Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 60
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Heil á húfi Ungmennin þrjú, sem saknað var frá því á sunnudagskvöld, fundust heil á húfí klukkan 11.25 í gærmorgun. Höfðu þau þá búið um sig í snjógöng- um við suðurenda Prestsvatns norðan Efstadalsfjalls. Fyrr um morguninn höfðu þau orð- ið vör við fíugvél og gerðu því stórt SOS-merki í snjóinn rétt hjá snjógöngunum. Ungmenn- in voru ótrúlega vel á sig kom- in, að sögn Gylga Haralds- sonar læknis, sem skoðaði þau í heilsugæslustöðinni á Laugarvatni. %• SOS-merkið fremst á myndinni og opin á snjógöngunum f barðinu beint upp af. Morgunbiaait/RAX Nánará 3/4/30/31. MorgunblftAið/Július Inga Björk Gunnarsdóttir, Þröstur Guðnason og Gunnar Hjartarson í heilsugæzlustöðinni. Fjórði útisigurinn á Dönum: 150 íslendingar yfir- gnæfðu 2000 heimamenn „ÉG TRÚÐI ÞVÍ fyrst ekki að þetta væru þau,“ sagði Valdimar Bjarnason, sem fann þremenningana við Prestsvatn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hinni umfangsmiklu leit að ungmennunum þremur, sem yfírgáfu bifreið sína á sunnudagskvöldið á hálendinu norðaustur af Laugarvatni lauk rétt fyrir hádegið í gær, er þau fundust heil á húfí. Höfðu þau búið um sig í snjógöngum við Prestsvatn og voru ótrúlega vel á sig komin að sögn leitarmanna, sem fundu þau og læknis. Voru þau nokkuð vel göngufær eftir að hafa notið aðhlynningar björgunar- sveitarmanna. Leit hafði þá staðið frá því skömmu eftir miðnætti aðfara- nætur mánudags við afar erfið skilyrði, sérstaklega fyrri sólar- hringinn. óðu leitarmenn krapa- elg á köflum, oft á tíðum upp fyrir hné og jafnvel upp í mitti. Vegna þessa lentu þeir í tals- verðum erfiðleikum með farar- tæki sin, bæði bíla og vélsleða. Vegna veðurs var aldrei unnt að beita flugvélum við leitina. Um 500 manns frá fjölmörg- um björgunarsveitum á Suður- Norræn verðkönnim: Verðið oftast hæst hjá okkur NORRÆN verðlagsyfirvöld fram- kvæmdu í marz sl. könnun á verði og verðmyndun á 18 tegundum mat- og drykkjarvöru. Könnunin var gerð í nokkrum verzlunum í hverri höfuð- borg Norðurlandanna fimm. í stuttu máli varð niðurstaðan sú að í flest- um tilvikum var vöruverð hæsi ■ Reykjavík. Sjá bls. 18. og Vesturlandi auk heimamanna og nemenda á Laugarvatni stóöu að leitinni. Stjórnendur leitar- innar voru orðnir heldur svart- sýnir í gærmorgun á að ung- mennin fyndust heil á húfi. Því var fögnuður þeirra mikill svo og annarra leitamanna, þegar þær fréttir bárust að þau væru fund- in og ótrúlega vel á sig komin. ÍSLENDINGAR sigruðu Dani í landsleik í handknattleik í Óðinsvé- um í Danmörku í gærkvöldi með 21 marki gegn 19. íslendingar léku vel og var sigur þeirra sanngjarn. Um 150 Islendingar, búsettir i Danmörku, komu á leikinn til að styðja við bakið á landsliðinu og studdu þeir vel við bakið á okkar mönnum. Ef fyrstu fimmtán min. leiksins eru undanskildar má segja, að hinir 150 Islendingar hafi yfirgnæft Danina 2.000 sem fylgdust með leiknum. Nánar á 58/59. Lánaútgjöld ríkissjóðs samkyæmt fjárlagafmmvarpi 1985: Sjötta hver króna af tekjum fer í vexti og afborganir ALBERT GUÐMUNDSSON fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 1985 á Alþingi í gær. Heildargjöld frumvarpsins nema 25,3 milljörðum króna en heildartekjur 24,9 milljörðum. Rekstrarhalli ríkis- sjóðs er áætlaður um 400 m.kr. Tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu lækka úr 29% 1984 í 28,8% 1985. Gert er ráð fyrir 600 m.kr. lækkun tekjuskatta. Áætlaðir vextir og afborganir af umsömdum lánum A—hluta rikissjóðs nema 2.884 milljónum króna, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 1985; vextir 1.183 m.kr. og afborganir 1.701 m.kr. Yfir- dráttarvextir ríkissjóðs í Seðla- banka áætlast 166 m.kr. Vegna breytts gengis og verðlags á næsta ári hækka þessir liðir um 230 m.kr. Samtals nema útgjöld ríkis- sjóðs í frumvarpinu, sem tengj- ast greiðslu fjármagnsútgjalda, tæpum 3,3 milljörðum króna. Það eru um 16% heildartekna ríkissjóðs eða rúmlega sjötta hver króna. „Ef til vill er það það uggvænlegasta," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í fjárlagaræðu á Alþingi i gær, „að arðsemi sumra þeirra verk- efna, sem lán hafa verið tekin til, er mjög vafasöm, svo ekki sé kveðið fastar að orði.“ Þá kom fram í ræðu ráðherra að greiddar ríkisábyrgðir 1983 námu 193 m.kr., en á móti komu endurgreiðsiur, 91 m.kr. Á næsta ári er gert ráð fyrir greiðslum á bilinu 100—150 m.kr. Seld spariskírteini ríkissjóðs, sem geta komið til greiðslu 1983, nema alls um 3,8 milljörðum króna. Mikill vandi getur þvi steðjað að rikissjóði, að sögn ráðherra, ef ekki kemst meira jafnvægi á fjármagnsmarkaðinn en nú er. Sjá nánar fjárlagaopnu í þingfréttum Morgunblaðs- ins í dag, bls. 36/37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.