Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Minning:
Guðrún Eiríksdótt-
ir - Hafnarfirði
Á dögum prentaraverkfalls og
fjölmiðlaleysis fyrir skömmu and-
aðist öldruð merkiskona í Hafnar-
firði, Guðrún Eiríksdóttir, ekkja
ólafs Þórðarsonar skipstjóra og
síðar hafnargjaldkera.
Hún var fædd 28. nóvember
1894 og átti því skammt ólifað til
að fylla níu áratugi. Mig langar til
að láta ekki fæðingardag hennar
líða hjá, án þess að setja fáein orð
á blað um þessa góðu konu, þótt
ekki gætu kynni okkar talizt náin.
Guðrún heitin mun hafa verið
komin nokkuð yfir sjötugt, þegar
hún lagði fyrst leið sfna i dag-
skrárskrifstofu útvarpsins og
fundum okkar bar saman. Hún
hafði þá samið stutta hugvekju
um gildi fastra bænarstunda fyrir
hvern mann, og þetta flutti hún
skömmu síðar í útvarpið með
sóma, því að hún var ágætlega
máli farin og flutningur hennar
var hitaður af innri glóð hins
ákafaríka hugsjónamanns. Kristin
trú og guðrækni voru sterkir
þættir i eðli hennar og dagfari,
enda hafði hún alizt upp í sliku
andrúmslofti allt frá barnæsku.
Hún ólst upp hjá góðum fósturfor-
eldrum, Guðrúnu Magnúsdóttur
og Jóni Þórðarsyni á Hliði á Álfta-
nesi, en þau hjónin bjuggu síðast í
Hafnarfirði. Geta má og þess hér,
að Guðrún Eiriksdóttir og Sigur-
geir Sigurðsson biskup voru
bræðrabörn, afi þeirra beggja var
Eiríkur Eiríksson, bóndi á ólafs-
völlum á Skeiðum, sonur sam-
nefnds og nafnkennds danne-
brogsmanns á Reykjum þar í sveit
á 18. öld.
Guðrún kom nokkrum sinnum
fram í útvarpinu næstu árin. Hún
las t.d. kvæði eftir fósturföður
sinn, sem var vel skáldmæltur og
ekkert hafði áður verið flutt eftir í
útvarp, að ég hygg, og hún fór með
gamlar bænir og vers, sem hún
hafði numið í bernsku og æsku.
Hún las og hugvekjur, sem hún
hafði mætur á og komið höfðu út á
prenti eftir þekkta kennimenn, en
í þann tíð var sérstakt hólf fyrir
slíkt lestrarefni að morgni dags á
föstunni einu sinni í viku. Og út-
varpsferil sinn endaði Guðrún svo
fyrir tíu árum, sama árið og hún
varð áttræð. Snemma ársins flutti
hún greinargott erindi um merkan
brautryðjanda hérlendis í iðn-
rekstri og fleiri athöfnum. Jó-
hannes Reykdal, bóndasonur úr
Reykjadal, gerðist atkvæðamikill
verksmiðjurekandi á Setbergi við
Hafnarfjörð. Reisti þar fyrstu
trésmíðaverksmiðju landsins árið
1903, og rúmu ári síðar kom hann
upp rafstöð (ljósastöð) fyrir Hafn-
arfjörð. Var hún einnig hin fyrsta
á iandi hér. Ég hygg að sú stofnun
eigi 80 ára starfsafmæli senn hvað
líður, a.m.k. var það síðla árs 1974,
sem Guðrún flutti stuttan út-
varpspistil til að minnast fyrstu
rafljósanna í Hafnarfirði. Guðrún
þekkti Jóhannes persónulega og
taldi hann hafa verið mikinn
mannkostamann til viðbótar
dugnaði sínum og útsjónarsemi.
Þegar kynni okkar Guðrúnar
hófust átti hún heima á Kirkju-
vegi 3. Þangað var notalegt að
koma. í því húsi bjuggu fósturfor-
eldrar hennar eftir að þau brugðu
búi á Álftanesi. Skömmu eftir að
Guðrún gifti sig flutti hún með
Ólafi manni sínum í nýreist hús
þeirra hjónanna við Linnetsstíg,
en eftir lát hans 1969 settist hún
að nýju að í litla húsinu við
Kirkjuveg. Þar var hún einbúi, því
að börn hennar tvö, sem upp kom-
ust, voru horfin á braut, dóttirin
Ragnheiður búsett í Bandaríkjun-
um, og sonurinn Gísli látinn (1966;
bjó í Hafnarfirði).
Fyrir u.þ.b. áratug, þegar lík-
amlegri heilsu Guðrúnar tók
nokkuð að hraka, fékk hún athvarf
á Sólvangi um skeið, unz hin hafn-
firzka Hrafnista tók til starfa, en
þar var hún búin að tryggja sér
hæli í ellinni. Á Hrafnistu naut
hún beztu aðhlynningar og þangað
var líka ánægjulegt að koma, þvi
að hún hafði þar sérherbergi með
síma og aðstöðu til að taka á móti
gestum sínum og gera þeim gott.
Þar fékkst hún mikið við prjóna-
skap og munu t.d. ófá ullarteppin,
sem hún gerði úr mismunandi
sauðarlitum, hinir fallegustu og
vönduðustu hlutir. Síðustu þrjú
árin eða svo dvaldi hún á sjúkra-
deild heimilisins, var þó áfram ein
í herbergi og hafði helztu muni
sína þar inni. Þróttur hennar fór
smádvínandi, en lengi hélt hún sér
vel andlega, fylgdist t.d. mikið
með útvarpsefni og hafði af þvi
góða dægradvöl. Eg mátti lengi
vel eiga það nokkuð víst að Guð-
rún hringdi til mín, hefði ég verið
að flytja eitthvað í útvarpið kvöld-
ið áður. Þá var hún að þakka mér
fyrir og tala við mig um það efni,
sem um hafði verið fjallað. Er víst
óhætt að telja, að ég hafi fáa eða
enga trúrri hlustendur átt en hana
og þykir mér sæmd að því.
Guðrún Eiríksdóttir var fríð
kona, þótt komin væri mjög á efri
ár, þegar ég þekkti hana, hvað þá
á yngri árum. Hún var fremur lág
vexti en teinrétt í baki, vel vaxin
og yfir henni höfðingsbragur,
svipurinn bjartur og röddin lífleg,
lundin glöð að jafnaði en gat
sjálfsagt orðið þykkjuþung, ef
henni mislíkaði að mun.
Kveðja:
Fædd 4. desember 1942
Dáin 20. september 1984
Þegar ég frétti að Sigrún Björg
Hólmgeirsdóttir væri dáin, kom
fyrst í huga minn ljóðlínan „Eitt
er víst að bestu blómin gróa í
brjóstum sem að geta fundið til.“
Ég ætla ekki að rekja æviferil
Boggu aðeins okkar kynni sem ég
vildi að hefðu verið meiri. Við
hjónin kynntumst Boggu stuttu
eftir að við komum til Húsavíkur
og nutum oft einlægni hennar,
hlýju, gestrisni og glaðværðar.
Hún var svo vandvirk, hafði heim-
ili sitt alltaf fallegt, og gerði vel
allt sem hún gerði.
Bogga hafði svo mikla næmni að
slíku er óvenjulegt að kynnast,
hún var vinur í raun og átti ekkert
illt til og kannski ekki vörn við því
heldur. Hún var ef til vill of við-
kvæm fyrir harðan heim.
Guðrún dó á Hrafnistu 12. októ-
ber og var útför henar gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði 22. s.m.
I þeim söfnuði átti hún langt og
merkilegt starf að baki, fjölþætt-
ara en ég kann að greina, en ég
veit að hún veitti stundum prest-
um aðstoð við barnastarfið þar,
enda var hún hænd að börnum og
þau að henni. Einnig gaf hún fé til
kaupa á steindum myndrúðum í
glugga í kór kirkjunnar. Fyrrver-
andi fríkirkjuprestur, séra Guð-
mundur óskar Ólafsson, jarðsöng
Guðrúnu vinkonu sína Eiríksdótt-
ur, og hefur það óefað verið að
hennar ósk, því að ég vissi vel um
hug hennar til hans. Hann heiðr-
aði minningu hennar { fagurri
líkræðu. Kirkjan var nær fullsetin
og þar stóðu á stöngum við kórdyr
fánar tveggja félagssamtaka, sem
Guðrún heitin hafði starfað f
ósleitilega áratugum saman,
Hraunprýði, kvennadeildar Slysa-
varnafélags íslands í Hafnarfirði,
og Kvenfélagsins Hringsins þar í
bæ. Mun hún hafa verið heiðursfé-
lagi beggja þessara félaga.
Þessi kona gerði víst ekki ýkja
víðreist um dagana, dvaldi raunar
um skeið hjá dóttur sinni í Banda-
ríkjunum. Hún fæddist á Vatns-
leysuströnd, ólst upp á Álftanesi,
lifði langa ævi í Hafnarfirði. Svo
að landfræðilega séð er starfs-
hringurinn þröngur. En í innra lífi
sínu átti hún víðara svið og bjart-
ara en margur heimshornasiglar-
inn. Ekki sízt var það mikið á
hæðina — náði allt upp til himna.
Baldur Pálmason
Guð varðveiti Boggu í nýjum
heimkynnum og styrki fjölskyldu
hennar í sorg sinni.
Asdís Hallgríms í Vilpu,
Húsavík.
t
RAGNHEIDUR ÓLAF8DÓTTIR
kannarl,
Skjólbraut 4, Kópavogi,
sem lést 20. nóvember, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjúkrunarheimili aldraöra
Sunnuhiiö, Kópavogi.
Ólafur Qrfmur Björnsson, Hallgrlmur Pálsson
Magnús Á. Bjarnason, Aöalheiöur Erlendsdóttir,
Siggeir Ólafsson, Fanney Tómasdóttir,
Guómundur Ólafsaon, Valborg Emilsdóttir,
Gunnar Hallgrimsson, Aóalgeir Hallgrimsson.
t
Faöir minn,
KRI8TJÁN SIGURÐS80N,
Blönduhlió 10,
veröur jarösunglnn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember
kl. 15.
Svala Kriatjánsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
systur okkar,
GUDVEIGAR 8TEFÁNSDÓTTUR
frá Siglufiröi,
Pátur Stefánsson,
Friöþóra Stefánsdóttir.
Sigrún Björg
Hólmgeirsdóttir
t
Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinar-
hug og veittu okkur margvislega hjálp viö andlát og útför
MATTHÍASAR LEÓ8 JÓNSSONAR,
Foasi, Arnarfirói.
Esther Gfsladóttir,
Gfsli Matthfaeson, Lára Þorkelsdóttir,
Þóra Marfa Matthfasdóttir, Matthfas Leó Gfslason,
Matthfas Fosaberg Matthfasson.Erna Hávaróardóttir,
Harpa Fönn Matthfasdóttir,
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
BJÖRNSJÓNSSONAR,
Garðaflöt 15, Garöabm.
Emilfa V. Húnfjörö, Sigrfóur Björnsdóttir,
Árnl Jónsson,
Marta Björnsdóttir,
Sígrföur Björnsdóttir, Egill Ásgrfmsson,
Ingunn Björnsdóttir, Jósef Kristjánson,
barnabörn og stjúpdóttir.
Ingibjörg Jónas-
dóttir — Kveðja
Sumarið 1941 var ég sem dreng-
ur sendur til sumardvalar austur
á Eyrabakka á heimili hjónanna
Ingibjargar Jónasdóttur og Guð-
laugs Pálssonar kaupmanns. Man
ég daginn sem ég kom þangað,
austur í fyrsta skipti. Foreldrar
mínir og systkini voru með í ferð-
inni. Tók Ingibjörg á móti okkur
af einstökum rausnarskap. Ég tel
mig enn muna hvað hún bauð
okkur að borða, svo fínn þótti mér
maturinn. Segja má að á þessum
fyrsta degi hafi vinátta mín við
þessi sómahjón og börn þeirra
verið innsigld. Ég minnist Ingu,
Jónasar þúsundþjalasmiðs og
Hauks söngmálastjóra, svo og
þeirra Steinunnar og Guðleifar og
Páls, en kynni okkar urðu ekki ná-
in.
Það var dásamlegt að vera á
heimili Ingibjargar. Hún sýndi
öllum jafnan velvild og framkoma
hennar var í alla staði mjög þægi-
leg og aðlaðandi. Var það ungum
sem eldri góður skóli að umgang-
ast þessa góðu konu.
Systkini mín og ég flytjum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur og megi góður Guð
vernda alla hennar ástvini.
Þorkell Valdimarsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
mööur minnar og dóttur okkar,
SVÖVU ÞORLÁK8DÓTTIR,
sem fórst af slysförum þann 23. september s.l.
Þorlákur Guójónaaon,
innar Gunnaraaon,
Ragnheiöur Sturludóttir,
aystkini og aórlr aöstandendur.