Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984
45.
Myndir af Renée Sim-
onsen hafa birst á for-
síöum 30 þekktustu
tímarita heims.
MISS BLUEBELL
Lídó-ballettinn
dansar eftir
hennar pípu
Renée er ein af hæst launuöu fyrirsætum heims í dag.
RENÉE SIMONSEN
Ein af hæst launuðu
fyrirsætum heims
Hún þótti alla tið sérlega fal-
leg og indæl stúlka, en var
fyrir tveimur árum alls óþekkt
17 ára unglingsstúlka frá Árós-
um. Renée ólst upp hjá móður
sinni og draumur hennar var að
vinna með bðrn. í dag er Renée
19 ára og þekkt um allan heim.
Hún er ein af hæst launuðu fyr-
irsætum veraldar og býr í New
York, þó að ferðalög séu vikulega
til Parísar, Rómar, Tahiti, Lond-
on og fl. borga. Renée þénar að
meðaltali 30.000 krónur á dag og
vinnur að jafnaði fjóra daga í
viku.
Allt byrjaði þetta þannig að
hún var valin í Eileen Ford
keppninni „Face of the 80’s“.
Fyrsta árið var hún á 100.000
dollara samningi hjá Eileen
Ford. Hún hefur hlotið mikinn
stuðning frá móður sinni sem er
einnig hennar besti vinur og frá
unnusta sínum Mark er nemur
læknisfræði. í hennar augum er
Mark sá eini sanni og þau halda
sínu sambandi þó sjaldnar sjáist
en áður.
Davíð kominn
í rússneskt tímarit
Morgunblaðinu barst fyrir skömmu rússneskt tímarit þar sem gefur
að líta Davíð Oddsson við taflborð. Blm. lék hugur á að fá söguna
á bak við myndina og þar sem enginn á Mbl. bauðst til að þýða klausuna
sem var á rússnesku höfðum við samband við borgarstjórann og báðum
hann að segja okkur söguna.
„Þessi mynd var tekin á för okkar í Rússlandi sl. haust. Við vorum er
myndin var tekin í heimsókn í skákskólanum í Moskvu. í þessum skóla
eru fjögur stig kennd, 1, 2, 3 og 4. Þessi drengur sem með mér á
myndinni er þótti einkar efnilegur og var kominn á annað stig. Við
tókum sem sagt eina skák og ég var svo heppinn að vinna hana. Dreng-
urinn var mjög skemmtilegur og þegar við fórum færðum við honum bók
um Reykjavík, merki borgarinnar og fána.“
COSPER
— Það er bara þvaður að storkurinn komi með okkur litlu börnin.
Margaret Kelly, þekkt sem
miss Bluebell, er yfirmaður
hins þekkta Lídó-ballets í París og
kunnugir taka þannig til orða að
ballettinn dansi eftir hennar pípu.
En hver er þessi Margaret? Hún
var þriggja vikna gömul sett i
fóstur og foreldrar hennar hurfu
þá af sjónarsviðinu. „Ég var alin
upp af ógiftri konu,“ segir Marg-
aret, „og var hamingjusamt barn.
Þessi kona var mér ákaflega ind-
æl. Upphaflega byrjaði ég að
dansa til að verða sterkari," sagði
hún, „þannig byrjaði ég. Síðan
kom þetta svona koll af kolli.“ Og i
dag stjórnar hún Lídó-ballettinum
fræga, sem þekktastur er fyrir
Bluebell-stúlkurnar leggjalöngu
sem dansa hjá henni.
Hvaðan eru stúlkurnar þinar?
„Ég sendi enska dansara til
Bandaríkjanna og ameríska til
Parísar. Stúlkurnar hafa gott af
því að kynnast öðru andrúms-
lofti.“
Aðspurð hve margar stúlkur og
drengir væru í vinnu hjá henni
sagði hún að stúlkurnar væru 60
en karlmennirnir 35. Þar af er ein
skandinavísk stúlka, Kari Helge-
sen.
AÐVENTULJOS
Mikið úrval aðventuljósa nýkomið.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16, s. 35200.
RESTAURANT
Hallargarðurinn
Öm Arason leikur
klassískan gítarleik
fyrir matargesti í Húsi
verslunarinnar við
KringlumýrarbrauL
Boröapantanir
í síma 3(
12 II
Iý^citúkjífhóllni,
i Wúkí vendnnarinnar við Krinylumyrarbnnit
MELÓDÍUR
MINNINGANNA
HAUKUR
MORTHENS
og félagar skemmta.
Knstján Kristánsson leikur á orgel.
«*HDTEL«
% \Vi -4 X . ’
^4 IkópuriuNj w
Auöbrakku 12. Kópavogi. skni 46244
Hljomsveitin
UpplyfHng
sér um fjöriö frá kl. 22—03.
20 éra aldurstakmark.
kópurinii
Auðbrekku 12, Kópavogi, s(mi 46244.