Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 17
tyORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 17 Aðalfundur Landverndar: Þjóðgarðurmn á Þingvölluin stækki Skorar á Alþingi, ríkisstjórn og Þingvallanefnd að beita sér fyrir stækkun og skipulagningu þjóðgarðsins LANDVERND hélt aöalfund sinn í Munaðarnesi 10. og 11. nóvember sl. Fundinn sátu um 60 fulltrúar og gestir. Aöalmál fundarins var: „Viöfangsefni og starfshættir náttúruverndarsamtaka" og voru um það flutt sjö stutt erindi. Þá var ályktað um hin ýmsu náttúruverndarmál og kosin stjórn. Meðal ályktana aðalfundarins er áskorun á Alþingi, ríkisstjórn og Þingvallanefnd, að nú þegar verði hafist handa um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og skipulagningu hans. Þá fagnar Landvernd þvi framtaki sem Skógræktarfélag íslands sýnir með áskorun um söfnun birkifræs og dreifingu á óræktarlönd og skorar á Landgræðslu ríkisins að styðja það með sáningu birkifræs á friðuðum svæðum. Landvernd varar í ályktunum sínum við ýms- um óþrifum í náttúrunni, svo sem af einnota glerflöskum, úrgangi og rusli sem rekur á fjörur. Þá telur fundurinn mjög brýnt að hafist verði handa við úrbætur á mikilli mengun og sóðaskap frá úrgangi og frárennsli á fjörum í nágrenni þéttbýlis. Þá er vakin athygli á fjögun hrossa og því beint til hestamanna og hrossaræktenda að fækka hrossum þannig að nytjalítil hross hverfi úr högum. Aðalfundurinn fagnar þings- ályktunartillögu um alhliða nýt- ingaráætlun fyrir landið, enn- fremur nýsamþykktri breytingu á lögum um skógrækt, sem á að gera bændum kleift að stunda skóg- rækt á jörðum sínum. Þá telur Landvernd að auka- þurfi um- hverfisfræðslu í skólum til að glæða skilning og þekkingu á nátt- úru landsins. Því er skorað á ríkis- útvarpið og yfirstjórn mennta- mála að unnir verði myndbanda- þættir um íslenska náttúru, sem sýndir yrðu reglulega og nota mætti til kennslu í skólum. Varað er við niðurskurði á endurmennt- unarnámskeiðum kennara. Framsöguerindi á aðalfundin- um fluttu: Álfheiður Ingadóttir blaðamaður, Árni Steinar Jó- hannsson garðyrkjustjóri á Akur- Islenska óperan: Niðurfellingu fast- eignaskatts hafnað ERINDI um niöurfellingu fasteigna- skatts af húsnæöi íslensku óperunn- ar hefur verið synjað af hálfu Borgarráös Reykjavíkur. I erindinu, sem barst frá Endur- skoðunarskrifstofu Ragnars Á. Magnússonar sf., fyrir hönd fs- lensku óperunnar, var farið fram á niðurfellingu fasteignaskatts af húseigninni Gamla bíó, og í rök- stuöningi er vitnað til þess að í 5. grein laga um tekjustofna sveitar- félaga séu „samkomuhús, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni", undan- þegin tekjuskatti. Erindinu var vísað til umsagnar Björns Frið- finnssonar, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar, og í umsögn hans segir m.a. að „þótt ef til vill sé eigi hagnaður af rekstri óperunnar, þá er tekjuhalli tæpast markmið fé- lagsins og ekkert virðist þvi til fyrirstöðu að hljómleikasalur þess sé rekinn í ágóðaskyni. Er því lagt til að erindinu verði synjað", eins og segir i umsögninni, en þar er aðilum málsins ennfremur bent á að hægt sé að áfrýja synjun borg- aryfirvalda til yfirfasteignamats- nefndar. Borgarráð samþykkti umsögn framkvæmdastjóra lög- fræði- og stjórnsýsludeildar á fundi sfnum hinn 20. nóvember sl. Undir kal- stjörnu gefin út á þýzku BÓK Sigurðar Á. Magnússonar, Undir kalstjörnu, var gefin út á þýsku fyrir stuttu í borginni Hann- over í Vestur-Þýskalandi. Jón Laz- dal þýddi bókina og ber hún nafnið „Unter frostigem Stern“. Árið 1981 voru gefnir út kaflar úr bókinni í Vestur-Berlín, þá í þýðingu Jóns Bernódussonar. Að þeirri útgáfu stóð þýsk stofnun sem meðal annars veitti Sigurði styrk til að vinna að ritun bókar- innar veturinn 1979—80. Þessi út- gáfa er hins vegar fyrsta heildar- útgáfa bókarinnar og forlagið Touristbuch í Hannover gefur hana út. Bókin verður kynnt á bókasýningu í haust og vetur. Þess má einnig geta að á fardög- um í vor kom út hjá sama forlagi bók um ísland. Sú bók heitir Landslag og saga og er eftir Jörg- Peter Maurer og Ciselu Maurer. í JÚ-r tfirjr - « ir-V .<* - »■* * **£#&&&■ SigurdurA. Magnússon Unter frostigem Stern Kiiuihelt auf Island eyri, Einar Egilsson formaður Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands, Einar Valur Ingimundarson kennari, Lára G. Oddsdóttir for- seti Sambands íslenskra náttúru- verndarfélaga, Tryggvi Jakobsson landfræðingur og Þórarinn Magn- ússon bóndi á Frostastöðum í Skagafirði. Stjórn Landverndar er nú þann- ig skipuð: Þorleifur Einarsson formaður, Tryggvi Jakobsson varaformaður, Hulda Valtýsdótt- ir, Auður Sveinsdóttir, Páll Sig- urðsson, Ágúst Gunnar Gylfason, Sigríður Einarsdóttir, Gfsli Júlíusson, Guðmundur Stefánsson og Hrefna Sigurjónsdóttir. Valdimar Bergsson ásamt tveimur starfsstúlkum. Nýr eigandi Café Torg FYRIR skömmu tók nýr aðili viö rekstri kaffihússins á annarri hæð Hafnarstrætis 20 viö Lækjartorg. Við rekstrinum hefur tekið Valdimar Bergsson sem gaf staðn- um nafnið Cafe Torg-konditori, enda er hann rekinn i tengslum við Kökubankann í Hafnarfirði. „í endurbættum og bjartari húsakynnum með útsýni yfir mannlífið á Lækjartorgi er boðið upp á rjúkandi kaffi og fjölbreytt úrval af tertum og kökum sem notið hafa sérstakrar alúðar fag- lærða bakarameistara Kökubank- ans,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Cafe Torg-konditori verður opið á venjulegum verslunartíma. Kápa bókarinnar Undir kalstjörnu ( þýskri þýöingu. bókinni eru um hundraö ljós- myndir frá Suður-, Austur- og Norðurlandi og útdráttur úr sögu pessara staða. Landslag og saga hefur fengið feikilega góða dóma í Þýskalandi, bæði fyrir ritað mál en þó einkum fyrir vel gerðar myndir. Þetta er fyrri bókin af tveimur, seinni bókin verður um Norður- og Vesturland. (FréIUtilk;nning) UsánaÖÍfa... ... erað lifa með listinni J ■rr ■r Uta Feyl erfædd í Prag árið j 1942, en lærði ÍBerlin. Huner J ✓ \(JcHs/t/\ VXyAX-^ rómuð fyrirlistsköpunsína i j:A IÍmÍö innanPýskalandssemutan, ÉlflM SIUQIO-liniG og hefur hannaðmarga a einarsson & funk hf munj fyj.jr R0senthal. Laugavegi 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.