Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 Útgerð og fískvínnsla sennilega aldrei staðið verr Ræða Soffaníasar Cecilssonar for- manns Sambands fískvinnslunnar á fundi sambands- ins Samkvæmt aflatölum Fiskifé- lags íslands nam heildarfiskaflinn í lok september 925 þús. tonnum, en á sama tíma í fyrra var hann 531 þús. tonn. Heildarfiskaflinn hefur því aukist um 74% á þessu tímabili. Þetta segir þó lítið, því nauösynlegt er að skoða aflasam- setninguna. Sé loðnuaflinn tekinn út kemur í ljós að afli fyrir utan loðnu hefur minnkað um 8,3% frá sama tíma I fyrra, eða um 44 þús. tonn. Samdráttur í botnfiskafla komnum á land fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tfmabil á síðasta ári nemur 58 þús. tonnum eða 9,5%. Þar af nemur samdrátt- ur í þorskafla 26 þús. tonnum og er það 10,5% minni þorskafli. Fyrstu nfu mánuði ársins nam botnfiskaflinn samtals 456 þús. tonnum, en var á sama tfma 1983 504 þús. tonn. Er þetta svipuð þróun og undanfarin ár og er nán- ast mjög uggvænleg, þar sem hlut- deild verðmestu tegundanna f heildarafla fer minnkandi, en hlutfa.ll þeirra verðminni eykst. Heildarútflutningur sjávaraf- urða fyrstu átta mánuði ársins nam 346 þús. tonnum og hafði aukist um 57% miðað við sama timabil ársins á undan. Á föstu verðlagi hefur útflutningsverð- mætið hins vegar ekki aukist meira en 11%. Þá hefur verðmæti hvers kg komnu á land minnkað um 14,38%. Helstu orsakir eru aukin hlutdeild verðminni teg- unda og lakari markaðsstaða. Hlutfall sjávarafurða f heildar- útflutningi hefur aukist úr 70,8% í 73% á sama tímabili. Það er ekki einungis heildarafl- inn, sem hefur áhrif á afkomu fiskvinnslunnar, heldur ekki síður skipting afla á einstakar greinar, markaðsstaða og efnahagsum- gjörð. Skal nú leitast við að gera litillega grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Verður aðeins stiklað á því helsta. Tölur Fiskifélagsins um aflasamsetningu ná til fyrstu átta mánaða ársins og sýna nokkrar breytingar. Áður er getið breytinga í botnfiskafla og loðnu- afla, en á fyrstu þremur ársfjórð- ungum ársins 1983 var ekki um neinn loðnuafla að ræða. Fryst- ingin stendur nokkuð í stað á milli ára, enda þótt um nokkra innbyrð- is tilfærslu sé að ræða. Vegur þar þyngst að ýsuafli hefur dregist saman um 13 þús. tonn. Frysting rækju eykst um helming úr 7,5 þús. tonnum í tæp 16 þús. tonn. 8,8% aukning hefur orðið á þorski í frystingu þrátt fyrir sam- drátt í veiði á tímabilinu. Kemur það helst niður á saltfiskverkun, en þar hefur orðið 30% samdrátt- ur. Á árinu var hafin framleiðsla svokallaðs tandurfisks og hefur sala hans gengið vel. Verð á fyrsta flokks saltfiski hefur hækkað um 5—10% 1 dollurum á árinu og söluhorfur nokkuð góðar. Verð á frystum afurðum á Bandaríkja- markaði er nú á síðari hluta árs- ins 1984 lítillega á uppleið eftir mikla lægð. Samkeppni hefur auk- ist gífurlega sérstaklega í kjölfar sterkari stöðu dollarans. Birgðir eru enn mjög miklar og ekki fyrir- sjáanlegar neinar verulegar breyt- ingar í markaðsmálum, hvorki i Bandaríkjunum né á Evrópumark- aði. Á Evrópumarkaði vegur þungt óhagstæð staða gjaldmiðla gagnvart dollara. Skreiðarverkun hefur verið lítil á árinu, aðeins um 6 þús. tonn. Ekkert hefur enn verið afskipað þar sem Nígeríumarkaður er enn lokaður og óvíst hvenær breyting verður. Rétt er að geta hér tveggja at- hyglisverðra nýjunga í sölumálum á árinu. Er þar annars vegar sölu- átak BÚR á karfa á innanlands- markaði og hins vegar sölusamn- ingur Heklu hf. á karfa. Ber að fagna slíkum nýjungum. Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarbotnfiskafli á árinu 1985 verði um 410 þús. tonn, en áætlaö- ur botnfiskafli á árinu 1984 er um 487 þús. tonn. Verði farið eftir til- lögum Hafrannsóknarstofnunar er þvi um verulegan samdrátt að ræða. Verður að telja eðlilegt að fleiri þættir séu teknir inn i ákvörðun um hámarksafla og eru menn ósáttir við að sjónarmið fiskifræðinga séu ein látin ráða ferðinni. Einnig á að taka tillit til efnahagslegra forsenda, er tryggir eðlilega afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Á fiskiþingi boðaði Jón Páll Halldórsson vara- fiskimálastjóri nauðsyn mótunar fiskveiðistefnu til 5 ára. Sýndi hann fram á að á 34 ára tímabili 1950—1983, varð þorskafli á ís- landsmiðum að meðaltali tæpar 400 þús. lestir á ári. Ótrúlega litl- ar sveiflur eru síðustu 5 árin. Taldi Jón Páll ekki óeðlilegt að aflamark yrði miðað við 350 þús. lestir á ári næstu 5 árin með 10% fráviki í hvora átt eftir ástandi sjávar og stofns. Innan ramma fiskveiðistefnu yrði siðan afla- mark einstakra fisktegunda ákveðið. Enda þótt tillaga þessi næði ekki fram að ganga á þessu fiskiþingi ber að fagna henni sér- staklega, þar sem með henni er leitast við að sameina hagsmuni útgerðar, sjómanna, fiskvinnsl- unnar og fiskvinnslufólks. Ekki verður rætt hér um kvóta- kerfiö, kosti þess og galla, þar sem því hefur verið gerð góð skil á ný- afstöðnu fiskiþingi. Á hitt skal sérstaklega bent að allar sveiflur í aflamagni og miklar breytingar í skiptingu á milli vinnslugreina á stuttum tímabilum valda fisk- vinnslunni miklum vandkvæðum. Samdráttur veikir rekstrargrund- völlinn. Nýting verður lakari á framleiðsluþáttunum og verulegar sveiflur skaða markaðinn. Síðasta ár hefur verið mikið umbrota tímabil í efnahagsmálum þjóðarinnar. Tekist hefur að lækka tólf mánaða hraða verð- bólgu úr rúmum 130% í febrú- ar—maí í um 14% á þriðja árs- fjórðungi 1984. Frá áramótum í fyrra til 5. nóvember sl. hefur Bandaríkjadollari hækkað í verði um 17%, sterlingspund um tæpt 1%, þýskt mark um 8% og jap- anskt yen um 11%. Meðalgengi gagnvart íslensku krónunni hefur hækkað um 9,7%. Er þetta meiri stöðugleiki f geng- ismálum en hefur tíðkast. Við þessar aðstæður tiltölulega stöð- Soffanías Cecilsson „Það er því krafa fisk- vinnslunnar að samfara verðlækkun á íslensku krónunni komi til lækk- unar á tilkostnaði. Það yrði gert með lækkun á orku, rafmagni og olíu til fiskvinnslunnar, auk þess að fjármagnskostn- aður yrði lækkaður.“ ugt gengi og litla hækkun fram- leiðslukostnaðar ætti að vera gott svigrúm til lagfæringa i þjóðar- búskapnum. Þrátt fyrir hagstæð skilyrði hefur útgerð og fisk- vinnsla sennilega aldrei staðið ver. Nægir þar ekki að kenna um óhagstæðum ytri aðstæðum, afla- samdrætti og erfiðleikum á mörk- uðum. Þar vegur þyngra þau skil- yrði er stjórnvöld hafa búið undir- stöðuatvinnuvegi sínum á undan- förnum árum með uppsöfnun skulda og fjármagnskostnaðar. Stjórnvöld hafa verið haldin þeirri ónáttúru að trúa því að endur- teknar skuldbreytingar í fisk- vinnslu og útvegi sé töfralausn á öllum vandamálum. Bráðabirgðaaðgerðir með skuldbreytingum til lausnar vandamálum sjávarútvegs hafa leitt til þess að afborganir, vextir og verðbætur hafa hlaðist upp jafnt af fjárfestingar- sem rekstr- arlánum. Hefur þetta jafnvel átt sér stað á góðum aflaárum eins og 1981. Sjávarútvegurinn og sér i lagi fiskvinnslan hefur mátt búa við einhver þau erfiðustu lánakjör er þekkist í landinu. Fyrirtæki hafa verið að stoppa á undanförn- um mánuðum vegna rekstrarerfið- leika. Önnur „vega salt“ og eru i þann veginn að stöðvast. Ætla má að fiskvinnslan i heild sé i dag rekin með um það bil 10—15% tapi að meðaltali enda þótt Þjóð- hagsstofnun hafi nýlega komist að annarri niðurstöðu. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um öll fyrir- tæki í fiskvinnslu. Afkoma sumra er betri en annarra. E.t.v. er rangt að tala hér um meðaltalsafkomu, sé tekið tillit til þeirrar gagnrýni er núllaðferð hins opinbera hefur fengið. Þá skal ekki rætt um hver áhrif byggðastefna undanfarinna ára hefur haft á afkomu sjávar- útvegs i heild. Sjávarútvegur og fiskvinnslan eru nú rekin við erfiðari aðstæður en áður. Auk markaðserfiðleika og gifurlegra skulda eins og áður hef- ur verið getið, þarf að laga sig að minnkandi afla og auknum til- kostnaði. Enn bætist við tilkostn- aðinn þar sem þessar greinar standa nú frammi fyrir miklum launahækkunum. Samkvæmt upplýsingum frá SH er áætlað að frystingin ein sér hafi verið rekin með 11% tapi að meðaltali i júní og júlí. Séu kostn- aðarhækkanir i kjölfar nýrra kjarasamninga teknar með verður tapið 14—15%. Afkoma tandur- fisks og stórs þorsks i saltfisk- verkun er þokkáleg. Hins vegar er uppistaða þess hráefnis, sem verið er að verka í dag mjög smár fisk- ur, sem leiðir til slæmrar afkomu. Efnahagssérfræðingar spá hækkun verðlags á næsta ári á bil- inu 25—30% í kjölfar þeirra kjarasamninga er gerðir hafa ver- ið. Þó mun það ráðast verulega af gengisþróun á næstunni. Augljóst er að nýgerðir kjarasamningar vikja langt frá samkomulagi stjórnarflokkanna um efnahags- mál er lagt var til grundvallar við þjóðhagsspá fyrir næsta ár. Verði gripið til gengisfellingar, sem ætti Athvarf aldraðra Gleðilegar eru þær breytingar til heilla og heiðurs íslenzku sam- félagi, sem orðið hafa á kjörum og aðstöðu hinna „aumustu allra“, eins og það kallað var i gamla daga. Þar eru dæmin deginum ljósari og mikið að þakka hugsjónabar- áttu ágætra kvenna og manna, sem hafa verið sáðmenn mis- kunnseminnar á akri mannlifs á íslandi og hvergi fremur en i Reykjavíkurborg. Þar er Landspítalinn kominn i stað Franska spítalans og Vogur í stað togaraskrokks vestur viö Grandagarð, svo eitthvað sé nefnt til tákns og skýringa á þessu mál- efni hinna allslausu. En auðvitaö má benda á hæli og hallir, sem daglega brosa við aug- um til að sanna hinn mikla sigur miskunnsama Samverjans í þjóð- lífinu og það stóra stökk, sem starfandi kristindómur hefur tek- iö í hversdagslífi þjóðarinnar. Þar nægir sem dæmi um dáðir og heillir að nefna „Grund“ við Hringbraut og hallirnar við Há- túnið. Annars má einu gilda, hvert litið er, alls staðar má líta glugga og þök hinna frábæru líknarstofn- ana, þar sem bæði aðstaða og starfsemi má teljast hið bezta á heimsmælikvarða. En samt er eins og þeir, sem líkna þarf, verði því fleiri, sem meira er fram- kvæmt. Það má samt aldrei verða fjötur hugsjóna og hjartsláttar á miskunnarvegi samfélas. Hér er viðamikið verkefni og þrotlaust starf { sjónmáli, ekki sízt á vegum „Verndar" að fanga- hjálp og AA-deilda eða SÁÁ fyrir drykkjusjúklinga og dópista. Þar þýðir lítið að ræða varnir gegn þessum vágestum, sem væru þeir krabbamein og uppdráttarsýki. Allir — eða mikill meirihluti þjóðarinnar — daufheyrast við slíkum aðferðum. Allir — eða flestir — hlæja bara að „heimskingjum“ og „skýj- aglópum", sem vilja varnir eða bönn við reykingum og drykkjus- iðum, sem jafnvel fræðimenn nefna „menningu". Það er því ekki um það að ræða, sem nefna mætti að gæta barns, svo að það detti ekki i brunninn, heldur að bjarga þvi i andarslitr- um, þegar búið er að draga það úr djúpinu. Sá hópur athvarfslausra vesal- inga á vegum Bakkusar, sem enga vinnu fá við sitt hæfi, eða enginn treystir nýsloppnum af „Hraun- inu“ eða „Níunni" og fljóta um strætin eins og rekald, og upp á sker við „Hlemm“ eða Lækjartorg, stækkar nú stöðugt, allt frá börn- um til aldraðra. Þetta fólk er flestum til ama og engum að gagni á þessu reki í straumi lifsins göt- unnar. Hvað væri hægt að gera því til líknar og samfélaginu til sóma? Hvernig væri hægt að losa okkar fögru borg, ekki sizt æskuna við þær hættur, skugga, skömm og ófögnuð, sem „vínmenningin" veldur þessum olnbogabörnum sínum, meðan beðið er eftir vist á Vogi eða tækifæris til mannsæm- andi lífs. Þarna er eiturneyzlan í hámarki og bótalaust böl heilum fjölskyld- um að tjaldabaki. Framtíðin auðn og tóm og freistingar i hámarki. Þess vegna dirfist ég enn einu sinni að benda á ógleymanlegt „at- hvarf handa allslausum", sem ég sá í Hamborg. Miðri milljónaborg, margskonar menningar en lika mikilla lasta. Þar eru afrek unnin með góðvild og gestrisni i anda hinnar heilögu kvöldmáltiðar kærleikans. í anda hans sem fer út um götur og torg til að þrýsta þeim til að koma. Býsna stór salur — raunveru- lega ölkrá. Þar fást þó vart sterkir drykkir. Þarna er hljótt, svo að segja undursamleg kyrrð. Og nær alger þögn ríkir innan dyra. Þar sofa líka margir, jafnvel um hábjartan dag. Annars sitja gestir þarna og standa við hátt „bar- borð“, sem svipar að öllu til ann- arra veitingastaða, sem eru í tug- um eða hundruðum um alla þessa stóru borg. En það, sem var og verður ógleymanlegast öllum, sem þarna koma, er sá friðarblær, sem þarna ríkir. Enginn virðist drukkinn, en all- ir þreyttir og örmagna, svona fljótt á litið. Þarna er líka vakað og veitt all- an sólarhringinn, að sagt er. Við veggi og jafnvel í miðjum þessum rúmgóða sal eru breiðir bekkir, þar sem fólk sefur eða hvílist í þeim fötum eða tötrum, sem það klæðist. En úti í einu horninu eru teppi, sem lögð eru að þörfum yfir hvern sofanda. Oft hvíla tveir, jafnvel bæði karl og kona, á sama bekk. Ekkert virðist hér geta hneykslað neinn eða komið á óvart. við gluggann eftir sr. Arelius Nielsson Þegar einhver vaknar, kannske eftir langan tíma, fær hann heitan baunagraut á stórum, djúpum tindiski. Gjarnan er gestum boðið í steypibað að tjaldabaki, og koma þeir þaðan hreinir og hafa jafnvel skipt fötum. Innst i salnum við þil er einnig einhver geymsla eða birgðaklefi, með hreinlegum, en að mestu not- uðum, fatnaði, einkum yfirhöfn- um, sem úthlutað er klæðlitlum við hæfi án endurgjalds og að mestu án orða, en virðist samt mátað eftir aðstöðu og stærð. Mesta undrið virðist, hve allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.