Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 30
J50______________________________ Aflaskýrslur janúar til septemben MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Heildaraflinn hefur auk- ist um 71 % en verð- mæti aflans um 49 % Sýning á gömlum myndum í Keflavík Sýning á gömlum Ijósmyndum frá Keflavík og Njardvík verður opnuð á vegum Ljósmyndasafnsins og Byggða- safns Suðurnesja á morgun, laugardaginn 1. desember. Á sýningunni, sem sett verður upp á byggðasafninu á Vatnsnesi, eru 47 myndir og er sú elzta frá miðri síðustu öld. Vegna sýningarinnar verður opið á Vatnsnesi á eftirtöldum tímum: Á fimmtudögum 20—22, laugardögum 14—17 og sunnudögum 14—17. BRÚTTÓVERÐMÆTI afla upp úr íslenzkum veiðiskipum nam rösk- lega 6 milljörðum króna fyrstu níu mánuði þessa árs, sem er 49 % meira verðmcti en nam á sama tíma sl. ár. Heildarafli landsmanna fyrstu níu mánuðina var 934.862 tonnum og er Loðnuveiðin: 6 skip með 3.190 lestir LOÐNUVEIÐI er nú hafin að nýju eftir stutt hlé af völdum veðurs. Fram til klukkan 17 í g*r höfðu sex skip tilkynnt um afla samtals 3.190 lestir. Þessi skip eru: Magnús NK, 530 lestir, Erling GK, 420, Keflvíking- ur KE, 530, Svanur RE, 600, Skarðsvík SH, 630 og Bergur VE, 480 lestir. Á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um afla, aðallega frá því á sunnudag Beitir NK, 600 lestir, Sigurður RE, 950, Helga II RE, 230, Hilmir SU, 750, Ljósfari RE, 250, Þórður Jónasson EA, 320, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 180 og í sleifur VE, 250 lestir. Hátíðadagskrá stúdenta og 1. des. dansleikur STÚDENTAR fagna fullveldisdegin- um með hátíðardagskrá f Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og hefst hún klukkan 14. Hallfrfður Þórarinsdóttir, þjóð- félagsfræðinemi, Ögmundur Jón- asson, fréttamaöur og séra Baldur Kristjánsson flytja. Stúdenta- leikhúsið, Háskólakórinn, Strengjakvartett og Eggleikhúsið. Nemendur úr Fósturskóla íslands sjá um barnagæslu og boðið verð- ur upp á veitingar. Um kvöldið verður dansleikur í Sigtúni og leikur hljómsveitin Kikk fyrir dansi. Það er Félag vinstri manna í Háskóla íslands, sem sér um há- tíðarhöldin að þessu sinni. það 71 % meiri afli en fékkst á sama tíma í fyrra. Mestu munar um loðnu- aflann sem var töluvert yfir 400 þús- und tonn fyrstu níu mánuði ársins en aðeins rúm 100 tonn á sama tíma í fyrra vegna loðnuveiðibanns. Þá hefur rækjuveiðin aukist um tæp 80% að magni og verðmæti rækjunn- ar upp úr skipum um 130%. Þorskaflinn var 256.331 tonn, sem er 10% minni afli en var á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um að afli bátanna dróst saman um 30 þúsund tonn en tog- aranna um 5 þúsund tonn. Verð- mæti þorskaflans upp úr skipun- um var 2.791 milljón kr. sem er 33% meira en var á sama tíma í fyrra. Ýsuaflinn dróst saman um 32%. Við samanburð á afla þetta tímabil skiptir mestu máli að sáralítil loðna var veidd þetta tímabil í fyrra en fyrstu níu mán- uði þessa árs voru veidd 437.857 tonn að verðmæti 456 milljónir kr. Á sama tíma í fyrra voru veidd 106 tonn af loðnu að verðmæti 460 þúsund kr. Gífurleg aukning hefúr orðið á rækjunni. Veidd voru 20 þúsund tonn til septemberloka í ár á móti 11 þúsund tonnum f fyrra og er aukningin 79% á milli tíma- bilanna. Enn meiri verðmæta- aukning varð f verðmæti aflans i ár 497 milljónir króna upp úr skip- unum, sem er 130% verðmæta- aukning miðað við í fyrra. Hörpu- diskaflinn er svipaður og f fyrra eða 3.747 tonn en verðmæti aflans upp úr skipunum var tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra, eða 89 milljónir kr. Mýrdalur: Einmunablíða til þessa LiUa-Hvammi i Mfrdal, 29. nóvember. í GÆRKVÖLDI byrjaði að snjóa hér og var jörð orðin alhvít í morgun. Aðeins befur komið hér snjógráði tvisvar fyrr í vetur en horfið jafn harðan. Mikil einmunablíða hefur verið til þessa og er jörð alþíð undir. Fé er yfirleitt ekki komið á gjöf og sums staðar ekki farið að taka ásetningslömb. — Sigþór Starfsfólk nýju KRON-búðarinnar f Kópavogi. Ný KRON-verzlun í KAUPFÉLAG Reykjavfkur og ná- boðstólum verði matvara og aðrar grennis opnar nýja matvöruverslun í heimilisvörur. Fyrir utan eru svo ag, föstudag, að Furugrund 3 f Kópa- malbikuð bflastæði með hitalögn. vogi. Arkitekt hússins var Þorvaldur Verslunin er 500 fermetrar og ' Kristmundsson, en verkfræðistofa segir f fréttatilkynningu, að á Guðmundar Magnússonar hafði Flugfélag Norðurlands 25 áræ 200 norðlendingar flugu frítt í tilefni afmælisins sonar, framkvæmdastjóra FN, hefur afkoma félagsins verið góð f gegnum árin, aldrei um verulegar sveiflur að ræða og tekist hefur að viðhalda og auka eðlilega við flugflotann. í dag starfa hjá fyrir- tækinu 20 manns og auk áætlun- arflugs stundar félagið leiguflug. Skiptist reksturinn nokkurn veg- inn til helminga á milli þessara tveggja rekstrarforma. GBerg. Mjög gott verð fyrir ferskan fisk erlendis Verð fyrir ísfisk erlendis er um þessar mundir gott og hafa mörg ís- lenzk fiskiskip selt afla sinn í Eng- landi og Þýzkalandi að undanförnu. Fyrir þorsk og kola hafa fengist að meðaltali allt að 43,34 krónur fyrir kílóið, fyrir karfa 31,08 og fyrir ufsa 19,29. Á mánudag seldi Bessi ÍS 121,8 lestir, mest þorsk og kola í Grimsby. Heildarverð var 5.017.600 krónur, meðalverð 41,19. Otur GK seldi 108,5 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 3.045.300 krónur, meðalverð 28,06. Kópur GK seldi 93 lestir, mest ufsa í Cuxhaven. Heildarverð var 1.794.600 krónur, meðalverð 19,29. Á þriðjudag seldi Dalborg EA 107,6 lestir í Hull. Heildarverð var 3.863.100 krónur, meðalverð 35,91. Guðmundur Kristinn SU seldi í Grimsby 68,2 lestir. Heildarverð var 2.716.200 krónur. Hegranes SK Opið hús í Kópasteini DAGHEIMILIÐ og leikskólinn Kópasteinn við Hábraut í Kópavogi er 20 ára á þessu ári og af því tilefni verður opið hús að Kópasteini í dag, föstudag, frá klukkan 14 til 18. I fréttatilkynningu frá starfs- fólki Kópasteins segir, að það voni að sem flestir Kópavogsbúar líti inn og sérstaklega er vonast eftir sem flestum þeirra, sem einhvern tímann hafa verið á Kópasteini þessi 20 ár. seldi í Cuxhaven 192,4 lestir. Heildarverð var 5.557.200 krónur, meðalverð 28,89. Á miðvikudag seldi Jón Þórð- arson 53,7 lestir í Grimsby. Heild- arverð var 2.043.100 krónur, með- alverð 38,04. Gunnjón GK seldi í Hull. Heildarverð var 3.559.900 krónur, meðalverð 37,48. Loks seldi Vestmannaey VE 149,9 lestir. Heildarverð var 4.309.600 krónur, meðalverð 28,74. í gær seldi Sighvatur GK 84 lestir í Hull. Heildarverð var 3.673.300 krónur, meðalverð 43,34. Þá seldi Gjafar VE 56 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 1.471.200 krónur, meðalverð 26,11. Vestmannaey VE seldi 150 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.316.700 krónur, meðalverð 28,80. Loks seldi Karlsefni RE 149 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.621.800 krónur, meðalverð 31,08. Það er að mestu þorskur, sem seldur er í Hull og Grimsby en karfi og ufsi í þýzku höfnunum. Geðhiálp í nýju húsnæði GEÐHJÁLP opnar í nýju húsnæói að Veltusundi 3b I Reykjavík á morgun, laugardag, og býður gestum þangað. I frétt frá Geðhjálp segir að starfsemin á nýja staðnum verði meö svipuðum hætti og áður, opið hús á laugardögum og sunnudög- um og á fimmtudagskvöldum. Skrifstofan er opin siðdegis á mið- vikudögum. Akureyri, 29. BÓvember. UM 200 manns flugu frítt á áætlun- arleiðum Flugfélags Norðurlands í dag f tilefni af 25 ára afmæli félags- ins. Félagið ákvað að gefa farþegum kost á ókeypis flugferð að því und- anskildu að 18 krónur voru inn- heimtar af hverjum farþega í flug- vallarskatL Mæltist þetta vel fyrir og munu margir hafa orðið til þess að bregða sér bæjarleið á Norður- landi, en félagið heldur uppi áætl- unarferðum til 10 staða allt frá ísafirði til Vopnafjarðar, auk þess sem það flýgur frá ólafsfirði til Reykjavíkur. Á 25 ára afmælinu á félagið sex flugvélar, sem samtals geta flutt 71 farþega. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- Kópavogi umsjón með hönnuninni. Bygg- ingameistari var Benedikt Ein- arsson. Innréttingar eru m.a. frá Modul inventar Silkeborg A/S og KF I Svíþjóð, kælitæki frá ASKO OY og frystiklefar frá Hurrey OY. Verslunarstjóri er Kári Kaaber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.