Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984
25
Hlutabréfaumsóknir vegna brezka ríkissímans taldar
0 Símamynd/AP.
(Jeoffrey Pattie (standandi til hsgri), sem fer með fjarskiptaUeknimál í brezku stjórninni, sést hér ásamt Sir
George Jefferson (með gleraugu), en hann er forstjóri brezka ríkissímafyrirtaekisins (Telecom). Mynd þessi yar
tekin í gær, er þeir komu til þess að fylgjast meó „talningu“ á umsóknum um hlutabréf í Telecom í Lloydsbanka
í London.
Fékk bjórkollu
og hafragraut
Louisrille, Kentuckj, 29. nóvember.
FRAMFÖR Wiliiams Schröder frá þyf hann fékk gervihjartað hefur vakið
undrun hjartasérfræðingsins sem annast hefur um hann í veikindum hans.
Næsta skrefiö hjá Schröder er fara fram úr rúminu og í hjólastólinn.
í dag fékk hann kollu af bjór, maltsopa.
sem hann hefur alltaf verið að
biðja um frá því að hann fór að
geta talað eftir skurðaðgerðina.
„Þetta er snarlið. Mjólkurhrist-
ingurinn verður máltíðin," sagði
hann, þegar hann fékk bjórinn um
kl. 9 í morgun.
í gær fékk hann fyrstu föstu
fæðuna, heitan hafragraut og
Dr. Robert Goodin yfirmaður
hjartaskurðlækninga á Humana-
hjartastofnuninni, kvað Schröder
ekki líða verr nú en eftir hjartaað-
gerð sem hann hefði gengið undir
fyrir um ári. „Og það hlýtur að
teljast athyglisvert,“ sagði Go-
odin.
Samningur um landamæra-
deildu Chile og Argentínu
Páfagarði, 29. nó?ember.
ARGENTÍNA og Chile undirrituðu í dag samning um lausn á deilumálum
sínum um landsvæði á landamærum ríkjanna í suðri. Var samningur þessi
gerður að frumkvæði Páfagarðs og er meginmarkmiðið með honum að koma
í veg fyrír hættu á strfði milli Argentínu og Chile, en margvísleg deilumál
hafa oft komið upp milli ríkjanna, sem eiga 3.200 km löng landamæri saman.
Samkvæmt hinum nýja samn-
ingi eiga eyjarnar Picton, Lennox
og Nueva að tilheyra Chile, en yf-
irráð Chile yfir hafsvæðinu þar í
kring verða takmörkuð verulega.
Þá á samningurinn að tryggja yf-
irráð Argentínu gagnvart Chile á
svæði því sem liggur að Atlants-
hafi, þannig að réttindi Chile tak-
markast eingöngu við Suður-
Kyrrahaf.
Samningur þessi er talinn mik-
ill sigur fyrir Páfagarð, en þetta
er í fyrsta sinn á sfðari tfmum,
sem Páfagarður tekur þátt í með-
ferð landamæradeilu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla á að
fara fram um samninginn f Arg-
entínu á sunnudag og sfðan þarf
þjóðþing landsins að staðfesta
hann. Samningurinn nýtur mikils
fylgis þar í landi, bæði hjá al-
menningi og stjórnvöldum, og er
því talið, að samningurinn verði
samþykktur þar fljótlega.
Stuðningur herstjórnarinnar í
Chile er hins vegar dræmari, þó
hún hafi ákveðið að fallast á
samninginn. Þannig gagnrýndi
Jose Toribio Merino hershöfðingi
samninginn fyrir skömmu og
sagði, að gera yrði á honum breyt-
ingar, þar sem hann væri óhag-
stæður Chile.
Olíuskip kyrrsett
vegna mengunar
Kanpmannabðrii, 29. nóvember. Frá Ib Björnbak frétUuiUra Mbl.
Dönsk yfirvöld hafa kyrrsett tank- ingu vegna væntanlegs kostnaðar
skip frá Marokkó vegna gruns um við hreinsunar olfunnar.
að skipverjar séu valdir að alvarlegri
olíumengun við vesturströnd Sjá-
lands.
Skipið tók niðri á leiðinni frá
Fredericia út í Stórabelti. Skip-
stjórinn tilkynnti aldrei að olia
hefði lekið frá skipi sínu, eins og
grunur leikur á, og er nú reynt að
fá úr því skorið með rannsókn á
sýnum úr farminum og olíu sem
rekið hefur á land og valdið mikl-
um umhverfisspjöllum, hvar
ábyrgðin liggur.
Hermenn vinna að hreinsun-
arstörfum og hefur orðið að aflífa
þúsundir fugla, einkum æðarfugla,
sem ataðir voru olíu. Óljóst er
hvaða áhrif oliumengunin kann að
hafa á sjávarlif og fiskistofna.
Útgerð tankskipsins hefur verið
krafin um 5 milljóna króna trygg-
Haiti:
Komst upp
um samsæri?
Port-ao-prince, Haiti, 29. nóvember. AP.
MILLI tuttugu og þrjátiu manns
hafa verið handteknir í Port-
au-prince sfðustu tvær vikur,
grunaðir um að hafa haft á
prjónunum áform um að steypa
forsetanum Jean Claude Duvali-
er, en hann er „æviforseti".
Stjórnvöld hafa ekki staðfest
fregnirnar, en AP-fréttastofan
segir, að meðal þeirra sem hafi
staðið að þvf að undirbúa valda-
ránið séu útlagar frá Haiti, sem
eru búsettir í Florida.
Danmörk:
Bíræfið
rán
FYRIR skömmu var framið bí-
ræfið rán í dönsku borginni
Óðinsvéum á Fjóni. Fórnarlömb-
in voru formaður og varaformað-
ur félags starfsfólks f vefjariðn-
aði og höfðu ræningjarnir, sem
einnig voru tveir saman, um
666.600 danskar krónur (u.þ.b.
2,4 millj. ísl. kr.) upp úr krafsinu.
Áttu þessir peningar að ganga til
styrktar atvinnulausum félögum.
Verkalýðsleiðtogarnir voru
að enda við að taka peningana
út úr banka. Þegar þeir voru á
leiðinni frá bankanum til
skrifstofu sinnar, akandi í bíl,
renndi bíll upp að hlið þeirra
og menn í einkennisbúningum,
sem félögunum sýndust vera
lögreglubúningar, gáfu þeim
bendingu um að stöðva. Hinir
einkennisbúnu gáfu þá skýr-
ingu, að þeir væru að leita að
bíl, sem stungið hefði af frá
slysstað.
Siðan grandskoðuðu þeir bíl
formannsins og varaformanns-
ins og skipuðu þeim að flytja
sig um set yfir í „lögreglubíl-
inn“. Sjálfir settust þeir hins
vegar inn f bil þeirra félaga og
óku á brot snarlega. Með bíln-
um hurfu ræningjarnir og pen-
ingarnir og hefur hvorugt
fundist þrátt fyrir ítrekaða
leit.