Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 Vel heppnaður frumburður Sigurður Sverrisson Tic T»c Poseidon sefur MHM-001 Kvintettinn Tic Tac frá Akra- nesi hefur sent frá sér sína fyrstu plötu þrátt fyrir ungan meöalaldur meðlimanna. Án til- lits til þess atriðis verður að segjast að þessi frumraun fimm- menninganna frá sementsbæn- um Akranesi lofar mjög góðu um framhaldið sé það á annað borð á döfinni. Það eru þeir Bjarni Jónsson, Jón Bjarki Bentsson, Júlíus Björgvinsson, Friðþjófur Árna- son og Ólafur Friðriksson sem skipa Tic Tac og i núverandi mynd er sveitin ekki nema nokk- urra mánaða gömul. Júlíus tók við af Gunnari Ársælssyni, sem varð að hvila á sér löppina eftir linnulausan bassatrommuáslátt. Það er kannski gott dæmi um þær þrengingar, sem nú virðast vera i íslenskri hljómplötuút- gáfu, að enginn sá sér fært að gefa plötu Tic Tac út svo þeir gerðu það bara sjálfir. Fyrir vik- ið verður útkoman e.t.v. eitthvað ódýrari en ella, einkum með til- liti til „sánds", en ég er þeirrar skoðunar, að Poseidon sefur sé eitthvert besta byrjunarverk ís- lenskrar hljómsveitar. Lögin á Poseidon sefur eru að- eins fjögur talsins og það fer ekki leynt, að hinar nýrri bresku sveitir á borð bið U2 hafa sett svip sinn á Tic Tac. Þó er aldrei um neinar beinar stælingar að ræða — fjarri því. Að mínu viti er lagið A song for the sun best, svo kemur Seymour. Mér finnst hins vegar ekki eins mikið til Kitchen song og Joy koma. Tic Tac getur vel við unað með þessa fyrstu plötu sína og Bjarni Jónsson er söngvari, sem vert er að gefa nánari gætur. Metsölublaó á hverjum degi! Jólamarkaður FEF í Traðarkoti FÉLAG einstæðra foreldra heldur árlegan jólamarkað sinn á morg- un, laugardag 1. desember og verður markaðurinn haldinn i Traðarkotssundi 6, þar sem skrifstofa FEF er til húsa. Opnað verður kl. 11 f.h. Á boðstólum er úrval heimagerðra tuskuleik- fanga, jólaskraut, bútasaumspúð- ar, prjónles, kökur og fleira girni- legt. Aðfaranótt laugardags verður opið hús í Traðarkoti fyrir þá fé- iagsmenn sem eiga eftir að skila munum, eða vilja hjálpa til við að leggja síðustu hönd á undirbún- ing. Athyglisverð bók — eftir Björn Pálsson Hagfræði og stjórnmál. Höfundur Dr. Magni Guðmundsson. Bókinni er skift í þrjá aðalkafla: 1. Verðlagsstjórn, 2. Stjórn peninga- mála, 3. Skattkerfið. I inngangi gerir höfundur lauslegan samanburð á stjórn peningamála á tímabilinu 1919-39 og 1960-1980. Bókinni fylgja tðflur í viðauka yfir geng- isbreytingar íslenzku krónunnar frá 1922-39 og frá 1960-80. Fleiri töflur og línurit fylgja bók- inni sem þægilegt er að gripa til, vilji menn átta sig á þróun pen- ingamála undanfarna áratugi. Dr. Magni hefur lagt mikla vinnu i þessa bók. Hann er dr. i hag- fræði frá Manitoba-háskóla, sérgreinar ríkisfjármál, verðlags- og markaðsmál, banka- og pen- ingamál. Það er um þessa mála- flokka sem dr. Magni fjallar um i bók sinni. Hann vitnar gjarnan til hagfræðinga f Kanada og Bandaríkjunum. Aðalefni bókar- innar er þó um íslenzk málefni. Skoðanir sinar setur dr. Magni fram skýrt og hlutdrægnislaust, að því er virðist, enda hvorki háð- ur stjórnmálaflokkum eða fjár- málastofnunum. Þess er eigi að vænta að allir verði sammála um þær skoðanir, sem dr. Magni heldur fram i bók sinni. Hag- fræðinga greinir á um ýmsa hluti og þó menn séu sammála um markmið þá greinir þá oft á um leiðir. Slíkt er eðlilegt og málin skýrast við umræður og umhugs- un. Tiltölulega lítið hefur verið skrifað hér á landi um þau mál- efni, sem bók dr. Magna fjallar um. Þó snerta þau mál afkomu flestra landsmanna. Það er þvi æskilegt að sem flestir skilji og fylgist með efnahags- og við- skiptamálum þjóðarinnar. Ýmis- legt hefur gerzt og er að gerast í þjóðarbúskap okkar, sem teljast má til mistaka. Eigi er ólfklegt að ástæðan fyrir þeim mistökum sé að einhverju leyti af því, að þeir sem ráða framkvæmdum skilja þá hluti eigi rétt, sem þeir eru að fást við. Tímabil bókaviðskipta á þessu ári eru að hefjast. Menn kaupa gjarnan bækur, fyrir jólin, sem eigi krefjast mikillar um- hugsunar og auka þá heldur eigi vizku lesandans að mun. Bók dr. Magna krefst íhugunar og hana þarf helzt að lesa oftar en einu sinni. Bókin er 117 bls. og lætur litið yfir sér. Ég held að þeir, sem áhuga hafa á þeim málum, sem bókin Qallar um, ættu að kaupa hana. Eg hefi þvi viljað vekja athygli á þessari efnismiklu og málefna- legu bók með þessum linum. Björn Pilsson er /ýrrrenndi <1 þingismndur. Stykkishólmur: Margt gert fyrir eldri borgarana StjkkkMBÍ 23. *6n. Stykkisbólmshreppur hefir nú ým- is umsvif á vegum eldri borgara hér í bæ. Tvo daga f hverri viku koma þeir saman f föndur og annað sem má vera til að gleðja og um leið gefa þeim Uekifæri til að útbúa bæði verklega og skemmtilega hluti. Er þetta starf mjög vinsælL Forstöðu um þetta starf hefir Heiðrún Rútsdóttir og fær svo oft sjálfboðaliða til að leiðbeina og hjálpa. Ég leit þarna inn einn laugardag og það verð ég að segja að ég var mjög ánægður með alla tilhögun og allt starfið í heild og óafvitandi varð mér hugsað til eldri daga þar sem ekki þótti taka þvf að hafa svona starf. Og um leið varð mér hugsað til þeirra breyt- inga á högum eldri kynslóðarinnar nú þegar hún skilar af sér merk- um störfum til afkomendanna. Ráðamenn f Stykkishólmi skilja þessa þörf vel og þá má geta þess að félögin í Hólminum hafa alltaf eldriborgaraskemmtanir, þar sem þeim er boðið til kaffidrykkju og um leið mörg fræði og skemmti- efni á borð borin. Nú nk. sunnudag eru það Rotaryklúbburinn og Leikfélagið Grímnir sem standa að boðinu. Árui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.