Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Miðstjórnarkjör á ASÍ-þingi: „Alþýðubanda- lagsmenn svikuu „ÉG HEF ekki sóst eftir sæti í miðstjórn ASÍ, ég lét tilleiðast að vera í framboði. Hinsvegar neita ég því ekki, að þessi úrslit komu mér i óvart,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþm. og varaformaður Verkamannasambands íslands, sem í gsr féll í kosningu um varamenn í miðstjórn Aiþýðusam- bandsins. Karl Steinar var varamaður í miðstjórn síðasta kjörtímabil, þar iður var hann aðalmaður hluta kjörtímabils eftir að Björn Jónsson, fyrrv. forseti ASÍ, lét af störfum. orsakir úrslitanna, sem hin ýmsu pólitísku öfl á þinginu voru búin að koma sér saman um áður. Um það hvort úrslitin kynnu að hafa einhver áhrif er fram i sækti sagði Karl Steinar aðeins: „Ég þori ekki að segja til um það. Menn eiga eftir að átta sig á hvað gerðist." Annar áhrifamaður úr Alþýðu- flokknum á ASÍ-þinginu kvaðst ekki í neinum vafa um hvað hefði ráðið úrslitunum: „Alþýðubanda- lagsmennirnir sviku," sagði hann. „011 atkvæði í kosningum, sem samkomulag hefur verið um milli flokkanna, hafa skilað sér til þeirra. Þegar kemur að þvi, að þeir eiga að standa við sinn hluta samkomulagsins, þá greiða þeir ekki atkvæði eins og um hefur ver- ið talað. Þetta hlýtur að verða til þess, að menn endurskoða hug sinn til þessa samstarfs." Forystumaður úr hópi sjálf- stæðismanna á þinginu tók undir þessi sjónarmið og kvaðst telja að samstarf Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í verkalýðshreyf- ingunni hlyti að verða stirðara á eftir. „Það leynir sér ekkert, að órólega deildin í Alþýðubandalag- inu hér er býsna stór,“ sagði hann. „Ætlunin var greinilega að leika sama leikinn i kosningunni til stjórnar MFA en það tókst ekki.“ —Sjá nánar um ASÍ-þingið á bls. 29. „Þessi úrslit skipta mig per- sónulega engu máli,“ sagði Karl. „Ég hlaut góða kosningu i stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu, þar sem ég hef starfað talsvert á undanförnum árum.“ Hann færðist undan að ræða málið frekar eða geta sér til um Kærðir fyrir líkamsárás fTALSKUR maður, sem búsettur hef- ur veriö hér á landi frá í marz síöast- liðnum, hefur k*rt dyraverði veitinga- húss í Reykjavík fyrir líkamsárás fyrir að hafa síðastliðið laugardagskvöld handjárnað sig og fært inn í hliðar- herbergi í veitingahúsinu og misþyrmt sér svo, að hann kinnbeinsbrotnaði og þrjú rifbein eru brotin. Maðurinn var fluttur í slysadeild Borgarspítalans eftir atburðinn þar sem gert var að meiðslum hans. Hann kærði atburð- inn til Rannsóknarlögreglu ríkisins á miðvikudag. Maðurinn kveðst hafa mælt sér mót við kunningja sina i veitinga- húsinu, en þeir hafi ekki verið i hús- inu. Því hafi hann farið fram á að fá aðgöngumiðann endurgreiddan, en þá verið handjárnaður og dreg- inn inn í hliðarherbergi þar sem honum hafi verið misþyrmt. 2* ‘jfiSv It# örninn nýkominn úr baði. MorguLbWið/Bjarni. Heilsast vel eftir baðið í GÆRMORGUN var örninn, sem fannst óflugfær vestur í Patreks- fírði fyrir skömmu, baðaður í Nátt- úrufræðistofnun. Ævar Petersen fuglafrsðingur sagði að fuglinn veri í ágetu formi eftir baðið og yrði honum sleppt þegar hann hefði jafnað sig. örninn fannst vestur í ör- lygshöfn i Patreksfirði á laug- ardag. Fannst hann stutt frá sjó og gat ekki flogið. Að sögn Ævars var hann allur útataður i grút. Er talið að hann hafi verið á selshræi eða komist í kast við einhvern annan úrgang. Sagði Ævar að örninn hefði verið handsamaður með því að úlpu var hent yfir hann enda hefði ekkert nema dauðinn beðið hans úti í náttúrunni. Var hann send- ur með flugvél til Reykjavíkur í fyrradag þar sem hann hefur verið í fóstri á Náttúrufræði- stofnuninni. Ævar sagði að örninn væri ungur, varla meira en hálfs árs. Böðunin hefði gengið vel en fugl- inn þyrfti að fá tækifæri til að smyrja sig og snyrta það sem aflaga hefði farið í fjaðrabúnað- inum við böðunina áður en hon- um yrði sleppt. Bjóst hann við að það yrði eftir eina til tvær vikur. Atta menn í gæzluvarð- haldi vegna síbrota ÁTTA MENN sitja nú í fanga- geymslum eftir að hafa verið úr- skurðaðir í gezluvarðhald vegna sí- brota. f ger voni þrír menn úrskurð- aðir f 12 vikna gezluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þeir hafa allir komið mjög við sögu saka- mála á undanförnum vikum. „Við höfum gripið til þess ráðs að fara fram á gæzluvarðhald yfir sfbrotamönnum vegna þess að það hefur reynst eina leiðin til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrot þessara manna. Þeir hafa ekki látið sér segjast og brotið af sér um leið og þeim hefur verið sleppt úr haldi. Tími hefur ekki gefist til þess að ljúka rannsókn mála á hendur þeim og senda rík- issaksóknara vegna þess að stöð- ugt hafa bæst ný mál á hendur þeim,“ sagði Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins f samtali við blm. Mbl. Tveir mannanna voru hand- teknir eftir að hafa brotist inn í Þjóðleikhjúskjallarann um helg- ina. Þaðan stálu þeir ávfsunum fyrir liðlega 100 þúsund krónur, tveimur kössum af áfengi auk tób- aks. Hluti ávfsananna hefur náðst, þar á meðal ávfsun upp á 70 þús- und krónur. Mennirnir eiga yfir höfði sér dóma f Sakadómi Reykjavíkur. Þriðji maðurinn hef- ur um langt skeið gerst sekur um lögbrot. Mennirnir þrír voru úr- skurðaðir f gæzluvarðhald til 20. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.