Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Þreytt fólk verð- ur að fá hvfld — segir Albert Guðmundsson vegna yfirlýsinga Steingríms Hermannssonar „EF HANN er þreyttur þá verdur hann að fara í hvfld. Ég sé engin þreytu- merki á neinum í ríkisstjórninni, en ef fólk er þreytt þá veróur þaó auðvitað að fá hvfld,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er hann var spurður álits á þeim yfírlýsingum Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra í DV í gær, að honum fyndist ekki nógur kraftur í ríkisstjórninni. Albert sagðist ekki hafa hug- fram hugmyndir um hvernig því mynd um hvað Steingrímur væri að fara með þessum yfirlýsingum, né heldur ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í viðtali við DV í fyrra- dag, en þar er haft eftir ólafi að alveg eins geti stefnt í uppgjöf og kosningar vegna ástandsins innan ríkisstjórnarinnar. Steingrímur fjallaði einnig um skattamál i viðtalinu í gær. Hann sagði m.a. um „fjárlagagatið": „Fj ármálaráðherra hefur lagt skuli lokað. Þær eru nú til athug- unar.“ Albert sagði vegna þessa: „Hans dómur er ekki endilega Sal- ómonsdómur." Vegna ummæla um hugsanlegar kosningar og uppgjöf sagði Albert: „Mér finnst alls ekki tímabært að vera að ræða kosn- ingar eins og nú stendur á.“ Um aðrar yfirlýsingar ólafs G. Ein- arssonar sagði Albert, að hann yrði að svara fyrir þær sjálfur. Ef hann teldi einhvern óhæfan yrði hann að segja það hreint út. SR á Seyðisfirði: Setuverkfall vegna ágreinings um fjölda starfsmanna á vakt í fískimjölsverksmiðju Sfldarverksmiðju ríkisins á Seyðisfírði er uppi ágreiningur um fjölda starfsmanna á vakt. Hófu starfsmennirnir setu- verkfall aðfaranótt síðastliðins fóstudags en frestuðu því síðan að beiðni stjórnenda verksmiðjunnar gegn því að málið yrði leyst innan þriggja sólarhringa. Verksmiðjan tekur ekki á móti loðnu til bræðslu á meðan þetta ástand varír. í gærkvöldi var haldinn sáttafundur um málið. Þorsteinn Gíslason fiskimála- brætt þá nóttina en síðan hefðu stjóri, sem er stjórnarformaður þeir fallist á að vinna á meðan SR og Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri fóru til Seyð- isfjarðar í gær til samningavið- ræðnanna. Þorsteinn sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi að fækkað hefði verið á vakt í verksmiðjunni þegar hún var mönnuð i haust þannig 14 starfsmenn vinna í stað 18. Sagði hann þetta gert í beinu framhaldi af endurbótum sem gerðar hafa verið á verksmiðj- unni, meðal annars hefði sjálf- virkni verið aukin. Verkalýðsfé- laginu hefði verið tilkynnt um þetta en síðan hefðu starfs- mennirnir boðað setuverkfall. Sagði hann að fyrsta vaktin hefði gengið út aðfaranótt föstu- dagsins og hefði ekkert verið reynt væri að finna lausn á mál- inu. Þorsteinn sagði að síðan hefði verksmiðjan ekki tekið við loðnu vegna þessarar yfirvofandi vinnustöðvunar utan eins báts sem búið hefði verið að ákveða löndun úr á sunnudag. Nú eru til 5 þúsund tonn af óbræddri loðnu í verkmiðjunni og er unnið á fullum afköstum. A sáttafundin- um í gærkvöldi voru auk fulltrúa SR fulltrúi frá bæjarstjórn Seyðisfjarðar, verkalýðsfélaginu og starfsmönnum SR. Þorsteinn sagði að þetta væri alvarlegt mál því þessi verksmiðja væri með þeim stærstu á landinu og von- aðist hann til að málið leystist sem fyrst. Morgunblaðið/Júllus Guðrún veiddi þrjá háhyrninga Þrír háhyrningar eru nú f laug Sædýrasafnsins í Hafnarfírði. Þeir veiddust útaf Suð-austurlandi sl. sunnudag og voru fíuttir í Sædýrasafn- ið á þriðjudag. Vélskipið Guðrún veiddi háhyrningana. Leyfi er til veiða á einum í viðbót og er Guðrún farín á veiðar á ný. Að sögn starfsmanns Sædýrasafnsins er óvíst hvert þessir háhyrningar verða seldir. Ólympíuskákmótið: Rússar mótherj- ar í dag? ÍSLENZKA skáksveitin á Olympíu- skákmótinu í Grikklandi átti í gærkvöldi í höggi við kínversku sveitina, sem hefur komið mjög á óvart með góðri frammistöðu. Að- eins tveimur skákum lauk í gær- kvöldi. Jón L Árnason vann Xu á 4. borði. Kínverjinn féll á tíma eftir 35 leiki og mjög spennandi skák. Aðrar skákir fóru í bið og sömdu Jóhann Hjartarson og Li- ang um jafntefli en skákir Helga Ólafssonar og Zi og Margeirs Pét- urssonar og Y fóru aftur i bið. Staðan í skákunum er jafnteflis- leg. Það hefur háð íslenzku skák- mönnunum mjög, að kvef og flensa hefur herjað á alla sveitina. Þannig gátu Margeir og Helgi ekki teflt í viðureigninni við Spán. Virðist sem skákmennirnir hafi tekið einhverja pest með sér að heiman. íslenzka kvennasveitin tefldi við Sviss og tapaði Vi—1V4. Guðlaug tapaði fyrir stórmeistaranum Lematchko, Sigurlaug tapaði sinni skák, en Ólöf Þráinsdóttir gerði jafntefli. Þegar biðskákir úr 8. umferð höfðu verið tefldar varð ljóst að Sovétmenn höfðu tapað sinni fyrstu viðureign á Olympíumóti í 14 ár þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Bandaríkjunum. Jafnframt var þetta fyrsti sigur Bandaríkja- manna á Sovétmönnum á Olympíuskákmóti. Sovétmenn náðu sér vel á strik í gærkvöldi og sigruðu Búgari 3—1 og hafa örugga forustu en staðan er óljós vegna fjölda biðskáka. ís- land hefur 23‘A vinning og tvær biðskákir. Húsnædísmálastjórn: Samþykktar lánveitingar að fjárhæð 262 milljónir kr. Húsnæðismálastjórn hefur sam- þykkt lánveitinar til húsbyggjenda og íbúðakaupenda til útborgunar í desember, samtals að upphæð 262 milljónir kr. Verða lántakendum send bréf um þessa samþykkt á næstu dögum og er þá tímabært fyrir þá að senda veðdeild Lands- banka íslands umbeðin gögn. Eftirtaldar lánveitingar voru samþykktar: Seinni hluti og 2. hluti lána til þeirra sem fengu fyrri hluta og 1. hluta greidda eftir 25. mars sl. Lánin eru sam- Könnun á fjöhniðlanotkun unglingæ Morgunblaðið lesið af 70 % að staðaldri SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem gerð var á meðal 400 13, 15 og 17 ára ungl- inga í Reykjavík síðastliðinn vetur, lesa 70% þeirra Morgunblaðið 4—6 sinnum í viku. 22% ungmenn- anna lesa blaðið 1—3 sinnum í viku, en 8% þeirra lesa Morgun- blaðið aldrei. Samsvarandi tölur fyrir önnur blöð um síðustu áramót voru þær, að 81 % las Þjóðviljann aldrei, 11% 1—3 sinnum og 8% að jafnaði. Dagblaðið Vísi lásu 13% aldrei, 37 % stundum og 50% 4—6 sinnum í viku. Tímann lásu 79% ungl- inganna aldrei, 13% stundum og 8% 4—6 sinnum í viku. 96% ungl- inganna líta aldrei f Alþýðublaðið, 3% lesa það 1—3 sinnum í viku og 1 % 4—6 sinnum í viku. Um stöðu Morgunblaðsins á íslenzkum dagblaðamarkaði seg- ir meðal annars, að blaðið sé „meira ráðandi á dreifingar- svæði sínu en nokkurt annað dagblað í Vestur-Evrópu“. Sem viðmiðun er Svíþjóð tekin og sagt að til að ná svipaðri stöðu miðað við íbúatölu þyrfti þar í landi að koma út dagblað í 1,6 milljónum eintaka, en þar í landi er Expressen stærst og kemur út í 550.000 eintökum daglega. Könnun þessi á fjölmiðlanotk- un unglinga í Reykjavík var framkvæmd í janúarmánuði síðastliðnum af Adolf H. Emils- syni. Könnunin var verkefni hans til lokaprófs i fjölmiðla- fræðum og -rannsóknum við Há- skólann í Gautaborg. Þátt í könnuninni tóku 273 nemendur við Fellaskóla, Hagaskóla og Réttarholtsskóla og 127 nemend- ur við mennta- og fjölbrauta- skóla f Reykjavík og Kópavogi. Af unglingunum fæddum árið 1970 var spurður 81 piltur og 65 stúlkur, áf árganginum 1968 voru spurðir 64 drengir og 63 stúlkur og af unglingum fæddum árið 1966 tóku 53 piltar þátt og 74 stúlkur. 99,5% unglinganna lesa eitt- hvert blað að minnsta kosti einu sinni í viku. Þeir sem lesa minnst eitt dagblað dag hvern eru 84% af úrtakinu og að mati höfundar er þetta há hlutfalls- tala. Eins og áður sagði lesa 70% unglinganna Morgunblaðið dag- lega og 92% reglulega, þ.e. einu sinni í viku að minnsta kosti. 31% unglinganna las eingöngu Morgunblaðið, en samsvarandi tala fyrir DV var 12%. Af efni dagblaðanna eiga teiknimyndaseríur mestum vin- sældum að fagna, en 78% ungl- inganna skoða þær. 76% fylgjast með skemmtanaauglýsingum 75% með efni um dagskrá út- varps og sjónvarps og 74% með Adolf H. Emilsson sá um fram- kvæmd skoóanakönnunarinnar. tónlistarsíðu unglinga. 69% fylgjast með fréttum af slysum og afbrotum, 47% með íþrótta- fréttum, 46% með erlendum fréttum, 34% með lesenda- bréfum, 31% les viðtöl, 28% auglýsingar úr atvinnulífinu, 15% fylgjast með skrifum um ís- lenzk stjórnmál, 14% með menn- ingarskrifum og 5% ungl- inganna fylgjast með efni, sem fjallar um fjðlskyldu og heimili. tals að fjárhæð 92 milljónir kr. og koma til greiðslu eftir 3. des- ember nk. Þá kemur einnig til útborgunar 3. hluti lána til þeirra, sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 15. apríl sl. og eru þau lán samtals að fjárhæð 19 milljónir kr. Eftir 5. desember kemur til greiðslu seinni hluti lána þeirra, sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 15. apríl sl., samtals að upphæð 8 milljónir kr. G-lán til þeirra sem sóttu um fyrir 1. apríl sl. og eru að skipta um íbúð, skulu koma til greiðslu eftir 10. desember. Lánin eru samtals að upphæð 58 milljónir kr. Þá kemur einnig til greiðslu 1. hluti til þeirra, sem gerðu fokhelt í júní en þau lán eru samtals að upphæð 13 milljónir kr. Þann 12. desember kemur til greiðslu fyrri hluti lána til þeirra sem gerðu fokhelt í sept- ember og eru að eignast sína fyrstu íbúð. Þau lán eru samtals að fjárhæð 23 milljónir kr. 1. hluti til þeirra sem gerðu fokhelt í júlí skal koma til greiðslu 15. desember en þau eru samtals að fjárhæð 19 milljónir kr. Þann dag kemur einnig til útborgunar seinni hluti til þeirra sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 20. maí sl. en samtals nema þau 10 milljónum kr. 3. hluti til þeirra, sem fengu 1. hluta greiddan eftir 5. nóv- ember 1983, skal koma til greiðslu eftir 17. desember. Samtals nema þau lán 20 millj- ónum kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.