi frumvarps um virð- isaukaskatt. Afkoma ríkissjóðs 1984: Tekjur fara 9 % fram úr áætlun en gjöld 7% REKSTRARAFKOMA rfkissjóðs í árslok 1984 er talin verða nokkru betri en áætlað var við gerð fjárlaga fyrir líðandi ár. Tvennt veldur: 1) Aðhaldsað- gerðir og 2) auknar tekjur vegna meiri veltu og eftirspurnar í land- inu en reiknað var með. Endur- skoðuð áæthin 1984 gerir ráð fyrir rúmlega 19,5 milljarða rfkis- sjóðstekjum en tæplega 19,6 milljarða gjöldum. Þetta eru 9% hærri teljur og 7 % hærri útgjöld en fjárlög stóðu til. í fjárlögum og lánsfjárlög- um 1984 var gert ráð fyrir 945 m.kr. innlendri lánsfjáröflun og 588 m.kr. erlendis. Nú er hinsvegar gert ráð fyrir að inn- lend lánsfjáröflun ársins verði einungis 230 m.kr. Þrátt fyrir að rekstrarafkoma rikissjóðs 1984 verði nokkru skárri en spár stóðu til, leiðir lítill hlut- ur innlendrar lánsfjáröflunar til mikilla lántaka erlendis, ovo oem verið hefur um nokkurt órabil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.