Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 56
BTTKDRT AJJLS SIAÐAR OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Útlit fyrir allt að 15% hækk- un búvara NYTT búvöruverð á ad taka gildi á morgun, 1. desember. Sexmanna- nefnd vinnur þessa dagana aö út- reikningi verösins og er búist við að niðurstaða liggi fyrir í dag. Miðað við hækkanir ýmissa liða verðlags- grundvallarins má búast við 10 til 15% hækkun búvara, líklega nær 15% Laun vega um 40% af verðlags- grundvellinum og hækka þau til jafns við laun iðnaðarmanna og verkamanna, eða um rúm 12%. Ýmsir liðir grundvallarins eru beint háðir gengisbreytingum, svo sem kjarnfóður og hækka því um 15 til 20%. Ýmsir aðrir kostnað- arliðir verðlagsgrundvallarins hækka lítið eða ekkert, svo sem áburður. Öldrud kona fyrir bíl í Hamrahlíð Á TÍUNDA tímanum í gærkvöldi varð 76 ára gömul kona fyrir bifreið í Hamrahlíð í Reykjavík. Slasaðist hún alvarlega og var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Ekki var vitað um tildrög slyssins er Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. Glaðst yfír snjónum Eftir einmuna veðurbiíðu um nsr allt land í haust og fyrst í vetur kom loks snjór í byggð. Snjónum er fagnað misjafnlega af landsmönnum en gleði þeirra yngstu er víst ábyggilega ósvikin. Niðurstöður úttektar Hagvangs hf. á Orkustofnun: Umsvif má draga saman um 15—20 % Fækka má starfsfólki um 30, án þess að það komi niður á verkefnum IÐNAÐARRÁÐHERRA og fulltrúar Hagvangs hf. gerðu á blaðamannafundi i gær grein fyrir úttekt Hagvangs á skipulagi og rekstri Orkustofnunar, sem unnin var að beiðni iðnaðarráðuneytisins. Meginniðurstöður eru að unnt sé með hagræðingu að draga úr umsvifum Orkustofnunar um sem nemur 15-20% Þá er gert ráð fyrir að unnt sé að fækka starfsmönnum ura 30, án þess að það bitni á þeim verkum, sem nú eru unnin eða fyrirséð að verði unnin á stofnuninni. Það kom fram á fundinum, að frá því að niðurstöður Hagvangs lágu fyrír hefur starfsmönnum veríð fækkað um fimm. t yfirliti iðnaðarráðuneytisins sem lagt var fram á fundinum kem- ur fram, að yfirmenn Orkustofnun- ar og Hagvangs eru sammála um að hagræðingin geti falið eftirfarandi í sér: Breytt vinnubrögð eða tækni, sem sparar vinnuafl og tíma. Til- flutning verkefna milli manna eða deilda. Niðurfellingu á verkefnum sem er að ljúka eða eru ekki eins mikilvæg og áður vegna breyttra aðstæðna. Flutning starfsmanna milli deilda og skipulagsbreytingu innan viðkomandi deildar, er tryggi betri stjórnun og/eða betri nýtingu á mannafla. Iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, sagði á fundinum í gær að niðurstöður Hagvangs bæru með sér, að aðkoma að Orkustofnun hefði verið góð, þó hún sýndi að si- tthvað mætti betur fara. Þá sagði hann viðbrögð stjórnenda Orkust- ofnunar hróss verð. Hann tók sér- staklega fram vegna fyrirhugaðra uppsagna starfsmanna að gengið yrði til þess með fyllstu varkárni. Orkumálastjóri Jakob Björnsson sagði f þvi sambandi, að reiknað væri með að þessir 25 starfsmenn gætu hætt störfum á næstu árum og tiltók hann eitt til þrjú ár. Formaður Starfsmannafélags Orkustofnunar, Elsa Vilmundar- dóttir, deildi hart á vinnubrögð Hagvangs. Hún sagði starfsmanna- félagið efast mjög um tæknilega getu Hagvangs til að endurskoða rannsóknarstofnanir og tillögur um 15-20% samdrátt í engu samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Hún sagði ennfremur að starfs- mannafélagið teldi Hagvang hafa valið ódrengilegar leiðir við fram- kvæmd tillagna um fækkun starfsmanna. Fulltrúar Hagvangs gerðu grein fyrir úttektinni og sátu fyrir svör- um. Ekki fékkst upplýst hvaða starfsmönnum eða úr hvaða deild- um væri fyrirhugað að segja upp. Ásökunum um ódrengileg vinnu- brögð svöruðu fulltrúar Hagvangs á þann veg, að tillögurnar um fækkun starfsmanna væru unnar í samráði við yfirstjórn Orkustofnunar. Endurskoðun skipulagsmála jarðh- itadeildar er ekki lokið, en upplýst að henni yrði lokið í lok janúarmán- uðar nk. Meiðsli Arnórs Guðjohnsen: KSÍ greiðir 800 þús- und í skaðabætur Knattspyrnusamband íslands þarf að greiða belgíska féiaginu Anderlecht 800 þúsund krónur í skaðabætur vegna meiðsla sem Arnór Guðjohnsen hlaut í lands- leik hér heima 21. september 1983 er leikið var gegn írlandi. Arnór gat lítið sem ekkert leikið með Anderlecht á síðasta keppnistímabili og því fór And- erlecht fram á skaðabætur. Trygging KSÍ á atvinnumönnun- um í landsleiknum reyndist ónóg og því verður KSÍ að greiða And- erlecht skaðabætur þær sem fé- lagið fór fram á. Sjá nánar á íþróttasíðu. Morgunblaðið/RAX. Stökkpallur á æfingasvæði lögreglunnar á Seltjarnarnesi. 5 lögreglumenn í slysadeild eftir stökkæfíngu Sjötti meiddist á baki eftir æfíngu í fangbrögðum SEX lögreglumenn voru á miðvikudag færðir í slysadeild Borgarspítalans eftir æfíngu á æfingasvæði Lögregluskóla ríkisins vestur á Seltjarnarnesi. Kimm lögreglumannanna meiddust eftir að hafa stokkið niður á freðna jörð úr tæplega þriggja metra hæð. í Ijós kom að þeir höfðu tognað við niðurkomuna. Sjötti maðurinn meiddist á baki við æfingar á fangbrögð- um. Neyðarbifreið frá slysadeild Borgarspítalans var kölluð á vettvang og sótti slasaða lögreglumenn, en flestir lögreglumannanna fóru sjálfir í slysadeildina. Nemendur í Lögregluskóla ríkisins voru að æfingum á Sel- tjarnarnesi. Æfingarnar eru margs konar, meðal annars stökk úr nokkurri hæð og fangbrögð. Alls voru 29 lögreglu- þjónar í stökkæfingunum og komu nokkrir þeirra illa niður, meiddust á fótum og samkvæmt heimildum Mbl. var að minnsta kosti einn lögreglumaður settur i gips. Maðurinn, sem meiddist í fangbrögðunum, var settur í svokallaðan kraga vegna meiðsla sinna. William Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra, vildi í samtali við blm. Mbl. ekki tjá sig um málið á meðan rannsókn á vegum emb- ættisins stendur yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.